Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 3
Miðvilkudagur 23. ágúst 1967 — ÞJÖÐVTLJINTST — SÍÐA 3 DregiS úr geimrannsóknum í Bandaríkjum vegna Vietnam WASHINGTON 22/8 — Johnson foHseti sagði í gær, að stríðið í Vietnam yrði til þess að fjárfram- lög til geimrannsókna Bandaríkjamanna yrðu skorin niður á þessu fjárhagsári urn hálfan milj- arð dollara. Forsetinn skrifaðd í gær und- ir fjárlög fyrir geimrannsóknar- stj'ómina og féllst á tillögur þingsins um að skera niður hin upphaflegu fjárlög. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að forsetinn hefði við aðr- ar kringumstæður verið mótfall- inn niðurskurði á fjárframlagi tii geimrannsókna, en nú væru kringumstæður þannig að nauð- synlegt væri að skera niður öll opinber útgjöld. Fréttamenn segja að það sé greinilegt að aukin útgjöld í sambandi við stríðið í Víetnam hafi reynzt þyngst á metunum er dregið var úr geimrannsókn- aráætluninni. Mikilvægustu verkefni samkv. áætluninni sem þegar er unnið að munu geta gengið eftir 4- ætlun, en önnur verkefni sem áformað hafði verið að hefja verður að fresta. Viðtal við Debray í franska útvarpinu PARÍS 22/8 — í viðtali við útvarpið í París í dag skýrði franski blaðamaðurinn Regis Debray frá því að Emesto Che Guevara hafi bæði verið í Asíu og Afríku síðan hann hvarf úr opinberu lífi á Kúbu árið 1965. Þessi mynd er samsett úr myndum frá Cleveland og Saigon. Á báðum stöðunum á bandarísk yfirstétt í styrjöld og telur sig vera að vernda lýðræðið. En það er auðskilið, að hún er fyrst og fremst að berjast fyrir hagsmunum sínum og hlýtur að tapa á báðum vígstöðvum, því „það er ekki hægt að búast við því að þjóð hef jíst heilsliugar handa við tvö verkefni í einu sem stangast gjör- samlega á: styrjöld í fjarlægu heimshorni og endurreisn síns eigin þjóðfélags", segir Walter Lippmann í nýlegri grein. Regis Debray Debray sem verður leiddur fyrir rétt í Bolivíu ákærður fyr- ir að hafa tekið þátt í skæru- liðastarfsemi, sagði að Guevara hefði farið úr Bolivíu eftir að hann hafði dvalið bar nokkra hríð. Debray hefur setið í fangelsi í Camiri í Bólivíu síðan í apríl. Hann sagði í viðtalinu að hann hefði verið barinn og pyntaður eftir að hann var handtekinn og einu sinni lá hann meðvitund- arlaus í heilan sólarhring. Debray neitaði bví að hafa 'verið skæruliði og sagði að hann gæti ekki sagt yfirvöldunum í Bolivíu hvar Guevara væri að finna. Guevara hefur farið á alla staði þar sem hans hefur verið þörf, sagði Debray. Hann hefur komið til fjölmagra ólíkra staða í Asíu og Afríku. Forseti Bolivíu Rene Barri- entos lét í það skína í gær, að Debray yrði ekki dæmdur til dauða. Þegar dómur hefur ver- ið kveðinn upp mun ríkisstjórn- in kannski athuga um möguleika á því að skipta á Debray og pólitískum föngum á Kúbu, sagði forsetinn. Brezka sendiráðið í Peking brenntígær PEKING, LONDON 22/8 — Rauðir varðliðar brut- ust í kvöld inn í brezka sendiráðið í Peking, kveiktu í húsinu, brenndu innanstokksmuni og misþyrmdu karlmönnum í starfsliðj sendiráðsins. í marga klukkutíma var óljóst hvað orðið