Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1967, Blaðsíða 10
JQ SlÐA — ÞJÖÐVII.JINN — Laugardagur 3. júní 1967. P.N. HUBBARD í BROTHÆTT GLER 13 ég var búinn með hann hringdi ég í 'Peter. Hann var heima. Hann sagði:. — Já, saell. Jdhnnie. Ég leit inn til ]>ín í gær, en þú varst ekki heima. Ráðs- konan þín sagðist ekki vita hve- naer þú kæmir. — Ég vtma að hún hafi ekki verið ónotaleg við þig? — Ónotaleg? Nei, þvi skyldi hún vera það? — Það segi ég með. En eftir lýsingu hennar að dæma var ég hálfhræddur um að hún hefði verið það- — Ekiki ónotaleg, nei, nei. Kannski dálítið fálát. Vissi ekki hvar. þú værir né hvenær þú kæmir til baka, — f þá áttina. — Ég skil. En þetta var satt hjá henni. Hún var ekkert að leyna þig neinu á ég við. — Nei,» auðvitað ekki. Hví skyldi hún gera það? Ég gerði ekki v ráð fyrir að þú hefðir til- kynnt henni áfangastaðinn og látið hana sverja að þegja. Það varð þögn- Nú hefði ég átt að segja: — Satt að segja ekrapp ég til Worthing að hitta frænku mína, eða eitthvað f þá áttina. Satt að segja sagðd ég ekki neitt, og allan timann sem ég þagði beið Peter við hinn énd- ann eftir þvi sem ég myndi segja. Loks sagði hann: — Nújæja, — Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968. hvað segirðu um að lita inn upp á drykk í kvöld? Hafi ég hikað. þá var það aðeins vegna þess að það hefði verið freisting að geta sagt frú Larkin að ég hefði forsmáð boð frá hinni indælu Bruce og varið kvöldinu með þessum herra Sarr- ett. En freistingin var ekki nógu sterk. Ég kærði mig ekki um að vera með Peter um kvöld- ið. Ég sagði: — Ég er hræddur um að ég geti það ekki. Ég borða kvöldverð hjá Davíð og Daphne. En við sjáumst bráðum. — Já, já. Allt í lagi. Verðurðu eitthvað um kyrrt í bænum? — Já, ekki veit ég betur. Ég hef að minnsta kosti ekkert á- kveðið á prjónunum. — Ég skil. Allt í lagi. Sjáumst seinna, Johnnie. Ég lagði frá mér heyrnartól- ið- Það var ekki fyrr en nokkru seinna að mér datt í hug að ég vissi alls ekki hvaða erindi Pet- er hefði átt við mig. Hann hafði enga skýringu gef- ið á komu sinni. Daphne var klædd mjög glæsi- legum stuttum, svörtum kjól sem sýndi í mjög hagstæðu ljósi bústin en mjög löguleg form hennar. Það stimdi á gljöbjart hárið, börnin voru hljóð og stillt uppi á lofti, og daufur en mjög freistandi matarilmur barst framanúr eldhúsinu. Það gæti borið keim af yfirlæti að segja að þetta hefði allt verið mér til heiðurs, en reyndar kemur yfir- læti ekkert þama við sögu. Daphne lagði sig alltaf alla fram gagnvart mér, ekki aðeins sem húsmóðir, heldur og sem kynvera. Eins og margar konur sem lifa í skikkanlegu hjónabandi, var henni sérstaklega ljúft að sýna ó- kvæntum karlmönnum hvað þeir færu á mis við. Ég velti því stundum fyrir mér, hvernig færi ef ég brygðist allt í einu við á óvæntan hátt og (trúlega i fjar- veru Davíðs) færi um hana gimdarhöndum, sem ég hefði vinsamlega ekkert haft á móti hvenær serh var. Ég gerði mér í hugarlund að hún yrði hrifin í svo sem fimm sekúndur og síðan skelkuð og trúlega stórh-neyksl- uð. Af því að ég vissi þetta og hún vissi að ég vissi það, þá fannst henni hún frjáls að því að