Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNMiðvikudagur 29. marz 1967 Menn haifa ekki áttað sig á því að sjávarútvegurinn hcfur fyrir löngu yfirgefið vinnubrögð áraskipaútvegsins þar sem sérstök alúð var Iögð við hvert handtak...... Þag hefur stundum hent menn sem hafa orðið villtir á áttum á ferðalagi, að þeir hafa farið í stóran hring og að lok- um fundið þann stað sem lagt var upp frá. Viðreisnin í íslenzkum sjávr arútvegsmálum sem hóf göngu sína árið 1959 með svokallaðri verðstöðvun, hún minnir óneit- anlega á slíka hringgöngu. Nú er hringnum lokað með þeim afleiðingum, að allur sjávarút- vegur, grundvallarlega séð, stendur stórum verr að vígi heldur en í upphafi Viðreisn- argöngunnar. Þau úrræði sem áttu að duga sjávarútvegi og fiskiðnaði til sannrar viðreisnar, hafa öll runnið út í sandinn. Og nú að aflokinni hinni miklu hring- göngu, hafa verið teknar upp og er verið að setja af stað stórfelldari uppbætur ýr rík- issjóði á útfluttar afurðir, heldur en menn hefur nokkurn tíma dreymt um. Að öðrum kosti væri engin von um mann- björg, frá því strandi atvinnu- lega séð þar sem þjóðarskútan er stödd á boðunum. Þetta eru því miður engar ýkjur, því þrátt fyrir stórhækkað verð- lag fiskafurða allra tegunda, þar til á sl. sumri að freðfisk- ur ásamt mjöli og lýsi lækk- úðu nokkuð frá því sem hæst var, þá hefur verðbólgan sem mögnuð var hér innanlands, séð fyrir því, að erlendar verðhækkanir komu ekki að tilætluðu gagni. Tjaldað til einnar nætur í þessu sambandi segir stór- atvinnurekandinn Einar Sig- urðsson í þætti sínum Úr ver- inu í Morgunblaðinu 19. marz sl. orðrétt: „Það er lífsspursmál fyrir þjóðina, ef hún á ekki að þurfa að herða sultarólina, að út- flutnings- og gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnki ekki. Til þess að ríkissjóður geti staðið við hinar miklu skuldbinding- ar sínar um niðurgreiðslu á vísitölunni og uppbætur á landbúnaðarvörur og sjávaraf- urðir, sem eru nú orðnar 20%. af útflutningsverðmætinu, þarf hann miklar tekjur, sem byggj- ast öðru fremur á miklu út- flutningsverðmæti." Þetta er laukrétt ályktað hjá Einari, enda varla við öðru að búast, af jafn féglöggum manni og hann er. En það versta við þessi úrræði, ef úrræði skyldi kalla, það er sá beizki sann- leikur, að hér er aðeins tjald- að til einnar nætur. Þessi úr- ræði eiga að fleyta þjóðarskút- unni framyfir alþingiskosning- ar á þessu ári, og engar líkur eru til að þau dugi lengur. Hér er sem sagt ekki tekið raunhæft á málum, héldui- tek- ur ein kákaðgerðin við af ann- arri, þegar hin dugir ekki lengur. Raunhæfar aðgerðir verða ekki framkvæmdar, án rann- sóknar á sjálfu hagkerfinu, þar sem sérstök alúð væri lögð við rannsókn á þýðingarmestu þáttum þess, sem stærstu skipta fyrir okkar útflutnings- framleiðslu. Nokkur þýðingar- mikil atriði Hór á eftir mun ég draga fram í dagsljósið nokkur þýð- ingarmikil atriði, sem varða sjávarútveg og fiskiðnað og hafa úrslitaáhrif á hráefnis- verðið og alla afkomu. 1. Vextir af stofnlánum og rekstrarlánum útvegs og fisk- iðnaðar eru alltof háir, enda í engu samræmi við vexti þá er sömíu atvinnuvegir grannþjóð- anna greiða, sem selja afurð- ir á sömu mörkuðum og við. Við þetta bætist það, að stofn- lán eru oft veitt til varanlegra framkvæmda í of stuttan tíma, en rekstrarfé skorið of naumt við nögl, þó hægt sé að setja gildar tryggingar. 