Þjóðviljinn - 07.09.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 07.09.1967, Qupperneq 7
Fímmtudagur 7. septemfeer 1-967 — ÞJÖÐVTLJINTT — SÍÐA J Sexfugur i dag Sigurþór Árnason Hver af þeim, sem þekkti þi£ og umgekkst þig fyrir þrjátíu bg fimm árum,-þegar þú lást á mörkum lífs og dauða og þó öllu nær dauðanum, skyidi hafa látið sér til hugar koma, að þú ætti eftir að ná Sextugsaldri? Varla nokkur- Nú virðist heiisu þinni vera svo háttað, að eng- um kæmi á óvart, þótt þú yrðir 100 ára bg vel það. En við fraendur þínir og vinir, sem enh hrærumst ofar moldu og tignum Mammon fremur en Guð, þökkum hjartanlega fyrir hvern þann dag, sem við fáum að njóta samfylgdar þinnar i lífinu og eiga þess kost enn um sinn, að berjast um hylli þína, sem þú virðist engum miðla baráttulaust. Það er langt frá þvi að vera undarlegt, þótt frændfólk þitt og aðrir þeir, sem þekkja þig vel, skuli slást um vinfengi þitt, því að sér- hvert fjölskyldusamkvæmi inn- an ættarinnar er dæmt til að mislukkast að einhverju leyti, ef nærveru þinnar nýtur ekki • við. Þá sjaldan, sem þú ger- ist svo lítillátur að þiggja heimboð frá einhverju okkar, verður sú samverustund ó- gleymanleg upp frá því. Hverj- um er gefin meiri kímnigáfa en þér? Engum sem ég þekki. Hver býr yfir meiri frásagnargáfu en þú? Enginn, sem ég man eft- ir. Hver hlær jafn glaðlega og frískandi og þú? Miklu færri en þyrfti að vera. Það er ekki út í bláinn að ég spyr: Hver getur haldið skemmtileg sam- kvæmi án Sigurþórs frænda? Leitt þykir mér, hversu sjald- an þú þiiggur heimboð mín, til lengri eða skemmri dvalar. Þú berð það jafnan fyrir afsvari þínu, að Kcflavík sé bf nálægt Keflavíkurflugvelli og setulið- inu þar, til að hægt sé að láta (þjóðholla menn) sjá sig þar í nánd. En sem betur fer hefur þú, í fáein skipti, brotið þessa reglu þína og á ég þér þökk að gjalda fyrir. Þött 27-30 ár séu liðin síðan við vorum samsveitungar og skrifuðumst á, svo að segja dag- lega, hef ég enn ekki gleymt þeim kynnum, sem við urðum þá aðnjótandi. Þá varstu enn að ná þér eftir hin hörmulegu veikindi, sem næstum því höfðu kippt þér út úr tilverunni- Segja má, að þú hafir misst sjónar af samtíðinni um stund, því þessi ár eru hvað dýrmæt- ust hverjum manni í undirbún- ingi hans undir lífsbaráttuna. Á þeim árum læra menn eitt- hvað, sem framtíð þeirra bygg- ist að miklu leyti á og eiga flestir sitt tilhugalíf. Einhver hefði ekki litið björfcum augum á framtiðina, «f hann hefði staðið í þínum spomm. E- t. v. hefur þú ekki gert það heldur, en þú leyndir því furðu vel. Þú kærðir þig aldrei um neina meðaumkun. Auðvitað ekki. Þú vissir sem var, að hún hjálpar engum. Ég geymi ennþá öll bréfin, sem þú sendir mér forðum. Og hver skyldi hafa fengið skemmti- legri bréf um sína daga? Vafalaust fáir, Þau, eins og annað, sem frá þér fór, voru frábær að frágangi og gáska- fullri glettni. Engan veit ég um sem hafði og hefur enn, fallegri rithönd en þú bg hugmynda- auðgin í skóldskap þínum var ótæmandi. Það er leitt til þess að liugsa, að mikilhæf skáld- gáfa skuli fara forgörðum, að- eins vegna þess, að hún Var þér gefin en ekki einhverjum öði-um, sem ekki hefði verið jafn dulur og innhverfur og þú ert, kæri frændi. Hefðir þú alið skáldfák þinn betur og tröllriðið honum, í stað þess að svelta hann í hel, hefði skeið hans og tölt verið frægt um alla lands- byggðina í dag. Ekki þýðir að sakast um orðinn hlut. 1 eðli þínu ertu hlédrægur og vilt sem allra minnst láta á þér bera. Þú mundir hverfa inn í sjálfan þig, ef þú ættir þess kost. Hvi skyldir þú hafa unnið hjá sama fyrirtækinu, (Guten- berg ríkisprentsmiðja) í meira en 20 ár og lengst af við sömu iðjuna, ef ekki lægi eitthvað sér- stakt þar að baki? Það vita víst fæstir, í