Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 10
, y 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur fi*. marz 1967 22 regnið fossaði niður. — Viljið þér að við reynum það núna? I Það væri ekkert varið í það. — Ég skal gera það ef yður langar tU þess. — Mig langar ekki til þess, sagði ég. Ég vildi óska að þér hefðuð aldrei tek.) upp á þessu, sagði ég. Hún þagði, heila- eilífð fannst mér. Af hverju haldið þér að ég hafi gert það? Til þess eins að sleppa út? Ekki af ást, sagði ég. — A ég að segja yður nokkuð? Hún reis á fætur. — Þér hljótið að gera yður ljóst að í kvöld hef ég fómað öllum lífsreglum mínum. Já, ójá, sleppa héðan. Ég hef trúlega hugsað um það líka- En ég hef í raun og veru löngun til að hjálpa yður. Þér verðið að trúa því. Með því að reyna að sýna yður að kynlíf — er aðeins athöfn eins og allt mögulegt annað. Það er ekkert saurugt við það, það era tvær mannvemr sem gæla við líkama hvor annarrar. Alveg eins og í dansi- Eða leik. Það var eins^ttg hún ætti von á því að ég segði eitthvað, en ég lét hana tala. — Nú er ég að gera dálítið fyrir yður sem ég hef aidrei gert fyr- ir nokkum annan karlmann. Og — já, mér finnst þér skulda mér dálítið. Ég skildi svo sem hvað hún var að fara. Hún var býsna slung- ín að vefja tilgang sinn innaní orðskrúð. Að koma því inn hjá mér að ég skuldaði henni eitt- hvað í raun og vera, rétt eins og það hefði verið hún sem kom þessu öllu af stað í upp- hafi. — Viljið þér ekki segja eitt- hvað? Eins og hvað? sagði ég. — Að þér hafið að minnsta kosti skilið það sem ég vair að segja. Ég skil. — Er það allt og sumt? Mig langar ekki til að segja neitt, sagði ég. — Þér hefðuð getað aðvarað mig- Þér hefðuð getað stöðvað mig strax í byrjun. Ég reyndi, sagði ég. Hún kraup fyrir framan arin- inn. — Þetta er furðulegt. Við er- um fjarlægari hvort öðra en nokkra sinni fyrr. Ég sagði: Áður hötuðuð þér mig. Nú fyrirlítið þér mig líka, býst ég við. — Mig tekur sárt til yðar. Mig Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III.. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. tekur sárt til yðar vegna þess að þér erað svona og mig tekur sárt til yðar vegna þess að þér sjáið ekki hvemig ég er. Ég get séð hvemig þér erað, sagði ég. Þér skuluð ekki halda að ég geti ekki séð það. Rödd mín vara hvöss, ég var búinn að fá nóg. Hún leit snögg- lega í kringum sig, svo laut hún áfram og huldi andlitið í hönd- um sér. Hún reyndi víst að láta sem hún væri að gAta dálítið. Loks sagði hún stillilega: — Ger- ið svo vel að fylgja mér niður. Svo fóram við niður. Hún sneri sér við þegar hún var komin inn og ég var í þann veg- inn að fara eftir að hafa Iosað af henni böndin. — Við höfum verið nakin hvort fyrir öðra, sagði hún. — Við getutn ekki orðið fjarlægari hvort öðra. Mér fannst ég vera hálfbrjál- aður þegar ég kom út. Ég get ekki lýst því hvemig mér leið. Ég svaf ekki alla nóttina. Ég sá allan tímann fyrir mér hvemig ég hafði staðið þama ög legið allsber, hvemig ég hafði hagað mér og hvað hún hlyti að halda. Ég gat séð fyrir mér hvemig hún lá þarna niðri og hló að mér. I hvert skipti sem ég hugs- aði um það var eins og ég yrði glóandi rauður um allan líkam- ann. Ég óskaði þess að nóttin tæki aldrei enda. Ég óskaði þess að það yrði dimmt