Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 7
Miðfwkudagur 28. júní Ið67 — ÞJ’ÓÐVTUTOTT — SfÐA Skólastjórar héraðs-, mið- og gagnlræðaskóla: Aukin áherzla sé lögð á þjóðernis- legt uppeldi Skreiðarverkun og skreiðar- framleiðsla okkar íslendinga Þegar nýjar framleiðsluaðíerð- ir koma fram á sjónarsviðiði svo í fiskverkun setn á öðrum sviðum, þá þykir mönnum oft fyrst í stað sem eldri verkun- araðferðir hafi upp á litið að bjóða, samanborið við hina nýju aðferð. Og þá er oft mesta haettan fóligin ‘í því, að menn yfirgefi hinar eldri framleiðsflu- aðferðir í of stórum stil, og all- ir táki að framleiða eftir hinni nj-rju aðferð. Þetta hefur átt sér stað, eikki bara hér á Islandi, heldur víð- ast hvar um heim í sambandi við breytingu frá slkreiðar- og saltfiskverkun. yfir í frosnar fiskafurðir. Þessar breytingar hafa verið það örar á síðustu árum og áratugum að haetta á verðfalli þessara afurða hlaut að vera yfirvofandi, af þeim ' sökum. Og nú er það orðið veruleiki. Aðeins tæknilega vel upp byggð nútímaþjóðfélög, svo sem í Bandaríkjum Norður- Ameriku og Evrópu hafa skil- yrði til að gera .frosna fiskinn að neytendafæðu aimennings, en þar sem af mikið framboð verður á mörkuðum þá lleiðir slík til óheppilegs verðfalis. Hér á eftir mun ég ræða um hina elztu fiskverkunaraðferð á norðurhveli jarðar, loftþurrkun- araðferðina, skreiðarverkunina. Íslenzk skreiðar- verkun AHt frá upphafi Islandsbyggð- ar og fram á síðustu öld var fiskur verkaður í skreið hér á landi, bæði til innanlandsneyzlu og útflutnings. þetta var. sú eina fiskverkunaraðferð sem Is- lendingar þekktu um afldaraðir. En þegar svo saitfisksverkun er tekin upp hér á landi á síð- asta hluta nítjándu aldar, þá fer fljótt aö draga úr skreiðar- verkun til útflutnings, þar til hún hverfur alveg, en eftir vérður aðeins harðfiskverkun fyrir innanlandsmarkað. Það má 6egja að þessi þróun hafi ekki verið í aTla staði hag- kvæm og að betra hefði verið að halda skreiðarverkuninni á- fram jafnhliða saltfiskverkun- inni eins og gert var í Noregi. En þaðan flytjum við svo inn aftur þekikingu á skreiðarverk- un og hefjum hana að nýju, þegar verðfaMið varð á saltfisk- mörkuðum heimsins á kreppu- árunum sem byrjuðu árið 1930. Hvað hefur svo þessi gamla verkunaraðferð upp á að bjóða, fyrst hún hefur getað staðið af ©ítir,;*J>ð>Hann sér storma aldanna, og hcldur ennþá velli á atóm- og tækni- öld? Ennþá er skreið eftirsótt matvara í Suður-Evrópu svo sem á Italíu, í Júgóslavíu og víðar. Og í Norður-Evrópu, í Finnlandi og Svfþjóð.' Þá hefur heldur ekki verið fundin upp íiskverkunaraðferð sem hentar betur til aö íiskurinn þoli rakt og heitt loítslag Afríkuianda, eins og skreiðin gerir. án þess að til komi geymsila í kæiihús- um. Auk þessa er svo góð skreið mikil kjarnaíæða í löndum þar sem fólkið skortir fyrst og fremst eggjahvítuefni í fæðuna. Norskar rannsóknir sanna að i norskri skreið séu 70-80% af eggjalwituefnum og það er eng- in ástæða til að halda að hlut- fallið sé annað og lakara í góðri íslenzkri skreið. Efnagreining á góðri norekri skreíð hefur sýnt, 14,8% rakainnihald og 78,5°/d eggjahvítuefni. Þessu til saman- burðar gefa Norðmenn upp að venjulegt fiskimjöl (iieilmjöl) komist uþp í 62,1% með eggja- hvítuinnihald. En hinsvegar <sé mjöl, unnið eingöngu úr ufsa, með 67-68% eggjahvítuinnihaldi. En ef við svo athugum raka- innihald skreiðarinnar annars- vegar og mjölsins hinsvegar þá koma ennþá betur i ljós yfir- burðir skreiðarinnar, þar sem eggjahvítuefnið á að vera því hærra sem rakainnihaldið er minna. í velverkaðri, fuUþurri skreið sem unnin hefur verið úr nýju, góðu hráefni mun rakainnihald tæplega geta farið niður fyrir 14-15%. •En hinsvegar var uppgefinn raki í hinum norsku fiskimjöls- sýnislhomum sem vitnað er til hér að framan ekki nema 8,0- 8,3%. Eggjahvítuefni Hvað er það sem