Þjóðviljinn - 03.09.1967, Page 7
Sunnuctagur 3. septcmber 1967 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J
Grein eftir portúgalskan Siðhlaupa
„Portúgalska Guínea er á vesturströnd Afríku.
milli Senegal og Gúíneu, sem bæði eru sjálfstæð
ríki. Landið er 36.125 ferkm. (u.þ.b. sama stærð
og Belgía) en íbúarnir eru aðeins um 800.000. í
þessu landi eru daglaun afrískra verkamanna sem
svarar þrem íslenzkum krónum og 51,4 prósent af
öllum afrískum bömum devja áður en þau ná fjög-
urra ára aldri. Það er auðhringurinn CUF (Comp-
anhia Union Fabrile) sem „á" alla „portúgölsku"
Guíneu.
Þessi auðhringur hefur einokun á allri verzlun
með hrísgrjón og hnetur. Hafnirnar, skipafélögin
útflutningsfyrirtækin, allt lýtur þetta stjórn CUF.
Og veldi hringsins er ekki einskorðað við Guíneu.
í Portúgal á auðhringurinn flugfélög, lyfjaiðnað-
inn, sellúlósaverksmiðjur, sementsframleiðsluna
og sáþuiðnaðinn.
lis
V' \
K :i? ■ ■ «11' MmmmmmHímrwm • .81' :': ■ ; s:
Liðskönnun á hersveitum PAIGC, sem nú hefur umráð í þrem fjórðu hlutum Guineu.
/
I Guíneu er raunverulega
ekki um neinn iðnað að ræða,
þó erlendir auðhringir aðrir en
pnrtúgalskir starfi þar einnig
svo sem Unilever og Sofina
(belgískt og svissneskt fjár-
magn).
En nú er veldi CUF ógnað í
fyrsta sinn, því að vopnaðir
hermenn úr PAIGC (Sjáflfstæð-
isflokki Guíneu og Grænhöfða-
eyja) ráða nú lögum og lofum
í tveim þriðju hlutum landsins
og á þessum svæðum er sjálf-
stæð afrísk framleiðsla.
Portúgalski herinn, sem sit-
ur í landinu, gegnir því hlut-
verki að vernda hagsmuni CUF.
Hermennirnir skilja þetta vel,
því að þeir eru með jöfnu miili-
bili neyddir til að hjálpa
starfsliði CUF, er sækja þarf
hrísgrjónaframleiðslu bænda í
þorpunum.
Þó að portúgalskir herfor-
ingjar leitist við að sannfæra
hermennina um það, að þeir
séu að berjast fyrír Guð og
föðurlandið, verður því ekki
leynt að herdeildir fremja
fjöldaaftökur á fbúum Guíneu-
Stríðið í Guíneu er eitthvert
hið villimannlegasta stríð, sem
háð hefur verið í Afríku- Nú
hefur það ^staðið í f jögur ár og
portúgölsk yfirvöld hafa sann-
reynt að þau eiga í höggi við
sjálfstæðishreyfingu, sem er
sérlega vel skipulögð á öllum
sviðum.
Osigrar
Portúgalski herinn beið ein-
hvern hinn mesta ósigur í sögu
baráttunnar gegn nýlenduveld-
um á ströndinni gegnt Como-
eyju, sem hefur einkar mikið
hemaðargildi fyrir allan suð-
urhluta Guíneu.
Alltaf er verið að fjölga
portúgölskum hermönnum. Ár-
ið 1961 voru þeir fjögur þús-
und, 1963 20 þúsund og 1966
um 30.000.
Obbinn af þessu liði hefur.
verið sérstaklega þjálfaður í
baráttu við skæruliða. Her-
skyldan er hin sama og í An-
27 mánuðir. En þó agi sé
gola og Mosambique, minnst
strangur og hertur í sífellu
tekst ekki að koma í veg fyrir
það að mikill fjöldi hermanna,
baeði óbreyttra t>g yfirmanna,
gerist liðhlaupar og gangi í lið
með PAIGC.
Flóttinn fer yfirleitt fram í
samvinnu við skærulíðasveitirn-
ar, sem aðstoða þessa Portú-
gala við að komast yfir í næstu
Afríkuríki.
Hvítsr menn
Það er í frásögur fært hvað
þessir liðhlaupar fá góðar mót-
tökur hjá fólkinu sem býr á
þeim svæðum sem þeir þurfa
að flýja um.
Þetta er þakkað mikilli' á-
róðursherferð PAIGC, þar sem
bent er á, að hvítir menn þurfa
ekki endilega að vera fjand-
menn en geta líka starfað með
sjálfstæðishreyfingunni.
PAIGC reynir ekki að nota
kynþáttamismun í baráttu sinni.
Þvert á móti er áherzla lögð
á það að skilja á milli kúgara
og andfasista í nýlenduhern-
um, milli þeirra sem ekki eru
fjandsamlegir uppreisnarhern-
um og þeirra sem starfa í sam-
vinnu við leynilögrégluna að
kúgun Afríkumanna.
Hin alræmda leynilögregla
Portúgals, sem hefur myrt lýð-
ræðissinna heima í Portúgal og
pyntað þúsundir af portúgölsk-
um föngum, starfar eínnig í ný-
lendunum Guíneu, Angóla og
Mosamþique.
í Guíneu skipta útsendárar
lögreglunnar hundruðum og
vinna þeir með hernum við
pyntingar á föngum og aðra
upplýsingasöfnun.
Portúgölsku hermennimir eiga
-ekiki aðra ósika heitari en að
snúa aftur heim í stað þess að
herjast við skæruliða fyrir mál-
stað sem þeir skilja ekki þrátt
fyrir allan opinþeran áróður.