að eilífu. Ég gekk fram og aftur tímun- um saman. Loks tók ég bílinn og ók niður að sjónum með ofsahraða, mér var sama hvað kynni að koma fyrir. Ég hefði getað gert hvað sem var. Ég hefði getað drepið hana. Allt sem ég gerði seinna átti rætur sínar að rekja til þess- arar nætur. Það hefði næstum mátt ætla að hún væri heimsk, einfaldlega heimsk. Það var hún auðvitað ekki, en hún gat bara ekki skil- ið hvemig hún átti að elska mig á réttan hátt- Hún hefði getað glatt mig á ótal vegu. Hún var eins og allt annað kvenfólk, hún var starblind. Ég gat aldrei borið virðingu fyrir henni eftir þetta. Ég var reiður dögum saman. Því að ég gat gert það. Þessar myndir (daginn sem ég setti á hana klútinn) ég skoðaði þær örðu hverju. Ég gat gefið mér góðan tíma með þær. Þær brúkuðu ekki munn. En það fékk hún aldrei að vita. Jæja, ég fór niður næsta morg- un og það var eins og ekkert hefði komið fyrir. Hún minntist ekki á það einu orði og ég ekki heldur. Ég gaf henni morgunmat, hún sagðist ekki þurfa neitt frá Lewes, hún fór fram í kjallar- ann til að hreyfa sig dálítið, og svo læsti#ég hana aftur inni og fór. Satt að segja svaf ég dálítið. Um kvöldið var allt öðra vísi. — Ég þarf að tala dálítið við yður. — Já, sagði ég. — Æg er þúin að reyna allt. Ég hef aðeins um eitt að velja. Ég fasta aftur. Ég ætla ekki að borða fyrr en þér leyfið mér að fara. , Þökk fyrir aðvörunina,* sagði ég. — Ef ekki........ Nú, það er þá eitthvert ef? sagði ég. — Ef við getum ekki komizt að samkomulagi. Hún virtist vera að bíða eftir svari. Ég hef ekki enn heyrt skilmálana, sagði ég- — Ég er viðbúin því að, þér sleppið mér ekki héðan undir eins. En ég get ekki sætt mig við að vera héma niðri lengur. Ég vil vera fangi uprpi. Ég vtl fá dagsbirtu og ferskt loft. Ósköp einfalt, sagði ég. — Ösköp einfalt. Frá og með kvöldinu í kvöld býst ég við, sagði ég. — Sem fyrst. Og ég á auðvitað að ná í smiði og veggfóðrara' og hvað eina. Þá andvarpaði hún, hún fór að skilja hvað ég átti við. — Verið ‘ ekki svona. Gerið það fyrir mig að vera ekki svona. Hún leit á mig andarlegu augna- ráði. — Allt þetta háð. Ég ætl- aði ekki að særa yður. Þetta gagnaði ekki, hún var búin að drepa alla rómantík, hún hafði skipað sér í flokk með öll- um öðram konum, ég bar enga virðingu fyrir henni lengur, það var ekkert lengur að bera virð- ingu fyrir. Ég ekildi svo sem hvað undir bjó, þegar hún var komin upp og laus úr þessu, her- bergi, var hún allt að því frjáls. En ég hugsaði líka með mér að ég vildi losna við nýtt hung- urverkfall, svo að það væri bezt að taka þátt f leiknum svolitla stund að minnsta kosti. Hve. fljótt? sagði ég. — Þér gætuð haft mig í einu af svefnherbergjunum. Það gæti verið læst og með slagbröndum fyrir. Þar gæti ég sofið. Svo gæt- uð þér kannski bundið mig og keflað og leyft mér öðra hverju að sitja við opinn glugga. Ég bið ekki um meira. Þér biðjið ekki um meira, sagði ég. Hvað ætli fólk hugsi, ef það sér rimla fyrir öllum gluggum • í húsinu? — Ég vil heldur svelta í hel en vera áfram héma niðri. Haf- ið mig í hlekkjum uppi. Hvernig sem yður -sýnist. En leyfið mér að fá ferskt loft og dagsbirtu. Ég skal athuga málið, sagði ég. — Nei. Svarið mér núna. Þér gleymið því hver ræður hér húsum. — Núna- Ég get ekki sagt neitt með