Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 6
g StoA — ÞJÖÐVIiLJrfNN — Miðvfkudagur 28. jónf Tðffl. Þotunni „ Gullfaxa " fugnuð uf þúsundum Föstudagsdagskrána sá ég ek-ki og rrvun því að sjálfsögðu leiða hjá mér að skrifa nokkuð uin hana. Sjónvarpstfðindi eru gefin út af HeimiBistækjum s.f., en rit- stjóri ekki tilgreindur. Hver sem hann er, þá sendi hann mér og kollegum mínum tóninn í síöa.sta töluiblaði og segir að gagnrýni, eða kannski réttara sagt umsagnir ókkar um sjón- varpsdagskrána sé verri en eng- in, vegna þess að húh sé pólit- ískt lituð. Nú vil ég alls ekki fara að munnhöggvast við hinn dularfulla ritstjóra Sjónvarp.s- tíðinda, en hitt skal fúslega viðurkenna, að vitanlega hlýt- ur umsögn mín um hinn pólit- * íska þátt sjónvarpsins fyrir ^ kosningar að hafa verið hlut- drasg og ég get ek'ki ímyndað mér annað, en að alMir sann- gjamir menn séu mér sammála um að það hafi verið bæði eðli- legt og sjálfsagt. En auðvitað beinist sú hlutdrægni alls ekiki að sjónvarpinu sjálfu. Að öðru leyti veit ég mig saklausan af þessum áburði. að lesa þessa pistla mína, ljóst, að ég lít ekki á sjélfan mig sem dómara yfir sjónvarpsefni, hvorki f undirrétti, né Haesta- rétti, heldur vil ég ítreka að hér er aðeins og eingöngu um mitt persónulega álit að ræða, og svo verður að ráðast hvort menn eru mér sammála eða ekki. Ég lít á'þessi skrif fyrst og fremst sem byrjunarviðleitni og get verið yður fullkcmlega sammála um, að hér er nauð- syn á góðri og ábyrgri gagnrýni sérfróðra manna og vonandi verður hennar ekki langt að bíða. Þangað tifl mun ég reyna að halda þessum pistli úti, Framhald á 9. síöu. Ingólfur Jónsson INCÓLFUR JÓNSSON LÖC- FRÆÐINGUR 75 ÁRA Í DAS Það verður ekki með neinum sanni sagt, að sjónvarpið hafi fóðrað áhorfendur sína á marg- breytilegum fróðleik og skemmt- an í síðustu viku. Dagskráin sannast ,að segja með alþynnsta móti og *það eina, sem ef til vill hefur verið bitastætt í, þar á ég. við kappræðuþátt Gunnars G. Schram, gat ég ekki horft á. Lfklega gengur enginn sjón- varpsáhorfandi þess dulinn nú orðið, að Hinrik kallinn er franskur, en Mánga kellingin dönsk. Á sunnudaginn lagði sjónvarpið enn áherzlu á þessa staðreynd, með því að fóma þrem upphaflega ákveðnum dagskrárliðum fyrir dansk- franskan skemmtiþátt, eða ” „Sjó“, gerðan af gefnu tilefni.' Það sem lenti f glatkistunni var kvikmyndin „I leit að njósnara“, þáttur um val og meðferð sumarblóma og síðast en ekki sfzt Denni dæmalausi til miltillar sorgar fyrir unga sem aldna, Það er líklega ekki ofmælt að þeir Roger Moore og Jay North séu orðnir vinsælast- ir allra erlendra skemmtíkrafta, sem koma fram í sjónvarpinu, enda er Denni hreint ekki minni dýrlingur en Simon Templar, þótt á annan hátt sé. Ég hef heyrt fjölmargar konur lýsa þvf yfir að Denni sé hreint alveg dásamlegur, en undan- tekningarlaust bæta þær við: „En það veit Guð, að ég vildi ekki hafa svona peyja á mínu heimili.