Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. apríl 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Rœft v/ð yfirlœknir og yfirliósmóSur FœÓingardeildar Landspitalans
★ Ætli Pétur Jakobsson yfir-
læknir Fæðingardeiltlar
Landspítalans í Reykjavík
sé ekki sá læknir íslenzkur,
sem aðstoðað hefur flestar
sængurkonur, gert flesta
keisaraskurði og aðrar að-
gerðir sem nauðsynlegar
kunna að reynast við fæð-
ingar, auk allra þeirra kven-
sjúkdómaaðgerða sem hann
hefur þurft að fást við á
langri starfsævi.
★ Pétur lauk læknaprófi 1933,
stundaði sérfræðinám í kven-
sjúkdómum og fæðingar-
hjálp til 1939 í Kaupmanna-
höfn, Berlín og Lyon og hef-
ur verið yfirlæknir Fæðing-
ardeildar frá því árið 1949.
Hann og yfirljósmóðir deild-
arinnar, Guðrún Magnús-
dóttir, sem þar hefur starfað
frá því 1957, mæla því
sannarlega af reynslu er þau
segja að starfsaðstæður á
dcildinni séu orðnar alger-
lega óviðunandi, ekki sízt
með tilliti til þess að þar á
jafnframt að fara fram
kennsla fyrir læknastúdenta
og þar er rekinn eini ljós-
móðurskóli landsins.
★ 1 viðtali því við þau Pétur
og Guðrúnu sem hér fer é
eftir kemur fram, að á Fæð-
ingardeildinni ríkir sama ó-
fremdarástandið og annars-
staðar í heilbrigðismálum
þjóðarinnar. Dcildin er allt
of lítil og hvar sem á er
litið vantar pláss: fyrir kon-
ur i fæðingu, fyrir sængur-
konur, fyrir börnin, til skoð-
unar, á kvensjúkdómadeild-
inni — allsstaðar — og það
fyrirfinnst ekki einu sinni
dagstofa fyrir þá sjúklinga
sem farnir eru að hafa fóta-
vist.
AÐSTÆÐURNAR
ORÐNAR ÓÞOLANDI
— Hér hefur orðið sú breyt-
ing, segir Pétur Jakobsson, eins
og allsstaðar í vestrænum þjóð-
félögum, aö konur vilja helzt
fæða í sjúkralhúsum, fæðingar-
heimilum eða fæðingardeildum,
enda er það að öllu leyti ör-
uggara auk þess sem nú eru
aðrar aðstæður á heimilunum:
áður gátu konur fengið heimil-
ishjálp sem nú er ekki fyrir að
fana.
Starfsemi Fæðingardei'ldar
Landspitalans rekja þau Pétur
tig Guðrún Magnúsdóttir yfir-
Ijósmóðir í stórum dráttum.
Áður en Fæðinganheimili Reykja-
víkur tók til starfa var Fæð-
ingardeild Landspitalans eina
fæðingarstofnunin hér, en nú
annast deildin allar stærri að-
gerðir og öll meiriháttar af-
brigði á meðgöngutíma og
í fæðingum í Reykjavík, af
Faxaflóasvæðinu og utan af
landi, að Akureyri undanskil-
inni, eftir ástæðum. Þá er hér
líka kvensjúkdómadeild spítai-
ans.
í sambandi við Fæðingar-
deildina starfar Ljósmæðraskóli
Islands og einnig fer þar fram
kennsla fyrir verðandi lækna.
Nemendur L j ósmæðr askólan s
eru 20, en námið þar tekur tvö
ár og starfa Ijósmæðranemar
við deildina á námstímanum
Auk fyrirlestra í fæðingar-
hjálp og kvensj úkdómafræði
sem læknastúdentar sækja til
Péturs Jakobssonar er bað þátt-
ur í þeirra námi að starfa við
Fæðingardeildina einn mánuð á
námsárunum og tvo mánuði
verða þeir að starfa við fæð-
ingardeild hér eða erlendis að
kandídatsprófi loknu áður en
þeir fá almennt læknisleyfi.
