Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 1
Nœr helmingi minni afli en i fyrra Miðvikudagur 23. ágúst 1967 — 32. árgangur — 187. tölublað. Heildarsíldaraflinn norðan lands og austan 138,141 lest ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Gylfs Þ. tekur við Skaftafelli í næstu viku mun nátt- úruvcmdarráð afhenda rík- inu formleca til eignar jörðina Skaftafcll í öræfa- sveit, og tekur menntamála- ráðherra við jörðinni við hátíðlega athöfn þar á staðnum. Eins og sagt var frá í Þjóðviljamim sl. sunnudag eru ábúendur á jörðinni uggandi um átroðning þar þegar brúin á Jökulsá verð- ur opnuð um næstu mán- aðamót, og telja þeir að hið opinbera hafi sýnt litla rækt við staðinn siðan hann komst í eigu þess- Af þessu tilefni sagði form. náttúru- verndarráðs í viðtali við Þjóðviliann í gær, að þeg- ar hefðu þar verið settir upp tveir mektarkamrar, og ætlunin væri að mæla þar út tjaldstæði og akvegi. Yfirlýsíng Hlifar um verkfalljS við Straumsvik: Vinnuveitendasambandið hef- ur spillt fyrir öilum samningum ■ Vmf. Hlíf í Hafnarfirði hefur sent frá sér svar við greinargerð Vinnuveitendasambaná'is fslands vegna Straumsvíkurdeilunnar, sem sagt var frá í Þjóðviljanum í gær. ■ í svari Hlífar eru hraktar rangfærslur í greinargerð V.Í., og seg- ir m.a. í svarinu að fé- lagið hafi fulla ástæðu til að ætla að samningar hefðu tekizt án vinnu- stöðvunar, ef ekki hefði komið til afskipta Vinnuveitendasam’bands íslands. Síldvesðin í gær Veður var gott á miðunum fyrra sólanhring. Veiðisvæðið var á 74.45 norður og á milli 15 og 11 gr. austur. — 24 skip tilkynntu um afla, 5400 lestir alls. Raufarhöfn: Guðrún Guðleifs- dóttir IS 220 lestir, L/ómur KE 220, Barði NK 220, GuHver NS 240, Þrymur BA 200, Grótta BE 170, Birtingur NS 280, Hannes Hafstein EA 220, Hafdís SU 190, Jón Finnsson GK 230, Ljósfari ÞH 200, Ingiber Ölafsson II GK 240, Gideon VE 280, Arsæ^l Sig- urðsson GK 230, Vigri GK 210, Keflvíkingur KE 220, Sigurborg SI 220, Faxi GK 220, Höfrungur II. AK 260, Viðey RE 220, Krossa- nes SU 280, Alkraborg AE 220, Hugrún IS 190, Jón Garðar GK 220. Svar Hlífar fer orðrétt hér á eftir: „í tilefni þeirrar villandi og ósæmilegu greinargérðar, sem Vinnuveitendasamband íslands hefur sent blöðum og útvarpi til birtingar vill Verkamannafé- lagið Hlíf taka fram eftirfar- andi: Samningar þeir, sem Verka- mannafélagið Hlif gerði við Strabag-Hochtief þann 5. marz s.l. voru í meginatriðum sniðnir eftir samningum þeim sem Vinnuveitendasamband fslands og Fosskraft h/f höfðu sam- þykkt að gilda skyldu við Búr- fellsvirkjun. Var kaupgjald ná- kvæmlega hið sama og í þeim samningum. Vaktavinnusamningurinn var samhljóða með þeirri undan- tekningu, að á annarri vaktinni greiðast 4 klst. á laugardögum með helgidagakaupi (90% áiag á dagvinnukaup) í stað vakta- kaups þ.e. dagvinnukaup með 30%álagi. Er þetta sama fyrir- komulag og mun vera við allar síldarverksmiðiur á landinu. Ákveðinn var kaffitímj kl. 22,00 til 22,15, þegar næturvinna er unnin, eins og tiðkast hefur í Hafnarfirði um nokkurt skeið. Þá eru og einnig ákvæði um að verkamenn fái greitt fast vikukaup strax. Hér eru talin frávikin frá þeim samningum, sem Vinnu- veitendasambandið hefur staðið að, en þau leyfir það sér nú að kalla tilræði við íslenzkt at- vinnulíf. Fullyrðing Vinnuveitendasam- bandsins um að samningur Hlífar frá 5. marz s.l. miðist við Framihald á 7. síðu. Alþýðubandalagsfélag stofn- að / Ðalasýslu á laugardag Sl. Iaugardag var nýtt Al- þýðubandalagsfélag stofnað í Dalasýslu, 43. félagið innan Iandssamtakanna- Auk heimamanna . unnu að 38,4% hmkkun á strásykrí ■ Nýlega hefur strásykur hækkað hér í matvöruverzlunum um | 38,4%. Kostar þannig 2 kg. poki kr. 20,40 í staðinn fyrir kr. 14,75 áður. ^ ■ Er hér uim mikla hækkun á nauðsynjavöru að ræða. Samkvæmt | upplýsingum frá skrifstofu verðlagsstjóra stafar þessi hækkun af ' verðhækkun á sykri á heimsmarkaði. ■ Þetta er þriðja hæk! inin á sykri í matvöruverzlunum hér í ár. stofnun félagsins, sem hlaut nafnið Alþýðubandalagið i Dafa- sýslu, þeir Jóhas Ámason al- þingiSmaður og Svavar Gestsson framkvæmdastjóri Alþýðubanda lagsins. Á stofnfundinum