Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1967, Blaðsíða 5
Miðvifcudagur 23. ágúst 1967 — ÞJÖÐVILJllSrN — SÍÐA g Sigurður Þórðurson 1888 1967 Kirkjubyggingin í Bjarnarnesi- I stóra boganum fyrir ofan dyrnar og í cfri hluta tumsins eiga að koma stórir gluggar. — (Ljósm. Þjóöv. vh). Umdeilt: Nýja sauðahúsið í Bjarnarnesi „Þetta er nú nýja sauða- búsið okkar hér í Bjarnar- nesi", sagði presturinn á staðnum, Skaphcðinn Péturs- son, þegar hann sýndi blaða- manni Þjóðviljans kirkjuna, sem þar er í byggingu. Þetta nýja mannviriki er mjög umdeild bygging, þykir sumum hún stílhrein og fög- ur, en aðrir vilja helzt llikja henni við sambland afbragga og súrheystumi. Lesendur dæmi sjálfir af meðfylgjandi mynd. Sá sem ]x>rði aðteilkna svona nýtízkulega kirkju í sveit var Hannes Davíðsson arkitdkt. w ^ ^ ^ ^ ^ ^ En hvað sem öllum smekk líður hefur nýja kirkjan ó- umdeilanlega einn mikilvæg- an kost íramyfir gömlu kirkj- una: hún snýr rétt, í austur og vestur, eins og kirkna or siður. Gamla kirkjan íBjarn- amesi snýr nefnilega í norð- ur og suður og sagði prestur eftirfarandi sögu af ]>ví: Þegar sveitamenn voru að byrja á kirkjubyggingunni og ætluöu að láta hana snúa á hefðbundinn hátt kom ein- hver gáfaður maður úr Reykjavík og sagði: Nei, þetta er ómögulegt, kirkjan verður að snúa eins og áin. Var þá farið eftir því. En gömlu mennirnir vissu að leiðin urðu a.mic. að snúa rétt, — eða hver vildi fliggja eins og Jón hrak? Voru því leiðin lengi látin snúa í austur og vestur á ská við kirkjuna. Þá kom annar gáfaður maður — auðvitað líka úr Reykjavík, og sagði: Nei, þetta erómögu- legt, leiðin verða að snúa eins og kirkjan. Árangurinn er að látnir Hornfirðingar hvíla nú ýmist austur og vestur eða út og suður og er þetta sennilega eini kirkju- garðurinn sem getur státað af slíku fyrirbæri. Alþjóðleg skýrsla um ferðamál: Tekjur uf ferðumönnum f, 9% uf þjóðurtekjunum á íslundi Ferðamálaráð hefur sent Þjóðviljanum útdrátt úr skýrslu ferðamálanefndar O. E. C. D.- stofnunarinnar, þar sem gerð er grein fyrir ferðamálum í að- ildarríkjunum árið 1966 og fyrstu mánuði ársins 1967. 1 skýrslu þessari segir m.a.: „ ... Heildarveltan í erlend- um gjaldeyri vegna ferðamála (flutninga- og fargjöld ekki meðtalin) var ca. 10 miljarðar dollara árið 1966, hjá aöildar- ríkjum O.E.C.D., en það er nærri 6% af heildarupphæð út- flutningsverðmæta þeirra, og skyldrar þjónustu. — I Sviss, Portúgal, Spáni, írlandi og Austurríki er veltan nú að verðmæti ca. 4—6% heildar- framieiðslu landanna. Á Islandi er sambærileg tala fyrir árið 1966 1,9%. I Svíþjóð, Belgíu, Hollandi, Frakklandi og Þýzka- landi hefur upphæð sú sem ferðamenn eyddu erlendis á s.l. 10 ára bili aukizt tvisvar og ■ hálfum til þrisvar og hálfum sinnum örar en einstaklings- (per-capita) tekjur hafa vaxið. <S> RÁÐSTEFNA UM MANNRÉTTINDI Framkvæmd þeirra efnahags- legu og félagsllegu réttinda, sem fjallað er um í Mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna, er umræðuefnið á ráðstefnu sem haldin er um þessar mundir í Varsjá, að tilhlutan Samein- uðu þjóðanna. 