Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. júní 1967 — ÞJÓÐVI'LJINN — SÍÐA § 20 ár frá komu „Heklu", fyrstu millilandaflugvélar íslendinga 1 dag, 17. júní, eru 20 ár liðin frá því er fyrsta flugvélin, sem íslendingar keyptu til milli- landaflugs, ,,HekIa“ Loftleiða, fór frá íslandi í fyrstu áætlun- arferðina til útlanda. Þessa á- fanga íslenzkrar flugsögu er fróðlegt að minnast með því, að rifja nú upp nokkrar stað- reyndir frá því um miðjan júní- mánuð fyrir réttum tveim ára- tugum. Eftirfarandi upplýsingar hef- ur Þjóðviljinn fengið frá Loft- Ieiðum: Við upphaf þriðja starfsárs — f aprílmánuði 1946 — álkvað stjórn Loftleiða að festa kaup i flugvél, sem haldið gaeti uppi ferðum milli Mands og útlanda. Fyrir valinu varð flugvél af Skymaster-gerð. Hún var keypt í Bandaríkjunum og kostaði flugvélin sjálf um 125 þúsund dali. Flugvélin hafði áður verið notuð til herflutninga og þurfti því að breyta innréttingum hennar, en gert var ráð fyrir að það myndi kosta um 35 þúsund dali og átti því verki að vera lokið á tiltölullega skömmum tima. Djarfleg ákvörðun Ýmsum, sem geta nú vahð um margar daglegar ferðir is- lenzkra flugvóla austur eða vestur yfir Atlant2ihafið þykir það e.t.v. undarlegt, að fyrir tveimur áratugum skyldi hafa þurft mikinn stóhhug og kjark til þess að afráða kaup á ís- lenzkri millilandaflugvél, en vöxtur ísllenzkra flugmá'la hef- ur verið svo ör, að fyrir tuttugu árum var ákvörðunin um kaup á millilandaflugvél mjög taiin orka tvímælis, og framkvæmd hennar torveld, einkum vegna þess hve fjáPhagsgrundvöllurinn var veilcur og þekkingin á þess- um þætti flugstarfseminnar tak- mörkuð. Að dómi forystumanna Loft- leiða og þeirra, er veittu þeim lið, var það auðsiætt, að kaup á millilandafluigvél var Mending- um þá sams konar nauðsyn og sú, sem á sínum tíma bar til kaupa á 'fyrstu íslenzku skipun- um til vöru- og fódksflutninga milli Islands og útlanda. Flug- vélin var augljóslega sam- göngutæki framtíðarinnar, og Isllendingum af þeim sökum lífsnauðsyn að eignast hana, jafnt til þeirra ferða, sem famar voru landa í •milli og hinna, sem halda varð uppi milli meginlands Evrópu og Ameríku með viðkomu á Is- landi, og fluttu 'fanþega hingað og héðan einungis að eigin geðþótta. Má t.d. lesa það í einu reykvísku dagblaðanna hinn 10. júní 1947, að Air Franoe, sem •hafði hér viðkomu fjórum sinn- um í viiku, gæti ekki tekið fs- lenzku farþegana „í vestur- ferðunum“, en þá er aukning ráðgerð á ferðunum, og gerir fé- lagið sér vonir um, „að geta von bráðar farið að taka fs- lenzka farþega hér, a.m.k. 2-3 sæti í hverri ferð“. Skuldugt félag I ársbyrjun 1946 eru 15 ' anns starfandi hjá Loftlleid- um. Félagið á lítinn flugkost, °n hefur þó flutt rúmlega 4 búsund farþega árið 1946. Heildarvelta þess varð þá rúm- lega 900 þúsundir, skuldir miki- ar og lánstraust takmarkaö. Þáverandi stjórnarformaður Loftleiða var Kristján Jóhann K'istjánsson, fram kvæmdasti. rn auk hans voru í stjórn þeir Alfreð EJlíasson, flugstjóri, Óli J. Ól.ason, stórkaupmaður, Ólaf- ur BjaVnason, skrifetofustjóri, alilir búsettir í Reykjavík off Þorleifur Guðmundsson, frnm kvæmdastjóri á ísafirði. Á Reykjavíkurflugvelli 15. júní 1947. Farþegar með fyrstu ferð „Heklu“ frá Bandaríkjunum og Kanada. I maímánuði 1946 fóru þeir Alfreð og Kristján Jöhann vest- ur um haf til þess að ljúka formlega kaupunum og láta gera á filugvélinni þær breyt- ingar, er fyrirhugaðar voru. Sú dvöl þeirra félaga varð lengri en ráðgert hafði verið, og oliu því einkum ófyrirsjáanlegir örð- uglleikar á framfcvæmd breyt- inganna. Samið hafði verið við fyrirlæki, er varð síðar gjaild- þrota, og tafði það svo fyrtr að afnáðið var að fá flugvélina ekki heim til Islands árið 1946, eins