Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 6
w w Unjrt fólk á skólabekk. „ ViBreisnin " aö eyöneggja möguleika efnalítilla æsku- manna til framhaldsnáms möguleika margra nemenda til fram- haldsmenntunar í framtíðinni, þvi að sumarvinnan hefuf verið hverju heim- ili hjálp og greitt götu efnalítilla náms- manna til mennta. Framkvæmdanefnd Æskulýðsfylking- arinnar, sambands ungra sósíalista, lýs- ir sök á hendur núverandi valdhöfum, sem ekki hefur megnað að tryggja at- vinnuöryggi. Æskulýðsfylkingin hvet- ur önnur æskulýðssamtök í landinu til að styðja skólaæskuna á þessum erfiðu tímum og taka undir þá kröfu að ríki og bær leysi eftir því sem unnt er úr vánda skólaæskunnar. Jafnframt áréttar Æskulýðsfylkingin fyrri kröfur ungra sósíalista pm að nem- endur framhaldsskóla njóti námslauna. Þá fyrst er námsfólki tryggt fullt jafn- rétti til menntunar". Framkvæmdanefnd Æskulýðsfylk- ingarinnar, sambands ungra sósíalista, samþykkti á fundi sínum á dögunum éftirfarandi ályktun: „Þúsundir nemenda úr skólum lands- ins koma á vinnumarkaðinn um þessar mundir. Mjög illa horfir um sumar- vinnu æskunnar og ekki líkur á öðru en að hún dragist stórlega saman svo að annar hver nemandi verði atvinnulaus í sumar. Þetta er eitt af kreppueinkennunum, sem viðreisnarstefnan er að valda og hætt við að verði upphafið að öðru verra. Orsök þessa atvirmuleysis er að stjómarstefna viðreisnarflokkanna hef- ur komið framleiðsluatvinnuvegunum í þrot. Með þessu er viðreisnin að eyðileggja 0 SÍÐA — íaJÓÐVILJHíN — Lausairdag«jr 3. júraá 1968. Framhald á 9. síðu. Málgagn Æskulýðsfylkingarinnar — sambands ungra sósíalista. — Ritstjóri: Leifur Jóelsson. Ritnefnd: Ólafur Einarsson, Sigurður Magnússon og Vemharður Linnet. Ólafur Ormsson, verkamaður: SÓKN ER HA Nú er að hefjast sókn á öll- um vígstöövum gegn þeim öfl- um, sem nú eru alls ráðandi í þjóðfélaginu, sókn gegn við- reisnarstefnunni svonefndu, sókn sem miðar að þvi að hindra að núverandi stjómarfloikkar sigri í komandi alþingiskosn- ingum. Þessi sókn er nú hafin af meira krafti en oft áður, þar sem ástandið í þjóðfélaginu er orðið hættulegt. Núverandi rík- isstjóm hefur tekizt með stefnu sinni að leggja í rústir sjávar- útveg landsmanna, þannig að flest fyrirtæki í þeirri atvinnu- grein eru nú gjalðlþrota, togar- ar seldir úr landi og síldveiðar lagðar niður um mánaðartíma á sama tima og nóg síld er á miðunum. Ríkisstjóminni hefur einmg tekizt að hálfdrepa iðnað lands- manna, þannig að hann er nú L verr staddur en áður hefur ver- ið á undanförnum árum, sam- dráttur er í ött'lum greinum iðn- aðarins og flest stærstu iðnað- arfyrirtækin hafa dregið saman seglin og sagt upp fjölda starfs- manna. En á sama tíma' og þessi þróun á sér stað blómgast verzlunarstéttin betur en nokkru sinni fyrr og hirðir nú í vaxandi mæli þjóðarauðinn. Hver verzlunarhöllin á fætur annarri stingur upp kollinum víðsvegar í »Reytkjavik, ávöxtur stefnu viðreisnarinnar, stefn- unnar sem heildsalastébtin og verzlunarauðvaldið í Rvfk stendur fast um. Og þegar und- irstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar búa við slílk kjör sem nú, þeg- ar skilningsleysi og stefnuleysi ríkisstjómarinnar er, aMsráð- andi, virðist það vera lausnin á vandamálimum að hefja nú stórfrámkvæmdir erlends auðfé- lags í Straumsvík, hrinda í framkvæmd fyrstu innrás er- lends auðmagns í íslenzkt at- vinnulíf, og fleira mun á eftir koma’ verði ekid tekið tafav- laust í taumana og knúin fram stefnubreyting. Þannig er sama hvert litið er, allsstaðar blasa við afleiðing- amar af stefnu „viðreisnarinn- ar,“ stefnunni sem hefur þann eina tilgang að treysta enn frek- ar ■ vöttd peningamannanna í þjóðfélaginu undir forystu Sjálfstæðisflokiksins. Hörð stétt- arbarátta er nú framundan og þegar hafin með skyndiverk- föttlum Málm- og skipasmiða- sambandsins. Flest verkalýðsfé- lög hafa nú lausa samninga við atvinnurekendur og ekki þarf að efasf