Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 3
f MiSvlkudagur 29. marz 1967 — ÞJÓÐVELJINN — SÍÐA J ♦ Stríðið í Vietnam aklrei hættulegra Ú Þant birtir nýjar tillög'ur sínar og hvetur enn til þess að loftárásunum sé strax hætt NEW YOEK 28/3 — Ú Þant, framkvæmdastjóri SÞ, sagði blaðamönnum sem hann kvaddi á sinn fund í New York í dag að aldrei hefðu horfurnar vegna stríðsins í Vietnam verið íjafn dapurlegar og nú og aldrei meiri hætta á því að stríðið breiddist út fyrir Vietnam. Á fundinum birti Ú Þant hinar nýju tillögur sínar um leið til samningslausnar í Vi- etnam. Hann kvaðst ekki hafa ætlað sér að birta þaer tillög- ur að sinni, því að heppilegast væri að viðleitni til að koma á samningum færi fram í kyrr- þey, en vegna þeirra viðbragða sem tillögurnar hefðu vakið í vissum höfuðborgum hefði hann talið rétt að birta þær. Þær eru ekki mjög frá- brugðnar fyrri tillögum hans. Hann kvaðst hafa lagt til við alla deiluaðila að fyrst yrði komið á vopnahléi, það notað til undirbúningsviðræðna, en síðan yrði kölluð saman ný Genfarráðstefna. Tillögur þess- ar sendi Ú Þant hinum ýmsu deiluaðilum 14. marz. Banda- ríkjastjórn svaraði 18. marz að hún væri fús að hefja viðræð- ur við stjórn Norður-Vietnams án nokkurra fyrirframskilyrða. Stjórnin í Hanoi hefur hins vegar jafnan sagt að ekki komi til greina neinar samningavið- ræður fyrr en loftárásunum á Norður-Vietnam hefur verið hætt. í gær birti fréttastofa Norður-Vietnams tilkynningu sem fól í _ sér að þessum nýju tillögum Ú Þants væri hafnað. Engir samningar kæmu til greina, var sagt, nema með því skilyrði að Bandaríkin hættu árásarstríði sínu á hendur viet- nömsku þjóðinni. Jafnframt var tekið fram að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu enga heimild til þess að hlutast til um málefni Vietnama, enda á hvorugt vi- etnamska ríkið aðild að þeim. Fréttaritari brezka útvarps- ins í New York sagði að greinilegt hefði verið á blaða- mannafundinum að Ú Þant gerði sér sérstakt far um að eyða allri tortryggni Norður- Vietnama í hans garð. Hann ít- rekaði hvað eftir annað á fund- inum að frumskilyrði þess að viðræður gætu hafizt væri að Bandaríkjamenn hættu loft- hernaði sínum gegn Norður- Vietnam. Hann kvaðst enn sem fyrr sannfærður um að við- ræður myndu hefjast nokkrum vikum eftir að loftárásuunum hefði verið hætt. Hann var spurður hvernig hann héldi að brugðizt yrði við tillögunum í Moskvu og Peking og. svaraði því einu til, að Norður-Vietnamar væru sann- færðir um að þeir sem þá styddu myndu aldrei svikja þá í tryggðum. Kínverjar reyna nú að koma í veg fyrír sambandsslit PEKING 28/3 — Fréttamaður AFP í Peking hefur það eftir austurevrópskum heimildar- mönnum þar í borg að svo virð- ist sem kínverska stjórnin vilji nú komast hjá atvikum sem gætu orðið til að spilla sambúð Skæruhernað- uríBolivíu LA PAZ 28/3 — Stjórnin í Bolivíu lýsti í gær yfir hernað- arástandi í suðurhéruðum lands- ins vegna skæruhernaðar sem þar hefur geisað að undanförnu. Barrientos forseti sagði að und- anfarið hefðu 15 skæruliðar og jafnmargir stjórnarhermenn fall- ið í viðureignunv í suðaustur- hluta landsins, en búast mætti við því að skæruliðar hefðu einnig búið um sig í öðrum landshlutum. hennar og stjórnmálatengslum við sovétstjórnina. Tilefni þessarar fréttar er það að í gær umkringdu rauð- ir varðliðar bíl sovézks sendi- ráðsmanns og héldu honum föst- um í sex klukkustundir, en sagt er að kínverska lögreglan sem áður hefur látið sams kon- ar árekstra alveg afskiptalausa hafi í þetta skiptið tekið í taumana og losað sendiráðs- manninn