Það má sjá þetta á þréfum
þeirra og heyra í samtölum.
Prestar
Én því má ekki gleyma að
mikiil hluti af hermönnunum
eru bændur- Þeir eru mjög trú-
aðir, sérstaklega þeir sem ætt-
aðdr eru frá norðanverðu
Portúgal eða frá Madeira og
Asoreyjum.
Þess vegna eru að jafnaði
. prestar í för með þeim, og hat'a
þeir liðsforingjatign og hlítá
hernaðaraga á sama máta og
aðrir yfirmenn í hemum.
Þessir prestar láta sér ekki
nægja að komast í samband
við hermennina við messur og
á bænastundum. Þeir hafaeinn-
ig sérstaka fundi með þeim
sem eru miklu fremur pólitísk-
ir en trúarlegir.
Þeir segja hermönnunum, að
stríðið sem þeir heyja sé bless-
að af Drottni og sé í raun og
sann heilagt stríð.
Ríkisstjórnin færir sér trúar-
tilfinningu hcrmannanna í nyt
og kirkjan lætur nota sig. Deið-
togi kaþólsku kirkjunnar í Port-
úgal, Cerejeira kardínáli, er
gamall vinur dr. Salasars.
Þjóðfrelsisherinn hefur 'miklu
meiri baráttuvilja. Hann á sér
rætur í margra kynslóða misk-
unnarlausu arðráni á íbúum
Guíneu. Afríkumenn vita vel að
enginn endir verður á þjáning-
um þeirra fyrr en yfirráð Port-
úgala eru úr sögunni og hreysti
þcirra er við brugðið.
Sjálfur sá ég einu sinni portú-
galskan liðsforingja ógna fanga
úr PAIGC með spjóti: „
talar ekki, drep ég þig á stund-
inni“.
„Gerðu það bara“, sagði fang-
inn, „nýtt fólk kemur í minn
stað“.
Pyntingar
Alls konar pyntingar eru not- i
aðar á afrisku baráttumennina
fyrir sjálfstæði lands síns- Það
er sparkað í þá, þeir eru húð-
strýktir, og oft eru þeir stungn-
ir í magann. Staurapynting er
oft notuð, en þá eru Afríku-
menn hengdir upp á úlnliðun-
um milli tveggja staura, þannig
að fætur þeirra eru rétt ofan
við jörð. Þannig eru þeir látnir
hanga tímunum saman í hita
sem getur farið upp í 70 stig
í sólskininu.
Með nokkru millibili eru þeir
húðstrýktir og yfirheyrðir um
störf félaga sinna.
Margir Afríkumenn farast I
þessum pyntingum að sjálfsögðu,
aðrir lifa af, en andlit þeirra
ummyndast þannig að þeir
verða ekki líkir möhnum.
öðrum Aí'ríkumönnum er
kastað í fljót með hendur
bundnar á bak aftur og stein
við fætur. Aðrir eru drepnir í
sérstökum útrýmingarbúðum.
Versnandi staða
Kúgun Portúgala hefur ekki
getað stöðvað sjálfstæðisbarátt-
una, þvert á móti eykst and-
spyrnan í sama mæli og þeir
auka hernaðaraðgerðir sínar
rétt eins og Bandaríkjamenn
hafa orðið að finna fyrir í
Vietnam.
Portúgalskar herdeildir geta
aldrei fundið sig vera í ör-
uggri höfn. 1 beim hlutum
landsins, sem hafa náð sjálf-
stæði, láta Portúgalar sér nægja
að hafa aðstöðu í einstöku
þorpum, en hafa ekki áð. öðru
leyti yfirráð yfir landiny og
hermennirnir voga sér ekki út
fyrir víggirðingarnar.
í þessum héruðum treysta þeir
helzt á flugherinn, sem gerir
loftárásir á óbreytta borgara,
konur og börn.
I þessum héruðum nýtur
PAIGC svo að seg.ia skilyrðis-
lausrar hollustu íbúanna- Fram-
leiðslan hefur aukizt um 20
prósent, jafnframt bví sem
neyzla hrísgrjóna hefur aukizt
verulega, þar sem Portúgalar
geta ekki lengur skattlagt hana.
Sérstaklega er framlag kvenna
athyglisvert, þær þjóna her-
mönnunum, annast uppeldi
munaðarlausra barna og sinna
öllum störfúm á ökrunum-
Portúgalska ríkisstjómin reyn-
ir að fá íbúana á sitt band í
þeim héruðum sem Portúgalar
ráða enn.
Á stöku stað hefur þeim
tekizt það, en yfirleitt eru þeir
dæmdir til að tapa. Það er of
létt fyrir Afríkumenn að fá
fréttir af því útrýmingarstríði,
sem Pörtúgalar heyja á öðrum
stöðum í landinu þeirra.
Daglaunin samsvara þrcm ísl. krónum
Hinzta kveðja
til Guárúnar Kristjánsdóttur
frá Kvenfélagi sósíalista
Við, félagar þínir í Kvenfélagi sósíalista,
munum horfa með sárri sorg á auða stólinn
þinn, og um leið minnumst við hinnar frá-
bæru fórnfýsi þinnar í garð kvenfélagsins.
Alltaf varstu reiðubúin að vinna fyrir fé-
lagið og málefni þess. En við vitum líka,
að þú með þínar heilbrigðu skoðanir mund-
ir hafasagt: Maður kemur í manns stað. En
það verður erfitt að fylla þitt skarð.
Með þökk fyrir allt.
F.h. Kvenfélags sósíalista,
Margrét Ottósdóttir.
/
i
i
t
í
*
4