35 Evrópulönd, þeirra á meðal öll Norðurlönd, voru hvöat til að senda full- trúa á ráðstefnuna. Ráðstefnan er fyrsta svæðis- ráðstefna sinnar tegundar og er haldin í samvinnu við pólsk stjórnarvöld. Hún er þáttur í ráðgjafarstarfi Sameinuðu þjóð- anna á sviði mannréttinda. Á dagskrá ráðstefnunnar eru fjögur meginumræðuefni: I fyrsta lagi verður rætt um nauðsynlegar ráðstafanir til að fá umrædd réttindi viðurkennd og vernduð. í því sambandi getur verið um að ræða lög- gjöf og tilskipanir eða önnur form opinberra pólitískra álykt- azca. Ennfremur verður farið yfir lagalegar og raunihæfar ráð- stafanir til að hrinda efnahags- legum og félagslegum réttind- um í framkvæmd. Verður þá sérstaklega fjallað um réttindi til vinnu, tií óbundins starfs- vals og til verndar gegn at- vinnuleysi. Heilbrigðismál þjóð- félagsins koma einnig til um- ræðu sem og mögulleikarnir t.l að taka þátt í menningarlífinu, vísindalegar framfarir og vel- ferð aldraðra launþega og elli- hrums fólks. I þriðja lagi verður fjallað um mikilvægi efnahagslegra og félagslegra áætlana og sam- ræmingar efnaihagslegrar ogfé- lagslegrar þróunar. Loks verður fjallað um þá ábyrgð, sem hvflir á lands- stjórnum og sveitastjömum. íólagsmálastofnunum, samtök- um og einstaklingum með til- liti til framkvæmdar efnahags- legra og félagslegra réttinda í daglegu lífi. — (S.Þ.). Ef aðildarlöndin í Evrópu eru tekin í einu lagi, þá hef- ur heildarveltan nærri fjórfald- azt á 10 árum (miðað við nú- verandi verðlag), en á sama tíma hefur útflutningur á vör- um og annarri þjónustu um það bil tvöfaldazt- Þessi aukning og framþróun er jafnvel enn eftirtektarverð- ari en hin stöðugi og reglu- bundni framgangur ferðamál- anna, og sérstaklega ef litið er á þau tækifæri og þá ónotuðu möguleika, sem enn eru fyrir hendi f öllum löndum. Sem stendur eru engin líkindi til að nokkurt lát verði á þessari framvindu- Mikilvægar breytingar á þró- un alþjóða-,,túrisma“ hafa samt sem áður átt sér stað um nokk- urt árabil, og þá sérstaklega að því er varðar smekk og hætti ferðafólks, ferða- og flutningsfyrirkomulagi, notkun farartækja, hótela og gististaða o.s.frv. Markmið ársskýrslna ferðamálanefndar O.E.C.D. er að miðla stjórnarvöldum og öðrum ábyrgum aðilum hinna ýmsu greina ferðamálanna, fróðleik varðandi þessar breyt- ingar, til að viðkomandi stofn- anir geti fært sér hann f nyt og haft ti(I hliðsjónar við áætl- anir og framkvæmdir hvers lands fyrir sig... Ferðamálanefnd O.E.C.D- var sett á laggirnar innan vébanda OEEC árið 1949, og sameinað- ist O E.C.D. 1961. Auk þess að vinna að gerð ársskýrslnanna og að endurbótum á „túrista- statistik" og samanburði slfkra töluskýrslna þjóða á milli, fylgist nefndin með framförum og þróun þessara mála í að- ildarlöndunum. Niðurstöðum og úrlausnarmálum sem ráðið mælir með á þessum vettvangi, er að finna í ársskýrslum þess. Þá eru haldnir árlega fundir í ferðamálanefnd O.E.C.D. og á Island aðild að þeim fundum- I dag verður til moldar bor- inn Sigurður Þórðarson fyrrum bóndi á Nautabúi í Skagafirði, kaupfélagsstj- á Sauðárkróki og alþíngismaður, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu hér í bæ 13. þ.m. Sigurður var fæddur 19. júlí 1888 á Fjalli í Sæmundarhlíð, sonur Þórðar Ingvarssonar og Ingibjargar Sigurðardóttur; hann ólst upp á Fjalli hjá móður sinni og móðurbróður, Benedikt bónda Sigurðssyni. Sigurður varð bú- fræðingur frá Hólaskóla 1907, og var það sú ein skólamennt- un sem hann hlaut um dagana. En hann var fróðleiksfús og bókhneigður frá æsku og leitaði sér þeirrar þóklegrar þekking- ar sem hann átti kost á, og mun sízt hafa verið úr því dregið á æskuheimili hans- Enda varð Sigurður snemma betur að sér á mörgum svið- um en títt var um jafnaldra hans, og mátti kalla furðulegt hversu vel honum nýttist til sjálfsmenntunar naumur tími sem afgangs var á störfum hlaðinni ævi. • Sigurður kvæntist 1910 Ingi- björgu Sigfúsdóttur prests Jóns- sonar á Mælifelli, en hún er látin fyrir tæpum tveimur ár- um. Þau eignuðust tvö böm sem upp komust, Sigfús vérk- stjóra og