Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. apríl 1967 — Þ.JÖÐVILJINN — SÍÐA ^ Elsa E. Guðjónsson Húfan, sem konur tóku að bera á sama tíma og faMurinn breyttist, var skotthúfa, löguð eftir karlmannaskotthúfunni, en með lengri skúf. Á húfunnivar skúflhólfcur, og voru hólkarnir í fyrstu litlir og grannir. Einn- ig voru hólkamir stundum saumaðir úr ofnum vírborðum. Á húfunni varð sérkennileg breyting upp úr miðri 19. öld; áður höfðu haer verið diúpar, en igrynnfcuðu nú og urðu æ minni, unz þær um 1880 voru orðnar að smábleðlum uppi á höfðinu nældum á með títu- prjónum. Síðan stækkuðu þær þó heldur aftur, en hafa aldrei náð sinni upprunalegu stærð. Um svipað leyti og húfan kom til sögunnar, var farið að ganga í peysu í stað treyju og varð það flljótlega algengt, e.tv. f og með af því, að peysan var bæði þjálli og hlýrri en treyj- an. Peysuna tóku konur einmg upp eftir karlmönnum að þvi er talið er. Sigurður Guðmunds- son segir frá því, að Valgerður Jónsdóttir, biskupsfrú hafi fyrst borið peysu og skotthúfu að staðaíldri hversdags; bað mun hafa verið um 1790. Þegar líður fram á 19. öld. eru konur lfka famar að nota peysuföt sem kirkjubúnipg eða betri búning. Peysufötum mótast bannig frá lokum 18. aldar og á fyrstu ára-, tugum þeirrar 19. Peysan var þá prjónuð og virðist hafa verið blá til spari. en svört hvers- dags fyrst í stað. Ölögð piils virðast hafa verið notuð með peysunni og var svunta yfir pilsinu. Heimildir um peysufötin á fyrri hduta 19. aldar eru annars heldur óljés- ar. i ferðabók MacKenzies frá 1811 er mynd af konu, sem virð- ist vera í peysufötum. Hún er í ólögðu bláu piisi og með sam- lita peysu og húfu, en ekki er hún með hálsklút og engin svunta er sjáanileg. En ynigri myndir og varðveittar svuntur sýna, að peysusvuntan var breiðari en gaimila svuntan með faldbúningnum, náði aftur fyr- ir mitti og var með bandi hnepptu að baiki, eins og enn tíðkast, eða með svuntubönd- um slegnum aftur fyrir og bundnum saman að framan. — Hvaða munur var á bún- ingi giftra kvenna os ógiftra og eins á búningi alibýðukon- unnar og hinnar ríkari? — Mér vitanlega var enginn verulegur munur á búningi giftra kvenna og ungra stúlkna hér á landi á þessu tímaþilii, sem við erum að tala um. Er- lendis mun svo hafa verið, og er einmitt oft spurt um þetta atriði í samtoandi við þjóðfoún- inga okkar. Stúlkutoörn genigiu að vfsu með húfur en ekki fald. skarðtoúfur á 18. öld og soaða- toúfur eitttovað fram eftirþeirri 19,. en ekki mun það hafa verið háð giftingu, að stúlkur skaut- uðu í fyrsta sinn. Um ema heimild frá fyrri hluta 18. ald- ar veit ég, bar sem getið er um mismunandi falda kennda við ungfrúr, frúr, konur og kerl- ingar, oe áttu þeir að hafa ver- ið 'misháir og misvíð'r nokkuð, en ekki er alveg á bað treyst- andi, að þetta hafi verið al- gildar reedur. enda engar aðr- ar heimildir bekikt.ar hessu til stuðnings. svo ég vif.i. Munurinn á búningi alþýð'u- konunnar og heldri konunnar mun hins vegar hafa verið all- mikill. Hefur efnahagurinn að sjálfsögðu ráðið þar mestuum. Munurinn hefur þó líkilegaekki verið svo ýkja mikill hvaðsnið búninganna snertir, heldur miklu fremur komið fram í því, að efnakonur fclæddust flíkum úr dýrum erllendum dúfcum, en þær efnaminmi notuðust við ís- lenzku vaðmálin og einskeftu- dúkana í sín föt. Mismunurinn kom einnig mjöig fram í skreyt- ingu fatanna og þeim skart- gripum, sem konur báru. Rílc- iskonur áttu t.d. mikið