Þjóðviljinn - 24.08.1967, Page 12

Þjóðviljinn - 24.08.1967, Page 12
Frakkar heita Quebec-búum aukinni aðstoð PARÍS 23/8 — Franska stjórn- in ætlar að stórauka tæknilega og efnahagslega aðstoð við Que- bec-fylki í Kanada til þess að „hjálpa frönskum Kanadamönn- um til að varðveita og þroska persónuleika sinn“ eins og kom- izt er að orði í yfirlýsingu upp- lýsingamálaráðherra Frakka um málið. Vitað er að forsætisráðherra Quebec, Johnson, ræddi við de Gaulle í maímánuði m. a. um möguleika á því að koma á loft gerfihnetti sem gerði Que- becbúum kleift að horfa á franskt sjónvarp — átti þetta að vera eitt af mörgum atrið- um í menningarlegrj samvinnu Frakka beggja vegna Atlanzhafs. Viðbótin í sjónvarpinu: FræBsluefni, nýr framhaUs- myndaþáttur og löng kvikmynd ■ Um mánaðamótin hefst sex daga dagskráin í sjón- varpinu, verður þá bætt við tveim útsendingardögum, þriðjudögum og laugardögum, en fimmtudagurinn verður áfram sjónvarpslaus dagur. Ákveðin er nú dagskrá nýju sjónvarpsdaganna í megindráttum og verður þriðjudagur- inn helgaður fræðsluefni, en á laugardögum verða íþróttir, endurtekið efni og um kvöldið löng kvikmynd og nýr fram- haldsmyndaflokkur. Kostar hurðin 750 þúsund krénur? Endurbætur fara nú fram á anddyri Alþingishússins. Hefur meðal annars verið skipt um hurð. Þar er nú komin koparslegin eikar- hurð og ganga sögur um að hún muni kosta upp- sett 750 þúsund krónur. Þjóðviljinn hafði sam- band við Friðjón Sigurðs- son, skrifstofustjóra Al- þingis í gær og kvað hann kostnaðinn af þessum breytingum og endurbót- um ekki liggja fyrir ennþá. Ekki vildi hann staðfesta verðið á eikarhurðinni góðu. Þá er líka á döfinni að setja upp sjálfvirka sím- stöð fyrir Alþingishúsið, og komu tækin til landsins síðastliðið vor. Er nú ver- ið að vinna við uppsetn- ingu á þeim og verður hægt að ná sambandi við Alþingishúsið, Þórshamar og Kirkjustræti 12 í gegn- um sjálfvirkt kerfi næsta vetur. ^ Sjónvarpað verður í fyrsta sinni á laugardegi 2. september n.k., en dagskrá laugardaganna verður þannig, að því er segir í frétt sem blaðinu hefur borizt frá Sjönvarpinu, að kl. 17 — 19 verður flutt íþróttaefni og end- urtekið efni. M.a. verða sýndir þættir úr beztu knattspyrnu- kappleikjum í Bretlandi. Enn- fremur verður kvölddagskrá á Iaugardögum og verður fyrst um sinn fluttur framhalds- myndaflokkurinn „Jóa Jóns’' (Mrs. Thursday) og löng kvik- mynd, en þessi laugardagskvik- mynd verður síðan endurtekiná miðvikudagskvöldum. Fyrsta laugardagskvöldið verður til dæmis sýnd kvikmyndin ,,Synd- irnar sjö“ með Alec Guinness. Á þriðjudögum verður ein- göngu sjónvarpað fræðsluefni. Fyrsta þriðjudaginn í septemtoer verður dagskráin t.d. sem hér segir: Erlend málefni, erlend kvikmynd um heimkynni poka- dýrsins, íslenzkur fræðsluþáttur í umsjá Guðmundar Sigvalda- sonar jarðefnafræðings og fyrsti þáttur í nýjum myndaflokki um sögu fyrri heimsstyrjaldarinnar. Síðar í haust hefst tungumála- kennsla á þriðjudögum og ým- is'legt annað fræðsluefni. Fréttasendingar verða ekki fyrst um sinn á þriðjudögum og laugardögum, en hefjast þegar lokið er þjálfun nýs starfs- liðs hjá Sjónvarpinu. Dráttarbrantin fuilgerö í haust ★ í Neskaupstað hefur í sumar verið unnið að gerð dráttarbrautar. Hefur að undanförnu verið unnið að undirbyggingu brautarinn- ar úti í sjónum og er því verki að ljúka, en í næsta mánuði verður gengið frá öðrum hlutum brautarinn- ar. Mun dráttarbrautin væntanlega taka til starfa um mánaðamótin okt-nóv. ★ Þessi rómantiska mynd er tekin í þoku við höfn- ina í Norðfirði fyrir skemmstu og sjást á henni til vinstri framkvæmdir við dráttarbrautina, mastr- ið er á fleka sem notaður er við undirbygginguna. Staurarnir sem mávarnir hafa tyllt sér á eru leifar af gamalli bryggju. (Ljós- mynd Þjóðv. vh.). Fimmtudagur 24. ágúst 1967 — 32. árgangur — 188. tölublað. Sýning