um að þau munu nú fljóttega krefjast leiðréttingar á sínum málum. Og svo er eitt sem allir launa- menn verða að hafa í huga, að á næsta leiti virðist atvinnu- tteysi sem jafnvel er þegar far- ið að gæta en mun að öllum Ifkindum Iáta enn frekar á sér bera nú í sumar þegar fjöldi ungs skólafólks kemur á vinnu- markaðinn. Þá kann svo að fara að hópur manna gangi um at- vinnulaus vegna st.iórnleysis núverandi ríkisstjómar í at- vinnumálum þjóðarinnar. Ég tattaði um það í upphafi að nú væri að hefjast sókn á öll- um vígstöðvum, sú sókn er mið- uð við betra og heilbrigðara þjóðfélag byggt á sósíalísikum úrræðum. Þessi sókn verður nú einnig hafin gegn krabbamein- inu 'í þjóðarlíkamanum, her- náminu. Þar mun ekki síður veita af þvi að búasf til bar- áttu, því að nú eru úrsllita átök framundan f utanríkis- málum okikair, úrslita átök gegn hemámsstefnunni sem grafið hefur undan þjóðemistilfinn- ingu valdamananna í ríkisstjórn og gert þá að erindrekum glæframannanna í Washington. Ungt fólk, listamenn, mennta- menn, og verkamenn, hafa nú bundizt samtölkum um aðgerðir gegn hersetunni, gegn aðildinni að NATO, gegn árásarstefnu Bandaríkjanna í Vietnam og fasistáhættunni. Þær aðgerðir eru nú boðaðar þegar meira er f húfi en nollakru sinh-i fyrr, þegar sú staðreynd blasdr við að okkur gefst nú kostur á því að losna úr Atlanzhafsbandalaginu innan tveggja ára við endur- skoðun samningsins 1969. Þær kiosningar sem nú fara í hönd mótast því af sókn gegn núverandá stjómarsfefnu, sóJcn fyrir heilbrigðara þjóðfélagi, sókn sámfylkingarsaimtaka launastóttanna, Alþýðubanda- lagsstefnunni, sókn gegn her- námsstefnunni, sókn fyrir brott- för Bandaríkjahers frá íslandi og úrsögn úr NATO, sókn fyrir nýrri utanríkisstefnu Islendinga, stefnu sem hefur að leiðarljósi hlutleysi Islands og efiingu ís- ienzkrar tungu, menningar cg þjóðemis. Alþýðubandalagið citt cr nú fært um að leysa vandamál þjóðfélagsins. Nú þurfa allir Í3- lendingar að taka höndum sam- an og vinna að sigri G-listans um Iand allt, þegar mcira er í Æskulýðsfylk- ingin og kosn- ingabaráttan sem □ Kosningabaráttan stendur hæst, og nú er aðeins vika til kjördags. I þeirri orrahríð má enginn Fylkingar- félagi liggja á liði sínu. D Það hlakkar í Staksteinahöfundi Morgunblaðsins pr hann spyr um af- stöðu Æskulýðsfylkingarinnar til G- listans. En gallsteinaköst Morgunblaðs- manna láta Fyl'kingarfélagar sig litlu skipta. □ Æskulýðsfylkingin er heilsteypt stjórnmálasamtök ungs fólks, sem leit- ast við að skilgreina stjórnmálaástand- ið hverju sinni og benda á leiðir til úr- bótá. Viðreisnarstefnan hefur ráðið hér ríkjum síðustu átta ár. Svo er nú komið að viðreisnarstefnan hefur grafið und- an undirstöðuatvinnuvegum landsins og atvinnuleysi og efnahagshrun blas- ir við. Þúsundir skólanemenda munu væntanlega ganga atvinnulausar í sum- ar. Æskan er fyrsta fórnardýr hruna- dans peningamannanna í stjórnarflokk- unum. Æskan krefst þess að breytt sé um stjórnarstefnu. □ Ungir sósíalistar eru þess fullviss- ir, að aðeins fylgisaukning Alþýðu- bandalagsins tryggir breytta stjórnar- stefnu. Ungir sósíalistar vita að eina leiðin til að fella ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks er kosninga- sigur Alþýðubandalagsins. O Jákvæð framleiðslustefna, sem tryggir fulla atvinnu handa öllum, er eitt aðalstefnumál Alþýðubandalagsins. Sú stefna tryggír einnig æskunni fulla atvinnu, en það veitir efnalitlu náms- fólki meiri möguleika á aukinni mennt- un. Ungir sósíalistar krefjast skipulags í stað stjórnleysis og óstjórnar. Róttækt æskufólk styður Alþýðubandalagið í baráttunni fyrir atvinnuöryggi. □ Æskulýðsfylkingin, — samband ungra sósíalista, styður framboð G-list- ans í öllum kjördæmum landsins. Fylk- ingarfélagar vinna að því að gera sig- ur Alþýðubandalagsins — sigur G-list- ans — sem mestan og beztan í kosn- ingunum 11. juní. S—Ó, i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.