Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVTUINN — Miðvikiudagur 23. ágúst 1963. CHRISTOPHER LANDON: Handan við gröf cg dauða 12 — Alveg víst, Lois. Colin var aftur farinn að lesa íþróttasíð- urnar í blaðinu. Máltíðin sem hún bar okikur, var frábaer. Jafnvel plastdisk- amir gátu ekki eyðilagt svína- kótelettumar, bökuðu kartöflum- ar og nýju, grænu baunimar. Þegar við komum að kaffinu uppgötvaði ég enn eitt einkenni é þessum heimi L,ísu í Undra- landi. Ég hef dálítið vit á silfur- munum, og þegar ég tók ör- þunnu teskeiðina til að hræra í boUanum, vissi ég að hún var úr gömlu, írsku silfri eins og hnifamir og gaflamir höfðu ver- ið alveg ómetanlegir; í furðulegu ósamræmi við plastdiskana. — Mikið er þetta fallegt gam- alt silfur, sagði ég og horfði á Lois. — Já. Það er úr eigu ömmu minnar- Ég er lfka alltaf að segja við Colin að það sé synd og skömm að nota það hversdags, en hann segir að það sé gert til að nota það og þar sem við eigum ekkert annað væri tíma- sóun að kaupa eitthvað nýtt hjá Woolwortih. Hun mætti augnaráði mínu. Hverju einasta orði var beint til Colins. Ég skildi hana mætavel. Þetta var ósanngjamt, þar sem hann hafði að minnsta kosti fimm þúsund pimda tekjur á ári. Það vottaði fyrir reiði í rödd hennar. Hann ýtti stólnum frá Hárgreiðslan Hárgrelðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyíta) SimJ 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968 borðinu og reis upp, dálítið ó- styrkur á fótunum. Ég sá að hann var að verða gráfölur í andliti. — Ég held ég fari inn.. .. og vinni dálítið .... Harry.. ..ef þú vilt hafa mig afsakaðan. Ég vinn kannski frameftir. Það er bezt ég bjóði góða nótt núna! Við sjáumst á morgun. Þetta kom í rykkjum út úr honum. Hann reikaði fremur en gekk út úr eldhúsinu. Sally fylgdi á eftir og umlaði „góða nótt“ í hálfum hljóðum. Hvorugt þeirra ávarpaði Lois- Og ég var einn eftir með henni. Löng þögn; hún stóð við elda- vélina og horfði á dymar sem Sally hafði lokað hljóðlega á eftir sér. — Viltu meira kaffi, Harry? spurði hún svo. — Nei, þökk fyrir. Ég fer bráðum í rúmið, ef þú hefur ekkert á móti þvi. Þetta hefur verið langur dagur hjá mér. — Auðvitað. Ég .......... Hún virtist hafa ætlað að segja eitt- hvað meira, en hætti við það á síðustu stundu- — Á ég ekki fyrst að hjálpa þér að þvt> upp? sagði ég. — Nei, nei, stúl'kan gerir það í fyrramálið. — Jæja, þá býð ég góða nótt- — Góða nótt, Harry. Ég fór frá henni og hún stóð og horfði á dymar og það var sami eftirvæntingssvipurinn yfir henni og ég hafði tekið eftir þegar við komum til Olonco Oastle. Það voru engar ýkjur að ég var dauðþreyttur. Þegar ég var búinn að slökkva ljósið og rölta til baka yfir bert trégólfið að stóra rúminu, sem var furðulega þægilegt, og hafði auk þess gleymt öllu um ógnandi rifuna yfir höfði mér, hélt ég að ég mundi sofna á svipstundu. En hvemig sem á því stóð, þá kom engin værð yfir mig. Það var alveg hljótt í húsinu, alltof hljótt og þarna lá ég og hlustaði. Það heyrðist ekkert glamur í ritvél eins og ég hafði búizt við. Það heyrðist engin minnsta hreyfing í húsinu. Aðeins einu sinni, rétt áður en ég festi blund, fannst mér ég heyra einihvem stjmja. 