vissu núna. Ég verð að fá tíma til að hugsa málið. — Jæja þá. í fyrramálið. Ann- aðhvort segið þér að ég megi koma upp eða ég bragða engan mat. Og það væri morð. Hún var reglulega reiðileg og andstyggi- leg á svipinn. Ég sneri mér bara við og fór. Ég hugsaði málíð þá um nótt- ina. Ég vissi að ég varð að gefa mér tíma, ég varð að léta sem ég ætlaði að samþykkja þetta- Taka tillöguna tál yfirvegunar eins og sagt er. Hitt sem ég hugsaði um var dá- lítið sem ég gætj, gert, þegar kæmi að skuldadögunum. Morguninn eftir fór ég niður, ég sagðist hafa hugsað málið, ég gæti séð málið frá hennar hlið, ég væri búinn að kynna mér eitt og annað og allt eftir þessu — það væri eitt herbergi sem hægt væri að breyta, en það tæki mig viku. Ég hélt hún myndi fara í fýlu, en hún tók þessu vel. — En ef þetta er ekki annað en nýr dráttur, þá fer ég í hung- urverkfall. Yður er það ljóst. Ég vildi gjaman ganga frá þessu strax á morgun, sagði ég. En það þarf talsvert af borðum og sérstakar slár. Það getur tek- ið einn eða tvo daga að útvega það. Hún leit til mín einu af þess- um gömlu, hvössu augnaráðum, en ég tók bara fötuna hennar og fór. Eftir þetta gekk allt skikkan- lega fyrir sig, nema hvað ég var að leika allan tímann. Við sögðum ekki mikið, en hún var ekki ónotaleg lengur. Eitt kvöld- ið vildi hún fara í bað og hún vildi sjá herbergið og það sem ég var búinn að gera. Jæja, ég hafði gert ráð fyrir því, ég hafði náð í nokkur borð og lét sem ég væri að gera eitthvað við glugg- ann (það var einn af svefnher- bergisgluggunum sem sneru að bakhliðinni). Hún sagðist vilja fá einn af gömlu vindsor-stólun- um þangað inn (alveg eins og f gamla daga þegar hún bað um hitt og þetta), og ég keypti einn daiginn eftir og fór meira að segja með hann niður og sýndi henni. Hún vildi ekki að hann væri niðri, ég varð að taka hann upp með mér aftur......... Hún sagðist ekki vilja fara upp með neitt af því sem hafði verið niðri (húsgögn). Svona einfalt var þetta. Þegar hún var búin að sjá herbergið og borholumar, var eins og hún tryði því í raun og vera að ég væri sá auli að leyfa henni að flytjast upp- Hún stakk upp á því að ég kæmi niður og sækti hama og við borðuðum kvöldmat uppi og VAl HINHA VANDIÁTU 1 SIMI 3-85-85 SuSurlandtbraut VO li SKORRI H.F t Iþróttohöll) simi 38585 £.ett rennur G/iojSoó FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT Fasteignagjaldendur í Kópavogi 3% dráttarvextir falla á fasteignagjöld 1967 séu þau eigi greidd í síðasta lagi 31. marz næstkomandi. Bæjarritarinn í KópavogL ABalfundur Farfugladeildar Reykj avíkur og B.Í.F. verður hald- inn mánudaginn 10. apríl í Farfuglaheimilnm, Láufásvegi 41, kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómirnar. A THUGID Getum bætt við okkur klæðningum og við- gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vánir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss. Grettisgötu 13. — Sími 14-0-99. Kuldaiakkar, úlpur og terylene buxur í úrvali. Ó. L. Traðárkotssundi 3 (mótl Þjóðleikhúsinu) - SHMimCINMt UTGERDARMENN. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIDKEMUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIR” LINPARGÖTU 9 • REYKJAVIK • S t MI 22122 — 21260 )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.