á þvotta- og sauma- vélum að Hallveigarstöðum Þeir sem hafa í hyggju að kaupa saumavél eða þvottavél fá um næstu helgi gott tækifæri til að skoða og bera saman hinar ýmsu tegundir þessara véla, sem hér eru á markaðnum, á sýn- ingu sem haldin verður í húsi kvennasamtakanna, Hallveigar- stöðum við Túngötu. Sýning þessi er haldin á veg- um Káupmannasamtakanna og annast eitt aðildarfélag þeirra, Félag raftækjasala allan undir- búning, en 14 fyrirtæki taka þátt í sýningunni og sýna alls um 30 gerðir þvottavélla og 8 tegundir saumavéla. Fulltrúar hvers fyrirtækis verða á sýning- unni og veita allar upplýsingar um tækin, notkun þeirra, hæfni verð og fleira. Mikail Franzson auglýsingateiknari hefur haft umsjón með uppsetningu sýn- ingai’innar. Konur víðsvegar að af land- Landsþing Kven- félagasambands Íslands f dag hefst hér í Reykjavík landsþing Kvenréttindasam- bands Xslands. Verður þingið sett í Neskirkju kl. lo árdegis í dag. inu sitja þessa dagana lands- fund Kvenfélagasambands fs- lands, en efnt er til sýningar- innar í beinu sambandi við þann fund og verður hún opnuð ann- að kvöld. Á laugardag kl. 5 verður sýningin opnuð almenn- ingi og opin sunnudag kl. 10 — 10, mánudag kl. 2 — 10 og leng- ur ef þörf gerist. Aðgangur er ókeypis. Landsleikurinn ísland — Danmörk Danir unnu íslendinga 14:2 Leikurinn reiðarslag fyrir íslenzka kn attspyrnu Danir unnu Islendinga í lands- leiknum í knattspyrnu í gær- kvöld með 14 mörkum gegn tveimur! Stjórn luns Smiths herðir á apartheid Tíu síldarskip með 2780 lestir Dágott veður var fyrri sól- arhring á síldarmiðumum, sem voru á svipuðum slóðum og undanfarna daga. Lítið gerðist fram eftir degi í fyrradag, en þegar líða tók á kvöldið fór að glæðast og fengu þá nokkurskip góða veiði. Mörg skip eru á leið til lands. Haförninn lestaði í gær við Jan Mayen. Samtals tilkynntu 10 skip um afla, 2780 lestir. Raufarhöfn: Héðinn ÞH 320, Fífill GK 370, Kristján Valgeir NS 300, Magnús NK 260, Sæfaxi II NK 210, Sveinn Sveinbjöms- son NK 270, Loftur Baldvinsson EA 200, Sólrún IS 200, Jón Kjartansson SU 370, Seley SU 280. SALISBURY 23/8. Minnihluta- stjórn hvítra manna í Ródesíu hefur tekið saman lagafrumvarp sem heimilar hvitum mönnum í landinu að þvinga þeldökka menn til að yfirgefa heimili sín á svæðum þar sem hvítir menn eru í meirihluta. Kjami þessarar lagasetningar er fólginn í því að hægt er að reka þeldökkar fjölskyldur frá heimilum sínum ef að nægilegur fjöldi hvítra nágranna þeirraósk- ar þess. Þær eiga að fá bætur fyrir þau hús sem þau yfirgefa en fá ekki rétt til að mótmæla brottflutningi á neinn hátt. Stjómin leggur fram þetta frumvarp vegna þess að húseign- ir hafa fallið í verði þar sem Indverjar hafa flutt inn á svæði þar sem áður bjuggu aðeins hvítir menn- Blökkumönnum hef- ur þegar verið bannað að búa á svokölluðum „hvítum svæð- um“. Um leið berast fréttir um auk- in átök við blakka skæruliða í Ródesíu við landamæri Zambíu. Það liggur við að manni fall- ist algjörlega hendur við þessi úrslit. Að landsleikur skuli vinn- ast með 14 mörkum gegn 2, það er án efa heimsmet sem seint verður slegið. Hvað á að segja? Það er nákvæmlega ekkert sem afsakar svona nokkuð. Hvað segja forustumenn íslenzkra knattspyrnumála? Hvað segir sú nafntogaða Landsliðsnefnd? Ætli veizluföngin hafi smakkazt þeim vel eftir leikinn í gærkvöld tða coctail-glösin reynzt þeim þung þegar skálað var fyrir sigri Dana? Ég veit það ekki, en það er aðeins eitt sem lands- liðsnefnd getur gert, og reyndar knattspyrnuforustan öll: SEGJA AF SÉR. Samkvæmt frásögn útvarps- ins komu mörkin sem hér seg- ir: Á 3. mínútu skorar John Ol- sen fyrsta mark Dana. Finn Laudrup skorar 2:o á 7. mín., Kersten Bjerre skorar úr víta- spyrnu á 14. minútu, 3:0s Ulrik Le Fevre skorar 4:0 á 16. mín- útu, stuttu síðar skorar Laud- rup 5:0, og á síðustu