hefði um starfsfólkið en í nótt gat fréttaritari AFP í Peking skýrt frá því að allir væru á lífi. Brezka utanríkisráðuneytið skýrði opinberlega frá því seint í kvöld að allir hefðu bjargast út úr brennandi húsinu og enginn hlotið alvarleg meiðsl. Um lOflO Kínverjar brutust inn í bygginguna klukkan 22,45 að staðartíma en það var nákvæm- lega á þeim tíma sem ríkis- stjórnin í Peking hafði áður til- kynnt Bretum að væri loka- frestur til að láta lausa fimm New York Times segir að: Hættan á styrjöld við Kína hefur aldrei verih jafn mikil HONGKONG 22/8 — Lofthelgisbrot Bandaríkja- manna yfir Kína í gær er alvarleg ögrun gegn kín- versku þjóðinni, en hún er reiðubúin að berjast, ef hún verður neydd til þess, segir Dagblað alþýð- unnar í Peking í morgun. í morgun aðvaraði einn- ig hið þekkta blað The New York Times Banda- ríkjastjórn við þeim hættum Isem loftárásir á mörk naerri landamærum Kína gætu haft í för með sér. í Dagblaði alþýðunnar segir ennfremur að Kúwerjar séu reiðubúnir að berjast til síðasta manns, ef Bandaríkj amenn vilji neyða þá í stríð. Bandaríska varnarmólaráðu- neytið sagði í gær að tvær banda- rískar flugvélar hefði villzt yfir landamæri Kina eftir árásir * Norður-Vietnam skammt frá landamærunum og hefðu þær verið skotnar niður. New York Times segir í for- ystugrein um þessar fréttir -að ekki séu nokkrar sannanir fyr- ir því að aukin áhætta sem loft- árásir' nærri landamærunum hafi í för með sér geti borið hern- aðarlegan árangur sem geti dreg- iö úr baróttuviilja N-Vietnam. New York Times vísar ábug fullyrðingum Johnsons í fyrri viku, að ekki sé hægt að skoða loftárásir í landamærahéruðun- um sem neina ógnun við Kína og blaðið bendir á það, að flug- vélarnar sem hurfu í gær hafi ekki verið að róðast að mörk- um í 10 til 15 km fjarlægð frá landamærunum, þegar þær „villtust“, en hafi verið í meira en hundrað km fjarlægð, og samt hafi þær lent í kínverskri lofthelgi. ★ Hvernig er þá hægt að taka fuíllyrðingar forsetans alvarlega er hann heldur þvi fram að það sé engin hætta á loftórásum á kínverskt land fyrir mistök, spyr blaðið, og lýsir því yfir aðhætt- an á stríði við Kina sé nú meiri en nokikru sinni fyrr. ritstjóra i Hongkong eða taka ella afleiðingunum. Fréttamaður AFP í Peking sem er eini vestræni fréttamað- urinn sem enn starfar í borginni skýrði frá því að eldurinn í byggingunni hefði sést um alla Peking, og sendi hann síðan reglulega fréttir af atburðinum meðan hann stóð yfir fram á morgun. Brezkur sendiráðsstarfsmaður hefur upplýst að kviknað hafj í er Rauðu varðliðarnir hentu benzínbrúsum inn á lóð sendi- ráðsins og hafi eldurinn breiðzt fljótt út og stóðu eldtungurnar skjótlega upp í gegnum þakið á sendiráðsbyggingunni. Brezka stjórnin hefur bann- að öllum kínverskum sendiráðs- starfsmönnum að fara úr Lond- on nema með sérstöku leyfi brezkra yfirvalda og gildir það sama um alla Kínverja sem starfa á vegum kínverskra stofn- ana, svo sem fréttamenn, banka- starfsmenn við Bank of China og starfsmenn verzlunarfyrir- tækj a. Svo að segja allir starfsmenn