Þjóðviljinn - 16.03.1967, Page 4

Þjóðviljinn - 16.03.1967, Page 4
4 SíÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur'16. marz 1967. Otgefandi; SameiningarfloKicui aiþýdt — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivai H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróux Gudmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson- Auglýsingastj.:Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavöröust 19. Simi 17500 (5 línur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- Óstjórn er ekki frelsi gtjómarflokkarnir telja kjörorð sitt í efnahags- málum vera frelsi, en sú skilgreining er röng; það sem þeir kalla frelsi er í rauninni stjómleysi sem leiðir til ófrelsis. Tökum til að mynda ástand- ið í járniðnaðinum um þessar mundir. Á undan- förnum árum hefur hundruðum miljóna króna af aflafé þjóðarinnar verið varið til þess að styrkja íslenzkan járniðnað, reisa hús, kaupa vélar og tæki, þar til þessi iðngrein var orðin fær um að sinna flestum þeim verkefnum sem landsmenn þurftu á að halda. Að sjálfsögðu var þetta gert í því skyni að auka frelsi landsmanna, gera þá færari um að sinna 'nauðsynlegum athöfnum í landi sínu, spara gjaldeyri og koma upp vel verki farinni iðnaðar- mannastétt. En hvemig er þessi kðstaða svo hág- nýtt? Að undanförnu hafa vélar og tæki og mann- afli þessarar iðngreinar ekki verið.notuð nema að hluta. Æ fleiri verkefni hafa verið send af landi brott, þótt auðvelt væri að vinna þau hér, og inn hafa verið flutt verksmiðjur og tæki sem hag- kvæmt hefði verið að smíða innanlands. Þannig er hin mikla fjárfesting ekki látin skila þjóðhags- legum arði, dýrar vélar standa ónotaðar, og hin sérmenntaða stétt, járniðnaðarmennirnir, búa við lakara atvinnuástand en verið hefur í þessari iðn- grein áratugum saman; í ályktun frá félagi þeirra er greint frá því að síðan í fyrrahaust hafi heild- artekjur járnsmiða rýrnað um a.m.k. fjórðung vegna minnkandi atvinnu. JJvað á slík ráðsmennska skylt við frelsi? Hverju er þjóðin að frjálsari þótt hundmðum miljóna króna af fjármunum hennar sé varið ítil þess að koma á laggirnar atvinnurekstri sem síðan er ekki hagnýttur nema að takmörkuðu leyti? Hefur frelsi þeirra manna aukizt sem lært hafa mikil- væga iðngrein, en fá síðan ekki að hagnýta sér- þekkingu sína eins og efni standa til, heldur búa við sívaxandi áhyggjur af minnkandi atvinnu og skertum tekjum? Þeir menn áem hafa vald til þess að flytja verkefni til útlanda, þótt hægt sé að vinna þau hér, og ráða erlenda iðnaðarmenn til starfa í stað íslenzkra, eru að leiða aukið ófrelsi bæði yfir járníðnaðarmenn og þjóðina í heild. Ó- stjórn og samhengisleysi í þjóðarbúskapnum eiga ekkert skylt við frelsi. pélag járniðnaðarmanna hefur sent frá sér álykt- un þar sem vakin er athygli á þessari alvarlegu öfugþróun. Undanfama mánuði hafa verklýðsfé- lögin í Hafnarfirði á sama hátt bent á hina háska- legu stöðu sjávarútvegs og fiskiðnaðar, sem leitt hefur áhyggjur og atvinnuskort yfir verkafólk. Gagnsókn verklýðshreyfingarinnar á þessu sviði er mikilvæg og þarf að þyngjast stórum, ef fé- sýslumönnuim og ríkisstjóm þeirra á ekki að takast enn frekar en orðið er að skerða meginundirstöðu frelsisins, sjálft atvinnuöryggið. •— m. Austurbæingur skrifar: ÞAÐ VAR mikið um dýrðir heima hjá mér eitt kvöld í nóvember fyr- ir framan nýja sjónvarpstækið, og spennan jókst þegar klukkan byrj- aði að ganga níu og loftnetsmenn- irnir enn á harðahlaupum uppi á þaki. Tekst þeim að koma sam- bandinu á fyrir dagskrárlok? hugs- uðu menn en sögðu fátt, nema börnin okkar á bænumog úr næstu húsum sem gáfu ópum og óhljóðum lausan tauminn og veltust um á gólfinu í taugaæsingi. Ég sat stolt- ur með sigurbros á vör á húsbónda- stólnum og beið þess að spottinn kæmi inn um gluggann, þetta voru merk tímamót í