Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvifcudagur 28. júm' 1967. Otgefanai: Saimeiningarflokicur alþýöu — Sósíalistaflokk - urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja SkólaVörðust 19. Sími 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105.00 ó mánuði. — Lausasöluverð kr. 7.00- * Velkomnir gestir JJér eru um þessar mundir staddir þrír fulltrúar frá Þjóðfrelsishreyfingunni í Suður-Víetnam, einkar velkomnir gestir. Vonandi stuiðlar koma þeirra hingað að því að auka mönnum skiliting á styrjöldinni í Víetnam, þar sem öflugasta herveldi heims hefur árum saman beitt sívaxandi mannafla og morðtækni gegn fátækri smáþjóð án þess að ná nokkrum árangri öðrum en þeirn sem felst í dauða og tortímingu landsfólksins.'Þjóðfrelsishreyfingin ræður enn yfir fjórum fimmtu hlutum landsins. Því aðeins er unnt að heyja þvílíka baráttu gegn tæknibúnum atvinnuhersveitum, að einhuga þjóð beiti öllu afli sínu gegn innrásarherjunum; reynsl- an sjálf hefur margfaldlega hrakið þá kenningu að Þjóðfrelsishreyfingin sé einhverjir annarlegir inn- fluttir erindrekar. Skilningur á þessari staðreynd hefur farið vaxandi um heim allan að undanförnu, einnig hérlendisv og hann þarf að birtast í síharðn- andi andstöðu við árásarstyrjöld stórveldisins. Kaupmannahöfn þjóðviljinn gefur í dag út aukablað sem er helg- að 800 ára afmæli Kaupmannahafnar. Ekki er það að ástæðulausu að íslendihgár taka þátt í há- tíðahöldum Dana af því tilefni, svo lengi sem Kaup- anannáhöfn var einnig höfuðborg íslands; þar voru teknar ákvarðanir um málefni íslendinga öld eftir öld. Kaupmannahöfn er tengd niðurlægingartíma- bili í sögu okkar; þegar við sjáum .þar fomar hallir minnumst við þess allslausa íslands sem reisti sig að lokum undan erlendu fargi; Kaupinhafn er borgin sem „danskir hafa þegið af íslenzkum“, seg- ir Jón Marteinsson í íslandsklukkunni: „Þessi borg var ekki aðeins reist fyrir íslenzka penínga held- ur er hún lýst með íslenskum grút“. En við skulum minnast þess að hörð örlög íslenzkrar alþýðu á þeim öldum vom engu lakari en þau kjör sem dönsk alþýða mátti búa við. Jgn Kaupmannahöfn er einnig tengd öðrum minn- ingum. Þar var um langt skeið miðstöð ís- lenzkrar sjálfstæðisbaráttu; þar var aðsetur Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna; þar hafa orðið 'til sum þau ljóð sem fegurst hafa verið ort á íslenzka tungu; þar var það tungutak, sem íslenzk sveita- alþýða varðveitti, gert að lifandi bókmenntamáli á nýjan leik; þar hefur fornum menningararfi ís- lenzkuim Verið sýnd mest rækt til skamms tíma. Kaupmannahöfn var tengiliður íslánds við um- heiminn, þaðan bárust okkur straumar og stefnur, m.a. fyrstu vísar verklýðsbaráttu og sósíalisma. Og raunar er svo ástatt enn í dag að tengsl okkar við umheiminn eru að verulegu leyti um Kaupmanna- höfn, þar hefur stærstur hópur íslenzkra náms- manna erlendis aðsetur, og flestir íslendingar sem til útlanda fara eiga einhverja viðdvöl í borginni við sundið, þar sem kunnugir geta hvarvetna geng- ið að íslenzkum sögustöðum. því er 800 ára afmæli Kaupmannahafnar einnig íslenzkt afimæli; við getum borið fram við sjálfa okkur hluta af þeim ámaðaróskum sem við send- um frændum okkar dönskum. — nu Tvö íslandsmet í Dyflinni: Guðmundur H. 17,78 í kúlu, Þorsteinn 1:50,2 á 800 m □ Landslið fslands í frjálsum íþróttum stóð sig fram- ar vonum í undankeppni Evrópubikarkeppninnar í Dyflinni á írlandi um helgina, en glæsilegust voru af- rek Guðmundar Hérmannssonar og Þorsteins Þorsteins- sonar, sem báðir settu