Þjóðviljinn - 14.09.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.09.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 14. september 1967 — 32. árgangur — 205. tölublað. Emil og öryggismálin: Nefndin loks kölluð saman í gærdag eftir áralanga þögn —<r> ■in'TOÍi>W»»>ý^>>:----- □ í gær bar það til tíðinda, að nefnd sem skip- uð var af ráðherra á árinu 1963 til að fjalla um einn þátt öryggismála sjómanna en hafði ekki komið saman til funda um árabil, var kölluð saman! Sundahafnarframkvæmdum miðar vel FRAMKVÆMDUM við Sunda- höfnina miðar vel áfram, og gert er ráð fyrir að þeim á- fanga verksins sem nú er unnið að verði lokið í júní eða júlí næsta sumar. en ekkert er enn ákveðið um staerri hafnargerð þar og að- eins verið gert lauslegt skipu- lag. BYRJAÐ VAR á þessu verki fyrir tæpu ári og hafa um 30 manns að jafnaði unnið þar að hafnargerðinni. Búið er að gera mikia uppfyllingu sem sumpart hefur verið sprengd þar á staðnum, en auk þess hefur Björgun h/f flutt efni af sjávarbotni ofán úr Hval- firði. og stórgrýti hefur ver- ið flutt ofan úr svokölluðum Eggjum sunnan við Grafar- holt. Eins og sjá má af mynd- unum sem hér birtast af framkvæmdum við Sunda- höfnina hefur verið rekið niður mikið stálþil þar sem skip munu fá gott viðlegu- pláss. Nær bryggjan þannig 133 m í haf út í átt að Við- ey og 244 m meðfram landinu. VERKTAKI við, Sundahöfnina er samsteypa þriggja fyrirtækja, og er sænska fyrirtækið sem menn nefna hér Skánska s/f þeirra stærst, en hin fyrir- tækin eru Loftorka h/f og Malbik h/f. Tilboð þessara aðila í verkið var um 80 milj. MYNDINA sem hér bir.tist tók ljósmyndari Þjóðviljans A.K. í fyrradag, og á henni sést greinilega hve langt verkið er á veg komið. Skipshöfnin yfirheyrð: Sannað er að vöku- lögin voru brotin Nú í sumar vakti Þjóðvilj- inn athygli á því, að hvað eftir annað hefði komið fram í blaða- viðtölum- að hásetar á togurum hafi verið látnir standa frí- vaktir í veiðiferðum. , Benti Þjóðviljinn á að hér væri um að ræða skýlaust brot á vöku- lögum sem eiga að tryggja há- setum tólf tíma hvíld á sólar- hrittg, og x framhaldi af skrif- um Þjóðviljans um þetta mál sendi Sjómannafélag Reykja- víkur kæru til saksóknara á hendur < skipstjóranum á Þor- móði goða. Jón A. Ólafsson, fulítrúi hjá sakadómi Reykjavíkur, hefur haft málið til meðferðar, og skýrði hann Þjóðviljanum svo frá í gær að yfirmenn skipsins og flestir hásetanna hefðu ver- ið kallaðir til yfirheyrslu. Rann- sókn málsins er nú lokið í bili og verður það sent Saksókn- ara ríkisins til umsagnar nú næstu daga. Við rannsókn máls- ins mun hafa sannazt, að vöku- lögin hafa verið brotin á Þor- móði goða í umræddri veiði- ferð. KAIRO TEL AVIV 12/9 — Eg- ypzkar og ísraelskar hersveitir noti^ðu þung vopn í bardaga við Súezskurð í dag og lauk honum ekki fyrr en eftirlitsmenn SÞ komu á 'vettvang. Einn Israels- hermaður og sjö óbreyttir eg- ypzkir borgarar særðust í átök- unum. _ -W/fl- h(i k, 'l*m 1 ■ J^yr;4j l ‘>P’JVÓ-. P". < h°>*’ ‘"kiTlf' tK / tiir- tf *** ~Z e w **.../« hlrrg ... EinfaltsvarMogga □ Verðstöðvunarlögin svo- nefndu hafa nú verið í gildi í nær eitt ár, og á þessu tímabili hefur Iaunafólk ekki mátt fá Samgöngumálaróðherrar SAS-landa rœða við utanríkisráðherra íslands Samgöngumálaráðherrar SAS- landanna þriggja vilja hitta utanríkisráðherra ■ íslands að máli í Kaupmannahöfn á mánudag til að ræða um skilyrði fyrir því, að Loft- leiðir fái að nota RR-vélarn- ar á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Þetta varð niðurstaða á fundi samgöngumálaráðherr- anna í Kaupmannahöfn í dag þar sem þeir ræddu mála- miðflunartillögu í Loftleiða- málinu. Talið er að Loftleiðir veiti SAS harðari samkeppni ef lendingarleyfið fæst fyrir hinar stóru flugvélar Loft- leiða, ekki sízt segir norsika fréttastofan NTÖ vegna þess að- Islendingar geta flogið ó- dýrar yfir Atlanzhafið þar sem þeir hafi fengið hag- kvæma loftferðasamninga við Bandaríkin sem uppbót með herstöðinni í Keflavík. Á fundinum á mánudag verður um það rætt hve oft Loftleiðir geti fengið að lenda í Kaupmannahöfn á viku og hve verðmismunur á far- gjöldum verði að vera. Utanríklsráðherra Islands kemur hvort sem er við í Kaupmannahöfn á mánudag á leið á allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(■■■■ ••■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■f"* í þætti sínum um fiskimál, sem birtist hér í Þjóðviljanum sl. þriðjudag, gerði Jóhann J. E. Kúld öryggismál sjófarenda að umtalsefni og vék þá sérstak- lega að störfum þessarar stjóm- skipuðu nefndar, en í henni átti Jóhann sæti. Benti Jóhann á að samstarf hefði verið ágætt inn- an nefndarinnar og á síðasta fundi hennar hafi litið út fyrir að stutt yrði í sameiginlegar tillögur. En þá hafi svo borið við að nefndin hafi ekki verið kvödd saman til fleiri funda. „Þegar ég spurði formann nefnd- arinnar hverju þetta sætti“, sagði Jóhann í fyrmefndri grein, „ þá sagði hann að þáverandi sjávarútvegsmáíaráðherra (Em- il Jónsson) óskaði ekki eftir á- framhaldandi störfum í nefnd- inni, en án hans samþykkis gæti hann ekki kallað saman nefnd- ina að nýju. Og nefndin var aldrei kölluð saman aftur“. Þjóðviljanum þótti rétt að vekja sérstaka athygli á forsíðu á þessum furðulega afskíptum ráðherrans af nefndarstörfunum. f gær birti svo Alþýðublaðið í sorgarramma á forsíðú yfirlýs- ingu frá formanni fyrrnefndr- ar nefndar, svohljóðandi: „Reykjavík, 12. september 1067. Herra utanríkisráðherra Emil Jónsson. , .Vegna greinar i Þjóðviljanum í dag, 12. september, varðandi störf nefndar er þér, herra ráð- herra, skipuðuð i, október 1963 vegna þingsályktunartillögu um hvemig hafa megi samband við Framhald á 3. síðu. Sigurgangan heidur enn áfram / Dublin íslenzka bridgesveitin heldur áfram sigurgöngu sinni á Evrópu- mótinu í Dublin og er nú komin í 6. sæti á mótinu eftir 14 um- ferðir. — 14. umferð var leikin í fyrradag og unnu Islendingar þá Dani með sex stigum-gegn tveim. Staðan í mótinu er þá þannig: 1. Italía 89 stig, 2.