Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 1
Páskahretið óvenju slœmt:
Versta veðrið sem
gert hefur í vetur
□ Samkvæmt upplýsingum Jónasar Jakobs-
sonar veðurfræðings hefur veður um páskana ekki
verið jafn vont, eða verra um langt árabil. Á föstu-
daginn lariga gerði hörku norðanátt með snjókomu
norðanlands, en biksvörtum skafrenningi hér
sunnanlands, en á skírdag hafði snjóað mikið í
hægviðri.
Norðanáttin hefur geisað sam-
fellt síðan og lór ekki að draga
úr henni fyrr en í fyrradag og í
gserdag var mesti ofsinn úr
henni.
Frost hefur verið um allt land,
5—12 stig á láglendi, en hað er
óvenjulegt um svo langan tíma í
einu- Á páskadaginn sjálfan var
veðrið einna verst þegar á heild-
ina er litið. Þá voru víða 8—10
vindstig á landinu.
1 gærmorgun var frostið á
\ • ■ ■ ■ • ■ ■ j •
■ ' JT
Ofært ernú um mestan hluta
landsins veana mikilla snjóa
a Hjörleifur Olafsson hjá Vegamálaskrifstofunni
tjáði blaðinu í gær, að greiðfært væri orðið um
Þrengsli og Suðurlandsundirlendi að .Vík í
Mýrdal.
B Á einum stað undir Eyjafjöllum hamlar þó vatnselgur um-
ferð minni bíla, en þeir geta krækt fyrir ófænma eftir öðrum
vegi. Mýrdalssandur var kolófær fyrri partinn í gær. í gær-
morgun átti að reyna að opna leiðina yfir sandinn, en horfið
var frá því vegna skafbyls, en gera átti aðra tilraun seinni part-
inn, því veður fór batnandi.
landinu 6—10 stig yfirleitt, en 15
stig innst í Skagafirði , og á
Hveravöllum. Þá var 8 stiga
frost á Akureyri og 7 stig í Rvík.
Heiðskírt var um sunnan og vest-
anvert landið. Á norðurlandi
voru víða él og stinningskaldi
um Austurland-
Jónas sagði að veðrið um pásk-
ana hefði verið það versta í vet-
ur, en hátíðin var einnig ó-
venjulega snemma á ferðinni f
Hœttuleg
grýlukerti
■ Um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali er fært fyrir stóra bíla.
Holtavörðuheiði er kolófær, en reynt verður að opna hana í
dag og leiðir úm Húnavatnssýslu. Ekkert verður átt við Öxna-
dalsheiði. Annars er ófært um allt Norðurland, Austurland og
norðanverða Vestfirði.
■ Um sunnanverða Vestfirði er fært innanfjarða og einnig á
milli Patreksfjarðar og Bíldudals um Hálfdán. Sunnantil á
Austfjörðum og á Suðausturlandi er einnig víða sæmilega fært.
★ I hretinu núna um páskana
★ hafa viöa myndazt stór grýlu-
★ kerti á þakskeggjum húsa f
★ Reykjavík eins og þessi mynd
★ sýnir vel sem ljósmynda'ri
★ Þjóðviljans tók í gær. Ættu
★ húseigendur að gæta þess að
★ brjóta grýlukertin niður áður
★ en hlýnar í veðri því mikil
★ hætta getur ella stafað af
★ þeim fyrir vegfarendur.
Enn brást hitaveitan:
Víða neyðarástand í gömlu
hverfunum um hátíðarnar
■ Eins og ævinlega 'þegar
kólnar í veðri brást hitaveit-
an einnig nú um páskana
og mátti fólk sitja við raf-
magnsofna um hátíðarnar ef
það varð ekki hreint og beint
að flýja íbúðir sínar, en víða
í gömlu' hverfunum var svo
lengi hitalaust að vatnsleiðsl-
ur frusu og hafði fólkið ekki
einu sinni kalt vatn til að
sjóða matinn í.
Öeita vatnið fór að minnka
strax síðari hluta fimmtudags-
ins og á föstudag var orðið
illkalt í gömlu hverfunum, þ.e.
kringum Skólavörðuholtið og
Landakotshæðina, en á þessum
svæðum bregzt hitaveitan æv-
inlega þegar eitthvað kólnar í
veðri. Að þessu sinni varð vatns-
leysið enn víðtækara og varð
hitalaust um mikinn hluta eldri
vesturbæjarins og víðar í aust-
urbænum páskadagana.
Á annan í páskum bilaði dæla
í dælustöðinni og leiðsla sprakk
í Laufásvegi og var allt heitt
vatn tekið af suðvesturbæ með-
an gert var við þetta í gær.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk hjá starfsmönnum
Framhald á 9. táðu.
Mikill ís er
fyrir vestan
og norðan
I gær fór flugvél frá land-
helgisgæzlunni í ískönnunar-
flug vestur og norður fyrir
land og ,sendi landhelgisgæzl-
an blöðunum í gærkvöld kort
það sem hér fylgir er sýnir
legu íssins. Á minni mynd-
inni eru skýringar með kort-
inu.
