Þjóðviljinn - 15.04.1967, Page 10

Þjóðviljinn - 15.04.1967, Page 10
Er kominn samdráttur í verzlunina? □ Enginn vaii er á því, að kaupgreta er nú minnk- andi hjá mörgum reykvísk- um heimilum, sagði Ingi Sig- urðsson, verzlunarstjóri yfir heimilistækjum hjá Dráttar- vélum h.f. í Hafnarstræti 23. Dauf sala hefur verið hjá okkur í vetur á öllum stærri rafmagnstækjum, — er kosta frá 15 þúsund til 20 þúsund krónur og hygg ég að kolleg- ar mínir hafi sömu sögu að segja, — viðurkenna raunar minnkandi sölu í vetur. Sumir vilja kenna þetta sjónvarpsfjárfestingu heimil- anna og þekki ég raunar ungan mann, — er stofnaði heimili í haust og lét sjón- varpið ganga fyrir ísskápnum og ryksugunni, — kannski ekki af því að hann persónu- lega sjálfur væri svona æst- ur í sjónvarp heldur heimta allar barnapíur sjónvarp og hjónin langaði einstaka sinn- um út í vetur. En þetta er ekki orsökin. — heldur er hún minnkandi kaupgeta almennt hjá reyk- vískum heimilum og snöggt- um minni aukavinna almennt hjá kvenfólkinu. Margar hús- mæður, sem hafa unnið úti hálfs dags vinnu í frystihúsi eða verksmiðjuiðnaði eru oft að safna sér fyrir hlut eins og saumavél eða rafmagns- tæki og hafa þær sjálfar komið á vettvang og samið um afborganir og þessháttar. Þessar konur hef ég ekki séð í vetur í minni verzlun. í gærdag hitti ég úrsmið. — sem hefur rekið gjafabúð fyrir fermingar undanfarin ár, — hann kvartaði yfir miklu daufari sölu hjá sér borið saman við undanfar- andi ár og fólk keypti heldur ekki eins dýra muni og áður til fermingargjafa. Nei, — það er áberandi minnkandi kaupgeta hjá fólki og víða má sjá samdráttar- einkenni, — sagði Ingi, — þá hefur þetta ekki síður áhrif á sölu vefnaðarvöru og mat- vöru í búðum. Sýna Toyota Corolla í Húskólabíói í Jag Verkfræðingafélagið styður óskir BHM um samningsrétt SigurvegararniT úr Laugalækjarskóla ásamt Guðmundi Magnússyni skólastjóra og Bjarka Elíassyni yfirlögre gluþ jóni. Bandalagi háskólamanna barst nýlega eftirfarandi ályktun frá stjóm Verkfræðingafélags ís- lands: ,,Stjórn Verkfræðingafélags ts- lamds og fulltrúar félagsins í Bandalagi háskólamanna telja núverandi ástand í samningarétt- armálum háskólamenntaðra manna með öllu óviðunandi og lýsa eindregruum stuðningi við óskir Bandalags háskólamanna um samningsrétt því til handa fyrir háskólamenn í opinberri þjónustu. Við ákvörðun kjara opinberra starfsmanna á undanfömum ár- um hefur Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja ekki tekizt að halda á málstað háskólamanna á viðunandi hátt. Stjórn Verkfræðingafélags ís- lands beinir þeim ákveðnu til- mælum til stjómar Bandalags háskólamanna, að hún beiti sér af aleffl'i fyrir nauðsynlegum breytingum á lögum nr. 55/W62 um kjanasamninga opinberra starfsmanna." (Fréttati lkynnin g frá Banda- lagi háskólamanna). Sl. þriðjudag fór fram verð- launaafhending í spurninga- keppni skólabarna um umferð- armál. 