kven- silfur: millur, svuntuihnappa — síðar samfelluhnappa — laufaprjóna, ermahnappa, beltispör, stokka og dopp- ur á belti, ennisbönd, háls- festar og herðafestar og, eftir að skotthúfan var tekin upp, húfuprjóna og skúfhólka. Þá skreyttu þær kraga, treyjur og upphluti sína með flauelsborU um með gull- og silfurbaldýr- ingu. en pilsin með knipling- um, fllauels- og silkileggingum eða vönduðum blómstursaumi. Efnaminni konur urðu að láta sér nægja færri skartgripi og þá e.t.v. úr kopar eða öðr- um ódýrum má’lmum, og í stað baldýringar á upphluts- <vg treyjubörmum notuðust þær við ofna útlenda vírborða, sem til landsins fluttust, svonefnda lfb- eríborða, eða þá mislit knipli eða mislitan útsaum. Greinilegt er þó, t.d. af frásögnum, skrárn og varðveittum flíkum að fátækari konur hafa ekki sfður haft áhuga á að klæðast fallega en þær, sem meira áttu til. Var og oft fárazt yfir því, að vinnukonur færu með kaun- ið sitt í öþarfa, svo sem dýra silkiklúta og fleira af því tagi, í stað einhvers skynsamlegs. Við könnumst við það í da,g ifka, að verið sé að fárast yfir óþarfa fatakaupum ungu stúlkn- anna! Heimildirnar í Þjóðskjala- safninu gefa oft góða hugmynd um, hvaða fatnað konur áttu, um gæði hans og einnig liti, eins og ég gat um áðan. Þá kemur þar einnig mjög vel fram. hvað þær áttu af kven- silfri í dánarbúi bóndakonu frá Sumarliðabæ í Rangárvalla- sýslu 1835, var m.a. eftirfar- andl upp talið: Kvenhempa með flosbönd- um. Blátt upphlutsfat með tíu silfurmillum. Blátt sam- fellufat úr klæði með silf- urhnappi. Blátt samfellufat, einskeftufat. Blátt samfellu- fat, upphlutsfat. Sama ár var í dánarbúi ekkju að Hvammi i sömu sýslu meðal annars: Fat með upphlut. Pils með upphlut. Nýtt borðalagt fat úr bláu vaðmáli og (með) lagðri klæðissvuntu með silf- urhnapp. I.indi með silfur- pörum brotnum. Gömul kvenhempa með flosi. Eftir konu á Innra-Hólmi í Borgarfjarðarsýslu, sem dó ár- ið 1773, kom eftirfarandi til skipta milli eiginmanns hennar og tíu barna þeirra hjóna: 3 svuntuhnappar, gylltir með laufum. 16 silfurmillur með nál, beltispör af prinsmetal. Kvenhöttur, nokkuð slitinn, með fiauels- borðum. Kvenhempa með snúningsborðum. 1 kven- treyja af kiæði með rauðu og grænu fóðri, ítem silki undir kraga lögðum með flauelsborða dökkum, dittó (þ.e. önnur treyja) með prjónermum. Rauður sars- niðurhlutur tvílagður með skinnsaumsborða, rautt for- klæði, þrílagt með dökkum flauclsborða, og upphlutur af dúk með rauðum brydd- ingum. Er greinilegt, að þessi síðast- talda kona hefur verið talsvert betur stæð en hinar tvær. Því má skjóta hér inn í, að þegar getið er um 50 fiska klæði er átt við verðlagið. en það var reiknað í fiskum. Til gamans og samanburðar við eigur þessara þriggja kvenna mætti loks telja hér kvensilfur og fatnað Halldóru Skúladóttur fógeta; mun þetta vera það. sem hún hafði með sér af slíku úr föðurgarði, þeg- ar hún giftist 1769: 1 gullfesti. Hempuskildir með pörum, gyllt. Erma- hnappar gylltir, aðrir hvítir. Silfurbelti gyllt. Þrennir svuntuhnappar gylltir. Silf- urmillur gylltar. Hvítar silf- urmillur. 1 klæðishempa með flauelsborðum, ný. 1 vað- málshemja, ný. 1 flauels- treyja mcð ekta knipling- um. 1 klæðistreyja með fiauelsborðum, ný. 2 treyjur, hreinlegar, h.-úkaðar. 1 föt hárauð, ólögð. Græn klæð- isföt af góðu klæði. Klæði óskorið í föt. Grænt upp- hiutspils af góðu klæði. Græn sunnudagaföt. 1 flau- elsupphlutur með ekta kniplingum. 