Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1967, Blaðsíða 4
I 4 SÍÐA — ÞJÓÐVn-raiN — Miðvikudagur 29. marz 1967 t Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðii — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson# Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguróur V. Fridþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurdur T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólaivörðust- 19. Simi 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00. Afturhald eða vinstrísókn 'J’víflokkakerfi er yfirlýst hugsjón Framsóknar- flokksins, tvéir stórir flokkar báðir hæfilega íhaldssamir, skipti fólkinu á milli sín. Og þeir þyrftu ekki einu sinni að berjast til úrslita og stjórna til skiptis, reynslan úr íslenzku stjórn- málalífi sannar að Framsókn hefur kunnað mæta- vel við sig í alræmdum helmingaskiptastjórnum með íhaldinu; slit þeirrar stjórnarsamvinnu kost- aði forðum dæmalaus sárindi og heitrofabrigzl af hálfu Framsóknarflokksins. Einn þingmanna Framsóknar, Karl Kristjánsson, hefur nú við lok þingferils síns ymprað á breýtingu á kjördæma- skipan landsins í það horf að landinu yrði öllu skipt í einmenningskjördæmi og uppbótarþing- menn engir; fyrirkomulag, sem orðið gæti til að löggilda tvo stóra flokka og hindra eðlilega stjórn- málaþróun. Með þessu er biðlað til íhaldsins. gnginn skyldi ætla að frjálslyndi hafi knúið Sjálf- stæðisflokkinn til að taka þátt í kjördæmabreyt- ingum sem stefnt hafa í átt til aukiris réttlætis. Þar hafa eiginhagsmunatillit ein ráðið. Og núver- andi formaður flokksins, Bjami Benediktsson, hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi á tilteknu stigi umræðnanna um kjördæmabreytinguna boðið Framsóknar- flokknum samkomulag um einmenningskjördæmi um allt land, en Framsókn hefði gugnað þegar ein- menningskjördæmin áttu líka að verða í Reykja- vík og annars staðar í þéttbýlinu. Þannig er ljóst að báðir stærstu flokkar landsins hafa gælt og gæla enn við hugmyndir um að gerbreyta stjórnar- skránni í afturhaldsátt. jpiokkarnir telja sennilega að þeir gætu náð ár- angri eftir þeim leiðum vegna þess að verka- lýðsflokkarnir og önnur þau öfl með þjóðinni sem ættu að knýja fram frjálslynda og róttæka stjórn- arstefnu séu klofin og sundruð. Satt er það, seint hefur gengið að sameina vinstri rnenn á íslandi til samstilltra átaka i þjóðmálunum. En einnig á því sviði er að verða breyting. Það er kannski ekki auðvelt að benda á svo sannfærandi þyki beinán skipulagslegan árangur í því sameiningarstarfi, þó skipulagsbreyting Alþýðubandalagsins á sl. ári sé tvímælalaúst drjúgt spor í áttina. En breyting- in er að verða í hugum fólks, ekki sízt í afstöðu unga fólksins. Meðal ungs fólks í Sósíalistaflokkn- um og Alþýðubandalaginu, í Alþýðuflokknum og óflokksbundins, gætir vaxandi óþolinmæði og for- dæmingar í sundrungu vinstri aflanna í landinu,' meðal þess er vilji til að vinna saman gegn íhaldi og afturhaldi.-í vinstri fylkingu á íslandi á heima margt það fólk sem enn kýs Framsókn í von um að henni takist einhvemtíma að verða sannur vinstri flokkur. Á næstu árum getur orðið brýn nauðsyn að vinstri menn í landinu finni leiðir til samstarfs, ekki sízt ef afturhaldsöflin hygðust skríða saman til óþurftarbreytinga á stjómar- skránni og reyna að koma á tvíflokkakerfi aftur- haldsins í landinu. — s. Nýlega gat Þjóðviljinn þess, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefði gert samþykkt um að verða við áskorun frá Lands- sambandinu gegn áfengisbölinu um að veita ebki áfengi í sam. kvæmum bæjarins og bæjar- stofnana, en að þessari sam- þykkt stóðu bæjarfulltrúar Fé- lags óháða kjósenda, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins og annar bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins, Hörður Sófanías- son. — Ætla hefði mátt, þegar slík landssamtök fá framgengt mikilvægum þætti í baráttunni gegn áfengisbölinu í einum stærsta kaupstað landsins, að dagblöðin myndu geta þess, en þau fengu í hendur umrædda samþykkt. Alger þögn hefir ríkt um hana í Morgunblaðinu, Tímanum og Alþýðublaðinu, en Þrándur í