“ Um dansk-franska þáttinn er það að segja, að þar var margt. gott, en sumt verra eins og gengur. En ekkert þó verulega slæmt. Þarna hefur mörgum ís- lendingum í fyrsta skipti gefizt kostur á að heyra og sjá landa sinn Erling Blöndal Bengtsoh leika á celló og getur það eitt útaf fyrir sig réttlætt að nokkru sýningu þáttarins. Að öðru leyti fannst mér mest gaman að frönskum vísnasöngvara, sem ég get með engu móti munað nafnið á og víst var indælt að heyrá Chopin leikinn af fingr- um fram af franskri smékkvísi. Eg á í sannleika mjög bágt með að skilja endursýningu á kvikmyndinni „FTug 401“. sem er næstum eins slæm cg hin annálaða Baltikumynd, sem sjónvarpið var svo óheppið að sýna í vor. Kvikmyndaþáttur Magnúsar Jóhannssonar á mánudaginn „Það er svo margt“ var að vanda mjög fróðlegur, einkum þátturinn um „Vorstorf á Vatnajökili“. Hinir tveir voru lakari og dálítið flatir. Magnús flut.ti sjálfur ágætar skýringar með myndunum. Sem betur fer var þetta Bragðarefamánudagur og vil ég enn ítreka þá ósik mína, sem ég get fráleitt verið einn um að bera fram, að þessir brögóttu „bísar“, verði á hverjum mánu- degi, en Harðjaxlinum annað- hvort alveg sleppt, eða holað niður annarsstaðar. Á miðvikudaginn var sýnd sjö ára gömul frönsk kvik- mynd, sem á íslen^ku hlaut nafnið „Leiðarlok". Hún var leiðinleg. Og að lokum: Kæri herra Heimilistæki s.f. Mér þykir á margan hátt vænt um blað yðar. Það hefur létt undir með mér við samn- ingu þessara pistlai, þar sem ég hef í því dagskrá vikunnar í heilu lagi og get haft hana til hliðsjónar og gllöggvunar við niðurröðun efnisins. Nú vildi ég gjama nota tækifærið og gera þæði yður og öðrum, sem kunna 75 ára er I dag Ingólfur Jónsson lögfræðingur, fæddur 28. júní 1892 á Stóra-Eyrar- landi í Eyjafirfli. Ingólfur lauk prentnámi 1910 á Akureyri, en hóf síðar mennta- skólanám og lauk stúdentsprófi 1919 en lögfræðiprófi 1925. Jafnhliða náminu gegndi hann öðrum störfum; hann var blaða- maður við Alþýðublaðið frá stofnun þess 1919 til 1922 og fékkst þá og síðar við þýðing- ar, m.a. á hinum vinsælu skemmtisögum um Tarzan; einnig þýddi hann bækur eftir Jack Dondon og Upton Sin- clair. Hann var prentsmiðju- stjóri á Akureyri 1922-1926 og gegndi jafnframt málflutnings- störfum þar. Síðan fluttist hann til ísafjarðar og var þar bæj- arráðsmaður 1926-1930 en bæj- arstjóri 1930-1934. Síðan stund- aði hann málflutning í Reykja- vík, átti sæti í mörgum nefnd- um og hafði með höndum setu- dómarastörf. Eftir 1945 hefur hann verið fulltrúi og mál- færslumaður hjá Skipaútgerð ríkisins. ★ Þjóðviljinn sendir Ingólfi beztu ámaðaróskir í tilefni dagsins- SJONVARPIÐ SIÐUSTU VIKU □ Þúsundir manna íylgdust með komu Gullíaxa Flugfélags Islands, fyrstu þotunnar í eigu Islendinga, hingað til lands sl. laugardag. Jóhanncs Snorrason, yfirfhigstjóri hjá Flugfélagi lslands, var flugstjóri á Gullfaxa á fyrstu ferð hans til íslands. Hér sést Jóhannes ásamt konu sinni örnu Hjörleifsdóttur. Margrét Johnson hefur gefið þotunni nafn — fla.skan splundrast og kampavínið freyðir um „stafn" þotunnar. Hundruðum eða þúsundum saman skoðuðu Rcykvikingar nýja „Gullfaxíé*, þar som hann stóð á flugbrautinni skammt frá af- greiðslu Flugféiags Islands á R eykjavíkurflugvelli si. laugardag. □ Við það tækifæri fluttu þeir ræður Birgir Kjaran, formaður stjórnar Flugfélags fslands hf., Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra og örn 0. John- son forstjóri Flugfélagsins, en Margrét kona forstjórans gaf þotunni nafnið Gullfaxi. Lúðrasveit Reykjavíkur lék og Karlakórinn Fóstbræður söng. O Ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason tók myndimar sem birtast hér á síðunni meðan á móttökuathöfninni á Reykjavíkurflugvelli stóð sl. laugard. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.