Þjóðviljinn - 25.08.1967, Page 8
g SlÐA — ÞJÚÐVILJINN — Föstudagur 25. ágúst 1062.
CHRISTOPHER LANDON:
Handan við
gröf og dauða
14
stofuskápnum. Nú fyrst skildi ég
hvað undir þeim bjó-
Eftir matinn spiluðum við á
spil. Það var póker og ég varð
þess fljótlega var, að faðir 0‘
Neil var ágætur pókerspilari. Ég
var vanur að standa mig sæmi-
lega í flestum spilum, en innan
klukkustundar hafði hann unnið
af mér tvö pund, þótt lágt væri
lagt undir, og álíka mikið af
Colins og Lois. Þá gerðist dálítið
einkennilegt — að minnsta kosti
þótti mér það einkennilegt þá.
Klukkan var orðdn um það bil
hálfellefu og mig var farið að
syfja eftir alla útiveruna um
daginn. Colin var að taka saman
spilin og nú lagði hann þau allt
£ anu frá sér án þess að gefa.
— Ég held það sé rétt að við
hættum núna, sagði hann rólega-
— Eruð þér tilbúinn, faðir?
Presturinn kvað svo vera og
það varð vandræðaleg þögn og
þau litu fjrrst hvert á annað og
síðan á mig. Loks sagði Lois:
— Væri þér sama þótt þú færir
fram í eldhúsið svolitla stund,
Harry? Faðir O‘Nei'1 ætlar að
biðja fyrir okkur og á eftir ætl-
ar hann að taka okkur til skrifta.
Þetta virtist dálíið hlálegt
eftir alla þessa drykkju og spila-
mennsku. En það var reyndar
iausnarorðið sem ég þurfti. —
%
vi TIZH
W EFNI
/ SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiöslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18. III. hæö (lyfta)
Sími 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SlMl 33-968
Allt í lagi, en ég held að ég fari
beint í rúmið ef ykkur er sama.
Ég er orðinn mjög syfjaður.
Ég kvaddi öll með handabandi
og gekk síðan til dyra. Colin
fylgdi mér fram í anddyrið- —
Ég gleymdi dálitlu, Sleði, sagði
hann kæruleysislega og gékk í
áttina að vinnustofu sinni. Ég
var mjög þreyttur og í þetta
skipti tókst mér að sofna undir
eins. Ég heyrði ekki einu sinni
þegar hin gengu til náða.
Ég vaknaði allt í einu. Nóttin
var kyrr og þrúgandi og inn um
opinn gluggann féll tunglsljósið
og myndaði ferhyrning á gólf-
inu. En það var eitthvað annað
— skyndilegt hugboð um návist
einhvers í herberginu. Kofinn
vár frammi við dyr- Ég sneri
mér þangað og leit ósjálfrátt á
sjálflýsandi úrið mitt og sá að
klukkan var hálftvö; síðan leit
ég að dyrunum og kom auga á
eitthvað ljóst og hreyfingarlaust
handan við ljóferhyrninginn.
Ósjálfrátt hrópaði ég: — Hver
er þar? Og svo var eins og
þetta ljósleita færi að þokast inn
í tunglsljósið. Það var Lois.
Hún var í náttkjól einum fata
og sem snöggvast hélt ég að hún
væri að ganga í svefni. — Dois.
Hvað í ósköpunum —?
Hún svaraði ekki strax. Hún
stóð á miðju gólfi og hún sýnd-
ist skjálfa og ég vissi að það
var ekki af kulda. Svo hvíslaði
hún hásri röddu: — Ö, Harry,
hjálpaðu mér. Mig langar bara
til að vera hjá þér .... smá-
stund. Ég hef verið svo einmana.
Þú getur ekki gert þér í hugar-
lund hvað þessir tveir dagar hafa
verið mér mikils virði. Það er
enginn hér sem ég get talað við,
öllum stendur á sama um mig.
Þú ert sá fyrsti sem hefur sýnt
mér vinsemd. Harry, þú vilt mig-
Þú vilt mig, þótt þér geðist ekki
að mér.
— Vil hana? hugsaði ég. Já,
svo sannarlega þráði ég hana.
Ég mundi eftir kossinum fyrr
um daginn- Ég óskaði einskis
frekar en taka hana í rúmið til
mín; finna hlýju hennar og
kvenlega nærveru, sem ég hafði
saknað í mörg ár. Jafnvel þótt
hún hefði verið kona vinar míns,
held ég að ég hefði tekið hana
hvar sem var annars staðar en
í hans eigin húsi. Hvar sem var
í heiminum nema undir þaki
Colins.