1 hárauður upphlutur með flauelsborð- um. Blátt pils þar við, borið. (þ.e. efcki nýtt). Silfurbelli, hvítt. Silfurmillur, hvítar. 1 vaðmálshempa, ný. Gott klæði í treyju. 1 kvenhött- ur, nýr. Er hér um mjög ríkmann- legan fatnað að ræða, og svo er að sjá, sem Halldóra hafi haldið sérstaklega upp á græna litinn og þann rauða. Þess má geta í sambandi við skrár af þessu tagi að gera verður ráð fyrir að ekki sé þar allt talið með. t.d. ekki útslitin föt, og greinilega er heldur ekki tal- inn nærfatnaður. sokkaplögg, tröf. klútar o.fl. af því tagi. — Hvenær byrjuðu íslenzkar konur að ganga í kjól eða svo- kölluðum dönskum búningi? Á miðri 19. öld var íslenzki búningurinn á undanhaldi, einkum í kaupstöðunum. Þegar Sigurður Guðmundsson kom heim frá Danmörku 1856 til sumardvalar. tók hann svo Telpubúningur frá 1772. Lílt- lega Þórunn, þá 8 ára, dóttir Ólafs Stephensens og Sigríðar. Hún er búin líkt og móðir hennar, en er með skaröhúfu á höfði. nærri sér að sjá hvernig klæðnaður íslenzkra kvenna var orðinn, að hann skrifaði langa ritgerð um íslenzka kven- búninga veturinn næsta á eft- ir, og birtist hún í Nýjum Fé- lagsritum 1857. Þegar Sigurð- ur fluttist svo heim 1858, fór hann að berjast af alefli fyrir því, að konur tækju aftur upp íslenzkan búning, sér í lagi hátíðabúninginn, þ.e. faldbún- ing, sem þá var mjög far- inn að leggjast af. En honum líkaði ekki alls kostar útlit gamla faldbúningsins og breytti honum því í það horf, sem hann er i enn í dag. Einnig kom Sigurður með uppástungu um léttari hátíðabúning, eink- um til þess að fá ungu stúlk- urnar til þess að klæðast þjóð- legum búningi við sérstök tæki- færi t.d. á skemmtunum; var það kyrtilbúningurínn, sem svo hefur verið kallaður. — Hverjar voru helztu breytingarnar, sem Sigurður gerði á búningnum? •* -- . ">». •* V V Koiia í brúðarskarti, 1772. Líklega Sigríður Magnúsdóttir, kona Óiafs Stephensens, síðar stiftamtmanns. Hún ber háan trafafald, sem farinn er að fletjast út að ofan. — Aðalútlitsbreytingin var á faldinum, eins og áður er lýst. Þá þótti Sigurði Ijótt, hve treyjan var stutt og síkkaði hana, niður ^að rpiftí,. 1 stað, kragans með treyjunni, halda borðarnir framan á treyjunni hjá honum áfram kringum hálsmálið. Treyjan er svolítið opin yfir brjóstið að framan og skín þar í hvitt stífað brjóst, en upphlutnum undir treyjunni er sleppt og einnig hálssilkinu. Miðleggingin á treyjubakinu hverfur, og tkki vildi Sigurður hafa borðalegg- ingar á samfellunni neðanvert, eins og þá var orðið algengast,^ heldur teiknaði hann upp blómamunstur, byggð á ís- lenzkum blómum, til þess að sauma neðan ó pilsin allt í kring. Einnig teiknaði hann blómamunstur fyrir baldýring- una á borðunum og framan á ermunum. Svuntubryddingin hvarf af samfellunni, sem þó hélt nafni sínu áfram, og var engin svunta notuð við hana. Með pýja skautbúningnum vildi Sigurður, að konur tækju upp sprotabeltin gömlu, sem hurfu úr tízku á 18. öld, þ.e. belti með sylgju og sprota. Ekki náðu þau þó mikilli út- breiðslu, heldur varð algengari ný gerð með pörum eins og venjulegt stokkabelti og sprota festum við stokk til hliðar við beltisskjöldinn eða pörin. Þá var Sigurður mótfallinn mikl- um hálsfestum með búningn- um, en algengt varð, að konur hefðu nælu framan á treyjunni við hálsmálið. — Teiknaði Sigurður nýjan upphlut líka? — Upphluturinn var ekki tal- inn sérstakur búningur og þótti ekki fullkominn klæðnað- ur á 19. öld, heldur var