og ráðgert hafði verið, en stefnt til þess að hún kæmi í júmmánuöi 1947. Olli þetta fé- laginu fjártjóni og margvísleg- um þyrjunarörðugleikum. Fyrsta áhöfnin Enginn Islendingur hafði, er hér var komið sögu, rétt til þess áð stjóma stórri milli- landaflugvól, en fyrir þvi varð að ráða Bandarifcjamenn * til þeirra * starfa. Fyrir tillviljun hafði kunningsskapur góður orðið með Alfreð Elíassyni og bandaríska fflugstjóranum Byr- on Moore, en hann leiddi til þess að Byron ákváð að fá árs- frí hjá Amorican Airlines, þar sem hann starfaði, og gerast fyrirliði bandarískrar áhafnar Loftleiða og kennari hinna ís- lenzku filugmanna félagsins. Var þetta Loftleiðum hið mesta happ, þar sem Moore var ailít í senn, þaulvanur flugstjóri, drengur góður og kappsamur á’f góðri forsjá. Hann tók við Loft- leiðir miklu ástfóstri og eign- uðust þau hjón hér marga y ni í það ár, er._þau áttu búsetu hér á landi, en Byron er kvæntur leikkonunni og rithöf- undinum Elefu Miramova. Sjálfur er hann einnig góð- kunnugur af bófcum þeim, er hann hefur ritaö. Var svo ráð fyrir gert að þau hjónin kæmu liingað á tvítugsafmæli jómfrú- ferðarinnar til Kaupmanna- liafnaF, en óffyrirsjáanleg atvifc ollu þvf, að þeirri ferð verður að fresta þangað til síðar í sum- ar. Fyrstu íslendingarnir, sem hólfu störf undir stjóm Byrons voru aðstoðarfilugmaðurinn Al- freð Elíasson og flugfreyjumar Elínborg Óladóttir og Málfríður Ólafsdó-ttir, en ekki leið langur tími unz fyrsta allíslenzka á- höfnin fór fyrstu ferðina, cg var Alfreð þá fyrirliðinn. Lagt í fyrstu ferðina Uipp úr mánaðamótunum maí-júní hóffst í New York und- irbúningur fyrstu Islandsferðar Skymaster-fflugvélarinnar, sem nefnd var „Hekila“. Áfoveðið var að koma við í Winnipeg og sæfcja þangað fahþega, sem ætluðu aö fooma til íslands með fyrstu fslenzku miMilandaflug- vélinni. Ver.a má, að um þá áltovörðun hafi ráðið nokikru, að fyrst« þrir flwgimenn Loftleiða, Alfreð Blíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson, höfðu lænt og unnið í Winnipeg áður en þeir komu heim til Islands, og áttu þeir þar öruggan hóp gamalila góðvina. Er Kanada þannig nátengt sögu Loftleiða, bæði í fortíð frá námsárum flugmanna og Winnipegferð ,,Heklu“, og nú síðast en ekki sízt með toaupum Loftleiða á Rolls Royce skrúfuþotunum, sem byggðar eru í fflugvöla- smiðjuim Canadair í Montreal. Fimmtudaginn 12. júní 1947 er „Hekla“ lolcs ferðbúin í New Ýork. Þá er íslandsferðin hafin og stefnt norður til Winnipeg. FaPþegamir ellefu voru: Rey- mond Hoover, Kristján Mikkei- sen, Blena M. Moore, Richard Moore, Nellie C. Comish, Ásia Bjamadóttir, Helga Þórðardótt- ir, Rögnvaldur Johnson, Kristj- ana Milla Thorsteinsson, Unnur Dóra Gunnlaugsdóttir og Hjálm- ar Finnsson. Föstudaginn 13. júní er lagt af stað frá Winnipeg. Þá eru sextán komnir til viðbótar í farþegahópinn. Þeir eru: Paul Olafsson Einarsson, Ásgeir Guð- johnsen, Júiía Guðjohnsen, ^tefán Guðjohnsen, Sif Guð- johnsen, Jón Guðjohnsen, Laura Johnson, Oddný Jchnson, Ása Jónsdóttir, Jólhann Pálsson, Alma 'Levy, Halldóra Peterson, Guðbjöm Sigurðsson, Jena Lou- ise Sigurðsson, Kristján Tlhor- steinsson og Sigríður Jóna Margret Vestdal. Er elzti far- þeginn níræð kona, sem fær síðan fallegan blómvönd er „Hekla“ lendir í Reyfcjavík. Nókkur töf verður á Gander- flugvelli, en um hádegisbilið sunnudaginn 15. júní berst sú fregn til Reykjavíkur, að fflug- vélin muni væntanleg á næst- unni, en þá tekur fólk að flykkjast út á flugvöll. Síðan kemur í ljós, að fflugvélinni hef- ur seinkað nokkuð frá því er áætlað var, og valda þar mót- vindar er þeim Mcore og Al- freð var sagt að þeir rriættu vænta, en laust fyrir klukkan þrjú, rúmum 10 klukkustundum eftir að lagt var af stað frá Gander — birtist