Ingibjörgu, sem stað- ið hefur fyrir heimili föður síns síðustu misserin; fóstur- dóttir þeirra hjóna er Ingibjörg Kristjánsdóttir, kona Guðjóns Ingimundarsonar kennara á Sauðárkróki. Þau Sigurður og Ingibjörg settu bú saman á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi<s> 1912 og -bjuggu þar í röskan aldarfjórðung. Efni voru lítil í fyrstu, en á fáum árum kom Sigurður þar upp miklu mynd- arbúi, bætti jörð sína á marga lund og húsaði að nýjú, enda varð hann ungur einn af helztu bændum sveitar sinnar. En dugnaður hans og hagsýni voru meiri en almennt gerðist; hann var bæði afkastamaður til allra verka t>g ósérhh'finn svo að af bar, en auk þess var hann frá- bærlega hagsýnn og dverghag- ur til hvei-s sem hann tók hönd- um til. Snemma hlóðust á hann margvísleg ábyrgðarstörf í sveit hans og héraði, og verður það ekki tínt til hér; það eitt skal nefnt að hann var hreppstjóri Lýingsstaðahrepps 1922-‘38 og í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga 1928-‘38, en auk þess gegndi hann mörgum öðrum trúnaðar- störfum. Árið 1937 var hann ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Skagfirðinga og fluttist til Sauðárkróks árið eftir, en því starfi gegndi hann til 1946. Al- þingismaður Skagfirðinga var hann 1942-‘46, sat í Nýbygg- ingaráði 1946-‘47 sem fulltrúi Framsóknarflokksins og fluttist bá til Revkjavíkur. Síðan var hann starfsmaður Fjárhagsráðs 1947-‘53 og Innflutningsskrif- stofunnar 1953-1960. öllum þessum margvíslegu störfum gegndi hann af mikilli prýði og trúmennsku að dómi þeirra sem gerst máttu þekkja, enda var hann þeim gáfum og hæfileikum búinn að af honum hefði mátt marga menn gera. Hann var alla tíð óragur við að takast á hendur ný viðfangs- efni á hverju því sviði sem hann vissi sig kunna skil á eða geta við ráðið; hinsvegar gerði hann sér fulla grein fyrir þoim takmörkum sem kunnáttu hans og þckkingu voru sett, var að sama skapi laus við vanmat sem pftraust á sjálfum sér og lét sér aldrei verða að reisa sér hurðarás um öxl. Þó að Sigurður væri vinnu- samur maður og störfum hlað- inn mestan hlut ævinnar, kafn- aði hann aldrei í brauðstriti, heldur hélt sér ótrúlega vel vakandi í menningarmálum fram á efstu ár. Hann hafði mikinn áhuga á bókmenntum og fögrum listum, mat þær af persónulegum smekk og kunni vel að gréina á milli hismis og kjárná. Hann var sjálfstæð- ur í skoðunum, fór sínár eigin götur og var litið um það gef- ið að láta segja sér fyrir verk- um í opinberum málum. Islend- ingur var hann í húð og hár, bar gott skyn á gömul þjóðleg verðmæti, átti meðal annars nokkurt safn gamalla muna sem hann hafði í ýmsum tilvikum bjargað frá hreinni glötun- Á efri árum ferðaðist hann nokk- uð erlendis og hafði gaman af. en ekki varð þess vart að út- lönd og útlendingar yxu honum í augum, pg allt útlendingadek- ur og undirlægjuháttur við er- lend öfl var eitur í hans bein- um. Sigurður var maður glaðlynd- ur í sinn hóp, gestrisinn og hrókur alls fagnaðar á vina- fundi. Hann var vel máli far- inn og hnyttinn í orðum, en átti til að vera strfðinn og stundum neyðarlegur í tilsvör- um ef því var að skipta, ekki sízt ef hann átti að mæta of- látungshætti og belgingi. Frá bvf reið enginn feitum hesti ;.ð fara að honum með frekju eða offorsi. En á hinn bóginn var hann hjálpsamur og góðviljað- ur þar sem þörfin var mest, enda munu þeir ófáir sem eiga honum þakkarskuld ógoldna. Vinum si'num var hann tryggða- tröll sem aldrei brást, og um það þarf ég ekki vitneskju til annarra að sækja. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman í æsku minni, þegar ég dvaldist hjá honum við fyrsta nám mitt undir skóla og síðan hér í R- vík síðustu tuttugu árin, en öll þau ár höfum við hjónin verið heimagangar í húsi hans og notið þar þeirrar vináttu, hjálp- semi og góðvildar sem ekki gleymist. Sigurður Þórðarson var góð- ur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi um aldamótin síðustu. Hann hafði til að bera þá bjartsýni og framfaravilja sem einkenndi beztu menn þeirra tíma, og með hæfileik- um sínum og dugnaði sýndi hann í verki hverju mátti til leiðar koma þrátt fyrir alla erf- iðleika. Hann skilaði miklu dagsverki bæði heima i héraði og á almennari vettvangi. En lengst munu vinir hans minn- ast hans sakir mikilla mann- kosta, tryggðar og óbilandi vin- festi. Jakob Benediktsson- Dúna hf. opnur nýju verzlun í Kópuvogi Húsgagna- og dýnuverksmiðj- an Dúna h.f. opnaði sl. föstu- dag nýja húsgagnaverzlun í auknu og cndurbættu húsnæði að Auðbrekku 59 í Kópavogi. Þar er til sölu fjölbreytt úrval húsgagna, bæði framleiðsla verksmiðjunnar sjálfrar og frá öðrum verkstæðum innlcndum og crlcndum. Framkvæmdastj. Dúnu, Ösk- ar Halldórsson, sýndi frétta- mönnum hið nýja verzlunar- pláss og verkstæði fyrirtækis- ins. Hið nýja verzlunarpláss er um 300 fermetrar á tveim hæð- um, og virðist öllu þar vel og haganlega komið fyrir, en Sig- urður Karlsson hefur séð þar um allt skipulag. Húsgagnaverksmiðjan Dúna hóf starfsemi sína árið 1963 við Súðarvogi í Reykjavík pg var í upphafi eingöngu unnið að dýnugerð og húsgagnábólstrun. A næsta ári flutti Dúna starf- semi sína að Auðbrekku 59 í Kópavogi og hefur verið þar til húsa síðan. Verzlunarhúsnæðið þar hefur nú verið stækkað um helming, og er þar nú pláss fyrir fjölbreytt úrval húsgagna, eins og áður segir, og jafn- framt hefur verkstæðinu veirið betur komið fyrir þar f hús- inu. Dúna hefur tryggt sér umboð fyrir ýmis erlend fyrirtæki, beirra þekktast mun vera Nis- sen og Friis í Danmörku- Dúna flytur húsgögnin ekki fullbúin hingað. Samsetning þeirra og bólstrun fer fram á verkstasði Dúnu og hafa viðskiptavinir um að velja fjölbreytt úrval áklæð- is, ótal gerðir og liti. Að færast til Um verzlunarmannahelgina svokallaða grípur allan þorra Reykvíkinga áköf löngun til að færast til í rúmi og tíma, og farartækin eru margvísleg, en einkum þó bifreiðir, það er eins og rauð glóð af ferðahug komi yfir farartæki þessi (eða eru það þau sem ráða?), óg tugir þúsunda taka saman föggur sínar og aka út á rykfulla veg- ina, allir í einu, svo viðbúið er umferðarstöðvun, en vegim- ir tætast upp íyrir þessu ógnar álagi, og lungun í fólkinu fóðr- ast innan af ryki. Páir vita hvert erindið er, nema ef vera skyldi að farartækið heimti þetta, vilji ekki sitja heima í skúr þegar allir aðrir fara. Minnir þetta ekki ólítið á sveim flugna, svo sem engisprettna, sem fara i stórhópum af mikilli grimmd til að éta það allt unp til agna sem á vegi þeirra verð- ur. Bílar éta benzín, en ekki gróður beinlínis. Hvemig væri að snúa þessu svo við, að hver maður hefði með sér svo sem þúsund trjáplöntur til að græða hrjóstur landsins, og grasfræ. lúpínufræ, og mélgresiskom, og beiddi þess himininn að sam- verka þessu, styðja hver annan þvi ný nauðsyn er þetta, svo hafa fróðir menn sagt. En svo eru aðrir sem segja bað enga nauðsyn vera, heldur 'jpjöll, og held ég þessa menn munu hafa sannað á siálfum sér þá undradýpt af eilífð kyrrð og veldi, sem Stórisandur og Stórahraun gefa innsýn f, þegar farið er um þessi grá- svörtu hrjóstur, sem sýnast ó- Framhald á bls. 7. i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.