gerir vei verkaða skreið að slíku forða- búri eggjahvítueína sem tölurn- ar hér að framan vitna um? Þessari spurningu er erfitt að svara, þar- sem ég hef hvergi getað fundið svar sem byggist á vísindaiegri rannsókn, sem skýrir muninn á eggjahvítuinni- haldi skreiðar annarsvegar og fiskimjöls hinsvegar. Frá leik- mannssjónarmiði mætti hugsa sér tvennt: í fyi'sta 3agi að eggjahvítuefrti fæi-u forgörðum við þurrkun á mjölinu. í öðru 1-agi að skreiðin héldi ekki að- eins sínu' upphaflega eggja- hvítuefni gegnum þurrkunina, heldur væru rháske á þvf mögu- leikar að eggjahvíuefnin ;yxu gegnum þá gerjun sem á sér stað í íiskvöðvanum meðan á þurrkun stendur. Þetta er að- eins getgáta mín sem ekki • byggist á rannsókn vísinda- manna á þessu sviði- Hinsvegar mun það nú sannað, að sérstak- ir gersvoppir geta framleit.t eggjahvítuefni við hagstæð skil- yrði. Þetta er vel þess vert, að skreiðarframleiðendur kostuðu vísindalega rannsókn á þessu atriði, því væri hægt að sanna þetta, þá væri það óneitan-lega mikil meðmæli með skreiðar- verkun. ■ Það er með skreiðarverkun eins og alla aðra fiskverkun, að góð útkoma byggist fyrst og fremst á góðu, nýju hráefni og þar næst á hagkvasmri veðráttu á meðan verkun skreiðarinnar stendur yfir. Fg vil segja að skreiðarverkun, ef hún á að takast vol, krefst mikillar þekk- ingar, aðgæzlu og samvizku- semi þeirra sem hana stunda. Já, líklega framyfir flesta aðra fiskverkun. fslenzk skreiðarverkun síð- ustu ára hefur aðallega verið uppbyggð með gölluðu hraefni sem að stærstum hlufca hefur komið frá vélbátaflotanum sem stundað hefur þorskanetaveiðar á vetrarvertíð. Úr gölluðu hrá- efni kemur aðeins gölluð vara, Það er óumflýjanlegt lögmál. Hinsvegar er það staðreynd, að skreiðarverkunin hefur bjargað þessu gallaða hráefni frá þvi að fara í fiskimjölsvinnslu, og þar- með innunnið landsmönnum stórar fúlgur af gjaldeyri fram yfir það sem fengizt hefði gegn um mjölvinnslu. Þetta hefði ekki nein önnur fiskverfkunar- aðferð getað gert. Fjölbreytnl ífram- leiðsluháttum Mitt álit er það, að við fs- lendingar eigum á öllum timum að dreifa okkar fiskvinnslu á allar þær fiskverkunaraðferðir sem við þc?kkjum, því með þvi mótí dreifum við áhættunni. f þessu sambandi er líka nauð- synlegt að fyilgjast vel með markaðsútliti á vörum allra þessara fiskframleiðsugreina og haga fiskverkuninni í samræmi við það. Að síðustu þetta: Vöruvönd- un á sjó og landi verður að vera undirstaða alli-a greina fisk- verkunar sem annarrar fisk- vinnslu. Hér eiga fslendingar mikið ólært. En þetta verður að kenna og lærast af þeim sem störfin vinna, framhjá því verð- ur ekki komizt. Dagana 18.-20. júní s.l. boð- aði fræðslumálastjóri skóla- stjóra héraðs- mið- og gagn- fræðaskólanna til fundar i Barna- og gagnfræðaskólanum í Borgamesi. Fundinn setti fræðslumálla- stjóri kl. 21 á sunnudagskvöld 1 setningarræðu sinni gerði hann grein fyrir helztu verkefn- um fundarins og rakti sögu þessara. skólastjórafunda, en sá fyrsti þeirra var haldinn árið 1946. Fundarstjórar voru Sigurþór Halldórsson, skólastjóri í Borg- arnesi og Ölafur Þ. Kristjáns- son, skólastjóri í Hafnarfirði. A mánudaginn hófst fundur kl. 9 árdegis og var tekið fyrir: Skóflarnir og þjóðernið. Fram- söguerindi flutti Jón R. Hjálm- ai-sson, skólastjóri og aö því loknu hófust umræður um mál- ið. Að þeim umræðum loknum fflutti Stefán Ol. Jónsson, náms- stjóri erindi um starfsfræðslu og þjóðfélagsfræði í skófla. Eftir hádegið fflutti Andri fsaksson, sálfr., erindi um skólarannsólkn- ir. 1 ræðu, sinni gerði hann grein fyrir helztu viðfangsefn- um skólarannsókna og þvi hvað hér væri efst á baugi. Að erindi loknu hófust um- ræður um málið. Síðdegis á mánudaginn var farið í ferðalag um Borgarfjörð og um kvöldið setið rausnarlegt kvöldboð Mýra- og Borgarfjarð- arsýslna að heimili Ásgeirs Pét- urssonar sýslumanns. A