1 keppninni tóku þátt börn úr 12 ára bekkjardeildum barnaskólanna í Reykjavík og lauk henni með sigri Laugar- lækjarskóla. Þetta er í annað skíptið sem spumingakeppni fcr fram, en í fyrra sigraði Eaugar- nesskólinn. Keppnin var þrískipt og fór fyrsti hluti hennar fram 5. des- ember. Þá voru lagðar 15 spurn- ingar um umferðarmál fyrir öll böm í 12 ára bekkjadeildum, sem börnin svöruðu skriflega. Til miðhluta keppninnar mætti skólalið frá hverjum skóla skip- að þeim nemendum, sem bezt höfðu staðið sig í fyrsta hluta. Lauk þeirri keppni með sigri Laugarlækjarskóla og Melaskóla, sem síðan kepptu til úrslita. Var úrslitakeppninni útvarpað í bamatíma ríkisútvarpsins, 19. marz, og lauk henni með sigri Laiugalækjarskólans. Verðlaunaafhending fór fram a þriðjudaginn á sal Laugarlækj- arskóla, að viðstöddum skóla- stjóra, kennurum og nemendum skólans. Egill Gestsson, deildar- stjóri, afhenti fyrirliða skóla- sveitarinnar fagran farandbikar, sem samstarfsnefnd bifreiða- tryggingafélaganna hefur gefið, ásamt öðrum minni bikor til eignar. Bjarki Elíasson, yfirlög- reglixþjónn, flutti við þetta tæki- færi ávarp og afhenti skólanum viðurkenningarskjal fyrir góða frammistöðu frá lögreglustjóran- um í Reykjavík. Auk Bjarka og Egils voru viðstaddir verðlauna- afhendinguna: Ámundur Matthí- asson, lögregluvarðstjóri, sem hefur með höndum umferðar- fræðslu í skólum, Sverrir Guð- mundsson, aðst. yfirlögreglu- þjónn, og Pétur Sveinbjamarson, fulltrúi umferðarnefndar Rvíkur. Guðmundur Magnússon, skóla- stjóri, flutti að lokum ávarp, þakkaði gestum komuna og kvaðst vona að keppni þessi færi fram aftur á næsta ári og yrði einn þáttur f þeirri viðleitni um- ferðarnefndar og lögreglunnar að auka umferðarfræðslu í skólum A. Isjkof talar um sovézk- an sjávarútveg annað kvöld ■ Sjávarútvegsmálaráðherra Sovétríkjanna, A. ísjkof, sem nú er staddur hér í boði Eggerts G. Þorsteinssonar ráðherra, talar nm sovézkan sjávarútveg og svarar fyrirspurnum á kaffikvöldi sem MÍR gengst fyrir í Sigtúni annað kvöld, sunnudag kl. 2(L3fl. ■ MÍR-félagar og allir þeir sem áhuga hafa á þessum málum eru yelkomnir. — Túlkað verður á islenzku. Tvö slys Það slys varð á Skólabraut 9 á Seltjamamesi í gær að 15 ára drengur, sem var að reyna að opna stífan glugga, rak höndina gegnum rúðuna og skarst illa. Annar maður meiddist á fingr- um er hann festist í hringhurð útidyranna á Skúlagötu 4, þar sem útvarpið er til húsa. Flytur erindi um vatnafiska í Noregi ræktun og veiðar Framkvæmdiastjóri Norska stangveiðisambandsins Knut Rom verður hér á ferð í Reykjavík 18 og 19. þessa mánaðiar og mun flytja erindi um ræktun og veíð- ar vatnafiska í Noregi þriðju- dagskvöldið 18. apríl kl. 20.30 i Snorrabúð Hótel Loftleiða. Þá mun hann ednnig sýna kvikmyndir um veiðar í Noregi. Her Þjóðfrelsis- h reyf ingarinnar aldrei öflugri WASHINGTON 14/4 — Banda- ríska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að her sá, sem Þjóðfrelsishreyfingin í Suður-Vi- etnam hefur á að skipa hafi aldrei verið fjölmennari en