2. Útflutningsskatturinn á sjávarafurðum er alltof hár. í þessu sambandi réttlætir það ekki skatthæðina þó hægt sé að benda á, að meginhluti þessa fjár renni aftur eftir ýmsum leiðum svo. sem í gegn um stofnlánasjóð til sjávarút- vegsins til atvinnulegrar upp- byggingar. Sjóðhum mætti ó- efað útvega fé eftir öðrum leiðum, sem væru hagkvæmari eins og á stendur fyrir afkomu sjávarútvegsins. Að stórskatt- leggja atvinnuveg til uppbygg- ingar á sjálfum sér, á sama tíma og þessi atvinnuvegur getur ekki gengið nema með aðstoð ríkisins, það er í hæsta máta mjög léleg hagfræði, sem þarf endurskoðunar við. 3. Það er sagt að rannsókn hafi leitt í ljós, að hagnýting íslenzkra hraðfrystihúsa hafi aðeins verið 19% þegar lögð er til grundvallar 10 klukku- stunda vinna á dag yfir árið 1965. Það er lítil ástæða til að ætla, að þessi nýting hafi batnað síðan. Það sjá allir sem eitthvert skyn bera á atvinnu- rekstur, að slík vöntun á nýt- ingu dýrra tækja og húsa í fiskiðnaðinum, hlýtur að verka sem hemill gegn réttlátu hrá- efnisverði til sj'ómanna og út- gerðar. Norðmenn gefa upp 50% nýtingu í sínum hrað- frysti-fiskiðnaði þetta sama ár, en leggja þá til grundvallar 16 klukkustunda vinnu á sólar- hring yfir árið. Og þó segja rekstrarsérfræðingar Norð- manna að þetta sé alltof lítil nýting hjá þeim og hana þurfi að auka. En hvað mættum við segja um þetta sama efni? Meðferð hráefnis 4. Meðferð okkar íslendinga á nýja fiskinum, hráefninu sem við vinnum úr okkar fisk- afurðir, er mikið ábótavant bæði á ájó og landi. Orsakir þessa miður góða ástands í þessum þýðingarmikla at- vinnuvegi okkar eru vafalaust margar, en þó held ég að van- þekking eigi stærsta sökina. Menn virðast ekki hafa áttað sig á því hér á landi til fulls, að sjávarútvegurinn hefur fyr- ir löngu yfirgefið vinnubrögð áraskipaútvegsins, þar sem sérstök alúð var lögð í hvert handtak fiskinum viðkomandi, og unglingurinn lærði í ströng- um skóla eins og af sjálfu sér verk og vinnubrögð hinna eldri. Þetta er liðin tíð sem ekki kemur aftur. Það sem nægði okkur þá til mikillar vöruvöndunar og kunnáttu í allri meðferð á fiski, svo af okkur fór gott orð í þeim efn- um um mörg lönd, það er nú ekki lengur fyrir hendi. Við lifum á öld hraða og tækni í sjávarútvegi og fisk- iðnaði og verðum að haga okk- ur samkvæmt því. Til þess að fá góða og forsvaranlega með- ferð á fiski jafnt um borð í fiskibátunum sem á vinnslu- stöðvunum í landi, þá þurfum við að kunna þessa meðferð. Við verðum að vera menn til þess, að tengja saman og hag- nýta jöfnum höndum áunna þekkingu þeirrar kynslóðar sem er að hverfa og samræma hana ' raunvísindum okkar tíma í sjávarútvegi og fiskiðn- aði, þar sem byggt er á rann- sóknum. Þetta höfum við vanrækt og því stöndum við óneitanlega höllum fæti samanborið við grannþjóðir okkar sem hafa tekið þessi þýðingarmiklu mál raunhæfari tökum. Ef að við tökum t.d. Norðmenn sem þurfa, eins og við, að byggja að stærsta hluta sína útgerð og sinn fiskiðnað á neyzlu- mörkuðum Hinna ýmsu landa, þá kemur í ljós að þeir leggja fram geysilegar fjárhæðir til að tryggja þekkingu þeirra manna sem að fiskinum vinna bæði á sjó og landi. Þeir .eiga sinn fiskiðnaðar-' skóla þar sem veitt er ókeypis kennsla ásamt fríu uppihaldi meðan á skólavist stendur. Þeir gefa út árlega upplýsinga- og áróðursrit um bætta með- ferð á hráefni fiskiðnaðarins. Þeir láta flytja