Þjóðviljinn - 03.06.1967, Page 7

Þjóðviljinn - 03.06.1967, Page 7
T I \ r Laugardagur 3. jiúní 1967 — ÞJÖÐVTLJTNN — SfÐA ÁYÖXTUR „VIÐREISNAR": □ Það vantar tílfinnanlega barnaheimili bæði í Reykjavík og víðar. Þúsundir mæðra þyrftu að koma bömum sínum á slík heimili, en geta það ekki og verða að vera heima yfir þeim, þegar heimilið þó þarfnast þess að þær ynnu úti. Þetta er „valfrelsið", sem íhaldið gumar af. Konur mega velja um margar tegundir tertu- botna, en geta alls ekki komið bömum sínum á neitt bamaheimili. íhaldið þykist ekki hafa efni á að láta byggja næg barnaheimili, en það hef- ur efni á að láta byggja óþarfa verzlunarhallir. í fjogur ár, á hverju alþingi þessa kjörtíma- bils, hafa tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Einar Olgeirsson og Geir Gunnarsson, flutt frum- varp til laga um aðstoð ríkisins við rekstur og byggingu barnaheimila. Ýms samtök kvenna, svo sem Kvenréttindafélag íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Menningar- og friðar- samtök ísl. kvenna hafa mælt eindregið með þessu frumvarpi. En stjórnarliðið á Alþingi hefur svæft það öll þessi ár. íhaldið og Alþýðuflokkurinn eru að hugsa um „frelsi“ braskaranna til að græða, en þessir stjómarflokkar hirða ekki um rétt og frelsi mæðra til að eiga aðgang að bamaheimilum með böm sín. Máske heldur íhaldsforystan að allir erfiðleik- ar gleymist yfir suðinu um „valfrelsi“, yfir kaffi- bollum á Hótel Sögu? En það er tími til kominn fyrir almeruning að láta stjómarflokkana vita að hræsnin dugar þeim ekki lengur. Meistarinn frá Nasaret sagði: „Leyfið börnun- um til mín að koma, en bannið þeim það ekki“. En íhaldið í Reykjavík kýs að banna hundmðum bama, sem þarfnast þess að vera á bamaheim- ilum, að komast þangað, — en reisir hinsvegar guði sínum, Mammoni, hin veglegustu musteri við Suðurlandsbraut og víðar, hallir, sem hefðu haglega byggðar og hagnýttar bætt úr öllum þörfum fyrir bamaheimili og fleira. En stefna stjórnarinnar er: Látum vanta fæð- ingarheimili, sjúkrahús, þarnaheimili og skóla, — bara ef heildsalahallir og -skrifstofur eru nógu margar og fínar! Það vantar bámaheimili en af verilunarhöllum er nógl ... en verzlunarhallir hafa risið upp í iiorg-inni á siðustu árum eins og gorkúlur á haug — mikil hús og dýr. Barnaheimili skortir tilfinnanlega í Reykjavík — og í þeim efuum verður að notast við áratusra gömul hús... EFNAHAGSMAL □ í gær var birtur hér í blaðinu inngangur stefnuyf- irlýsingar Alþýðubandalagsins, en í dag og næstu daga verður fjallað um einstaka efnisþætti yfirlýsingarinnar og byrjað á efnahagsmálunum: í efnahEigsmálum hefur stefna núverandi ríkisstjórnar reynzt alröng og hættuleg. Hún hefur leitt til hraðvax- andi dýrtíðar og verðbólgu. Samtök launþega hafa ekki treyst' sér til að semja um launakjör nema til stutts tíma í einu og verkföll hafa verið tíð. Efnahagsstefna rikisstjórnar- innar hefur leitt til stjómleysr is i fjárfestingarmálum, taum- lausrar eyðslu á gjaldeyri og brasks í viðskiptum m.a. með íbúðarhúsnæði. Efnahagsstefnan hefur leitt til þyngri beinna og óbeinna skatta á almenningi en lækk- aðra skatta á gróðafélögum. Alþýðubandalagið telur að breyta þurfi um stefnu í efna- hagsmálum í grundvallaratrið- um. Þáð leggur áherzlu á að ný stefna í efnahagsmálum verður, ef vel á að takast um framkwæmd hennar, að bygg.i- ast á gagnkvæmu samstarfi rikisvaldsins og samtaka launa- fólks í landinu. Grundvallar- skilyrði sliks samstarfs er að sjálfsögðu að hin fjölmennu samtök launafólks beri traust til ríkisstjórnarinnar og finni í reynd að ríkisvaldið vill rétt- látt samstarf. Annað höfuðskilyrði nýrrar stefnu í efnahagsmálum er að horfið sé frá því skipulags- leysi, sem nú er kallað frelsi, en unnið markvíst samkvæmt áætlun að uppbyggingu og framkvæmdum í landinu. Þannig verði gerðar áætlanir um þjóðarbúskapinn til lengri og skemmri tíma og fram- kvæmdum raðað í samræmi við hagsmuni þjóðarheildarinn. ar og á þann hátt tryggð æski- leg þróun þjóðarbúskaparins á sem flestum sviðum. Tryggja þarf framkvæmd slíkra áætl- ana með ákveðnum ráðstöfun- um í fjármálum ríkis og lána- stofnana. Alþýðubandalagið telur að miða verði stpfnu í efnahags- málum við það, að allar helztu framleiðslugreinar . atvinnulífs- ins búi við öruggan reksturs- grundvöll, svo að hægt sé að tryggja fulla nýtingu fram- leiðslutækja þjóðarinnar og næga atvinnu handa öllum. Það telur, að ekki geti verið um að ræða neina eðlilega sam- keppni á milli innlendrar og erlendrar framleiðslu á meðan verðlagsþróun hér á landi er allt önnur, en í helztu við- skiptalöndum okkar. Alþýðubandalagið telur, að nú þegar þurfi að gera m.a. eftirfarandi ráðstafanir til að hamla gegn verðhækkunum og draga úr dýrtíð: 1. Að vextir verði lækkaðir. 2. Söluskatti verði létt af brýn- ustu nauðsynjavörum. 3. Álagníng verði laakkuð í ýmsum greinum og dregið úr verzlunarkostnaði. 4. íbúðarhúsnæði verði lækkað í verði með víðtækum ráð- stöfunrwn rikisvaldsins og brask með fbúðarhúsnæði heft. 5. Ráðstafanir gerðar tfl að tryggja hóflega húsaleigu. 6. Eftirlit með verðlagi verði stóraukið, m.a. með sa tn- starfi við almannasamtök. Þá telur Alþýðubandalagið að óhjákvæmilegt sé, að ríkis- valdið hafi örugga yfirstjórn á utanríkisviðskiptum þjóðarinn- ar og að þess verði vandlega gætt að sala á útflutningsivör- um. og innkaup á vörum til landsins séu í samræmi við hagsmuni þ j óðarheildar innar, en sérhagsmunir látnir víkja. i I 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.