flugvélin allt í einu. Hún fer ncfcfcra hringi yfir Reykjavík, beygir svo nið- ur á við, rennur mjúklega eftir flugbrautinni, staðnæmist við fflugskýlið, framan Ansonfflug- vélanna tveggja og Grumman- flugbátanna þriggja, sem fflug- menn Loftleiða hafa raðað í heiðursfylkingu, og svo eru hreyfflamir stöðvaðir, gengið tii móts við gestina. Nú tók til máls formaður fé- lagsstjórnar Loftleiða, Kristján Jóhann Kristjánsson. H«.nn rakti aðdraganda fflugvélakaup- anna og skýrði frá þeim örðug- leikum, er félagið varð að yfir- ‘ stíga vegna breytinganna á salnum. Hann þakkaði öllum þeim, er stutt hefðu félagið til framkvæmdanna, og árnaði hinum nýja fflugkosti allra heilla. Þá kvaddi sér hljóðs Emil Jónsson, þáverandi samgöngu- málaráðherra. Hann minnti á hve mikilvægur þáttur flutn- ingakerfið væri í lífi hins unga lýðveldis okkar, og Ifkti komu flugvélarinnar við fyrstu Gulll- fossferðina til Reykjavíkur. Bar ráðherra fram þakkir ríxis- stjórnarinnar til forráðamanna félagsins fyrir dugnað þeirra op framsýni. Hann ósikaði þess að heill og hamingja mætti fylgja þessu mikla lofitfari og bað mannafjöldann að taka undir þessi orð sín með ferföldu7 húrrahrópi. Eftir að fflugvélin hafði verið skcðuð fóru margir til hins fjölmenna gestaboðs, er Loft- leiðir höfðu inni á Winston- hóteli Reyikjavíkurflugvalilar. Minna má á, að Ásgeir Ásgeirs- son og Helgi Guðmundsson voru þá bankastjórar Utvegsbankans, Jóhann Þ. Jósefsson fjármála- ráðherra, Erling Ellingsen flug- málastjóri, Agnar Kotfbed-Han- sen lögreglustjóri, Sigurður Jónsson skrifstofustjóri fflug- málastjórnar, Gunnar Sigurðs- son filugvallarstjóri og Sigfús Guðmupdsson framkvæmdasij. flugvallarins. Dagblöðin birfcu frásagnir af komu fflugvólarinnar undir stór- um fyrirsögnum og töluðu um hina „stórglæsilegu Skymaster- flugvél", og lýstu henni greini- iega. Loftleiðir áttu þá fjóra Grumman fflugbáta, tvær Stin- sonfflugvélar og tvær Anson- vélar, sem báru samtals 47 far- þega, og iþótti því allríffleR bú- bót að þe'im 46 sæfcum, sem nú komu til viðtoótar í hinrri niýju SkymasterfHugvél, en þannig gáfcu Loffltóair samitals Ebufct 93 ítkndintfarftMIHB.. Far>«wr me» FARÞEGASKRÁ /PatsatuitrlitU •r ' (fnm) Da^seluing Hhiti farþegaskrárinnar hinn 17. jráií 19*1. Byron Moore Kristján Jóhann Emil Jónsson flytur ræðu sína 15. júní 1947. farþega. Til samanburðar má geta þess að 1066 farþegar geta nú verið samtímis í Loftleiða- fflugvélum. Ferð til Hafnar Frá því var skýrt að „Hekla“ væri fjögurra hreyfla flugvél, og væri hver þeirra 1350 hest- öffl. Til samanburða.r má getá þess, að hreyflar Roils Royce skúraleiðingum, sem jukust er á Þá sögðu blöðin frá því, að Loftleiðir ráðgerðu að haida uppi ferðum „til Norðurland- anna, Bretlands, Fraikklands og víðar ef þess gerðist þörf. Far- gjöldin verða á þessum leiðum þau sömu og hjá öðrurn flug- félögum, t.d. til Haffnar 850 kr.“ Meðan starfsmenn Loftleiða undirbjuiggu Islandsjför „Heklu“ í New York unnu aðrir að far- miðasölu í aðalskrifstofu . fé- lagsins við Hafnarstræti 23, undir forystu Ölafs Bjarnason- ar, þáverandi skr ifs tofu s.t j óra, en ákveðið hafði verið að „Hekla“ færi í fyrstu för sína frá íslandi til Kaupman ia- hafnar þjoðhéfcíðardaginn 17. júní. Minna má á, að þann dag fyr- ir tveim áratugum gekk á með skúraleiðingum, sem jukust er á leið- Bjami Jónsson söng messu í Dómkirkjunni, Sveinn Björns- son forsoti og Stefán Jóhann forsætisráðherra fflufctu ræður af svölum Alþingishússins, Fjallkonan Alda Möller fflutti hétföarljóð Tóimasar Guðmunds- sonar, Lúðrasveit Reykjavíkur léfc undir stjórn Alberts Klahns, Gunnar Thor"'i'1,''m k'vffarstjóri flufcti ræðu í Hlji ’.iú'agarði, Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.