Þjóðviljinn - 23.04.1967, Blaðsíða 1
Aukablað — I
EINAR RRAGI
MANSONGUR
STEFÁN FRÁ HVÍTADAL:
ÞÉR KONUR
Þér konur, með víðfaðma vœngi
°g vonir, er djarfar blossa.
Þér springið út og ilmið
við ástir, faðmlög og kossa.
Að lokum fölnar og fellur
hver fjóla og anganreyr,
en kynslóð af kynslóð fœðist
og kyssir, starfar og deyr.
Þér konur, mig óskiptan eigið
í ævinnar slysum og láni.
Og yður hyllir mitt hjarta,
þótt hár mitt fölni og gráni.
Ég breiði fagnandi út faðminn,
sjá, fríður guðs heimur erl
Og ennþá er ilmur úr grasi
og æska í hjarta mér
Þér konur, sem ungir vér unnum,
í Edens sólríka lundi,
þá urðum vér konungar allir,
en almúgagerfið hrundi
Vér rísum með yður allir,
sem elskum og verðum til,
þv{ listinni gefið þér lífið
og lífinu sól og yl.
Þér konur, sem hetjurnar hófuð
mót hækkandi sól og degi.
Ég þakka yður feðranna framsókn
og framann úr Austurvegi.
Nú Ijómar sá orustuaðall
við aldanna sjónarrönd.
Þeir konungar elskuðu allir,
sem unnu borgir og lönd.
Þér konur, sem hallirnar hækkið
og hefjið mannanna sonu,
hve Eysteins Lilja er innfjálg
af ást hans til jarðneskrar konu.
Þér hœkkið vort andlega heiði.
unz himnarnir opnir sjást.
Hver dáð. sem maðurinn drýgir,
er draumur um konu ást.
PÁLL ÓLAFSSON:
Ég vildi feginn verða að ljósum degi
Ég vildi feginn verða að Ijósum degi,
en vera stundum myrk og þögul nótt.
Þá vœri ég leiðarljós á þínum vegi,
þig lyki ég taðmi, þá þú svœfir rótt.
Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast,
að oní gröf éa með bér færi seinast.
Og þá menn lœstu líkkistunni aftur,
ég læddist eins og skuggi í faðminn þinn, —
þvi mannlegur ei meinað getur kraftur,
að myrkrið komi i grafarhúmið inn, —
Ég vefðist um þig, væri í faðmi binum,
unz vékti ég þig með Ijósgeislunum mínum.
Eg elska konuna nakta
með nœturgala í augum
nývaknaða angandi lilju
laugaða hvítri morgunsól
konuna unga ólétta
með knapprauð blóm
á bleikum þúfum
(þreyjulaus af þrá
eftir þyrstum hunangsfiðrildum)
bláskugga í laut og læki
lifandi vatns úr brjóstum
konuna stolta sigurglaða
sýnandi allri veröldinni
sinn vorsána frjóa akur
þar sem undrið vex i myrkri
moldinni gljúpu: vex.
JÓNAS
HALLGRÍMSSON:
SÖKNUÐUR
Man ég þig, mey,
er hin mæra sól
hátt í heiði blikar.
Man ég þig, er máni
að mararskauti
sígur silfurblár.
Heyri ég himinblæ
heiti þitt
anda ástarrómi.
Fjallbuna þylur
hið fagra nafn
glöð í grænum rinda.
Lít ég það margt,
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjörnur augum,
liljur Ijósri hendi.
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði- þannig .skipt?
Hyí var mér ei leyft
Ufí mínu
öllu með þér una?
Löngum - mun ég,
fyrr hin Ijósa mynd
mér úr minni líði,
á þá götu,
er þú ganga hlýtur,
sorgaraugum sjá.
Sólbjartar meyjar,
er ég síðar leit,
allar á þig minrva.
Því geng ég einn
og óstuddur
að þeim dimmu dyrum.
Styð ég mig að steirtí
Stirðnar tunga.
Blaktir önd í brjósti.
Hnigið er heims Ijós.
Himinstjörnur tindra.
Eina þreyi ég þig.
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON:
KYSSTI MIG SÓL
Kyssti mig sól og sagði:
Sérðu ekki, hvað ég skín?
Gleymdu nú vetrargaddinum .sára,
gleymdu honum, ástin mín.
Nú er ég átján ára.
Þá dunaði haustsins harpa
í hug mínum þungan slátt.
Því spurði ég: Geturðu gleymt
þessum rómi,
sem glymur hér dag og nátt
og býr yfir dauðadómi?
Því blaðmjúkra birkiskóga
bíður lauffall. og sorg,
og vorhuga þíns bíða vökunætur
í yetrarins hljóðu borg.
Við gluggana frosna þú grœtur.
Þá hló hún inn í mitt hjarta,
hár mitt strauk hún og kvað:
Horfðu í augu mín, ef þú getur,
ástin mín, gerðu það —
og segðu svo: Það er vetur.
Þá sviku mig rökin og siðan
syngur í huga mér
hinn hjúfrandi blær og hin hrynjam
bára
hvar sem, hvar sem ég fer:
Nú er hún átján ára.
Sunnudagur 23. apríl 1967