1300 fæðingai á ári
Áður en Fæði n garheim ilið
var opnað fyrir sex árum var
ástandið á Fæðingardeildinni
orðið gjörsam-lega ómögulegt.
Þar urðu þá árlega um 1700
fæðingar og minnist sjáilfsagt
mörg móðirin þess að fyrir gat
komið að konur yrðu að liggja
á göngunum þegar mest var
um að vera af því að efckert
pláss var í fæðingarstofunum.
Nú verða árlega á Fæðingar-
deildinni rúmlega 1300 fæðing-
ar, sem er þó hlutfallslega
meira af afbrigðilegum fæðing-
um miðað við 1700 fæðingar
alls áður.
— Fæðingarheimilið bjargar
okkur auðvitað talsvert, segir
Pétur, en eðlilegra hefði þó
verið að byggja í þess stað
eina fullkomna fæðingardeild,
sem hefði þá tekið allar fæð-
ingar, bæði þær eðlilegu og
hinar afbrigðilegu, og þá nátt-
úrlega með lækna og ljósmóð-
urskóla eins og er hér nú, en
til að geta rekið slíkan skóla
og fullnægt því hlutverki sínu
þarf deildin að vera stór og
' fullkomin og þetta fólfc þarf
að venjast eðlilegum fæðingum
ekki síður en hinum.
Þetta er Landspítali og það
ér mikill misskilningur að hafa
ekki fyrir landið allt eina full-
komna fæðingardeild, sem
rækt getur þau verkefni sem
þarf að ætlast til af henni.
Það er að vísu ágætt, þegar og
þar sem aðstaða er til þess, að
hafa fleiri en eihn stað sem
konur geta valið á milli, en
hér höfum við varlá efni á því,
enda er Fæðingarheimilið ó-
fullkomið að því leyti að það
hefur enga aðstöðu til að ann-
ast nema eðlilegar fæðingar. A
þetta benti ég á sínum tíma.
en því var ekki sinnt.
Deildin öll of lítil
— Eftir að Fæðingarheimilið
fór að taka við miklu af eðli-
legum fæðingum, hefur þá að-
staðan batnað hjá ykkur við
aðra starfsemi?
— Hún hefur skánað, svarar
Guðrún, en er þó langt frá því
fullnægjandi og það er fyrst
og fremst plóss sem okkur
vantar. Deildin er öll of lítil,
hvar sem á er litið. Við höf-
um hér fjórar fæðingarstof-
ur, 30 rúm fyrir liggjandi
sængurkonur og 19 rúm fyrir
kvensjúkdóma.
— Eru þá aldrei fleiri en
fjórar konur í fæðingu í einu?
— Jú, þær eru oft margar í
einu, því að eins og þekkt er,
eru sveiflur á fæðingum,
stundum eru þær fiölmarear í
einu, en svo rólegra á milli.
Þegar álagið er mikið eru þess-
ar fjórar stofur alltof lítið, en
við höfum alls 9 fæðingarrúm.
sem við flytjum til, til skiptis.
— Annað mjög bagalegt at-
riði, bætir Pétur við, er að hér
er tilfinnanlegur skortur á
plássi fyrir konur sem eru
sjúkar um meðgöngutímann.
Þetta er eini staðurinn fyrir
þær og það þyrftu að vera u.
þ. b. 10% af sjúkrarúmunum
fyrir þær. Þessir sjúkdómar
um meðgöngutímann eru með-
göngueitranir, hjartasjúkdóm-
ar, nýrnasjúkdómar og aðrir
tilfallandi sjúkdómar á síðari
hluta meðgöngutímans, —
jafnvel óeðlileg uppköst fyrri
hlutann.