hverju starf þitt er fólgið, en það er vandasamara en margur hyggur. Þú hefur jú séð um allar sendingar á námsbókum út á landsbyggðina- Ýmsir mundu kannske kalla það létt verk og löðurmannlegt, en ég fyrirgef þeim, þvf þeir vita ekki hvað þeir segja og enginn væri fær um að leysa það verk jafn vel af hendi og þú. Það er list út af fyrir sig, að búa svo um böggul eða pakka, að hvergi sjáist misfella á frágangi hans. Á þvi sviði ert þú snillingur. Ef landskeppni færi fram í þessari grein, mundir þú vafalítið hljóta l., 2. bg 3. verðlaun. Mig skal ekki undra þótt þú tollir í starfinu, á meðan þú sjálfur unir í því. Ekki eiga vinnuveitendur þínir völ á vandvirkari né samvizku- samari manni í þinn stað og óska sjálfsagt eftir því, eins og við, frændur þínir og vinir, að starfskrafta þinna njóti sem allra lengst við. Þrátt fyrir lítillæti þitt og hlédrægni þína, hefur þú löng- um verið ákaflega einbeittur í skoðunum þínum og agasamur við sjálfan þig. Hafir þú tekið ákvörðun um eitthvað. getur enginn mannlegur máttur feng- ið þig til að breyta henni. Segja mætti mér, að sá stjórn- málaflokknrinn, sem um ára- raðir var eins lconar átrúnaðar- goð þitt, væri það enn í dag, því að bágt á ég með að trúa því að nokkrum hafi tekizt að leiða þig af þeirri trú, hafir þú ekki kært þig um það sjálfur. Þú lifir fábrotnu, reglusömu og heilbrigðu lífi og lætur hverj- um degi nægja sína þjáningu. Þú ert heiðarlegur í viðskipt- um við aðra bg skuldar aldrei neinum neitt. Þú agar sjálfan þig, eins og þér bezt líkar. Við vitum það öll, sem þekkjum þig vel, að þú ferð aldrei með fleipur og særir engan með viija. En þótt þú segðir ein- hverja fjarstæðu, sem hvergi ætti rétf á sér, mundi engum takast að fá henni breytt, án þíns samþykkis. Ekkert okkar vildi samt að þú værir öðru vísi en þú ert. Þú býrð yfir persónuleíka, sem ekkert okkar vildi fara á mis við að kynn- ast og þekkja. Það væri hægt að skrifa stóra og skemmtilega bók úm lifsferil þinn. Ef þar kæmi allt fram, engum smáatriðum gleymt og aðeins skýrt frá staðreyndum mundi fjöldi manns, að loknum lestri bókarinnar, spyrja sjálfa 4 sig og aðra: „Hvernig stendur á því, að slíkur maður, sem hér um ræðir, er jafn lítið bekktur meðal almennings og raun ber. vitni um?“ „Af hverju höfum við ekki fengið að njóta hæfileika hans í ríkum mæli á lífsleiðinni?“ „Af hverju var þessi maður ekki sendur í leik skóla fyrir löngu, svo að þjóð Framhald á 9. siðu. Kirkjubær í Færeyjum — Olufskirkju sl, Eins og getið var í fréttum , sunnudag var hin forna Ólafskirkja að Kirkjubae í Faereyjum, eina miftaldakirkj- an þar, endurvígð sl. sunnu- dag. Meðal þeirra sem boðið var til kirkjuvigslunnar var biskup íslands, Einarsson. „ Sigurbjörn Myndin er frá Kirkjubæ í Færeyjum, hinu forna bisk- upssetri. XH hægri sést Ólafs- kirkja, en á undanförnum ^ misserum og árum hefur ver- fe ið unnið að fornleifarann- ™ sóknum i kirkjugrunninum og jafnframt gerðar endur- bætur og lagfæringar á kirkj- unni. I ! „Anna frá Stóruborg" eftir Jón Trausta í nýrri útgáfu Almenna bókafclagið hóf á síðastliðnu árl útgáfu á sam- stæðum flokki íslenzkra merkis- rita frá gömlum tima og nýj- um, og nefnist hann BÓKA- SAFN AB. Tckur flokkurinn jöfnum höndum til fræða og skáldskapar svo sem bert verð- ur af vali þeirra bóka, scm þar hafa nú þcgar komið út, en þær cru Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín, Iáf og dauði eftir Sigurð Nordal, Sögur úr Skarðsbók, gcfnar út af Ólafi Halldórssyni, og Píslar- saga sr. Jóns Magnússonar í út- gáfu Sigurðar Nordals. Loks hcfur nú fimmta bókin bætzt við, en það er skáldsagan ANNA FRA STÓRUBORG eftir Jón Trausta. Guðmundur Magnússon, sem tók sér rifchöfundarnafnið Jón Trausti, fæddist 