Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. ágúst 1967. urinn. Ritstjórar: Ivoi H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friöþjófssun. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiðux Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja SkóUuvörðust 1B. Sími 17500 (5 linur) — Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði, — Lausasöluverð kr. 7.00- Eins og rekizt á vegg "yinnuveitendasambandið svonefnda, eða réttar sagt framkvæmdastjórn sanntrúaðra Sjálfstæð- isflokksmanna á því fyrirtæki, hefur sent frá sér plagg um Straumsvíkurdeiluna sem að aultvikap og frekju gengur lengra en flest sem þessir liðs- oddar í baráttunni gegn verkalýðssamtökunum hafa látið frá sér fara. Blöð Sjálfstæðisflokksints birta þetta plagg með mikilli virðingu, Vísir hef- ur t.d. að fjórdálka fyrirsögn á annarri aðalfrétta- síðunni orð Vinnuveitendasambandsins: „Tilræði við íslenzkt atvinnulíf“. Og þetta tilræði við ís- lenzkt atvinnulíf er reyndar samningurinn, r,em Verkamannafélagið Hlíf gerði við hina þýzku verk- taka um verkamannakaup og kjör í Straumsvík í vor! Vinnuveitendasambandið ræðst á verktak- ana fyrir það að þeir hafa hvorki viljað ganga í Vinnuveitendasambandið né láta það semja fyrir sig. Hins vegar kemur skýrt fram að Vinnuveit- endasambandið ætlast til þess að erlendir verk- takar hér á landi gangi í Vinnuveitendoisambandið eða láti það annast fyrir sig samninga, og að svo hafi verið í öðrum tilfellum sem nefnd eru. Þann- ig ætlast Vinnuveitendasambandið til þess að hremma þær háu fjárhæðir, einnig hjá útlend- ingum, sem aðildarfyrirtækin greiða í herkostnað þess rgegn verkalýðishreyfingunni •TOg~alh'irísieiízkTi alþýðu; og þegar bannað var að alúmínmenn gengju í Vinnuveitendasambandið var einfaldlega farið í kring um það með því að „fela“ Vinnuveit- endasambandinu margs konar „störf“ fyrir al- úmínhringinn, svo það fengi eftir sem áður pen- ingastraum frá hinum erlendu risaaðilum, í sam- bandi við fjárfestingu þeirra á íslandi. Svo virð- ilst sem Vinnuveitendasambandið telji sig að ein- hverju leyti hlunnfarið af hinum þýzku verktök- um í Straumsvík og reyni nú að sjá til þess að ekki verði viðurkenndir áfram þeir samningar um kaup og kjör í verkamannavinnunni þar, sem Hlíf samdi um í vor. jjví sú viðurkenning er aðalatriði Straumsvíkur- deilunnar; það er staðfest m.a. af formanni Verkamannafélagsins Hlífar, Hermanni Guð- mundlssyni, í viðtali við Þjóðviljann: „Okkar að- staða í þessu máli er mjög ljós, við höfum þegar gert samninga nú í vor um kaup og kjör verka- manna við framkvæmdirnar við álverksmiðjuna í Straumsvík og sömdum þá við Strabag-Hochtief. Þegar að því kom að semja við verktakana við hafnargerðina, Hochtief-Véltækni, gerðum við ekki annað en setja fram þá sjálfsögðu kröfu að þeir samningar sem við höfðum áður gert um vinnu þar á staðnum giltu einnig fyrir þetta verk. Þá var eins og rekizt væri á vegg þar sem Vinnuveitenda- samband íslands kom til skjalanna og mátti ekki heyra minnzt á þessa samninga sem giltu við vinnu þar við Straumsvík“, sagði formaður Verka- mannafélagsins Hlífar, Hermann Guðmundsson. Mörgum mun þykja þetta athyglisverðar upplýs- ingar um Vinnuveitendasambandið svonefnda; en sjálft bætir það við og skýrir drætti myndarinnar sem