Ég steig fram úr rúminu og
tók sloppinn minn. — Nei, Lois.
Colin .— við getum efcki.
Hún hallaði sér í áttina til
mín,. en maldaði ekki í móinn
þegar ég fór að leiða hana til
dyra. Ég fann mýkt hennar, ég
fann daufan ilminn af líkama
hennar. Ég þráði það eitt að
segja „já“, en ég hélt áfram að
dyrunum. Þegar ég opnaði og
leit í skyndi fram ganginn, fann
ég til gremju yfir því að ég
skyldi þrá hana svo ákaft- Hún
hreyfði sig ekki, svo að ég hristi
hana örlítið og hún leit á mig
og augu hennar voru tárvot. Það
heyrðist þrusk úr næsta her-
bergi.
— Flýttu þér, sagði ég — I
guðs bænum flýttu þér.
Einhver var vakandi. Hljóðið
virtist vekja hana til dáða- Hún
steig þrjú röskleg skref og rakst
utaní borð í ganginum. Ég sá
vasann sem á því stóð riða en
ég gat ekki hrært legg eða lið.
Vasinn valt til og frá og .datt
síðan í gólfið. Ljós var kveikt
í hinum . enda gangsins og þar
stóð Colin og horfði á okkur.
Colin, hún hefur gengið í
svefni. Ég .... ég var að hjálpa
henni til baka. Ég bjóst ekki við
því að hann tryði mér, en ég
átti þó ekki von á þeim við-
brögðum sem hann sýndi. And-
lit hans var náfölt, ljótir, dökkir
baugar undir augunum. Vöðvi
kipptist til í sífellu við annað
munnvikið á honum. Hann gekk
í áttina til okkar og þreif í hand-
legginn á Lois-
.— Gála, sagði hann. — Gála.
Um morguninn var húsið enn
hljóðara en það hafði verið dag-
inn sem ég kom. Nú kóm ekki
til greina að lyfta fjölinni í horn-
inu og hrópa á heitt vatn; ég
rakaði mig úr köldu, lét niður
í töskuna mína og læddist niður
stigann að vinnustofu Colins þar
sem ég taldi vist að ég yrði ekki
ónáðaður. Ég fann símanúmer
leigubílstjórans á staðnum og
sagði honum næstum hvíslandi
aö ég þyrfti að láta aka mér á
næstu brautarstöð. Hann sagðist
myndu koma og sækja mig- eftir
stundarfjórðung og ég . hefði
nægáb1 tffðá br'‘að''körhást til
Birr og ná hraðlestinni til
Dublin. Ég skrifaði Colin nokkrar
línur um það, að bezt væri að
ég færi strax. Ég fór. að ganga
fram og aftur um stofuna, bezta
herbergið í húsinu — svalt og
friðsælt. Á stóra skrifborðinu
stóð ritvélin með pappírsörk f;
við hliðina á henni segulband.
Ósköp eðlilegur útbúnaður fyrir
rithöfund — að einu undanskildu.
Ég hefði ekki tekið eftir því, ef
ég hefði ekki þurft að bíða hér
meðan ég beið eftir leigubílnum.
Örmjó leiðsla lá frá upptökutæk-
inu, ekki að skrifborðmikrafóni,
heldur upp vegginn og að loftinu
og síðan úr augsýn- Jafnvel í
reiði minni og eymd gat ég ekki
varizt því að velta fyrir mér
hvað í ósköpunum Colin væri
að bauka.
Það var hljótt í húsinu, alltof
hljótt. Fyrsti hávaðinn kom eins
og frelsun. Loks heyrðust hjól-
barðar snúast eftir möJinni og
ég vissi að leigubíllinn var að
koma. Ég axlaði golfkylfumar
mínar, tók ferðatöskuna og gekk
út. Ekkert hljóð að innan, engin
hreyfing. Gluggamir á flagnaðri
framhliðinni horfðu á eftir mér
eins og blind augu þegar við
ókum á brott.
í lestinni gafst mér tfmi til
að hugsa um það sem gerzt hafði.
Fyrstu vandræðalegu samfund-
ina við Colin og Sally. Upphafs-
andúð mína á eiginkonu hans.