lífi fjölskyldunn- ar, og nú skyldi í eitt skipti fyrir öll tekið fyrir ráp krakkanna á kvöldin í önnur hús til að góna á kanann. Allt í einu hljóðnaði fóta- takið á þakinu, sérfræðingarnir komu niðpr og tengdu allt heila gilíið, ljósin voru 'slökkt,. og von bráðar birtist einn af forystumönn- um þjóðarinnar á skerminum og flutti snjalla ræðu um sjálfan sig og síðustu afrek í þágu okkar, og draugurinn við hliðina á' honum vart merkjanlegur. — Þá er nú kan- inn úr sögunni, — hugsaði ég, enda löngum vitlaus verið, og oft síðan þurft að belgja mig rækilega þeg- ar æskufólkið byrjar að tala um stefnuloftnet á Keflavík líka. Og rápið í næstu hús heldur áfram þar sem Rawhide og Bonanza og hvað þeir nú allir heita lifa enn góðu lífi, og njóta sín betur en nokkru sinni fyrr, eftir að forráða- menn okkar sjónvarps samþykktu að ekki skyldi stugga við þeim með- an Ríkisútvarpið héldi áfram að gera tilraunir með sínum lélegu græjum, og alsendis óvíst hvort þær takást, eða hvenær þeim lýk- ur. OG NÚ ER Ríkisútvarpið búið að senda mér reikning og þar stendur að ég eigi að greiða 1400 krónur 15. apríl fyrir þessar tilraunir, og hafi ég ekki staðið í skilum fyrir 17. apríl hækki reikningurinn upp í 1540 krónur. Mér finnst væ«ast sagt ósanngjarnt að heimta að ég verði látinn standa undir einhverri endalausri tilraunastarfsemi sem ég hef alls ekki beðið um, — ekki fæ ég reikning þegar ríkið gerir til- raunir með vatnsvirkjanir eða laxa- klak, eða síldarleit og boranir eftir héitu vatni, ríkissjóður greiðir slíkt sjálfur og getur eins kostað sjón- varpstilraunirnar, enda lýsti ég yf- ir hátt og snjallt við borðið í gær- kvöldi að þennan reikning mundi ég aldrei borga, þeir gætu þá kom- ið og innsiglað eða numið tækið á brott og hana nú. Og börnin byrj- uðu að gráta, — nú verður sjón- varpið okkar tekið, gerðu það pabbi borgaðu tilraunirnar. — Nei, sagði ég, aldrei að eilífu, þeir geta borg- að það sjálfir. Og svo var grátið af kappi með ekkasogum og tára- flóði þar til svefninn yfirbugaði áköfustu unnendur tilraunasjón- varpsins. EKKI VEIT ég hvað skeður næst, — ég er ekki lögfróður maður, — en mig langar til að spyrja þig Krummi sæll, hvað þú mundir gera í mínum sporum. Telur þú nokkra ástæðu til að menn fari að borga svona lagað? Þeir eru vísir til að halda þessu áfram árum saman með kanann á fullu bak við sig, þeir eiga t.d. alveg eftir allar til- raunir með fjarskiptahnetti og guð má vita hvað, einhverju verða þeir að finna upp á til að móðga ekki kanann og aðdáendur hans, — en ég vil helzt ekki taka þátt í svona skrípaleik, og ef þeir leyfa sér að loka tækinu mínu eftir miðjan næsta mánuð, þá skal ég í mál við þá. Eða heldur þú að þeim sé stætt á því að heimta afnotagjald fyrr en útvarpsráð lýsir yfir að tilraunum sé lokið og sjónvárp hafið í alvöru? Ég vil tak'a fram að þá skal ekki standa á mér að borga. Með kveöju úr Austurbœnum. Þú segir nokkuð Austurbæingur minn, ég er í svipaðri aðstöðu og þú, og á líka von á reikningnum frá Ríkisútvarpinu. Ég býst við-að afstaða mín til afnotagjaldsins verði lík þinni og ætla að láta slag standa með innsiglun og viðlíka ofbeldis- aðgerðir, — en tilraunir Ríkisút- varpsins mun ég aldrei borga, að eilífu, amen. En góði reyndu að hugga börnin og innprenta þeim eitthvað fallegt í staðinn fyrir Keflavíkurtívíið. KRU'MMI." Var Alþingi blekkt til að samjtykkja hægri umferð? „Nokkrir bifreiðastjórar á BSR“ hafa beðið blaðið að birta eftirfarandi bréf um af- stöðu sína til þess deilumáls, sem ætlar að verða öllum minki meira, hægrihandarum- ferðarinnar: 1 greinargerö. sem fylgdi frumvarpinu frá umferðarlaga- nefnd um breytingu til hægri- umferðar, stendur meðal ann- ars þetta á bls. 5, III. gr.: „Við meðferð málsins á AI- þingi hafði verið leitað um- sagnar ýmissa aðila, m.a. vega- málastjóra, Félags