leika út hátrompunum. Davíð tók ekkert eftir þessu, nema hvað honum var stundum skemmt á sjálfumglaðan, heima- ríkan hátt. Daphne sagði: — Halló, Johnnie, með þessum flatneskju- lega raddhreim sem hafði tíðkazt með ungviðinu þegar hún var sjálf ungviði. Ég sagði — Halló, Ðaphne. Ég brosti alúðlega og horfði í stór, græn augu hennar og snerti hana ekki. Hvorugt okkar er af þeirri kynslóð sem kyssir á vanga og kallar alla elskuná , sina- Við vissum of mikið til þess. — Hvar hefurðu verið? sagði Davíð. — Þetta er ekkert, rétt- læti. Þú hefur alltof mikinn tíma aflögu og þú ert alltof mikið á ferðinni. Það er ekki að undra þótt þú rekist á hitt og þetta. — Það gagnar lítið að rekast á hitt og þetta ef maður hefur ekki peninga til að kaupa það, sagði ég. — Það er ekki hægt að hafa allt með. Ef til vill ertu ekki eins mikið á ferðinni og ég, en hugsaðu um hvað þeir borga þér fyrir að sitja kyrr. Davíð sagði: — Hvað heldurðu að ég megi borga mikið af laun- um mínum í gler?, Og hvernig var það, fannstu annárs nokk- uð? — Nei,' sagði ég. — Ég sá fallegt loftblásið ölglas, en þeir vildu fá tuttugu pund fyrir það og ég á glas fyrir sem er mjög líkt þvi. —. Hvert fórstu eiginlega? Ég sagði: — Ég fór til Worthing að heimsækja frænku mína. Davíð leit á mig. Hann hló og sagði ekki neitt. Daphne stóð hjá mér með Whiskýsjúss- inn minn. Hún teygði sig yfir mig með glasið, svo að fram- handleggur hennar straukst við andlit mér. — Þú ert skylduræk- inn frændi, sagði hún. — Og átt mikinn frændgarð- Annar afi þinn eða báðir hljóta að hafa verið hetjur í rúminu. — Báðir, sagði ég. — Móður- systur mínar eru reyndar ögn fleiri en föðursystumar, en þær skortir ættrækni þeirra og eru ekki jafnnotalega dreifðar um landið- Daphne saidi: — Worthing frænkan er greinilega föðursyst- ir. Og svo ættrækin er hún að hún hefur skilið eftir langt hár undir vinstra jakkahorninu. Ef dæma má eftir dökkum gljáan- um, þá er hún býsna ung föður- systir eða heldur sér dæmalaust vel. — Hvort tveggja, sagði ég. — Faðir minn var elztur af stórri fjölskyldu — þið vitið allt um athafnir afa — og sumar yngstu föðursystur mínar gætu hæglega verið systkinadætur mínar. Og loftið í Worthing er mjög heilsu- samlegt. Ég fann að Daphne strauk fingrunum um jakkann minn og greip um þá. Ég kærði mig ekki um að þessi indæla frú Bruee slétt og glóbjört með borgarupp- eldi, færi höndum um hárið af Claudíu. Daphne greip eftir því rneð galsa og ég greip um fingur hennar með ofsa sem kom okkur báðum á óvart. Hún sagði: — Ö, Johnnie! og Davíð Ieit snöggt upp. Hann sagði: — Hvað —? en Daplhne sagði: — Þettá er allt í lagi. Hún stóð yfir mér, glæsileg í þrönga, svarta kjólnum, og horfði á mig með sambland af van- þóknun og eftirvæntingu- Allan tímann var hún ósjálfrétt að nudda fingur hægri handar með hinum vinstri. Hún sagði: — Fyr- irgefðu, Jöhnnie. Ég ætlaði ekki að æsa þig upp. Ég brosti upp til hennar. — Þetta er allt í lagi, Daphne, sagði ég. — Ég ætlaði ekki að vera fantur. Hárið hlaut að hafa verið kyrrt þar sem það var, þvi að þegar ég kom heim seinna um kvöldið fann ég það og setti það á milli vasaklútanna í efstu