nú, þótt hún hafi, skv. sömu heim- ild misst 600 þús. manns á sex árum. Bandaríkjamenn segja að þeir berjist nú við 287 þús. manna lið en í fyrra hafi það verið 230 þúsund. Um leið er þvi haldið fram að tekið hafi verið fyrir liðs- auka frá Norður-Vietnam suður á bóginn. Þetta þýðir að Þjóð- frelsishreyfingin hefur náð betri árangri en áður í því að safna liði í Suður-Vietnam, að því er Bandaríkjamenn telja. Stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana sjálfkjörin Tryggvi Sigurbjörnsson kjörinn formaður félagsins □ Þjóðviljanum barst í gasr fréttatilkynning frá Starfsmannafélagi ríkisstofn- ana um stjórnarkjör í félag- inu. Varð listi trúnaðar- mannaráðs sjálfkjörinn þar eð fleiri tillögur bárust ekki. Er þetta í fyrsta skipti um áraþil sem ekki er kosið um stjóm félagsins því fylgis- menn ríkisstjórnarinnar inn- an félagsins hafa lagt á það ofurkapp að ná yfirráðum í félaginu — en árangurslaust og virðast þeir nú hreinlega hafa gefizt upp. Formanna- skipti verða nú í félaginu og tekur Tryggvi Sigurbjörnsson við af Sverri Júlíussyni sem verið hefur formaður und- anfarin ár. Fréttatálkyniningin um stjórn- arkjörið er svohljóðandi: Á trúnaðannannaráðsfundi sem Meiddist Tryggvi Sigurbjörnsson haldinn var í Starfsmannafélagi ríkisstofnana 31. marz 1967, var gengið frá tillögum um stjórnar- menn í kjöri á aðalfundi félags- ins 1967. Með fundi þessum rann út frestur til að skila tillögum. Tillaga trúnaðarmannaráðs var svohljóðandi: Formaður: Tryggvi Sigurbjarn- arson, Rafmagmsveitur ríkisins. Meðstjómendur: Einar Ölafsson, Áfengis- og Tóbaksverzlun ríkisins, Gunnar Bjarnason. Þjóðleikhúsið, Helgi Eiríksson, Skipaútgerð ríkisins, Páll Bergþórsson, Veðurstofa Is- lands, Sigurður Ö. Helgaspn, Tollstjóraskrifstofa, Þórhallur Bjamason, Kleppsspítalinn. Varastjórn: Hulda Einarsdóttir, Landsspít- alinn, Sverrir Júlíusson, Raforku- málaskrifstofa, Þorvaldur Steina- son, Kópavogshæli. Þar sem ekki komu fram til- lögur um fleiri en kjósa átti, teljast framangreindir sjálfkjöm- ir samkvæmt 10. gr. félagslaga. Aðalfundur félagsins verður haldinn í samkomubúsinu Lído, þriðjudaginn 25. apríl og hefst hann kl. 20 e.h. Forráðamenn Japönsku bif- reiðasölunnar boðuðu fréttamenn á fund sinn í gær í Háskólabíói, til að kynna fyrir þeim nýja bif- reið frá Toyotaverksmiðjunum í Japan. Bifreið þessi „Toyota CorolIa“ var fyrst kynnt á bif- reiðasýningu í Tókíó í október s.I. og vakti þá þegar mikla at- hygli, enda hafði lengi verið búizt við nýrri bifreið frá Toy- ota. Bifreiðin, sem sýnd er í Há- skólabíói er sú fyrsta sinnar teg- undar í Evrópu. Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Japönsku bif- reiðasölunnar skýrði frá því, að um þessar mundir væru tvö ár liðin frá því að fyrstu Toyota bifreiðamar komu til landsine, en tala þeirra er nú hátt á þriðja hundrað. Toyota Corolla er í flokki „fastback“ bifreiða og er tveggja dyra. Vélin er 4 strokka vatns- kæld toppventlavél 1077 cc með yfirliggjandi kna'stás og 5 höfuð- legum. Framleiðir hún 60 hö. við 6000 snúninga og er há- markshraði 140 km. á klst. Mesta lengd er 3.85, breidd 1.48 m og hæð 1.38 m. Hæð frá jörðu und- ir lægsta punkt er 17 cm. Bif- reiðin vegur 710 kg. og hlutfallið við afköst vélar 60 hö verður því aðeins 11,8 kg. pr. ha, sem þykir mjög hagstætt í þessum stærðarflokki bifreiða. Skipting er í gólfi, 4 gírar áfram og gír- kassinn fullkomlega samhæfður. Hámarkshraði í 3. gír er 105 Börnin i Laugalækjarskólanum sigruðu í árekstri Harður árekstur va>rð um kl. hálfsex í gærkvöld á mótum Reykjanesvegar og Laugateigs með þeim afleiðingum að öku- maður annarrar bifreiðarinnar meiddist og var fluttur á slysa- varðstofuna og bíll hans stór- skemmdist. km. á klst. Benzíneyðsla er 7,7 1. á 100 km. Þrátt fyrir iítil utanmál, er bifreiðin rúmgóð að innan. Fram- sætin enx aðskilin, fullkomlega stillanleg og er hægt að leggja þaiu þannig aftur, að rúmt svefn- pláss skapast fyrir tvo. Við smíði bifreiðarinnar hefur á- herzla verið lögð á einangrun og er m.a. þrefalt gölf í henni og hún öll klædd að innan, þykk teppi á gólfum, og flestir málm- hlutir fóðraðir. Sveifarás með fimm höfuðlegum og yfirliggj- andi knastés dregur mjög úr hávaða vélarinnar. Gluggar eru stórir og útsýni gott úr öllum bílnum. Samkvæmt upplýsingum Orra Vigfússonar verða fyrstu Corolla bifreiðamar til afgreiðslu hér á júlí og er verð þeirra áætlað um 169.000 00 kr. Toyota Corolla verður til sýnis í Háskólábíói ásamt Toyota ©rown 2300 og Toyota Corona nú yfir helgina. Ritstjórasklpti aS ÍbréttaMalí»u I gærdag voru tilkynnt rit- stjóraskipti að tþróttablaðimi _1 hádegisverðarboði stjómar l.S.L og var fráfarandi ritstjórum þakkað gott starf og verðandi rit- stjóra fyigt úr hiaði með bless- unarorðum. Hafði Gísli HaJldórsson, for- seti Í.S.Í. orð fyrir þeim félög- um, enda er sambandið útgef- andi að ritireu. Siðastiliðiin. fjögur ár hafa þerr Hallur Símonarson og öm Eiðs- son ritstýrt Iþróttablaðinu og er lokablað þeirra félaga nýútkomið — myndarlegt að vöxtum — 92 síður og jafnframt 1. tbl. á árinu Fyrsta tölublað á hverju ári gegnir nú hlutverki Árbókar og em þar birtar tölulegar skýrslur um árangur í einstökum þrótta- greinum á árinu á undan. Þá er 2. tbl. á þessu ári einn- ig komið út og er það fyrsta blað nýja ritstjórans, — Þórðar B Sigurðssonar, hins lands- kunna fþróttamanns. Fjallar það um 55 ára afmæli f.S.f. og skíðaíþróttir og lofar góðu um | framhald ritsins í höndum hams. Blaðstjóm er skráð hin samn: Þorsteinn Einarsson, Benedikt Jakobsson og Sigurg. Guðmunds- son, og minntist forseti f.S.t. hins skyndilega fráfalls Bene- dikts Jakobssonar á dögunum og risu viðstaddir úr sætum í virð- ingarskyni við minningu hins látna. Blaðskák TR:TA SVART: TA: Jón Björgvinsson Þorgeir Steingrímsson. abcdef gh 00 IT- co ia v co IM abcdef gh HVÍTT: TR: Arinbjörn Guffmundsson Guðjón Jóhannsson 24. DhS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.