fræðsluerindi við alla sína fiskimannaskóla þar sem verðandi yfirmenn í norska fiskiflotanum eru að búa sig undir ævistarfið ásjón- um. Þeir hafa starfandi leið- beinendur í mieðferð á fiski og vinnslu hans, sem heimsækja fiskiðjuver og fisfcibáta. Og árið 1963 var gefin út í Nor- egi mjög fullkomin kennslu- bók í fiskiðnaði, þar sem tengd er saman reynsla norskra fisk- verkunarmanna í hinum ýmsu greinum og vísindaleg rann- sókn, sem gerð hefur verið. Þessi -kennsla Norðmanna hefur leitt til mikið betri með- ferðar á fiskinum, og jafn- framt strangari reglugerða um meðferð hans. Kælin fisksins í norsku reglugerðinni þar sem eru fyrirmæli um með- ferð fisksins á sjónum eftir að hann hefur verið veiddur og blóðgaður segir að hann skuli slægður hið allra fyrsta og helzt áður en klukkustund er liðin frá því honum hefur blætt út. Þá er það hreinlega bannað að láta fisk j liggja lengur en fjórar klukkustund- ir óslægðan sé lofthiti yfir 5° á selsíus. Allir bátar sem eru lengur en 6 klukkustundir í róðri eru skyldaðir til að ísa fiskinn, og skal hann settur í kassa. Áður en fiskurinn er ísaður skal hann þveginn. Þá er nú lögð á það mikil áherzla að sjómenn tileinki sér þau vinnubrögð undantekningarlaust, að kæla fiskinn strax niður eftir að honum hefur blætt út, með því að dreifa yfir hann is á þilfarinu. Hvað vinnst við svona vinnubrögð munu lík-. lega íslenzkir sjómenn spyrja og það er eðlilegt, þar sém vanrækt hefur verið frá ríkis- valdsins hendi að kenna þeim grundvallarreglur um góða meðferð á þeim fiski sem er í dag ein sterkasta undirstaða íslenzks þjóðarbúskapar. Jú, það sem vinnst með þessu er þetta: Því fyrr og því betur sem fiskurinn er kældur niður, því lengur heldur hann sér sem gott hráefni. Þegar fiskur- inn dauðstirðnar, þá breytast sykurefnasambönd í fiskvöðv- anum í mjólkursýru, sem hefur skilyrði til að auka geymslu- þolið svo léngi sem hún er þar fyrir hendi. Kæling fisksins tefur fyrir stirðnuninni en gerir hana um leið varanlegri. í + 15° hita á selsíus í fiskivöðvanum, þá er talið að stirðnunin verði ekki fyrr en eftir 4 klst., en getur þá enzt, fái fiskurinn að liggja kyrr, í 10—24 klst. Þegar hit- inn er kominn niður í + 5°, þá getur stirðnunin tekið 16 klst. og þá enzt í 2—2% dag með sömu meðferð. Sé fiskurinn kældur niður þannig að hitinn komist niður i -=- 1* þá getur stirðnynin tekið 35 klst. en síðan haldizt í 3—4 sólar- hringa. Þess vegna er góð nið- urkæling strax á miðunum geysilega mikilvæg fyrir geymsluþol fisksins. Það kostar mikið átak f stuttri blaðagrein eru ekki skilyrði til að ræða þessi mál mikið fræðilega, þó þess væri máski þörf í landi þar sem alla eða svo að segja alla fræðslu vantar á þessu sviði. En með því að draga þessi fjögur atriði fram í dagsljósið, eins og ég gerði hér að fram- an, þá vonast ég til að menn geti áttað sig á, að mikið væri hægt að bæta í sjávarútvegs- málum til hagsbóta fyrir sjó- menn, útvegsmenn og fiskiðn- að, ef undinn væri að þvi bráður bugur að breyta öll- um áðurnefndum atriðum til samræmis við þarfir þessara aðila. Sum atriðanna kosta aðeins stefnubreytingu í þessum mál- um, eins og t.d. lækkun vaxt- anna, lenging lánstíma stofn- . lána ásamt lækkun á útflutn- ingsskatti fiskafurða. í þessu sambandi mætti hugsa sér, að vextir af rekstrarlánum sjáv- arútvegs og fiskiðnaðar yrðu lækkaðir þannig að hámarks- vextir væru 