skúffunni. Þannig var ég á mig kominn. En Daphne sagði" ekki annað en þetta: — Þú ert kynd- ugur náungi, Johnnie. Þú og þessar frænkur þínar. Davíð sagði ekki neitt. Við borðuðum eitthvað mjög fábrotið og bragðgott í skaftpotti og drukkum mjög gómsætt, þurrt borðvín. Davíð sagði skemmtilega írá skriffinnskunni í ráðuneyti sínu. Frásögn hans var gamansöm, en alvörunni sfcaut þó alltaf upp. Ég kom með lagfærða lýsingu á Dunstreet uppboðinu, sem ég færði nokkra mánuði, til baka og staðsetti ein- hvers 'staðar í Wales. Þetta var indælis kvöld. PrÖfraunin kom eins og vana- lega þegar ég kom aftur heim í íbúðina- Það var alltaf annað af tvennu eftir kvöldstund hjá Brueehjónunum. Annað hvort sveif ég inn til mín fagnandi og sæll og kom að öllu vinalegu, bókunum til reiðu, hita og ljósi til taks, stólnum bíðandi eftir mér. Eða þá að ég kom inn í ókunnuglega, næstum fjandsam- lega íbúð sem einhver annar maður hafði yfirgefið og skilið dótið sitt eftir í, svipað mínu dóti en sarrit allt annað. Þetta er auðvitað ósköp afstætt- Ég hef tekið hótellherbergi á leigu fyrir eina nótt og komið í það að kvöldi eins og þa^væri bemsku- heimili mitt. Sum kvöld hafa þannig áhrif á mann.' önnur kvöld gera manni einveruna beinlínis óbærilega. Þegar Bruce- hjónin voru annars vegar þá var allt undir því 'komið hvort Daphne hefði komizt undir brynjuna með þessum litlu brögð- um sínum. Eins og ég gat um áðan þá gafst hún aldrei upp á að reyna, og ég hefði aldrei feng- izt til að viðurkenna hve oft henni tókst það. Þetta kvöld var býsna tvíeggj- að. Ég hefði látið mér lynda Daphne eða eitthvað annað í lög- legum svörtum kjól til að lífga upp -við arininn minn, en ég hafði engan hug á einhverju ó- brotnu í skaftpotti eða sofandi bömum uppi á lofti. Ég hafði haft taumhald á eirðarleysinu en ekki lbsnað við það. íbúðin sem ég kom nú í, var eiginlega ekki íbúðin mín. Ferðataskan mín lé enn á rúminu mínu hálfupptekin. Ég hafði engan áhuga á að frú Lark- in gegndi hlutverki herbergie- þjóns. Ég var ekki mikið fyrir föt og því hafði ég tekið einu skikkanlegu dökku fötin sem ég þórður sjóari 4917 „Prosper“ kemur til baka. Dafood hefur séð til „Spadille“, að’það hefur stanzað við baujuna ......... „Strax til baka!‘‘ skipar LarOux. „Ég hugsa að fólkið þarna hafi séð okkur og sé nú bara forvitið,“ segir Bemard. „Þetta er eitthvað af þessu lúxuspakki, sem ekki hefur neitt annað að gera“. — En Laroux er tortrygg- inn og horfir á „Spadille" gegnum klkinn. „Nei, við verðuim að fara þangað aftur! Ég er viss um að þetta er meira en venju- leg forvátni- Við skulum svo sannarlega ylja þeim undir uggum!“ IIRAMrS A-1 sósa: M«ð kjöti, inciV fiski. með hverjn sem er SKOTTA — Þegar þú setur þessa lokka í hárið, líturðu út fyrir að vera orðin gömul. Þú gætir verið 1% ára! -------1----------------------------- Foreldrar Get tekið að mér að gæta bama fyrir foreldra,* sem vinna bæði úti. — Upplýsingar í síma 19674. TRABANT EIGENDUR Við^erðaverkstæði. Smurstöð. Vfirförum bílinn fyrir vorið. FRIÐRIK OLAFSSON, vélaverkstæði. Dugguvogi 7. — Sími 30154 Bílaþ/ónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.