Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1967, Blaðsíða 10
JO SÍÐA ÞJÓÐVTLJINN — Miövifcudagur 7. júwí ÍÖSZ. P.N. HUBBARD BROTHÆTT GLER 16 en gatan sem ég ök eftir og beygðd snöggt inn á milli trjánna. Ég sá afturendann á Morrisnum á beygjunni og hann hvarf sýn- um um leið. Ég hemlaði, skrens- aði tii í lausamölinni á vegbrún- inni. Ég bakkaði, beygði inn á afleggjarann, ók eftir beygjunni eins hratt og ég þorði, og þótt ótrúlegt megi virðast kom ég aftur að vegarskiptum. Báðar götumar sýndust eins. Hvorug var merkt. Ég stanzaði við vega- mótin. Hvergi var neitt að sjá nema gráleit tré, of þétt >g Iemjandi hvert annað með dauf- grænu lautfi. Það var engin vís- bending um hvora leiðina skyldi halda. Ég vissi ekki enn hver var í Morrisnum. Ég bakkaði dálítið ólundarlega frá vegamótunum, sneri við og ók að því sem kalla miátti þjóðveg að vissu marki. Ég vissi að minnsta kosti hvert hann lá. Til Grane. En mér fannst tilgangsiaust fyrir mig að fara þangað. Ég beygði til vinstri og héit til baka sömu leið 02 ég hafði komið. Ég ók hægt of var að velta ýmsu fyrir mér. Á fyrsta skikkanlega beina kaflanum þaut dökkgrænn Morr- is 1000 framhjá mér. Vangasvip- urinn var auðþekktur. í þetta sinn fiautaði ég og hélt hend- inni á flautunni. Morrisinn ók upp að vegarbnininni og stanz- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 aði. Ég stanzaði fyrir aftan hann, fór út úr bílnum og gekk að Morrisnum. Claudia horfði útum gluggann með kurteislegum spumarsvip. En svo gerbreyttist andlitið á henni. Þótt ég verði hundrað ára og vitlausari með hverju ári þá mun ég alltaftrúa því að henni hafi þcjtt gaman að sjá mig. Hún sagði: — Hvað ert þú að gera hér? Ég sagði hvert ert þú að fara? og við sögðum þetta bæði upp í annað. Við biðum þess baeði að hitt svaraði. Ég beið lengur en hún. — Dunstreet, sagði hún. Það var bersýnilega rétt. — Hvaðan ertu að koma? sagði ág. Hún sendi mér heillandi bros úr ekilsætinu. Ef dj'rnar hefðu verið opnar hefði ég kysst hana meðan hún var enn að brosa. — Dunstreet, sagði hún. — Bara að döla? — Já, einmitt. Það þaut í skóginum í kringum okkur. Him- inninn var heiður yfir mjóum veginum. Á þessum tíma dags fvrir viku eða svo hafði næstum verið komið rökkur, en nú var aðeins kuldaleg dagsbirta. Hún endurtók spumingu sina: — Hvað ert þú að gera hér? — Bara að svipast um. Átt þú þennan bíl? Hún kinkaði kolli og brosti enn. Ég sagði: — Ég reyndi að ná í þig í morgun. Um hádegis- leytið. En þú varst ekki heima. — Alveg rétt. Ég var hjá frænku minni- Ég sagði Hka: — Og þú líka? En henni var fyllsta alvara, og hún varð steinhissa á orðum mínum. Hún sagði: — Ég líka hvað? — Frænkur, sagði ég. — Ekki frænkur. Frænka. Ég annast hana að nokkru leyti. — Ég vona að það sé rík frænka. — Já, það er hún reyndar. Hún leit framhjá mér á kvalin trén. — Finnst þér ekki hálfömur- legt hér? Ég sagði: — Strönd Græna- lands. — Já, ég veit- En við erum hér með tvo bíla. Annar þeirra eða báðir ættu að geta komið okkur aftur til Dunstreet. Ég andvarpaði. — Það verða víst að vera báðir. Þú ekur á undan. Ég elti, — Þú ert viss um að þú getir fylgt eftir? — Svo framarlega sem ég fæ ekki hjartaslag