mín. fyrri hálfleiks skorar John Olsen 6:0. Þannig stóð í hálfleik. Helgi Númason skoraði fyrra mark íslands á elleftu mínútu síðari hálfleiks, 6:1, Le Fevre skorar 7:1 á 13. mín. Laudrup skorar 8:1 á 15. mín. og 9:1 á 17. mín. Hermann Gunn- arsson skoraði svo 9:2 á sömu mínútu. Á 20. mínútu skora Danir svo 10:2 og 11:2 kemur á 25. mín. Þremur mínútum seinna koma svo 12:2, á 38. mín skorar Bjerre 13:2 og síðasta markið kom svo á 41. mínútu. S or. Nígsríustjórn staðfestir vopna- kaup frá Sovét LAGOS 23/8 — Sambandsstjórn- in í Nígeríu hefur nú staðfest opinberlega að hún hafi keypt vopn í Sovétríkjunum. Segir hún að hér hafi verið um venjulega verzlun að ræða og vopnin greidd út í hönd. Um leið fróbiður stjómin sig skrif- um um pólitíska þýðingu þess- ara vopnakaupa og vill bersýni- lega forðast að borgarastyxjöldin í Nígeríu verði hluti af átö'kum austurs og vesturs. Bretar hafa hikað við að senda vopn til samtoandsstjórn- arinnar, hinsvegar eru bandarísk olíufélög grunuð um stuðning við uppreisnarmenn í A-Nígeriu, sem nú hafa stofnað ríkið Biafra og lagt þar að auki undir sig miðvesturhémð landsins. Frá Benin, höfuðbprg miðvest- urhéraðanna berast þær fregnir að liklega fari menn þar að dæmi þeirra í Biafra og lýsi yfir stofnun nýs ríkis. 1 síðustu fréttum frá Nígeríu segir, að hermönnum frá Biafra hafi mistekizt að ráðast óvænt á Lagos með því að fara yfir torsóttar mýrar. Hafi um 303 Biafra-hermenn fadlið í viður- eigninni. Boðið í kynnis- ferð til Sovét Vilhjálmi Þ. Gíslasyni út- varpsstjóra og Pétri Guðfinns- syni framkvæmdastjóra sjón- varpsins, hefur verið boðið til nokkurra daga kynnisferðar til Sovétríkjanna. Héldu þeir utan í gær og munu dveljast í Sovétrikjun- um í rúma viku og kynna sér útvarps- og sjónvarpsrekstur þar í landi. Það eru sovézk stjórnarvöld sem fyrir boðinu standa. A ðskilnaðarhreyfíng risin á Orkneyjum og Hjaltlandi? KIRKWALL 23/8 — Spjö'ld með kröfum um að Orkneyjar og Hjaltland segi sig úr Iögum v.ið Stóna-Bretland og sameinist Danmörku hafa verið fest upp undanfarna daga í bæjunum Kirkwall og Stromnes. Á slíkum spjöldum stendur m.a.: Orkneyjar farast undir brezkri stjóm — sameinumst Danmörku aftur strax. — Hjalf- land og Orkneyjar voru hluti af dansk-norska ríkinu allt til árs- ins 1486, en þá gengu þær til skozku krúnunnar sem hluti af heimanmund sem gefinn var með norskri konungsdóttur. örnefni eru flest norræn á eyjum þess- um og enska sú sem töluð er þar, er að ýmsu leyti sérstæð. Atvinnulif hefur verið mjög eymdarlegt í eyjunum undan- fama áratugi og fóftfcið hefur fiúið þaðan. i Kaupa kjötið í smásölu Skipverji á einum af tog- urum Bæjarútgerðar Reykja- víkur leit inn á ritstjórn blaðsins á dögunum og mælti eitthvað á þessa leið: — Það hefur verið mikið ritað og rætt um bága rekst- ursafkomu BÚR — og það að vonum. Við sém á skipunum vinnum verðum þess iðulega varir að fullrar hagsýni er ekki alltaf gætt í rekstrinum. Eitt lítið dæmi er það að kosturinn í skipin skuli að verulegu leyti keyptur í smá- sölu með margfaldri álagn- ingu. Við Þjóðviljamenn bárum þetta undir Jón Ásgeirsson, innkaupastjóra hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur, og taldi hann þetta ekki allskostar rétt. — Við kaupum allt í heild- sölu, sem við getum af kost- inum, sagði hann. — Kaupið þið kjöt í heild- sölu? — Nei, kjöt er ekki keypt i heildsölu. Við skiptum við Kjötbúðina Borg og Slátur- félag Suðurlands og fáum ekki slík kjör. — Er hvergi hægt að kaupa kjöt í heildsölu? — Ekki svo mér sé kunn- ugt um. Einu sinni stóð til að kaupa allt kjöt í einu lagi að haustinu til og geyma það ■'iðan í frystihúsi. Þetta komst nú aldrei í framkvæmd. Það stóð í okkur að snara kaupverðinu út á einu bretti. Síðan höfum við keypt kjöt í smásölu, sagði Jón að lok- um. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.