brezka sendiráðsins í Peking höfðu flúið úr íbúðum sínum með fjölskyldurnar og leitað hælis í sendiráðinu vegna vax- andi andbrezkra mótmælaað- gerða síðustu daga í Peking. Sendiráðsstarfsmenn sem urðu fyrir barsmíð rauðra varðliða segja allir að lögregla og her- menn hefðu gert sitt ítrasta til að vernda þá fyrir ofbeldi rauðu varðliðanna, og margir særzt í þeim átökum. Yfirvöld í Hongkong héldu áfram í dag yfirheyrslum yfir ritstjórunum fimm sem hafa játað að hafa hvatt til óeirða. Brezku sendiráðsstarfsmenn- irnir hafa fengið húsaskjól í öðrum sendiráðum í Peking en fréttaritari AFP segir að útlend- ingar í Peking séu skelfdir og svartsýnir á framtíðina. George Brown utanríkisráð- herra Breta, sem hefur verið í orlofi í Noregi hefur ákveðið að hraða sér til London og mun hann væntanlegur þangað á morgun. NEW YORK 22/8 — U Þant að- alritari Sameinuðu þjóðanna tt- rekaði í dag þá skoðun sína að hægt sé að hefja friðarsamn- inga í Víetnam innan þriggja til fjögurra vikna, ef loftórásunum á Norður-Vietnam væri hætt. Talsmaður aðalritarans skýrði blaðamönnum frá þessu og jafn- framt lagði hann áherzlu á, að þetta væri ekki sett fram í sam- bandi við fréttir af þvi, að Al- eksei Kosygin forsætisráðheri-a Sovétríkj anna hefði tilkynnt bæði U Þant og Johnson for- seta að ráðamenn í Hanoi væru reiðubúnir að hefja friðarsamn- inga ef loftárásum verður hæi:t. Sprengjur falla á miðborg Hanoi HANOI 22/8 — Mörg íbúðarhús og verzlanir í mið- borg Hanoi voru gjöreyðilögð 1 dag er tveim eld- flaugum var skotið að þeim í loftárásum Banda- ríkjamanna. Óbreyttir borgarar létu lífið, en ekki hefur enn verið skýrt frá fjölda fómarlambanna. Húsin stóðu i hverfinu um- hverfis Hue-götu, en það er ein Loftleiðadeilunni skotið til samgöngumálaráðherranna HELSINGFORS 22/8 — Utanrík- isráðherrar Norðurlanda af- greiddu í dag rúmlega helming- inn af þeim málum sem voru á dagskrá þessa fundar þeirra. M.a. var rætt um ástand í al- þjóðamálum, einstök mál í sam- bandi við næsta allsherjarþing SÞ og afvopnunarvandamál. Utanríkisráðherramir tóku einnig fyrir deilurnar um lend- ingarrétt SAS og Loftleiða- Á- kveðið var að samgöngumála- ráðherrar landanna skuli fram- vegis fjalla um málið. Fundinn í Helsingfors sitja all- ir utanríkisráðherrar Norður- landa og æðri embættismenn i utanríkisráðuneytum. Búizt er við að fundinum ljúki snemma á miðvikudag og verður þá gefin út sameiginleg yfiríýsing. helzta verzlunargatan í höfuð- borg Norður-Vietnams. Árásimar í dag eru jafn heift- arlegar og þær sem gerðar voru í gær. Fréttaritari AFP í Hanoi seg- ir að árásin hafi staðið í 35 mín- útur og hefði loftvamarskothríð verið mikil er bandarísku flug- vélamar flugu yfir miðbæinn. Björgunarlið hófst þegar handa að grafa særða og látna úr rústum íbúðarhúsanna í mið- bænum. I gær gerðu Bandaríkjamenn einnig heiftarlegar árásir á Hanoi °2 var það í fyrsta skipti síðan 10. júní að sprengjum var varp- að á höfuðborgina sjálfa. Sex bandarískar flugvélar voru skotnar niður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.