eða bíllinn vél- arbilim. Beyndu bara. Hún kinkaði kolli og ég gekk aftur að bílnum mínum. Hún kveikti á láguljósunum og' ók af stað eftir þröngum, bugðóttum veg- inum milli trjánna sem nú stóðu í ‘hálfrökkri Ég elti rauðu díl- ana eins og hálfdáleiddur. Það virtist aðeins andartak bar til við komum að vegamótunum þar sem skiltið benti til baka til Grane. Rétt áður en við komum að Cartery afleggjaranum datt mér nokkuð í hug. Ég flautaði þrisv- ar. Hún hægði á sér og ég ók framhjá henni og að vegárbrún- inni- Ég gekk til baka og sagði: — Hvað segirðu um humar? — Ekki í kvöld. Ég get það ekki. Ég ætla að gefa þér drykk með hraði og svo verðurðu að fara aítur á Fleur-de-Lys- Ég hallaði mér enn fram á bíllinn. — Á morgun? sagði ég. — Ég býst við því, En eigum við nú ekki að halda áfram. Ég fór aftur inn í bílinn minn og var ekki fyrr setztur en hún var komin framhjá mér í átt- ina til Dunstreet. 1 annað sinn tapaði ég af henni við götu- vitann og þegar ég stanzaði í neðra Vesturstræti vár græni Morrisinn ekki þar. Ég fór upp og reyndi dymar. Þær voru lokaðar, en andartaki síðar heyrði ég hana hlaupa upp stig- ann á eftir mér. Athyglisverða ölglasið stóð enn í allri sinni dýrð á arin- hillunni miðri, en þetta kvöld létum við það vera í friði. Hún gaf mér drykk í venjulegu glasi, og ég lagði það frá mér og tók utanum hana. Ég var búinn að gleyma því Hvemig ilmur var af henni. Hún sagði: — Hvað seiðir þig til Dun- street? — Þú, sagði ég. Ég hvíslaði það inn í hárið á henni. Hún hörfaði' frá mér og leit íramaní mig. — Ég og hvað ar^xað? — Púkinn sem rekur m;g áfram. Púkinn rekur mig og seiðkonan lokkar mig, svo að ég er varnar- laus. Hún sagði: — En nú verðurðu áð fára- Helltu í þig drykknum og hypjaðu þig. — Á morgun? — Allt í lagi. Klukkan sex. Héma. Ég tæmdi glasið mitt og fór. Áttundi kafli. Ég lauk við fyrsta tebollann minn og starði upp í loftið. Ég tók eftir bvi að vindinn hafði lægt, en eftir var einhver keim- ur af hausti í loftinu, sem ég fann meira að segja þar sem ég lá í rúminu. Ef Claudia hafði verið að fara til Grane, hugsaði ég, þá var timi til kominn að ég færi þangað. Þetta táknaði ekki að ákvörðun gærdagsins um að beygja til vinstri en ekki hægri hefði verið röng- Þá hafði ég ekki vitað með vissu að hún hefði verið í dökkgræna Morr- isnum. Og mér fannst líka sem það hefði staðið á sama hvaða leið ég hefði farið eftir að ég sneri viö hjá vegamótunum, áður en langt liði hefði Morr- isinn þotið framhjá mér og Claudia hefði setið í honum og brosað til mín og rekið aUar aðrar hugsanir úr huga mér. Það var hins vegar staðreynd að Claudia hafði beygt inn á Grane afleggjarann og ég trúði þvi ekki að vegurinn lægi neitt annað- Hvað sem leið stignum til hægri, þá -hlaut stígurinn til vinstri að minnsta kosti að liggja aftur út á Graneveginn, því að annars hefði hún naum- ast verið búin að ná mér svo fljótlega eftir að ég hætti eftir- förinni. Eg drakk annan tebolla. Eg bi-aut heilann um hvernig á því stæði að brugg sem ég myndi aldrei láta ofaní mig heima hjá mér, væri gómsætt og jafnvel notalega hressandi í hótelher- bergi í bakhliðinni á Fleur-de- Lys klukkan hálfátta að morgni. Ég