Síðan hinn óvænti skilningur
sem kviknað hafði með mér og
Lois. Hið óvænta aðdráttarafl
rauða hársins og hvíta hörunds-
ins, sem lauk með heimsókn
hennar í herbergi mitt og hinu
óhugnanlega lokaatriði á stiga-
pallinum. Þegar ég hugsa um
þetta núna, virtust mér viðbrögð
Colins svo furðuleg, vegna þess
að þau komu ekki heim við
manngerðina. Það hefði verið lík-
ara honum að koma með mein-
lega athugasemd. Þegar á allt
var litið hafði hann ekki einu
sinni hirt um að leyna sambandi
sínu og Sallyar- Ef til vill var
það rétt hjá Lois að Colin hefði
gifzt henni, vegna þess að hún
var hluti af Cl'onco, og þegar
draumur hans hafði rætzt, gat
hann ekki veitt neinum öðrum
hlutdeild í honum. Og þótt Lois
væri ekki „neinn annar“, þá var
hún þó enn húsmóðirin á heimili
hans.
Lois .... nafn hennar ómaði
fyrir eyrum mér. Ég fengi aldrei
að vita hve mikið af tilfinning-
um hennar gagnvart mér væri
ósvikið, hve mikið væri leikara-
skapur. Nú þurfti ég aðeins að
reyna að gleyma.
I London var að minnsta kosti
ekkert sem minnti mig á hana.
Miklar annir hjálpuðu mér fyrstu
vikurnar; og með tímanum máð-
ist og fölnaði jafnvel myndin af
henni þar sem hún bjóst til að
stinga sér í- vatnið og bar við
græn tré og bláan himin. Eftir
eitt eða tvö ár, þegar blöðin
fóru að skrifa um Colin, gat’ég
lesið skrifin með hugarró.
Stundum var þetta enginn
skemmtilestur. Það var til dæmis
smáfréttir um það að hann hefði
þurft að leggjast á sjúkrahús
vegna ,,taugaáfalls“. Ég vissi
hvað það táknaði. Þrjár af bók-
um hans voru settar á lista ka-
þólsku kirkjunnar yfir bannaðar
bækur — bannfræðar opinber-
lega af írsku kirkjunni. Ekki svo
að skilja að bannið hefði sérlega
mikla þýðingu — trúlega jók það
sölu bókarinnar um þriðjung —
en með næstu bók sinni olli
hann reglulegu hneyksli. Nú var
ekki lengur um það að ræða að
brjóta í - bága við tiltekin trúar-
brögð,. heldur kom hið opinbera
til skjalanna- Orðið klám var
nefnt í fyrsta skipti, og síðan úr-
skurðaði dómstóll, bæði í Lon-
don og Dublin, að tilteknir kafl-
ar í síðustu bók hans féllu undir
klám; útgefendur og prentsmiðju
eigendur voru sektaðir -...... og
Colin? Lundúnablöðin skrifuðu:
því miður hefur okkur ekki tek-
4986 I æsingnum hefur Wallace ekki miðað rétt. Furet er aðeins
lítillega meiddur sér Angélique, þegar hún stumrar yfir honum.
— En hún verður fyrir sárum vonbrigðum: Hróp hennar hafa
að því er virðist ekki heyrzt fyrir ölduganginum. — Ameríkaninn
• hrósar sigri. „Ég vara ykkur við að endurtaka slíkt! Eða
enn betra ......“'Hann tekur upp byssuna. „Niður með ykkur,
þar getið þið öskrað eins og við viljið og enginn mun heyra til
ykkar!“ — Þau verða að hlýða. - Þau geta ekkert annað gert.
KICA.MrS A-l sósa: Með kjöti,
með 1‘iski. með hverjn sem er
SKOTTA
Pabbi er svo ómúsikalskur. Hann kann ekki að meta eitt ein-
asta af tíu vinsælustu dægurlögunum!
BÍLLINN
Bílaþjónusta
Höfðatúni 8. — Sími 17184.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA.
BlL AÞJÖNUST AN
Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla-. ljósa og mótorstillingu. Skiptum
um kerti, platínur, l'jósasamlokur Örugg biónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32, sími 13100.
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar.
Slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
Smurstöðin Sætúni 4
Smyrjum bílinn fljótt og vel. — Höfum
fjórar bílalyftur. — Seljuim allar tegundir
smurolíu. — Sími 16227.
Terylene buxur
og gallabuxur í öllum stærðum — Póstsendum.
Athugið okkar lága verö.
O.L. Tradarkotssundi 3
(móti Þjóðleikhúsinu) — Sími 23169.
k
*