þriðjudagsmorgun íflutti Þuríður Kristjánsdóttir erindi, er hún nefndi próf og einkunn- ir. Þuríður stundar nú fram- haldsnám í Bandaríkjunum, en kom heim í sumarfleyfi. Um erindi Andra og Þuríðár urðu miklar umræður einkum um mat námsárangurs í skóla. Á fundinum kom fram mikil á- nægja yfir stofnun skóflarann- sókna og vænta skólamenn mikifls árangurs af starfi þeirra. Námstjóra í starfsfræðslu og þjóöfélagsfræðum voru þökkuð störf hans að skipulagningu starfsfræðslu í skólum og þess vænzt, að skóflarnir fái að njóta sitarfskrafta hans áfram og það starf, sem hann hefur hafið haldi áfram. Ðftirtarandi ályktun um þjóð- ernismál var samþykkt með samhljóða atkvæðum: 1. Fundur skólastjóra héraðs- mið- og gagnfræðaskóla, haldinn í Borgarnesi 18.-20. júní 1967, ályktar, að leggja bcri aukna áherzlu á þjóð- ernislegt uppeldi og hvetur alla skólamenn og aðra upp- alendur til að leggja þessum málum lið. !. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess, að fram fari rækileg könnun, annars veg- ar á stöðu íslenzki-ar tungn og menningar meðal uppvax- andi kynslóðar og hlns vegar ítökum eriendra áhrifa. 3. Fundurinn vaentir þess, að yfirvöld fræðslumála láti fram fara ýtarlega athugun á þessum efnum og beiti sér síðan fyrir þeim ráðstöfun- um, er nauðsynlegar þykja. Fundimim lauk kl. 15.30 á þriðjudag. Hann sótfcu 30 skóla- stjórar auk fyrirlesara, starfls- manna frseðslumálaskrifstof- unnar og gesta. Gapfræðaskó!?- stjórar á fundi Félag skólastjóra gágnfrssða- stigsins hélt aðaflfund sinn í Borg- arnesi mánudaginn 19. júní s. 1., en þar voru flestir félagsmanna staddir vegna fundar fraeðslu- máflastjórnar með skóflastjóruan framhaldsskólanna. ' Árni Þórðarson skóflastjóri Hagaskólans í Reykjavfk baðst eindregið undan endurkosningu, sem formaður félagsins, «n hann hefur gegnt því starfí síðan félag- ið var stofnað 1962. f hans stað var kosinn Ölafur Þ. Kristjánsson. skólastjóri í Flensborg í Hafnarfirði. Aðrir í stjóm eru: Benédikt Sigvaldason, skóflastj. á Laugarvatni,' Gunnar G-uð- mundsson, skólastjóri f Reykja- vfk, Jón Á. Gissurarson, skóla- stjórj í Reykjavík, Magnús Jóns- son, skólastjóri í Rvfk. Próf í húsgagna- smíði nýafstaðið SíðastliSnar þrjár vikur hafa staðið yfir sveinspróf í hús- gagnasmíði og þreyttu það 22 nemendur, og hafa þeir aldrei verið jafnmargir í einu. Flestir nemendanna hafa teiknað próf- stykki sín sjálfir og hefur komið mikil fjörbreytni fram í stykkjaváli. Þar má nefna: saumaborð, skrifborð, snyrti- borð og borðsíofuskápa af mörgum gerðum og stærðum. Prófnefnd skipar Iðnfræðslu- Húsgagnameistarafélags Rvík ráð venjulega eftir tilnefningu ur og Sveinafélags húsgagna smiða. Gistihheimili að Löngumýri Tvö undanfarin sumur, hefur verið starÆsrækt gistiheimili i húsakynnum Húsmæðraskólans, að Löngumýri í Skagafirði, og mun þeirri starfsemi verða haldið áfram í sumar. Heímilið verður opnað um næstu mánaðamót, júni og júlí. AUri tilhögun verður hagað á svipaðan hátt og undanfarin sumur, þ.e.aÆ. ferðafólki er gef- inn kostur á að nýfca csinn eigin ferðaútbúnað. Einnig er haagt að fá leigð heibergi, misraun- andi að stærð, svo og morgun- verð, eftirmiðdags- oc kvöld- kaffi. Stærri ferðamannahópar geta pantað máfltiðir með fyrir- vara. NfGRÍSK GAMANSEMI Associated Press hefur sagt frá eftirfarandi sögu um herforingjastjómina grísku, sem nú gengur manna á milli f Aþenu: Grikki sem stendur í troðfullum strætisvagni segir við farþegann eem stendur við hflið hans: Af- sakið, en er faðir yðar liðsforingi? — Nei. — Kannski bróðir yðar. — Nei, efeki heldur. — Eða einhver fraendi yðar íiðsforingi? — Hreint ekki. — Já, fyrirgefið mér þessa forvitni, en r þá enginn liðsforingi í yðar fjölsikyldu? — Nei, nei. — Vildirðu þó efeki fsera A þér bífumar — þú stíg- ur á tasmar á mér. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.