-3. Frakkland og England 74, 4. Noregur 73, 5. Svíþjóð 72, 6. Island 69, 7- Sviss 65, 8- Holland 62. eyrishækkun hvað þá meir sér til framfæris. Hins vegar er ekk- ert lát á því að verðhækkanir dynja yfir fólk, og í fyrradag minnti Þjóðviljinn á síðustu verðhækkanir. Bensínið á bílana hefur hækkað, olían til upphit- unar húsanna hefur hækkað, svo ekki sé minnzt á húsaleiguna, og síðast hækkaði verð aðgöngu- miða að vellinum um 100 pró- sen>t. Það má semsagt allt hækka nema kaupið, eins og Þjóðviljinn benti á í fyrradag. O 1 gær kemur Morgunblaðið með einfalda skýringu á þessari síðustu hækkun, eins og úrklipp- an hér að ofan sýnir, og segir þar: „Verðhækkunin er gamall siður“. Þetta er skemmilegt svar og einfalt og Mogga líkt, en er það' þá ekki jafngild rök- semd hjá Iaunafólki, að kaup- hækkun sé gamall vani. Eða bvað segir Moggi? Jóhann.J. E. Kúld: RÁÐHERRANN HVÍTÞVEGINN Á fremstu síðu Alþýöu- blaðsins miðvikúdaginn 13. þ. m. gefur að líta með stórú letri rammagrein, þar sem meðal annars er birt yfirlýs- ing sem hrríEmil Jlónsson ut- anríkisráðherra hefur pantað hjá hr. Gunnari Bergsteins- syni, sem var foimaður þeirr- ar nefndar sem fjállaði um einn þátt öryggismála á sjón- um og ég gerði að umtalsefm í síðasta þætti minum „Fiski- mál“. i Ég slæ því föstu, að hér sé um pantaða yfirlýsingu að ræða, sem ætlað sé það hlut- verk að hvítþvo nefndan ráð- herra, yfiiflýsingin hefði varla byrjað svona að öðnjm kosti: „Herra utanríkisnáðherra Em- il Jónsson“, o.s.frv. Á þessu vil ég vekja sérstaka athygli lesenda. Hinsvegar kann ég á því enga þökk, að Emil Jónsson sem sjávarútvegs- málaráðherra sé hvítþveginn á mrnn kostnað, en það tel ég að reynt sé að gera með nefndri yfirlýsingu Gunnars Bergsteinssonar. Ég veit efcki hve minnisgóður Gunnsr Bergsteinsson er, en hvort sem hann man það eða ekki, þá er það staðreynd að ég átti við hann simtal til að vita hverju það sætti, að umrædd nefnd var ekki kölluð saman. Að sjálfsögðu man ég ekki orðrétt nú svarið sem hann gaf mér, en efni þess var það, að hann gæti ekki kallað nefndina saman nema eftir ósk ráðherra, en ósk um það hafði þá ekki borizt þó liðnír væru margir mánuðir frá síð- asta fundi. Ég skildi aðstöðu formannsins undir þessum kringumstæðum og lét því málið bíða í von um að úr rættist síðar. En eftir að heill ár hafa Hðið án starfs í nefndinni, þá tel ég ekkert ofsagt í ummælum minum í síðasta þætti Fiskimála, því að starfsleysi nefndarinnar sjálfr- ar allan þennan langa tima það talar sjálft sínu máli. Og sterkara vitni en það er þarf- laust að leiða fram, enda tor- fundið. Gegn þessu vitni blikna allar yfirlýsingar, þó þeim sé ætlað það hílutverk að gera hlut ráðheira *góðan. Þegar ég hafði skrifað þetta hér að framan þá bárust mér boð, um fund í hinni marg- umtöluðu nefnd. „Hver veit nema Eyjólfur hressist”. Þetta gamla máltæki kom mér í hug, þegar ég hafði meðtek- ið fundarboðið. Eftir allt saman virðist nefndin ennþá lifandi og segi menn svo- að tími kraftaverkanna sé liðinn. þegar menn voru vaktir upp frá dauðum! Reykjavík 13/9 1967 Jóhann J. E. Kúlxj. P.s. Þetta mál er útrætt frá minni hlið nema sérstakt tilefni gefist til. i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.