afbragðsgóð íslandsmet. Guðmundur Hermannsson sigraði með miklum yfirburð- um í kúluvarpi, varpaði kúl- unni 1,74 metra lengra en næsti maður og bætti enn Islandsmet sitt i 17,78 metra. Þorsteinn Þorsteinsson bætti met Svavars Markússonar í 800 metra hlaupi um 3/10 úr sek- úndu, hljóp vegalengdina á 1.50,2 mín. en varð þó að láta sér nægja þriðja sætið í keppn- inni. Þorsteinn náði líka prýði- legum árangri í 400 m hlaupi, hljóp á 48,6 sek. sem er nýtt ís- Ienzkt unglingamet. Belgir sigruðu Sem fyrr var sagt, var hér um að ræða undankeppni HJvr- ópuibikarkeppninnar í frjálsum íþróttum og tóku þrjár þjóðir þátt í keppni þessa riðils: Belgíumenn, írar og íslending- ar. Lúxemborgarar hættu við keppni, f hverri grein keppti einn maður frá hverri þjóð, en sú þjóð sigraði sem hflaiut flest stig. Eins og búizt var við báru Belgir Sigur úr býtum, þeir hlutu 115 stig. írar voru í öðru sæti með 98,5 stig og íslending- ar ráku lestina-með 86,5. Tveir sigurvegarar Auk Guðmundar Hermanns- nar, sem sigraði í kúluvarp- inu, áttu fslendingar sigurveg- arann í hástökki, Jón Þ. Ólafs- son sem stökk 1,96 metra. Af öðrum árangri íslendinga er þessa helzt að geta: Ólafur Guðmundsson varð annar í langstökki, stökk 6,96 — aðeins 1 cm skemur en sigur- vegarinn. í 100 m hlaupinu varð Ólafur þriðji á 11,6 sek. íslandsmótiS, 1. deild: KR-ingar léku sér að Vals- mönnum og sigruðu |>á 5:1 □ Eftir mjög*góÖan leik gegn Í.A. en séi'staklega lé- legan ieik gegh Í.B.A. biðu menn í ofvæni eftir því hvað' KR-lrigar’ myndu gera gegn Val s.l. mánudags- :kyöld. Dg. KR-ingar brugðust ekki sínum aðdáendum þetta kvöld. Þeir komu mjög ákveðnir til leiks og sýndu einhvern jákvæðasta sóknarleik sem sézt hefur um langt skeið hjá íslenzku liði. Enda varð uppskeran eft- ir því: 5 mörk gegn 1. Valsmenn voru aftur á móti í daufasta lagi, sérstaklega vömin sem hingað til hefur verið betri helmingur liðsins. Framlínan var eins og oft áður ekki nógu beitt. Þáttur Eyleifs Hafsteinssonar í þessum leilc er svo stór að lengi mun í minnum haft, þvi það má segja að hann, ásamt ungum nýíliða, hafi unnið leilc- inn fyrir K.R. Þessi ungi mað- ur, sem aðstoðaði Eyleif svona vel, heitir Jóhann Reynisson og fék í stöðu h. útherja í stað Harðar Markan. Eyleifur skor- aði þrjú mörkin sjálfur en átti auk þess allan undirbúning hinna tveggja. Jóhann aftur á móti átti tvær, sendingar fyrir markið sem Eyleifur skoraði úr og eina sem Baldvin skoraði úr eftir að Eyleifur hafði sent til hans boltann út að endamörk- um. Annars voru það Valsmenn sem byrjuðu að skora. Á 5. mín. var dæmd aukaspyma á KR d miðlínu. Árni Njálsson spymti föstum bolta að K.R. markinu, þar sem Ingvar skallaði í net- ið efst í homið 1-0. Það er svo ekki fyrr en á 16. mín. sem stórsikotahríð Eyleifs og féllaga hefst. Jóhann Reynisson fékk góða sendingu frá Eyleifi út að endamörkum og sendi fyrir markið til Baldvins sem skall- aði í netið eftir mistök Gunn- laugs Hjálmarssonar í úthlaupi 1-1. Einni mínútu síðar gefur Jóhann aftur fjrrir markið og nú til Eyleifs sem skallaði bolt- ann efst í homið allsendis ó- verjandi 2-1. Og svo fjórum mínútum síðar leika þeir Jó- hann og Eyleifur sama leikinn aftur, nema nú skaut Eylleifur viðstöðuiaust hörkuskoti 3-1. Eins og á þessu sést áttu Valsmenn lítið í leiknum fram til þessa. En við þriðja markið var eins og þeir vöknuðu af, dvala og hófu mikla sókn og voru oft. nærri því að skora. M.