úr klípunni. Atvikið sýni hins vggar að andúðin í garð Sovétríkjanna geti hvenær sem er valdið árekstrum. Útvarpið í Peking skýrði frá því í dag að í suðurfylkjum Kína Kvangtung og Húnan hafi brotizt út hættuleg farsótt og kenndi útvarpið vanrækslu „stéttaróvinarins“ um. Ekki var sagt hvers konar 'sjúkdómur þetta væri, en blað eitt í Hong- kong segir þetta vera bráða heilahimnubólgu og hafi fjöldi manns látizt. Toyota Crown Statíon Toyota Crown Station Traustur og ódýr TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA. Japanska bifreiðasalan hf. Armúla 7 — Sími 34470. Kveikt var í Jorrey Canyon' með sprengju, sjórinn logar Lokaúrræðið þegar 60.000 lestir af olíu höfðu flætt úr skipinu — Verður öll suðurströnd Englands útötuð? 150.000 gegn Vietnamstríði FRANKFURT 28/3 — Mót- mælagöngur voru að venju farnar víða í Vestur-Þýzka- landi um páskana og segir vesturþýzka fréttastofan DPA að um 150.000 manns hafi tekið þátt í göngun- um. Það var einkum áber- andi að þessu sinni hve mikið var um ungt fólk í göngunum, einnig margir útlendingar, þ.á.m. erlend- ir verkamenn sem hafa vinnu í Vestuf-Þýzkalandi. Göngurnar voru að þessu sinni ekk.i einungis farnar til þess að mótmæla kjarn- orkuvígbúnaðinum, heldur einnig * til að mótmæla striði Bandaríkjanna í Vi- etnam. Slíkar mótmælagöngur og fundir voru í fleiri löndum um páskana. Hin árlega páskaganga frá Al- dermaston til Trafalgar- torgs í London var nú helg- uð baráttunni fyrir friði í Vietnam. Prentaraverkfalli í Finnlandi lokið HELSINKI 28/3 — Samkomulag hefur tekizt í deilu prentara og vinnuveitenda í Finnlandi, en prentarar hafa verið þar í verk- falli síðustu vikumar og hafa engin blöð komið út. Prentarar hefja aftur vinnu í fyrramálið. Prentarar og aðrir bókagerðar- menn knúðu fram mjög veruleg- ar kjarabætur, fengu 5 prósent kauphækkun þegar í stað, síðam hækkar kaupið aftur um 3 prós- ent 1. september, en um 3,5 prós- ent að ári og aftur um 3,5 prós- ent 1. september 1968. Jafnframt var samið um að taka upp 5 dagai og 40 stunda vinnuviku frá 1. janúar 1968. Þrátt fyrir þetta hagstæða samkomulag greiddu fleiri at- kvæði á móti því en með, en þar sem tvo þriðju atkvæða þarf til að fella sáttaboð var verkfallinu aflýst- MOSKVU 28/3 — Lifshættir manna í Sovétríkjunum munu gerbreytast á þessu ári þegar sú almenna regla gengur í gildi að aðeins verði unnið fimm daga vikunnar, sagði formaður sov- ézka alþýðusambandsins, Viktor Grisjin á fundi sambandsstjórn- arinnar í Moskvu í dag. Hann sagði að breyting á vinnutimanum myndi ná til 66 miljóna verkamanna og starfs- manna. Skólar myndu áfram starfa sex daga vikunnar, þar •sem talið væri að það yrði of mikið álag bæði fyrir kennara og nemendur ef komast ætti yf- ir sama námsefni á fimm dög- um. Vinnustundafjöldinn á viku hverri verður ófram óbreyttur, 41 stund. Grisjin sagði að vinnu- vikan væri nú styttri í Sovét- ríkjunum en nokkurs staðar ann- ars enda þótt vikukaupið hækk- aði stoðugt. — Hann sagði að 2 umferðarslys í bænum í gær TVö slys urðu á götum Rivík- ur í gær. Rétt fyrir hádegið varð átta ára drengur á reið- hjóli fyrir bíl á mótum Miklu- brautar og Grensásvegs og meiddist eitthvað og síðdegis datt kona í hálku á Skólavörðu- stíg og þurfti að flytja hana með sjúkrabíl á Slysavarðstof- una. LONDON 28/3 — í dag var varpað sprengjum á olíu- flutningaskipið „Torrey Can- yon“ sem fyrir páska strand- aði á skeri undan suðvestur- strönd Englands. — Mikil sprenging varð í skipinu og kviknaði í farmi þess. Skip- ið sökk svo að nú stendur varla nokkuð af því upp úr