4. Morgunninn var kyrr ög bjart- ur og fuglamir vöktu mig með kvaki sínu og vatnið glitraði í sólskininu og sýndist mjög freist- andi. Enn var hljótt í húsinu. Ég leit út í hornið og velti fyrir mér hvort of snemmt væri að fjariægja fjölina og kaila til Mary að koma með heitt rak- vatn- Ég komst að þeirri niður- stöðu að það væri of snemmt bg lét duga kalt vatn. Þegar ég var búinn að klæða mig og búa um, fór dásamlegur ilmur að berast um herbergið; ég rakti hann til eldhússins gegnum lausu fjölina. Þetta var ögrun tómum maga- Ég fór niður til að 6já hvað væri að gerast. Lois stóð við eldavélina og var að steikja egg og flesk. — Sæll, Harry, sagði hún og leit við sem snöggvast. — Viltu fá heitt vatn, svo að þú getir rakað þig meðan ég útbý morgunmatinn? — Ég er búinn að raka mig. — Hvað segirðu? Úr köldu vatni? Ég var búin að segja að þú skyldir bara taka burt fjölina og kalla hingað niður. Jæja, seztu þá og bíddu. Maturinn er að verða tilbúinn. Hún settist við hliðina á mér með skammt sem var helmingi minni en minn. Við borðuðum þegjandi um stund. Svo birtist Colin í dyrunum. — Mér datt í hug að við Lois ættum að sýna þér eitthvað af umhverfinu í dag. Sally þarf að hreinskrifa það sem ég hef lesið Eyrir. Hafi Lois verið undrandi yfir þessari tillögu, lét hún að minnsti kosti ekki á því bera, heldur tautaði eitthvað um að hún þyrfti að útbúa nesti. Þetta varð indæll morgunn. Colin var glaðvær og ræðinn og sýndi mér alla merka staði eins og hann ætti þá; Lois var hljóð- lát og virtist nú í fyrsta skipti siðan ég kom róleg og brosmild. Við fórum £ kirkjuna og sáum tvo gamla vígvelli þar sem Irar og Englendingar höfðu barizt Dg ókum því næst lengra inn í sveitina. Þegar við námum stað- ar til að borða, losnaði um mál- beinið á Lois og hún fór að tala um bernsku sína á Clonco Castle. Hún og bróðir hennar höfðu oft riðið hingað þegar hann var heima í skólaleyfi. Þeim hafði komið mjög vel saman. En svo kom stríðið. Hún saknaði hans. Nú var andlit hennar blíðlegt og þrungið einhve'rri hlýju og nú fór ég sjálfur að rifja upp skóla- leyfin mín. Þessa fyrstu daga að loknum prófum, þegar maður gerði ekkert annað en hjóla og veiða og slæpast. Ég var að lýsa fyrstu klaufalegu tilraunum mín- um í reiðlistinni, þegar Colin greip fram í fyrir mér og rödd hans var hranaleg og skerandi. — Þetta er einhver munur en að þurfa að sendast með græn- meti í sumarieyfinu. Þetta hafði komið svo óvænt — Colin hafði oftast svo mikla Bjálfsstjórn, var svo riddaraleg- ur jafnvel í vafasömustu athöfn- um sínum — að við Lois horfð- um ringluð hvort á annað- Það var eins cg allt f einu hefðu verið reist upp skilrúm. Við Lois værum gamlir vinir og Colin að- skotadýr. Ég reyndi að kippa þessu í lag, en hann reis á fæt- ur og fór að tína saman umbúð- imar utanaf matnum eins og ekkert hefði í skorizt- Við ókum þegjandi heim að húsinu aftur. Colin stanzaði hjá tveimur krám, en aðeins til að hella í sig einum sjúss. Þótt hann hvetti okkur ekki til að koma inn líka, lagði hann í bæði skiptin þegar hann kom til baka, höndina á hnéð á Lois — hlýlega og húsbóndalega. Þegar við kom- um heim, afsakaði hann sig Pg sagði að Sally gæti fært honum matinn inn í vinnustofuna. Þeg- ar hann var kominn alla leið upp, sneri hann sér við og sagði: — Taktu þetta ekki nærri þér Sleði. Ég vil að þú njótir leyf- isins. Þegar ég korri upp í herberg- ið mitt seinna um kvöldið, rak ég augun í bréfið sem ég hafði skrifað Johns. Morguninn eftir var það Lois sem vakti mig með því að koma hljóðlega inn með könnu með heitu vatni. — Gerðu svo vel, sagði hún, — fyrst þú ert of feiminn til að kalla niður til