12. febrúar 1873 að Rifi á Sléttu, nyrzta bæ á landinu, og lézt j Reykjavík 18. nóvember 1918. • Hann ólst upp við fátækt og hrakninga, naut aldrei neinnar skólavistar, en óbugandi hneigð til skáld- skapar og mennta skilaði hon- um snemma yfir ótrúlegar tor- færur til merkilegs þroska bg þótt hann ætti aldrei annars kost en að hafa ritstörfin í hjá- verkum, gerðist hann engu að síður einn afkastamesti höfund- Jón Trausti ur íslenzkur og var um skeið tvímælalaust vinsælastur sagna- skálda meðal alls almennings. Upphaflega var honum ljóð- formið tiltækast, en úrslitasigur sinn sem rithöfundur vann hann með skáldsögunni Höllu. sem kom út 1906, og Heiðar- býlis-sögunum, sem fylgdu í kjölfarið. I þessum sígildu bók- um er höfundurinn staddur á sögusviði eigin bernsku þar sem hann er öllu gerkunnugur, jafnt náttúruöflum og umhverfi sem ævikjörum fólksins og ör- lagabaráttu. En áður hafði Jón Trausti sótt sér efnivið í sögu Islands frá fyrri öldum og þangað leitáði nú hugur hans 1 æ fastar um sinn. Af þeim toga eru Sögur frá Skaftáreldi, 1912-1913 og Góðir stofnar I-II, 1914-1915, en fyrra bindi þeirra er einmitt Anna frá Stóruborg, sagan, sem nú hefur verið val- in til útgáfu 1 Bókasafni AB. Anna frá Stórubprg gerist á sextándu öid og fylgir trúlega hinum sögulegu heimildum eins og þær hafa geymzt, ýmist í samtíðarskilríkjum eða skráð- um munnmælum frá siðari tfma. Aðalspguhetjan, Anna frá Stóruborg undir Eyjafjöllum, var auðug kona og ættstór, dóttir Vigfúsar Erlendssonar hirðstjóra (d. 1521), en sagan fjallar annars vegar um ástir hennar og Hjalta Magnússonar, Framhald á 9. sfðu- m v/.- mk. Gamla Bíó MEÐAL NJÓSNARA Enn einu sinni eigast brezkir og sovézkir njósnarar við í Aust- urlandahöfuðborg, að þessu sinni í Beirút. Og það er ekki lítið sem við liggur: það á að k'oma olíufursta einum fyrir kattarnef, síðan ætla þjóðernissinnar að taka völd í hans greifaskap og þá eru góð ráð dýr fyrir brezka Ijónið, því þá er eins liklegt að það verði af helmingi þeirrar olíu sem um æðar þess slreymir. Brezkur læknir er fenginn til þess að gerast njósnari í frí- stundum sínum og tekst honum að sjálfsögðu eftir glæsilegt kvennafar, barsmíðar, innspýtingar og skothríð að sigra upp á eigin spýtur í þessu stríði. Menn geta að vísu glott út í annað munnvikið er þeir hugsa til hrakfara Breta í Austurlöndum nær að undanförnu, en það er auðvitað annað mál. Ekki er þetta nú beinlínis sá stórlýgilegi og barnalegi reyf- araskapur sem einkennir James Bond og hans ættmenn — í fyrri hluta hennar einkum er heilbrigðri skynsemi hvergi nærri eins mikið strítt og í því sauðahúsi. En hófsemi lætur því meir undan síga sem nær dregur endalokum: við horfum á farsa sem neitar að vera það sem hann er. Það er nú ekki vel gott. David Niven leikur lækninn og vinnur vel fyrir sínu kaupi. Laugarásbíó FREKUR OG TÖFRANDI Jean-Paul Belmondo leikur ungan spjátrung, sem reynir að grípa steiktar gæsir með fyrirhafnarlitlu kjaftæði, lygum og svo kvennhylli. Kvenhyllin dugar honum bezt, en þó fer svo að hann fellur þar á sjálfs sín bragði er hann lætur þýzka miljónakerl- ingu draga sig um borð í snekkju sina, en hún er svo kröfuhörð að heilsa garpsins og gott skap eru í stórri hættu. Og skal sú saga ekki rakin lengra. Gamanið er heldur en ekki léttvægt, fyndnin frumstæð — en þetta er engu að siður fjörlegur farsi að ýmsu leyti og sumar hugdettur ekki sem verstar. Þá er Belmondo sjálfur myndinni mikil stoð, hann hefur ekki mikið fyrir því að halda uppi fjöri, þar sem því verður við komið. Þó læðist sá grunur að mönnum að hann sé ekki einn þeirra gamanleikara sem ástæða sé til að horfa oft á. A. B. kvlkmyndir . Jean-Paul Belmondo

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.