við blasir af þeim félagsskap með hinni ein- stæðu yfirlýsingu sinni, um „tilræðið við íslenzkt atvinnulíf“. — s. Ummæli Ú Þants um Miðausturlönd og Vietnam Vietnamska þjóðin er að berjast fyrir fre 1 ræðu sem U Þant, fram- kvæmdastjóri S. Þ., hélt á fjórðu alheimsráðstefnu kvek- ara í Greensboro í Norður- Karólínu 30. júlí s.l. vékhann að takmörkunum og mögu- leikum alheimssamtakanna og hinum mannlegu þáttum í al- þjóðlegum samskiptum. Hann sagði: „Að þvi er varðar heim- kvaðningu friðangaszlusveita Sameinuðu þjóðanna, er ég enn sem fyrr sannfœrður um, að engin önnur leið hefði ver- ið skynsamleg eða fær eins og málum var komið. Ég vil nota tæfcifærið og lýsa þvi yfir í leiðinni, að ekki einn einasti fulltrúi öryggisráðs- ins hefur á þeim fundum, sem haldnir hafa verið síðan 22. maí 1967, látið í Ijós þá sfcoð- un, að ákvörðun mín um að verða við kröfum Arabíska sambandslýðveldisins hafi verið ástæðulaus, eða að á- kvörðun um heimkvaðningu friðargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna hefði átt að taka 1 öryggisráðinu eða á Allsherj- arþinginu". — Þegar ríki láta stjórnast af pólitískum eða efnaihags- legum hagsmunum, virðast þau gera það samkvæmt regR- unni „hver er sjálfum sér næstur“, sagði U Þant enn- fremur. Aðaldarríkin van- rækja í sívaxandi mæli að virða ákvæði Stofnskrárinnar um að forðast hótanir eða valdibeitingu gegn landhelgi eða pólitísku sjálfstæði ann- arra ríkja. Alltof mörg rífci virðast vera heirrar skoðunar, að þessi skylda eigi aðeins við ,,hina“. Hömlulaus valdbeit- ing til að ná pólitískum mark- miðum í einum hluta heims- ins hefur áhrif annars staðar. Hætturnar sem þessi þróun leiðir af sér fcoma greinilleg- ast í Ijós í Vietnam-stríðinu ogátökunum f Miðausturlönd- um. Fyrra stríðið hefur stig- magnazt vifcu eftir viku. Fjöldi hermanna og magn hergaigna hefu.r stóraukizt. Bardagarnir verða æ grimmitlegri, og fórn- arlömbunum fjölgar óhugnan- lega ört. 1 viðleitninni við að rétt- læta þessa feiknarlegu sóun á mannlegum verðmætum hafa menn gengið alltoflang* í að einfalda vandamálin og þær lausnir sem hugsanlegar séu. Ég hef margsinnis látið í Ijós mínar eigin skoðanir á „Bardagarnir verða æ grimmilegri og fórnarlömbunum fjölgar óhugnanlega ört‘‘. Víetnam-styrjöildinni og varp- að fram ákveðnum hugmynd- um um, hvernig hægt væri að binda endi á hana. Ég hef hvað eftir annað lýst þvi yfir,, að það sé rangt ! að. líta á styrjöldina í Vietnam sem einskonar heilagt stríð gegn tiltekinni hugmyndafræði. Ég hef látið það sjónarmið í ljós, að driffjöður þeirra, sem sak- aðir eru um þessa hugmynda- fræði, é í rauninni máttug þjóðerniskennd, ósk um að vinna þjóðlegt sjálfstæði og Ú Þant. skapa þjóðlega sjálfsvitund. Það er’ þjóðernisstefna; efcJci kommúnismi er örvar and- spymuhreyfinguna x Vietnam til baráttu gegn hvers kyns er- lendri ásælni, og nú fyrst og fremst gégn Éar.daríkjamönn - um. Þeir Vietnamar, semhafa barizt og berjast gegn'utlend- ingum, gera það til aðhreppa þjóölegt sjálfstæði. Ég er sannfærður um, að stríðið verður ekki stöðvað, fyrr en Bandaríkin og bandamenn þeirra viðurkenna, að það er háð af Víetnömum — efcki kommúnistískt árásarstríð, heldur sem þjóðlegt frelsis- stríð. Þvíer stundum halldið fram, að þeir sem berjast gegn út- lendingunum í Víetnam