Fyrir þetta höfum við ekki
haft nema 4 rúm, en miðað við
fjölda barnshafandi kvenna í
okkar umhverfi veitti ekki af
a.m.k. 15 rúmum í þetta. Það
væri hægt að bjarga fleiri
fóstrum og fyrirburðum ef til
Væru fleiri rúm, — fóstrum
sem deyja vegna fæðingareitr-
unar og börnum sem fæðast
alltof snemma vegna þess að
konan hefur ekki getað legið
þegar hún hefur þurft þess
um meðgöngutímann.
Við þurfum líka að geta
veitt viðtöku konum sem ekki
eru enn í fæðingu, en eru með
kvilla eins og þreytu, verki og
vanlíðan, — eða halda að þær
séu að byrja fæðingu. Þessar
konur þurfa hvíld.
Fæðingarrúmin hjá okkur
eru of fá, en við höfum þó
haldið þeirri reglu að hafa eitt
rúm á hverri fæðinfarstofu.
Æskilegt væri að geta haft
þetta eins og víða erlendis.
þar sem eru sérstakar stofur,
svokallaðar „labour rooms" þar
sem fleiri léttasóttarkonur geta
verið á 1. stigi fæðingar, en
þær eru svo fluttar á sjálfar
fæðingarstofurnar á 2. stigi
fæðingarinnar. Þetta er full-
komnara hvað viðvíkur bæði
hreinlæti og öryggi, en hér er
ekki möguleiki á að koma
slíku við.
Á gangi sængurkvenna blas-
ir við sama plássleysið og
annarsstaðar á deildinni og
eru þeim aðeins ætluð 30 rúm,
sem er alltof lítið þegar
strevmir að, að bví er Pétur
segir, og verður oft að neita
konum um pláss á deildinni.
— Þegar við neitum, er það
helzt þeim konum sem fram
til þess hafa fætt eðlilega og
ekki meira en fimm börn. af-
brigðilegum fæðingum getum
við ekki neitað og frumbyrjum
viljum við helzt ekki neita
heldur. En það er orðið áber-
andi að rúmin eru of fá, fjölg-
unin er svo mikil á hverju ári,
og við verðum að reikna með
að geta látið hverja konu vera
hér a.m k. átta daga.
Krabbasjúklingar á
sama gangi og
sængurkonur
Það er reyndar fleira að en
að rúmin séu of fá, plássið fyr-
ir börnin miðað við þessi 30
rúm er líka of lítið. Þótt við
vildum hafa börnin hjá mæðr-
unum, sem er reyndar umdeilt
vrirkomulag, væri það ómögu-
legt, og barnastofurnar eru
alltof þröngar.
Ennfremur er það afleitt að
hafa enga dagstofu fyrir þær
konur sem eru farnar að
fara fram úr. Það er mjög
þreytandi fyrir sjúklinga sem
eiga að hreyfa sig að geta
hvergi verið nema kringum
rúmin inni á stofunum.
Eins og þeir vita sem hér
þekkja til liggja sængurkonur
fyrst og fremst á 2. hæð húss-
ins, en líka á 3. hæð þar sem
kvensjúkdómadeildin er, en þar
liggja einnig m.a- allar kpnur
sem fara í geislameðferð vegns
krabbameins í móðurlífi. I
raun og veru mega þess-
ar konur alls ekki vera á
sama gangi og sængurkomv op
það mundi hvergi annarsstaðar
í heiminum vera látið viðgang-
ast. Þær sem eru í svona að-'®"
gerðum ættu að vera alveg á
sérdeild.
Á kvensjúkdómadeildinni eru
annans meðhöndlaðir allir til-
fallandi kvensjúkdómar og seg-
ir sig sjálft að nítján rúm er
of lítið, enda er langt frá því
að hægt sé að sinna þeim um-
sóknum um spítalavist sem
berast. Þó er þetta landspítali
og’ ætti að geta tekið á móti
sem slíkur: þ.e. af öllu landinu,
þar sem ástæða er til. Að auki
á svo þessi deild að fram-
kvæma allar hinar svokölluðu
leyfilegu fóstureyðingar, sem
verða um 60 á ári, en löggild-
ingu til þessara’ aðgerða hafa
aðeins Fæðingardeildin og
sjúkrahúsið á Akureyri.
