Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.06.1967, Blaðsíða 8
g SlBA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. júní 1967. ................. 1 \ ffiyni ...T ~ ' Íppff INPI Jakobína Sigurðardóttir: TIL ÍSLANDS „íslenzka þjóðin hefur end- urreist lýftveldið sitt í trúnni á sjálfa sig, á óafsalanlegan rétt sinn til að ráða þessu landi. Vér höfum getað gert þetta vegna þess að frelsisþráin hef- ur aldrei dáið með þjóð vorri, hvemig sem að henni hefur verið þjarmað á undanförnum öldum. Aldrei hefur þjóð vor misst trúna á rétt sinn, aldrei glatað að fullu voninni. um frelsið, hve djúpt sem hún sökk hve dökkt eem virtist framundan. Það er hinni ó- drepandi seiglu undanfarinna kynslóða að þakka að vér sem nú lifum, gátum gert djarf- asta drauminn þeirra að veru- leika: skapað lýðveldi á ís- landi. Það er auk nafnkunnu frelsisfrömuðanna, hundruðum nafnlausra' hetja að þakka að vér getum uppskorið ávöxtinn aí erfiði þeirra í dag, — hundruðum og þúsundum for- feðra vorra og formæðra, sem framkvæmdu á einn eða ann- an hátt kjörorðið „eigi víkja“, einnig áður en Jón Sigurðsson forseti mótaði með þeirri meg- inreglu þjóðfrelsisbaráttu ís- lendinga. Vér höfum stofnað þetta lýð- veldi nokkurn veginn á þann hátt, sem Jón Sigurðsson for- seti fyrir hundrað árum bjó íslendinga undir að gerast myndi. Hann skrifaði í Ný fé- lagsrit 1841 þessi orð: „ ... valt er fyrir ísland að vænta hjálpar af Danmörku ef ófrið ber að höndum við þá, sem geta gert íslandi nokkurt En söngurinn hljóðnaði síðar, sumarið leið. Og klukíknarödd fagnandi kvæða kafnaði í mútunnar galdri. Daggirnar dökknuðu af harmi, dagarnir földuðu svörtu. En kvæðið sem byltist í kotungsins brjósti er kvæðið þitt. Við blæ þinn og jökla og bárur, við blóm þín og mold sverjum við enn að sækja sól þína í tröllahendur. Og bjarkirnar græddar af börnum á berangur' þín og hrjóstur vita að þau börn, sem þér binda þau heit eru börnin þín. Or djúpinu reis þinn dagur með dögg á brá, hinn eini íslenzki dagur sem ekki þarfnaðist sólar. Því loksins var nóttin liðin og lífið orðið þess virði að fæðast og deyja í fátækt. Þær daggir sem glitruðu í grasi þann*dag voru gleðitár. Hve bái^um við bjarkarmerkið barnslega glöð og sungum þér heita söngva, systkin í frjálsu landi. Hve okkur var heitt um hjartað í hlýindaregni vorsins, fegursta vors á foldu. Hver hugsun, hvert orð var sólvermdur songur þín sigurljóð. Og bjartara öllu björtu barst yfir land kvæði íslenzkra klukkna kveðið í rykugum turnum fátækra, fámennra kirkna, fegursta messugjörð lífsins og þytur fánans við faðmlög blæsins, þitt frelsismál. Því heilsum við fagnandi heiði þíns helgasta dags, og syngjum þér heita söngva og sverjum þér nýjar tryggðir: að svartnætti hvert skal sigrað með sólstöfum nýrra daga. Sú framtíð, sköpuð af fólksins höndum er framtíð þín, > 1954. - mein, en ekki er sagt að það verði afskammtað, þó viljinn væri til að Danmörk verði með þeim, sem fslandi geta orðið hættulegastir. En þegar þannig stendur á, þá er enginn annar kostur en hugsa fyrir sjálfum oss og smám saman koma ár vorri svo fyrir borð, að vér gætum hrundið af oss nokkru ef á lægi, því ekki er land vort auðsótt, ef' dug og samheldni er í landsmön'num til varnar. —. Ef ‘nú svo mætti tiltakast, annaðhvort að stjórnarbreyting yrði í Danmörku, eður að slíkur ófriður' kæmi að Dan- mörk yrði ofurliði borin og gæti ekki lið veitt oss eða jafnvel yrði að skilja landið við sig eins og Noreg, hvort mundi þá vera tilkippilegra að hafa nokkurh stjórnarvísi í landinu sjálfu. Ég vona flest- ir munu óska þess að þá yrði nokkur stoð í landsmörmum." Svo mælti Jón Sigurðsson. Það er engin tilviljun að það hefur farið svo sem Jón Sigurðsson bjó oss undir þ'á. Andi og stefna þessa raun- sæja, framsýna stjórnarskö'r- ungs íslendinga hefúf mótáð alla sjálfstæðisbaráttu vora síðan þjóð vorri1 hlotnaðist þessi glæsilegi leiðtogi. Það er því ekki undafltegt þó full- ur sigur stjórnarfárslegrar bar- áttu vorrar hafi -unnizt aftir fyrirsögn hans, — fyrirsögn, sem máski var 'fæstum oss kunn ... Gamla lýðveldi|f okkar var skapað af höfðing’junum, — og voldugustu höfðij^gjarnir tor- tímdu því. Það eruð þið, fEólkið sjálft, sem hefur skapað nýja lýð- veldið okkar. Frá fólkinu er^ það komið, — fólkinu á þaðsað þjón-a — og fólkið verður"' að stjórna því, vakandi og virkt, ef hvort- tveggja. lýðveldiwu og fólk- inu, á að vegna vel.“ (Ur ræðu I,inars Olgeirs- sonar á þjóðhátíðinni í Reykjavík 1-8. júní 1944) EIGI VIKJA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.