séu fámennur minnihluti víet- nömsku þjóðarinnar. Sagan geymir mýmörg dæmi þess að frelsishetjur hafi verið í minnihluta. Aðrir landsmenn voru ' áhugálausir eða 'kusu heldur framhald á óbi'eyttu ástandi. Er það ekki stað- reynd, svo tekið sé aðeins eitt dæmi, að í nýlendunni New York sofnuðust Bretar meira liði en uppreisnarmenn með- an á ameríska frelsisstríðinu stóð? Og að þvi er varðar stuðning þjóðarinnar, er það ekki staðreynd að málstaður uppreisnarmanna naut stuðn- ings minna en - þriðiungs bandarísku þjóöarinnar? Er það ekki lfka staðreynd, að þúsundir fhaldssamra banda- rískra auðmanna flúðu eins og þeir ættu lífið að leysa til Kanada?“ „Ég lít svo á, að fnamhald stríðsins í Vietnam sé með ölllu þarflaust. Ég hef kynnt mér rækilega opjnberar yfi’'- lýsingar beggja aðilanna um markmið þeirra, og sé það bhlutverk diplómatanna að koma fram þeim málum, sem eru leynt eða ljóst skilgreind í þessum yfirlýsingum, held ég að hægt væri að koma á sómasamlegum friði í Víet- nam. Fyrsta verkefnið er að binda enda á bardagana og flytja vandamálin að samn- ingaborðinu. Þetta fyrsta verkefni útheimtir ákveðin frumspor, og ég tel það hörmulegt ef ekki reynist unnt að fá umrædda aðila tií að stíga þessi fyrstu spor“. (Frá skrifstefu S.Þ.). Námskeið í Kaupmannahöfn um verzlun vanþróaðra landa Danir gera nú í haust ísam- vinnu við Sameinuðu þjóðirn- ar sérstakt átak til að ýtaund- ir þá viðleitni vanþróaðra landa að auka útflutning sinn. S.l. mánudag, 21. ágúst, hófst í Kaupmannahöfn 10 vikna námskeið fyrir sérfræðinga frá 20 vanþróuðum löndum, sem eiga að kynna sér hagkvæmar aðferðir við útflutning, bæði á hráefnum og iðnaðarvörum. Svipað námskeið var haldiö í Kaupmannahöfn haustið 1965, og voru umsóknir þá svo marg- ar, að ekki var hægt að sinna þeim öllum, Þess vegna sáu forráðamennimir sig tilneydda til að efna til annars námskeiðs með nálega sama sniði og það fyrra hafði. Upphaflega kom tillaganum fræðslustarfsemi af þessu tagi frá ráðstefnu S.Þ. um utanrík- isverzlun og þróun órið 1964, sem samdi allmargar ólyktanir um ráðstafanir til að auka út- flutning vanþróuðu landanna. Námskeiðið er kostað af sér- stöku framlagi Dana til Þróun- aráætlunar S.Þ. Stjórnandi námskeiðsins nú verður forstjóri útflutnings- stofnunarinnar dönsku, Dauge Stetting. Nánustu samstarfs- menn hans verða Julius Bruun verzlunarfulltrúi í utanríkis- ráðuneytinu og 0(1 e Viberg frá verzlunarháskólanum í Kaup- mannahöfn. Þátttakendur koma frá vanþróuðum löndum í Afr- íku, Asíu og rómönsku Amer- íku. 1 flestum tilvikum er um að ræða opinbera emhættis- menn sem vinna við utanrík- isviðskipti eða framámenn í einkafyrirtæikj um. Námskeiðið felur í sér fyrir- lestra, umræður og hópstarf, þar sem bæði verða tekin fyr- ir almenn efnahagsleg þróun- arvandamál í samhandi við ut- anríkisverzlun og sérstakar ráð- stafanir til að örva viðskipti. Fyrirlesararnir koma m.a. frá Hafnarháskóla og verzlunarhá- skólanum, dönskum ríkisstofn- unum og fyrirtækjum og frá alþjóðastofnunum. Þátttakendur munu ennfrem- ur heimsækja ýmsa staði ' í Danmörku og bregða sér bæði til Lundúna og Stokikhólms áð- ur en námskeiðinu lýkur 23. október. KÓPA V0CUR Vantar útburðarfólk í Austurbæ. Þjóðviljinn Sími 40753.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.