— Hvernig er með skoðun
fyrir þær konur sem hér fæða?
— Konur í Reykjavík fara í
skoðun á Heilsuverndarstöðina
og það er auðvitað ágætt útaf
fyrir sig, bó væri eðlilegt að
konur sem ætla aö fæða hér,
kæmu hingað í skoðun b-.-l að
eins og venja er á fæðing-
ardeildum, því að það er
betra að bæði læknar og
ljósmæður hafi kynnzt þeim.
En vegna plássleysis er ekki
hægt að hafa nema mjög
litla skoðun í sambandi við
deildina og er það ekki sízt
bagalegt fyrir t.d. konur sem
koma hingað utan af landi.
Það er líka á það að líta,
að þar sem þetta er kennslu-
spít.ali þyrfti þessi aðstaða að
vera fyrir hendi og eins og
við minntumst á áðan, þá
þyrftu hér líka að vera eðli-
leg tilfelli og ekki bara af-
brigðileg.
— Hvað álítið þið, að helzt
væri hægt að gera til bóta?
— Nú er verið að stækka
heimavist Ljósmæðraskólans
og verður hún í tveggja hæða
viðbyggingu. Þar koma einnig
kennslustofur fyrir Ijósmæður
og lækna og við fáum þá til
umráða gömlu kennslustofuna
og munum taka hana í bama-
stofu,- — vonandi verður ,þá
hægt að hafa fósturkassana á
sérstofu, því að það er nauð-
synlegt, en í bessum kössum
eru fyrirburðir og lasburða
börn. Til frekari breytinga eða
úrbóta eru engin skilyrði í
bessu húsnæði.
— Hve stór þyrfti Fæðingar-
deildin að vera við núverandi
aðstæður til að geta rækt þau
verkefni sem henni eru ætluð?
— Hún þyrfti að vera a.m.k.
120 rúm, álítur Pétúr, þar af
um 50 fyrir sængurkonur, 16—
20 fyrir konur með sjúkdóma á
meðgöngutímanum og 50 fyrir
fcvensjúkdóma. Þetta væri full-
komin eining og eðlileg stærð,
líka hvað snertir kennslu, og
síðar mætti svo byggja aðra
einingu þegar þörf krefði. Á
þessari stærð væri þörf nú
þegar og það verður að fara
að vinda bráðan bug að því að
leysa þetta vandamál með
fjölgunina í huga, því að allt
bendir til þess að eftir 30 ár
eða um 2000 verði íslendingar
orðnir um 400 þúsund talsins,
— pg 30 ár eru fljót að líða!
Og það er víðar pottur bmt-
inn í sjúkrahúsmálunum en á
Fæðingardeildinni, alls staðar
sama sagan: vantar bæði
sjúkrarúm og aðstöðu. Allt á
meðan peningarnir eru fastir
en arðlausir í t.d. Borgar-
sjúkrahúsinu.
— Það er líka borið of mik-
Framhald á 9. síðu.
Sænskn ,,KOKHETT“ Te Ve hitakönnurnar eru þær
vönduðustu á markaðnum í dag. Hvort sem að þér
ætlið að halda drykknum ísköldum eða sjóðandi
heitum, í marga klukkutíma, þá er „KÓKHETT”
hitakannan örugglega bezta lausnin „KÓKHETT“
,Te Ve hitakannan
fæst í þrem gerð-
um, krómlituð
koparlituð og með
, plasti.
OKHET
-VBN
Daniel Ólafsson & Co. h.f.
Heildverzlun
Vonarstræti 4, sími 24150.