okkar. Hún sneri sér við og gekk til dyra, en við dyrnar stanzaði hún aftur. — Colin ætlar að vinna í allan dag- Hann stakk upp á því að við sigldum út á vatnið. Hún sagði þetta með hlutlausri röddu og leit ekki upp. Ég hikaði og mundi eftir gærdeginum. Ef til vill var þetta tilraun Colins til að bæta fyrir það. — Það vil ég gjarnan. En fyrst þyrfti ég að póstleggja fá- ein bréf. — Það geturðu gert meðan ég tek til matinn. Taktu bílinn. Hún sagði þetta með ákafa sem var næstum átakanlegur, og ég fann til skyndilegrar samúðar. Aftur fann ég til einhverra tengsla við hana- Mér fannst næstum eins og við værum bæði peð á skákborði Colins. Eftir morgunmatinn ók ég inn f þorpið og var í stundarfjórð- ung að sannfæra póstmeistarann um að hann þyrfti ekki að gera annað við bréfin en setja á þau frímerki og senda þau af stað. Þegar ég kom til baka beið Lois eftir mér í anddyrinu og hjá henni stóð fléttuð nestiskarfa. — Allt í lagi. Við skuium koma gegnum garðinn, það er fljót- Iegra. — Á ég ekki að skreppa inn og bjóða Colin góðan dag. — Nei, vertu ekki að ónáða hann. Hann er önnum kafinn við að skrifa- Rödd hennar var allt í einu orðin hvöss. En þegar við gengum framhjá vinnustofudyr- um hans, heyrði ég ekkert að innan sem gæfi til kynna að verið væri að vinna þar. Það heyrðist ekkert í ritvélinni. Seglbáturinn sem bundinn var við litlu bátabryggjuna við end- ann á grasflötinni, var nýmálaður og í miklu betra standi en nokk- uð annað sem ég hafði séð í hús- inu. Ég fann næstum til öfund- ar yfir því hve fimlega hún dró upp akkerið, dró upp seglið og öryggi hennar og leikni í þvi að stjórna bátnum. Veðrið var dýr- legt, hæfileg gola frá fjöl'lunum sem mátti greina í blámóðu handan við vatnið. Það var ekk- ert annað að gera en sitja og hlusta á öldugjálfrið og hugsa um hið undarlega farg sem virt- ist hvíla jrfir húsinu, sem við komum frá. — Það er ekki alltaf svona, sagði hún allt í einu. — Fyrirgefðu. Ég —. Ég hrökk upp frá vangaveltum mínum. 4984 Wallace grefur og grefur og virðist óþreytandi. Allt í einu kemur hann að steinplötu. Undir þessari plötu ættu að vera þrep ...... „Áfram Furet, hjálpaðu til!“ Brátt koma þrepin í ljós. Fingur Wallace kreppast af ágirnd. — Angélique gengur um rústimar og horfir nú yfir einn múrinn. Hún rekur upp óp. Þarna, þarna er vélibátur......og lögregla um borð........Skyldu þeir vita, að þau em hér ........? Skyldu þeir vera að leita að þeim ......? Hún setur hendurnar við munninn og hrópar eins hátt og hún getur. MAlVSIOlV-rósabón gefnr þægilegan ilm í stofnna SKOTTA Ræs! Donna vantar peninga fyrir benzíni svo að hann komist heim! Bilaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. Gerið við bíla ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA. BÍLAÞJÖNUSTAN wn, + Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. ■ ii . 'í"'' IV 'r'i Látið stilla bílinn Önnumst hjóia-. ljósa og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, l’jósasamlokur Örugg bjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar. Slípum bremsudælur. Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Smurstöðia Sætúni 4 Smyrjum bílinn fljott og vel. — Seljum allar tegundir smurolíu. SÍMI 16227. Tery/ene buxur og gallabuxur 1 öllum stærðum — Póstsendum Athugið okkar láqa verð. O.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu) — Simi 23169

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.