Þjóðviljinn - 14.09.1967, Blaðsíða 12
/
. 40.000
bítlaplötur
Haraldur Ólafsson, for-
stjóri Fálkans, skýrði Þjóð-
vfljanum svo frá í fyrradag
að .Fálkinn hefði nú selt
naer 40.000 bítlaplötur —
en það jafngildir einni
plötu á hverja fjölskyldu á
fslandi! Kvað hann engar
aðrar hljómplötur hafa náð
neitt hliðstæðum vinsæld-
nm á íslandi.
Eina röskun ó
áœtlunarflugi
Vegna fyrstu lendingar Gull-
faxa á Reykjavíkurflugvelli í á-
ætlunarflugi hefur flugvallar-
stjórinn á Keflavíkurflugvelli.
Pétur Guðmundsson, látið þess
getið að Keflavíkurflugvöllur
var ekki lokaður þennan dag
og að þetta var eina áætlunar-
flugið sem raskaðist. Flugstjór-
inn á Gullfaxa tók að sjálfsögðu
sjálfur ákvörðun um þessa lend-
ingu á varaflugvellinum í Rvík,
sagði Pétur í viðtali við Þjóð-
viljann í gær, og mun skýjahæð
og þykkni hafa verið fyrir neð-
an leyfilegt lágmark að dómi
flugstjórans.
Eftir þessum upplýsingum að
dæma má ætla að flugsfjórar á
þotunni muni ekki tefla í neina
tvísýnu með lendingar á Kefla-
víkurflugvelli, ef betra er að
lenda í Reykjavík, og trúlegt er
að farþegar þotunnar til Reykja-
víkur muni ekki harma það.
Slys í gærkvöld
Umferðarslys varð um kl. 11
í gærkvöld á Hringbraut, rétt
við Kennaraskólann.
Gerðist slysið með þeim hætti
að maður var að ganga yfir
merkta gangbraut, bifreið var
ekið á hægri akrein og stöðv-
uð. við gangbrautina, m.a.s rétti
ökumaðurinn út höndina til að
gefa næsta bílstjóra merki, en
hann sinnti því engu, ók fram-
úr og á fótgangandi manninn.
Lögreglan hafði ekki fengið
nánari fréttir af slysinu er blað-
ið fór í prentun, en óttazt var
að maðurinn hafi slasazt alvar-
lega.
Emil Tómas-
son lófinn
Emil Tómasson lézt llta þessa
mánaðar, nýorðinn 86 ára.
Emil fæddist 8da ágúst 1881
í Hraukbæjarkoti í Kræklinga-
hlíð í -Eyjafirði. Hann lauk bú-
fræðinámi í Ólafsdal 1905 og
varai síðan um skeið að jarð-
yrkju. Hann stundaði síðan fjár-
ræktarnám í Noregi og vann um
skeið landbúnaðarstörf í Dan-
mörku, en fluttist síðan heim
aftur, og var bóndi á Borg í
Skriðdal 1912—16 og á Stuðlum
í Reyðarfirði 1916—1935. Þá
fluttist hann til Reykjavíkur og
var starfsmaður við Austurbæj-
arbamaskólann í Reykjavík til
ársloka 1951. Emil var áhuga-
maður um stjómmál og verk-
lýðsmál og átti um skeið sæti í
stjóm Dagsbrúnar. Hann skrif-
aði mikinn fjölda blaðagreina,
m.a. oft í Þjóðviljann. Sérstak-
an áhuga hafði hann á íslenzkri
glimu og samdi nýlega bók um
hana. Emil var kvæntur Hildi
Bóasdóttur, en hún lézt 1933.
• V^rV.-'v-v-v V ^ý s-*.- • :
t t t'/jý t \ t ý
Sýnishorn af íslenzkum plötum sem Fálkinn hefur gefið út- — (Ljósm. Þjóðviljans A• K.).
%
Haraldur Olafsson í Fálk-
anum fær silfurplötu EMÍ
í fyrradag veitti brezka hljóm-
piötufyrirtækið E.M.I. Haraldi
Ólafssyni forstjóra Fálkans sér-
staka heiðursviðurkenningu, silf-
urplötu fyrirtækisins, í þakk-
lætisskyni fyrir meira en 40 ára
samvinnu.