hann stundum notaður sem léttari klæðnaður við vinnu. en á síð- ari hluta þeirrar aldar tóku konur upp svokallaðar dag- treyjur við vinnu. Við kon- ungskomuna 1907 var öllum framreiðslustúlkum uppálagt að vera í svörtum upphlutum og pilsum og hvítum skyrtum og með hvítar svuntur, og eftir það fóru ungar stúlkur að fá sér upphluti; ekki varð það þó verulega algengt fyrr en upp úr 1920, og má vera, að það standi í sambandi við það, að frammistöðustúlkur við kon- ungskomuna 1921 voru einnig látnar klæðast með þessu móti. Sigurður Guðmundsson gerði engar sérstakar breytingar á peysufötunum. Hins vegar lík- aði honum ekki, að konur skyldu vera farnar að sauma péysurnar úr klæði, vildi hafa þær prjónaðar áfram. Prjón- uðu peysurnar hurfu þó smám saman, en þær saumuðu halda enn velli. Annars hafa peysu- fötin ekki tekið stórvægilegum breytingum. Hálsmálið er orð- ið flegnara. og peysan er höfð opin yfir brjóstið og látið skína í stífað brjóst, eins og á skautbúningnum. Peysufata- slifsið þróaðist ó seinni hluta 19. aldar út frá hálsklútnum og varð á fyrri hluta 20. aldar mjög stórt og breitt um tíma, en virðist nú heldur verið far- ið að hafa það minna aftur. — Hvað er að frétta af notk- un búningsins í dag? — Mér virðist óhuginn á þjóðbúningunum vera að auk- ast. ekki sízt meðal yngri kvenna. Margar ungar stúlkur, sem fara til námsdvalar erlend- is, hafa t.d. með sér íslenzkan búning, helzt upphlut, að því er ég bezt veit Þá held ég, að Þjóðdansafélag Reykjavíkur eigi mikinn þátt í því að hafa glætt áhuga fólks á íslenzku búningunum bæði gömlum og nýjum; mér virðist áhuginn hafa orðið áberandi meiri á þeim fimmtán árum. sem lið- in eru, síðan félagið tók til starfa. Annars mun áhugi al- mennt ó ýmsu þjóðlegu hafa aukizt mikið á síðustu árum; þetta kemur fram m.a. í því, að alls konar gamlir gripir íslenzkir. sem áður þóttu lít- ils eða einskis virði. eru nú hafðir í hóvegum á heimilum og er það ekki síður unga fólk- ið sem sækist eftir gömlum munum til heimilisprýði. — Nú getur ekki hver s'ém er setzt niður og saumað sér íslenzkan búning. Hvað er gert til að viðhalda þekkingunni á því, hvernig á að gera hann? — Mér er ekki vel ku.mugt um það, en til munu vera saumakonur, sem sérstaklega hafa lagt sig eftir að sauma íslenzka búninga, og eins munu vera til sérverzlanir, sem hafa á boðstólum það efni, sem til búninganna þarf. a.m.k. í bún- inga af nútíma gerð. Á Norð- urlöndum er það eitt verkefni heimilisiðnaðarfélaganna að leiðbeina um og útvega efni í þjóðbúningana og einnig munu þau, að ég held, hafa verkstæði. bar sem búningar eru 'saumaðir. Væri eflaust heppilegt að einhver slíkur aðili tækj að sér þetta verkefni hér á landi áður en langt um líður, og að einhverjar reglur yrðu þá sett- ar til þess að fara eftir, bæði hvað efnisval, snið og liti snert- ir. svo sem átt mun hafa sér stað í nágrannalöndum okkar. Spurningin er aðeins: hver hef- ur fyrir því að framkvæma þetta? — vh NÝTT BLAÐ um byggingar og innrétt- ingar. NYTT BLAÐ um húsbúnað og heimilis- tæki. NÝTT BLAÐ um nýjungar á innlendum og erlendum markaði. NÝTT BLAÐ fyrir neytendur um vöruval. Fyrsta bloð á íslandl) sinnar tegundar — kemur út 11 sinnum á ári, litprentað. ÁSKRIFTARSÍMI 20433. Undirritaður gerist hér með áskrifandi að tímaritinu „HÚS & BÚNAÐTTR" — Áskriftarsriald er kr. 390.00. NAFN HEIMILI Sendist HÚS & BÚNAÐUR, Pósthólf 1311, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.