komst að þeirri niðurstöðu áð það væri vegna þess að ég hefði ekki búið það til sjólfur. Ég velti því fyrir mér hvort Daphne lagaði te handa Davíð á morgnana og reyndi að gera mér hana í hugarlund þegar hún fæi'ði honum bakkann í vattstungnum morgunslopp. Ekki svo að skilja að hún þyrfti neitt vatt. Enda var trúlegast að hann færði henni teki. Morgunslopp- ur Claudiu væri trúlega dökk- ur og mattur og með rennilás upp í háls. Ég átti að hitta Claudiu þetta kvöld klukkan sex. Ef til vill myndi ég líka hitta morgunsloppinn hennar i fyll- ingu tímans. Vonin á alls staðar rétt á sér og voninni fylgir eftir- vænting. Ég fór fram úr og byrjaði að klæða mig. Ég beygði inn á Grane af- leggjarann klukkan rúmlega hálfellefu og ók áfram í skeyt- ingarleysi þangað til ég kom að veginum sem lá til hægri og mér sást næstum yfir eins og daginn áður. Við nánari at- hugun var þetta naumast annað en bil milli trjánna. Ég gat bó gengið úr skugga um eitt. Ég bakkaði, beygði inn á stíginn og fór leiðina til vinstri. Þetta var varla annað en malbikaður slóði og eins og ég hélt þá lá hann í stórum sveig í áttina að Grane veginum- Ég var kom- inn nokkurn spöl þegar ég mundi eða þóttist muna að ég hefði heyrt í bíl á veginum bakvið mig eftir að ég beygði útaf hon- um. Enda hlaut jafnvel einhver að fara eftir Grane veginum. Ef einhver átti heima í Grane, hvað svo sem þar var að finna, þá þurftu íhúarnir trúlega á brauði og kjöti að halda. Nema þeir slátruðu sjálfir í matinn handa sér og íklæddust skinn- unum, sem virtist alls ekki 6- hugsandi. Andartaki síðar lá stígurinn út á ögn breiðari götu sem ætti sennilega að vera veg- urinn til Grane en hafði engin auðkenni af neinu tagi. Miðað við gærdaginn þá gat það kom- ið heim. Ef Glaudia hefði ekið hér með fullum hraða og beygt síðan til baka til vinstri sömu leið þá hefði hún sennilega náð mér einmitt þar sem hún gerði. Auðvitað gæti, ég gert einmitt SKOTTA — Þetta er barnapian- Krakkdnn lokaði mig 001 Terylene buxur og gallabuxur- í öllum stærðum. — Póstsendum. Athugið okkar lága verð. Ó.L Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169. Látið stilla bílinn fyrir vorið Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstiliingar. Skiptum um kerti. platínur Ijósasamlokur o.fl — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32. sími 13100. ATHUGIÐ Getum bætt við okkur klæðningum og við- • gerðum á bólstruðum húsgögnum. — Góðir og vanir fagmenn. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðss Grettisgötu 13. — Simi 14-0-99. 4920 Sprengingin hefur bókstaflega tætt „Tramontana“ í súhdur. Allt liggur hvað innan um annað: jám, viður og aðrir hlutir. Það er því erfitt verk að skoða skipið Dg mikil hætta á að festast, svo Þórður vill ekki víkja frá Angélique ef eitthvað skyldi koma fyrir hana. — Af þilfarinu fylgjast þau hin með loftbólunum sem stíga upp á yfirborðið og ljósblossunum frá myndavélinni. — Þórður og Angélique synda inn í vélarýmið og finna þar koparplötu sem tekur af aHan vafa um hvaða skip þetta er. Nafnið „Tramontana" er grafið á hana. HAZE AIROSOL hrelnsar andrúmsloftið á svipstundn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.