ísl. bifreiða- eigenda, Landssambands vöru- bifreiðastjóra og umferðar- nefndar Rvíkur. Allir þessir að- ilar lýstu stuðningi við hægri- handar umferð“. Hér getur að líta hrein og klár ósannindi í greinargerðar- formi, hvað Landssamband vörubifreiðastjóra og Félag ísl. ----------------------------------1 Hópgöngur / Peking uftur PEKING 14/3 — I dag voru aft- ur famar miklar hópgöngur í Peking eftir nokkurt hlé. Um 100.000 fylgismenn Maos tóku þátt í göngunum sem sagt er að hafi einkum verið beint gegn Liú Sjaosji forseta, Teng Hsia- oping flokksritara og Tao Sjú, varaforsætisráðherra. bifreiðaeigenda snertir. Það hefur aldrei verið boðað til um- ræðufundar, hvað þá heldur til atkvæðagreiðslu um málið ( þessum félögum, — ekki einu sinni í Vörubifreiðastjórafélag- inu 'Þrótti í Rvík. Landssam- band vörubifreiðastjóra hefur ekki látið í Ijós stuðning við breytinguna og Þróttur, sem er langstærsti aðilinn að þessu sambandi hefur þvert á móti tvívegis sent eindregin andmæli til Alþingis og ríkisstjómar, þau síðari samþykkt á aðal- fundi félagsins. sem haldinn var 26. febrúar 1967, en þar var kveðið einróma á um að biðja um að þjóðaratkvæða- greiðsla vérði höfð um 'málið. Fjölmörg mótmæli hafa bor- izt gegn breytingunni utan af landi til Alþingis og ríkisstjóm- ar og taka þau af tvímæli um það, hvort frumvarpið hefur verið samið að vilja þessara^ aðila. Formleg mótmæli höfðu borizt frá eftirtöldum aðilum þegar þetta er ritað: Frá vörubifreiðastjórum á Akranesi, vörubifreiðastjórum á Akureyri, frá Borgfirðingum, Hafnfirðingum, Hreyfli í Rvík, frá Seyðfirðingum, Skagstrend- ingum, Þrótti í Rvík og frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Árnessýslu, samtals frá 9 að- ilum, sem óumdeilanlega fara með umboð þeirra stétta, erat- vinnu hafa af bifreiðaakstri. Nú, hverjir eru svo þeir, sem umferðariaganefnd 'hefur leitað álits hjá í Reykjavík? Ekki hefur verið Ieitað álits lögregluþjóna, ekki strætis- vagnastjóra, ekki leigubifreiða- stjóra og ekki sendibifreiða- stjóra. Eðlilegt hefði þó mátt telja. að rhálið hefði verið rætt við þá aðilana, sem stjóma um- ferð í höfuðborg lýðveldisins og annast hana að miklú leyti. . ★ Ef vandamenn frumvarpsins telja sig hafa leitað álits fyrr- greindra aðiila, væri æskilegt að þeir gerðu gréin fyrir því, með hvaða hætti álitið varlát- ið í ljós. — Við atvinnubif- reiðastjórar, teljum okkur, margir hverjir, hafa rökstuddan grun um, að Alþingi hefði ekki samþykkt lögin úm breytingu til hægrí-umferðar, ef álitsfyrr- greindra aðila hefði verið leit- að á réttan hátt og því síð- an komið á framfæri við hátt- virta alþingismenn af fuli- komnum heiðaiileika. En hvað stjómir fyrrgreindra félaga leyfa sér að gjöra í nafni félaganna, það hljóta þærsjálf- ar að verða að bera ábyrgð á. Eins og allir vita, þá hefur Alþingi og ríkisstjóm ekkitíma eða ástæður til að fara ofaní hvert það verk, sem stjómum félaga og nefndum er falið að vinna. Til þess er leitað um- sagna þeirra og álits, að hægt sé á því að byggja. Þau rök, sem styðja sam- ræmingu umferðarlaga í meg- inlandsríkjum, sem eiga sam- eiginleg landamæri og vega- kerfi, eiga alls ekki við á þessu eyríki norður undir heimskauts- baug. Við erum þeirrar skoð- unar, að hvorki hafi veriðunn- ið að setningu þessara laga af nægilegri skynsemi né af full- komnum héiðarleik. Hér hafa verið samþykkt ólög, sem ekki munu aðeins kosta Islendinga ógrynni f jár, heldur einnig tugi mannslífa, ef þau koma +il framkvæmda, og ríkisvaldinu ber skylda til að gefa þjóðinn' kost á þvf að nema þau úr gildi með allsherjaratkvæða- greiðslu. Frá nokkrum bifreiðastjórum á B.S.R. ATHUCIB Getum bætt við okkur klæðningum og yið- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagn\enn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.