Götu gat hennar í sínum dálkum í Vísi. Um leið og þakka ber Þjóð- viljanum fyrir að hafa getið umræddrar samþykktar á á- berandi stað, ber að harma, ef önnur blöð sjá ekki ástæðu til að minnast þessa, sem til góðs fordæmis telst og horfir til bætts siðgæðis í opinberu lífi. Frásagnir blaða af slíkri sam- þykkt geta vakið aðra opin- bera aðila til umhugsunar og ákvörðunar varðandi afstöðu til nefndrar áskorúnar hinna fjölmennu landssamtaka, en henni var beint til allra sveit- arstjóma og ríkisvaldsins. Enn- fremur getur vitneskja al- mennings um heilbrigt for- dæmi opinbérra aðila á sviði áfengismála haft hin jákyæð- ustu áhrif og stuðlað að fækk- un drykkjuveizla, en þangað má vissulega oft rekja fyrstu sporin hjá mörgum, sem orðið hafa þrælar áfengisneyzlunnar. Hversvegna þegir víðlesnasta blað landsins, Morgunblaðið, um téða samþykkt? Hversvegna segir Alþýðublaðið ekki frá málinu, þetta blað, sem ólatt hefir verið að segja ýmsar fréttir frá Hafnarfirði að und- anförnu og oft haft sérstakan fréttaritara á fundum bæjar- stjórnar? Og því bregzt Tím- inn fréttaþjónustu við lesendur sína, en gerir mikið úr því á- hugamáli tveggja einstaklinga í Hafnarfirði að stofna vínbar, og ýkir um mörg hundruð tölu þeirra, sem ritað hafa nöfn sín á lista, þar sem óskað er at- kvæðagreiðslu um opnun á- fengisútsölu í Hafnarfirði, en sömu einstaklingar hafa for- ustu um þá undirskriftasöfn- un, enda beint hagsmunamál fyrir þá að útsala verði opnuð. Strax og búið var að sam- þykkja afnám vínveitinga á vegum Hafnarfjarðarbæjar. hófu áfengisvinir þar í bæ víð- tæka söfmm undirskrifta með- al fólks, þar sem óskað er at- kvæðagreiðslu um opnun á- fengisútsölu í Hafnarfirði, en % hluti kjósenda þarf að óska þess, svo að skylt sé að láta hana fara fram. Þar sem vitað er, að sumt fólk hefur látið tilleiðast á villandi for- sendrun áð skrifa nöfn sín á undirskriftalistana, bið ég Þjóðviljann að koma eftirfar- andi á framfæri við Hafnfirð- inga: Óheillamál er oftast farsæl- ast að fella í fæðingunni. Opn- um því ekki möguleika á því, að atkvæðagreiðslan geti farið fram. Þið, sem eruð á móti vínbar og áfengisútsölu, hafið enga ástæðu til að óska eftir atkvæðagreiðslu. Með því eruð þið aðeins að stofna til óþarfa útgjalda fyrir bæinn ykkar. Öruggast er að forðast hættuna strax og bjóða henni ekki hehn. Sá, sem ekki óskar at- „Sú sem les smáletrið“ er frú Mona Stenlund, etarfs- fræðsluráðunautur í Uppsölum, kölluð í síðasta hefti af frétta- blaði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, „UNICEF News“. Smáletrið var á súpudós og skýrði frá samkeppni, sem var í því fólgin að Ijúka við setn- inguna: „Ef ég ýnni 20.000 krónur mundi ég . . . .“ Frú Stenlund segir, að hún opni aldrei svo súpudós, að henni verði ekki hugsað til myndar, sem hún sá fyrir nokkrum árum. Hún var af áhættuna af óvissum urslitum. Þeir, sem þegar kunna að hafa án rækilegrar umhugsimar léð nöfn sín á nefnda undir- skriftalista, hafa ennþá tæki- færi til að afturkalla undir- skrift sína. Munum þetta: Staðreyndin er sú, að tilvist áfengisútsölu á einum stað þýðir meiri drykkju þar, meiri vandræði, meira tjón, nýjar freistingar fyrir ungmennin. Opnun yín- búðar og vínbars er tilræði við heill og velferð unga fólksins. Hvaða faðir og móðir vill vís- vitandi stuðla að slíku? einmana, skinhoruðu barni með stór augu, sem hélt á tóinri skál. Undir myndinni stóð: Ein súpuskál á dag er það eina sem mörg böm fá að borða. Hún lauk við setninguna með þessum hætti: „. . . gefa Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna helming verðlaunanna fyrir súpu handa svöngum bamamögum og nota afgang- inn til Bandaríkjafarar". Hún vann samkeppnina og hélt til Bandaríkjanna í desem- ber s.l. Það var fjórða heim- Framhald á 9. síðu. Áfengismálin í Hafnarfirði kvæðagreiðslu, tekur ekki a sig Á. G. §-----------------------------—- Qafbarnahjálp SÞ verðlaunin -w~x?— ■ . ■ ' % BLEND UK.AHn t l'S Hí-;:*:: „ Hver stund með Camel léttir Iund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. UADE M US.A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.