voru sam þykkt lög fyrir félagið og kos in stjóm, en frekari fundar- störfum frestað til haustsins. í stjóm Alþýðubandalagsins í Dalasýslu vom kosnir: Einar Ól- afsson bóndi Lambeyrum, Guð- mundur Rögnvaldsson verzlunar- maður Jaðri, Bjami Finnboga' son ráðunautur Búðardal, Krist- jón Sigurðsson rafvirki Tjalda- nesi og Guðjón Rögnvaldsson bílstjóri Fremri-Brekku. Alþýðubandalagið í Dalasýslu er sjöunda félag samtakanna sem stofnað er í Vesturíands- kjördæmi og 43. Alþýðubanda- lagsfélagið á landinu sem fyrr var sagt. Maí hrakinn burtu frá bryggjunni Togarinn Maí kom til Hafnarfjarðar í fyxrinótt með hátt á 3. hundrað tonn af karfa af Nýfundna- landsmiðum. Komst Maí ekki að við hafnarbakk- ann framan við frystihús Bæjarútgerðarinnar því að þar lá skipsbáknið Inver- ewe með vömr til verktak- anna við Straumsvík, og tekur það aHan bakkann. Varð Maí því að hrekj- ast að syðrj hafnargarðin- um sem er hinum megin við höfnina. Þar eru ófull- komnar aðstæður til lönd- unar og verður að flytja fiskinn á bílum eftir bæn- um endilöngum til að koma honum í frystihúsið. Löndun úr Maí tekur því a.m.k. sólarhring lengri tíma en ella og kostar Bæj- arútgerðina stórfé miðað við það sem þyrfti að vera, bæði í hærri löndunar- kostnaði og töpuðum veiði- dag fyrir togarann. Þetta er í annað sinn sem Maí verður að hrekj- ast burtu frá hafnarbakk- anum vegna flutningaskips hinna erlendu verktaka, sem virðast hafa forgangs- rétt þar við höfnina. Þótt hafnarsjóður hafi að sjálf- sögðu einhverjar tekjur af flutningaskipinu er hæpið að það vegi upp aukinn kostnað við löndunina úr Maí, og væri fróðlegt fyr- ir Hafnfirðinga að vita hvort Bæjarútgerðinni verð- ur bættur þessi skaði. Á myndinni sést Inv- erwe við hafnarbakkann í Hafnarfirði og mun þetta vera stærsta skip sem lagst hefur að bryggju hér á landi. Heildarafli á síldarvertíð- inni norðanlands og austan í sumar er nú orðinn 138.141 lest, en var á sama tíma í fyrra 249.666 lestir. Þá höfðu 17.442 lestir farið í salt, 231.712 í bræðslu og 512 í frystingu, en í sumar hefur ekkert verið saltað, bræddar hafa verið 133.178 lestir, 8 farið í frystingu, en 4.955 '°stir fluttar út. Löndunarstaðir í sumar hafa verið þessir lestir Reykjavík ................ 15.863 Bplungavík ............... 368 Siglufjörður ............. 27.634 Ólafsfjörður ............. 424 Dalvík ................... 325 Krossanes ................ 2.157 Húsavík .................. 1.327 Raufarhöfn .............. 21.852 Þórshöfn ................... 324 Vopnafjörður ............. 7-864 Seyðisfjörður ........... 34.788 Neskaupstaður ........... 12.448 Eskifjörður .............. 5.261 Reyðarfjörður ............ 1.041 Fáskrúðsfjörður ............ 424 Stöðvarfjörður ............ 589 Breiðdalsvfk ............... 167 Djúpivogur ................. 330 Færeyjar ................. 2.456 Hjaltlandseyjar ............ 300 Þýzkaland ................ 2-199 Vitað er um 116 skip sem ein- hvem afla hafa fengið, en tíu aflahæstu skipin á þessum mið- um eru: Héðinn Húsavík með 3213 lest- ir, Harpa Reykjavfk 3201, Jón Kjartansson Eskifirði 3163, Dag- fari Húsavík 3118, Jón Garðar Garði 2994, Fylkir Reykjavík 2940, Hannes Hafstein Dalvík 2791, Ásgeir Reykjavík 2702, Náttfari Húsavík 2684 og Kristj- án VaJgeir Vopnafirði 2504 lest- ir. 1 síðustu viku, 13.—19. ágúst, var gott veður á síldarmiðun- um SV af Svalbarða og fengu Framhald á 7. síðu. Aðalsteinn Nor- berg skipaður ritsímastjóri Póst- og símamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Norberg í stöðu ritsímastjóra i Reykja- vik frá 1. janúar 1968 að telja. Ennfremur Svavar Karlsson um- dæmisstjóra á Seyðisfirði frá 1. ágúst 1967. 4 bandarískir hermenn dæmdir fyrir nauðgun Fyrir hálfum mánuði var kveðinn upp dómur í Sakadómi Keflavíkurflugvallar í máli fjög- urra bandarískra hermanna. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku úr Reykjavík aðfaranótt 19. sept- ember sl. og voru þeir sekir fundnir. Dómurinn sem kveðinn var upp hljóðaði upp á þriggja til fimmtán mánaðá fangelsi. Rauðir varðliðar brenndu brezka sendiráðið i Peking Sjá síðu Q

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.