Fjöldi ferðamanna í hrakn-
ingum í óveðrinu um páskana
□ Óveðrið' um páskana gerði heldur beíur
strik í reikninginn hjá fjölda manns sem að venju
ætlaði að nota fríið til ferðalaga og útilífs. Lenti
ferðafólkið, bæði í styttri og lengri ferðum, í hin-
um mestu hrakningum. Erfiðast áttu þeir sem lagt
höfðu á jökla og í óbyggðir, en fjölmargir bílar
festust og tepptust líka á algengustu leiðum í ná-
grenni Reykjavíkur.
Fjöldi Reykvíkinga hugðist
nota helgidagana til skíðaferða
í nágrenni borgarinnar, enda er
langt síðan nægilegur snjór hef-
ur verið fyrir hendi til slíks
á páskum hér á suðurlandL
Voru skíðaskálar yfirleitt full-
skipaðir, en einnig fóru óvenju
margir í eins dags ferðir með
fjölskyldur sínar til að njóta
útiiverunnar. Gekk þetta vel á
skírdag og föstudag, en á laug-
ardag tepptust margir og kom-
ust ekki aftur í bæinn fyrr en
seint og síðar meir og fékk þar
margur kalda gistingu í bíl sín-
um.
Margir leituðu þá gistingar í
nærliggjandi skálum og var
fólki holað niður eftir því sem
föng voru á. Sagði Óli Ólason
forstöðumaður Skíðaskálans í
Hveradölum Þjóðviljanum að
þar uppfrá hefði allt verið yf-
irfullt fyrir, en á laugardag
hefðu margir bætzt við, flestir
á leið til Reykjavíkur úr öðr-
um skálum, en ekki komizt
lengra, en einnig hefði komið
margt fólk til gistingar, sem
ekki ætlaði sér að vera nema
daginn og var það eðlilega illa
útbúið, hafði ekki svefnpoka
eða annað.
Við höfðum ekki pláss nema
á gólfinu, sagði Óli, fyrir utan
nokíkur rúm sem losnuðu af því
að fólkið sem hafði pantað þau
komst ekki uppeftir á laugar-
dag. Annars var sæmilegt veð-
ur hér uppfrá og yfirleitt hægt
að finna skjól og vera úti.
Aðra sögu hafði fólk að segja
sem dvaldist í Skálafelli. Þar
var veðrið svo slæmt að ekkert'
var hægt að fara út og varð
skíðafólkið að hírast inni í skála
alla helgina og komst . með
naumindum heim annan páska-
dag.
Fjölmennt á Klaustri
Austur á Kirkjubæjarklaustri
urðu um 30 bílar tepptir vegna
ófærðar frá því á annan páska-
dag þar til uirt fimmleytið í
gær að ýta fór á undán bilun-
um yfir Mýrdalssand og var
búizt við að ferðafólkið kæm-
ist til Reykjavíkur seint í gær-
kvöld eða í nótt, en vestan Mýr-
dalssands var sæmilega fært í
gær alla leið til Reykjavíkur.
Þeir sem þarna voru á ferð
voru fyrst og fremst Öræfafar-
ar, hópar í langferðabílum á
vegum Guðmundar Jónassonar
og Úlfars Jacobsens og einstak-
lingar á jeppum og öðrum bíl-
um.' Sagði séra Sigurjón Ein-
arsson á Klaustri Þjóðviljanum
í gær að þar væru um 300
manns aðkomandi og byggju í
Félagsheimilinu. Færi vel um
fólkið, sagði Sigurjón,^ enda
væri það vel klætt og rríeð all-
an útbúnhð með sér.
Ferðafólkið lagði af stað frá
R^ykjavík á skírdagsmorgun og
gekk ferðin vel austur að
Klaustri, en er í Öræfin kom
var þar kolvitlaust veður, gekk
á með éljum og stormi, en
lygndi heldur á kvöldin.. Hélt
fólkið mikils til kyrru fyrir í
bílunum á daginn, en á páska-
dag var áætlað að snúa heim-
leiðis og ekið að Skaftafelli, en
snúið við þar vegna veðúrs og
farið að Hofi þar sem fólkið
úr langferðabílunum lét fyrir
berast um nóttina.
Margir á smærri bílunum
voru. hins vegar búnir að fá
nóg af Öræfunum óg vildu
komast sem fyrst að Klaustri og
lögðu af stað þangað á páska-
dag. Þar var m.a. á ferð Jeppa-
klúbburinn og komust jeppar ,úr
þeim hópi yfir árnar en þegar
kom að stærri bílunum í ferð-
inni brotnaði undan þeim og
lentu menn þarna í miklum
hrakningum. Tók þessi ferð,
sem venjulega er farin á 3-4
tímum í sæmilegri færð, nú um,
30 tíma, sagði Sigurjón.
Lárus Siggeirsson fór á spil-
bíl frá Klaustri til að aðstoða
við að draga bílana í land.
Langferðabílunum úr hópum
Guðmundar og Úlfars gekk hins
vegar sæmilega ferðin að
Framhhld á 9. síðu.
Ásmundur Sigurjónsson
Aðalfundur
KÍM vérður
í kvöld
★ Kínversk-íslenzka menningar-
félagið KfM heldur aðalfund í
kvöld klukkan 8.30 að Tjarnar-
götu 20.
★ Auk venjulegra aðalfundar-
starfa flytur Ásmundur Sigur-
jónsson fréttaritstjóri erindi um
kínversk st.iór«mól.