sjó. Átta Buccaneer-þotur brezka flotans flugu yfir flakið af „Torrey Canyon“ sem brotnað hafði í þrjá parta. Vörpuðu þær sprengjum á það Og strax við fyrstu sprenginguna kviknaði í olíunni sem í skipinu var og flaut allt umhverfis það. Helm- ingur af 120.000 lesta farmi skipsins hafði þegair lekið úr því og þekur olíubrákin hundruð fer- kílómetra. Þegar kviknað hafði í olíunni vörpuðu tuttugu þotur úr brezka flughernum banzínhylkjum á bálið til að magna það og brátt stóð sjórinn umhverfis strand- staðinn í ljósum logum. Reykur frá bálinu sást í 50 km fjarlægð. Brezka stjómin tók ákvörðun síðdegis í dag um að láta varpa sprengjum á skipsflakið. Það er fyrir utan brezka landhelgi og þessi ákvörðun var ekki tekin fyrr en f lengstu lög og þegar sýnt þótti að engin von væri um að skipið eða hluti af því kæmist aftur á flot. Brezkir tundurspillar eru á verði umhverfis strandstaðinn til að vara skip sem eiga þarna leið um við hættunni af eldin- um. , Þær 60.000 lestir af olíu'sem lekið höfðu úr skipinu áður en því var sökkt hafa þegar yaldið miklu tjóni. Olían hefur bdrizt á land á löngum kafla á suðvestur- strönd Englands og er olíulagið þar sumstaðar fet á þykkt. Reikn- í flestum auðvaldslöndum væri vinnutíminn á viku nú 44 til 48 stundir. að hefur verið út að olíubrákin sem nú flýtur undan slraumi á Ermarsundi muni berast að strönd Sussex innan tíu daga eða svo, að ströndinni í Kent 3—1 dögum síðar og muni jafnvel leggjast að ströndinni í Suffolk sem er á austurströnd Englands. Reynt hefur verið að hefta för olíubrákarinnar með því að girða fyrir hana, en það hefur gefizt misjafnlegaj. Sex miljónir punda Skipið og farrnur þess, sem brezka olíufélagið BP átti, voru tryggð fyrir samtals um sex miljónir sterlingspunda og er þetta mesta tjón sem orðið hefur í sögu sjávátrygginga. Ótalið er það mikla tjón sem þegar hefur hlotizt a<f olíunni og á eftir að hljótast af henni. BP-féfagið tel- RÓM 28/3 — Páll páfi sjötti gaf á páskadag út hirðisbréf sem birt var í dag. í bréfi sínu sem ekki er aðeins stílað til ka- þólskra manna hvetur' páfi alla menn um að taka höndum sam- an til þess að vinna gegn hungri og fátækt í heiminum. Heims- friðurinn og siðmenningin séu í bráðri hættu ef þessum vá- gestum verði ekki bægt frá dyr- um mannkyns. Páfi segir að hinum ríku ur sig ekki bera neina ábyrgð á því, og allt óvíst um hvort ..þeir sem fyrir því verða geta fengið nokkrar bætur. Talið er að það geti tekið mörg ár að greiða úr lagaflækjum sem strand „Torrey Canyon“ hefur valdið- Goldberg vill losna úr starfi NEW YORK 28/3 — Arthur Goldberg vill láta af sfarfi sínu sem aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og hyggst hann reyna að verða í framboði til öldungadeildarinnar fyrir Demókrata í New York næsta ár, segir „New York Times“. þjóðum heims beri skylda til að leggja af mörkum sinnar auð- legðar til aðstoðar við hinar fátæku þjóðir, einkum eigi að taka til þess fé sem nú er varið til vígbúnaðar. Vígbúnaðar- kapphlaupið kallar páfi „óþol- andi hneyksli" í heimi þar sem enn ríki neyð, hungur og fá- fræöi, og hann segir í hirðis- bréfi síny að „hinn skefjalausi kapítalismi" eigi nokkra sök á því að svo er. bernin/7 HIN FULLKOMNA SAUMAVÉL Saumar: BLINDFALD • OVERLOCK . TEYGJANLEGAN SAUM • ZIC- ZAC • SKELJAKANT • SLÖNGU- SPOR. ÍP-| 1 m AFBORGUNARSKILMÁLAR. Ásbjörn Ólafsson, Grettisgötu 2 Berninabúðin, Lcekiargötu 2 - Sími 24440 Fimmdaga vinnuvika almenn regia í Sovétríkjunum í ár Hirðishréf frá Páli páfa um aðstoð við fátækar þjóðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.