á. bjargaði Magnús Guð- mundsson markv. K.R. sem lék í stað Guðm. Péturssonar sem var meiddur, tvisvar mjög naumlega. Á 31, mín. bjargaði Bjami Felixson á línu. Það var eins og ekkert heppnaðist hjá Val þetta kvöld. Þegar fiipm minútur voru eftir af fyrn hálfleik sendi Ey- leifur góðan bolta til Gunnars Felixsonar sem brunaði upp, en HaMdór EiSarsson miðv. Vals náði að stöðva Gunnar, endatt þegar hann hugðist hreinsa frá svo Gunnar náði boltanum aft- ur og skoraði úr þröngri stöðu 4-1. Þarna var Gunnlaugur illa staðsettur. 1 seinni hálfleik léku K.R.- ingar undan vindinum og menn fóru að tala um vallarmet í mörkum. Svo fór þó ekki, því aðeins eitt mark var skorað í s.h. Á 7. mín. sendi Baldvin bcltann til Eyleifs sem lék á vamarmann. Vals og skoradi alls ! óverjandi fyrir Gunnlaug. 5-1. Á 16, mín. er Hermanni brugðið innan wbateigs K.R. er hann hugðist skjóta en öHlum til miki'Har furðu (eins og svo oft áður í þessufri leik) dæmdi Grétar Norðfjörð óbeina aufca- spymu ??? Liðin: Bezti maður vallarins var eins og áður segir Eyleifur Hafsteins- son. Ég held að allir séu sam- mála um að hann hafi aldrei verið betri exj nú í sumar. Hann er án efa orðinn okkar bezti knattspyrnumaður í dag. Ný- liðinn, Jöhann Reynisson, kom mikið á óvart og sýndi skínandi leik. Ársæll Kjartansson átti mjög góðan leik að þessu sinni. Nýliðinn í markinu, Magnús Guðmundsson, stóð vel fyrir sínu. Bjami FeOixson leikur alltaf eins og örgeðja unglingur, þrátt fyrir nokkum árafjölda. Ellert Schram er langt frá sínu bezta. Þessi skapillska og allt að því háslcaleikur hans er alveg ný hlið á Bllert. En þétta vill koma fyrir þegar menn fára að tapa sér knattspyrnulega séð. Hjá Val! voru Hermann og Ingvar einna skérstir, annars var liðið allt lángt frá sinu bezta. Meira að segja Þorsteinn og Ámi brugðust algjörlega, sem er fremur sjaldgæft. Gunn- laugur í markinu átti líka slæman dag og má kenna hon- um aliveg um tvö mörkin, það fyrsta og fjórða. Þáttur dómarans Grétars Norðfjörð í þessum leik er kapítuli út af fyrir sig. Ég held að það séu ár og dagar síðan ég hef séð önnur eins dómará- störf í knattspymu. Það var ekki nóg með að hann gerði fjöldann allan af villum, heldur er ósamræmið svo mikið að Framhald á 9. síðu. Erlendur Valdimarsson varð annar í kringlukasti; kastáði 47,72 m sem er bezti árangur Islendinga í þeirri grein í ár. Jón H. Magnússon varð þriðji í sleggjukasti — 51,34 m, Björg- vin Hólhn þriðji í spjótkasti (91,98 m), Páll Einarsson 2.-3. í stangarstökki (3,60 m), Halldór Guðbjömsson þriðji í 1500 m hlaupi (3.59,6 mín.), Jón Þ. Ólafsson þriðji í ' þrístökki (13,58 m), Þórarinn Amórs- son þriðji í 5000 metra hlaupi (16.09,9 mín) og íslenzíka sveitin þriðja í 4x400 m boðhlauní (3.28,8 mín.). Knattspyrna Um helgina. fór fram á Isa- firði leikur í 2. deild íslands- mótsins i knattspyrnu , við I- þróttabandalag Vestmannaeyja Vann lið Isfirðinga með 2 mörkum gegn einu. Handknattleskur Islandsmót í handknattleik utanhúss fer fram í Hafnarfirði á tímabilinu frá 22. júlí n. k. til 20. ágúst. Mótið mun fara fram á mal- bikuðu svæði við Lækjarskóla og verður í umsjá Handknatt- leiksdeildar F. H. Tilkynningar um þátttöku þarf að senda til Handknatt- leiksdeildar F. H. £ P. O. Box 210, Hafnarfirði eigi síðar en 9- júlí n- k. Keppt verður i meistaraflokki karla og kvenna. BÓKAMARKAÐURINN KLAPPARSTÍG 11 Mikið úrval góðra bóka með gamla verðinu. Notið þetta einstæða tækifæri og kaupið ódýra og góða bók. Verð frá kr. 10.00 til kr. 100,00 bókin. — Koimið ogskoðið meðan úrvalið er sem mest. BÓKAMARKAÐURINN, Klapparstíg 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.