7%. Þá ætti það að vera sjálfsögð ráðstöfun þegar svo er komið hag sjáv- arútvegs eins og nú er, að lækka útflutningsskattinn á fiskafurðum niðui; í 1%. Báðar þéssar ráðstafanir eru svo sjálfsagðar eins og á stendur, og hefði verið eðlilegast að til þess hefði verið gripið sem fyrstu ráðstafana, áður en grip- ið var til aukinna beinna upp- bóta úr ríkissjóði. Þar að auki mundi slík lækkun á vöxtum stuðla meira en nokkuð annað að fullvinnslu sjávarafurða en slíkt er orðin aðkallandi þörf þjóðhagslega séð. Sama eðlis er lækkun út- flutningsskattsins og mundi hún stuðla að hinu sama. Þriðja atriðið, aukin nýting hraðfrystihúsanna er öllu erf- iðari viðfangs og veldur það mestum erfiðleikunum hve handahófskennd uppbyggingin er. Þama eiga lánastofnanir landsins mikla sök, þó að þær séu ábyrgðarlausar gagnvart þeim stóru mistökum er þama hafa verið gerð. Að sjálfsögðu verður að gera ráðstafanir til, að bæta úr hinni miklu hrá- efnisþörf húsanna, þar sem þau eiga tilverurétt frá atvinnu- legu og rekstrarlegu sjónar- miði séð. íslenzkir pólitíkusar hafa átt bágt með að tileinka sér þau sannindi, að ákveðin skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að hagkvæmt sé að stofna til reksturs hrað- frystihúss. En úrslitaskfiyrðin eru, að nægjanlegt vinnuafl og vinnsluhráefni séu fyrir hendi stóran hluta úr árinu. Sé mjög erfitt að uppfylla þessi skil- yrði, þá verður ðnnur fisk- verkun, svo sem að verka í saltfisk og skreið mikið hag- kvæmari. Þessar verkunarað- ferðir veita líka fullt svo mikla atvinnu. • Eins og nú er ástattr í frysti- húsarekstri á íslandi þar sem mörg frystihús standa aðgerða. laus meginhluta ársins, þá nær það ekki nokkurri átt að slengja saman í eitt afkomu allra þessara húsa, og taka svo meðaltal af afkomunni og leggja það til grundvallar fyrir því, hve hátt hráefnisverðið megi verða. Rétt og sanngjarnt hráefnisverð fæst aldrei með þessu móti. Norðmenn hafa leyst þetta hjá sér á þann hátt, að seljendur nýja fisksins, út- gerðarmenn og sjómenn ákveða einhliða verð fisksins, náist ekki frjálsir samningar á milli seljenda og kaupenda. Síðan hafa samtök seljendanna rekið alhliða fiskvinnslu, í þeim eina tilgangi að geta ákveðig rétt verð sem báðir geti við unað, þegar á þarf að halda. ★ Þá er komið að fjórða og síðasta atriðinu sem bæta þarf, og ekki er minna mikilvægt en hin þrjú, i baráttunni fyrir hærra nýfiskverði til útgerðar og sjómanna. Þetta er sjálf meðferðin á vinnsluhráefninu, nýja fiskinum, sem byrjar um borð í veiðiskipunum og held- ur áfram í uppskipun og flutn- ingi til fiskvinnslustöðvanna og geymslu hráefnisins þar. Allri þessari meðferð er meira og- minna áfátt. í mörgum til- fellum er hún svo gölluð og röng, að hún veldur stór-rýrn- un á verðgildi fiskaflans. Það er erfitt að segja hve mörgum tugum miljóna eða hundruð miljóna kr. skaða þetta veldur árlega, en hitt er víst að upp- hæðin er há, sé miðað við, að hægt væri að bjarga miklum hluta þessa vinnslufisks úr lágum gæðaflokkum í háa gæðaflokka, Hér er til mikils að vinna. Ef við ætlum okkur að standa jafnfætis þeim þjóð- um sem framarlega standa á þéssu sviði í dag, bá skulum við gera okkur það ljóst að slíkt kostar mikið .fé og mikla fyrirhöfn. En við verðum að gera það samt, því á öðru er okkur ekki stætt sem fiskveiði- og fiskvinnsluþjóð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.