Einn af aðalforstjórum E.M.Í.,
Leonard Wood, afhenti silfur-
plötuna við hátíðlega athöfn að
Hótel Sögu. Lét han þess get-
ið í ræðu sem hann flutti að
fyrir , rúmum 40 árum hefði
Haraldur gerzt umboðsmaður
fyrir Columbia hérlendis, en síð-
an sameinuðust 'Columbia og
His Masters Voice í stórfyrir-
tækinu Electric and Musical In-
dustries Ltd. sem er einn helzti
plötuútgefandi í heimi, og hefði
Haraldur síðan átt sívaxandi
samvinnu við það fyrirtæki. Hún
hefði ekki aðeins verið í því
fólgin að Fálkinn hefði selt er-
lendar hljómplötur fyrirtækisins
hérlendis. heldur hefði hann
haft forgöngu um íslenzka hljóm-
pjötugerð sem orðið hefði æ
fjölbreyttari. Væri nú svo kom-
ið að búið vaeri að taka upp á
hljómplötur á vegum Fálkans
yfir 1.500 verk, íslenzk tónverk,
flutning íslenzkra listamanna, og
nú síðustu árin talað orð, upp-
lestur skálda, einnig heilt leik-
rit eins og íslandsklukkuna sem
er á fjórum hæggengum plöt-
um. Wood forstjóri taldi að á-
hugi á töluðu orði á hljómplöt-
um hefði reynzt mun meiri hér-
lendis en til að mynda í Bret-
landi, þar sem plötur af slíku
tagi seldust lítið. Eftir ræðu
Woods forstjóra þakkaði Harald-
ur Ólafsson þá viðurkenningu
sem honum hafði verið veitt og
minntist ánægjulegra samskipta
við E.M.I. Kvað hann fyrirtæk-
ið ævinlega hafa viljað stuðla
aS útgáfu á’ íslenzkum hljóm-
plötum, þótt hagnaðarvonin væri
afar takmörkuð.
Viðstaddir athöfnina voru all-
margir gestir, þeirra á meðal
menntamálaráðherra og ýmsir
tónlistarmenn og rithöfundar
sem flutt hafa verk sín á hljóm-
plötum Fálkans.
Skaftafell af-
hent á morgun
A morgun rmm náttúruvemd-
arráð afhenda menntamálaráð-
herra Skaftafell í Öræfum sem
þjóðgarð, og fer sú athöfn fram
að Skaftafelli. Hér er um að
ræða fyrsta þjóðgarð íslend-
inga, auk Þingvalla sem stofnað
var til með sérstakri lagasetn-
ingu. Hins vegar munu. ekki
vera í náttúruvemdarlögum nein
ákvæði um stjórn þjóðgarða, og
mun ráðuneytið þurfa að leggja
á ráðin um það hvemig friðun-
in í SkaftafeHi skulí fram-
kvæmd.
Haraldi afhent silfurpiatan. — (I.jósni. Þjóðv. A. K.).
Fimmtudagur 14. september 1967 — 32. árgangur — 205. tSluiblað.
Síldveiðarnar:
Veiðisvæðið er 300
sjómíium nær iandi
í gærmorgun voru V.N.V. 1—2
vindstig á síldarmiðunum. en
talsverður sunnan sjór.
Veiðisvæðið er nú um 540—
550 N.A. af Langanesi, en síld-
in veiddist fjær landi um 820
mílur N.A. af Langanesi.
Sl. sólarhring tilkynntu 14 skip
um afla, samtals 3.499 lestir.
Ljósfari ÞH 190
Björgúlfur EA 200
Jón Kjartansson SU 400
Oddgeir ÞH * 70
Albert GK 235
Vigri GK 170
Höfrungur III. AK 280
Dagfari ÞH 510
( 2 landanir)
Bjartur NK 370
Gunnar SU 190
Arnfirðingur RE 264
Krossanes SU 230
Sigurvon RE 220
Sig. Bjamason EA 170.
Breytingar gerð-
ar á bv. Víkingi
Togarinn Víkingur frá Akra-
nesi seldi 152 lestir í gær í
Bremerhaven í Vestur-Þýzka-
landi fyrir 143.800 mörk. Næstu
4 til 5 vikumar verður skipið í
slipp ytra, þar sem gerðar verða
á þvi ýmsar breytingar með það
fyrir augum að togarinn geti
stundað síldveiðar.
Samið um kaup á gasaflsstöð
og lagninga háspennulinu
1 samræmi við fyrri áætlanir
og eftir að hafa aflað tilboða
víðsvegar hefur Landsvirkjun nú
fest kaup á gasaflstöð frá firm-
anu Allgemeine Electrische-
Gesellschaft (AEG) í V-Þýzka-
landi. í stöðinni, sem staðsett
verður í Straumsvík verða tvær
jafnstórar vélasamstæður, sam-
tals að afli 35 þúsund kílówött
og er áætlað, að uppsetning fyrri
vélasamstæðunnar verði lokið í
desember 1968 og beirrar síðari
sumarið 1969.
Kaupverð stöðvarinnar ásamt
varahlutum, hluta af olíukerfi o.
fl. er 118 miljón krónur og er
flutningur og uppsetning inni-
falin í verðinu. Af kaupverðinu
lánar firmað 85% til tíu ára með
KR barðist vel og slapp meS
4:1 í leiknum við Aberdeen
■ I upplhafi leiks KR og Aberdeen á Laugardalsvellin-
um í gærkvöld var strax l'jóst, að KR ætlaði ekki að láta
sig fyrr en í fulla hnefana.Yfirburðir gestanna voru
miklir að vísu og má segja að KR-ingar megi vel við úr-
slitin una 4 mörk gegn 1, þó að tvö markanna væru
„ódýr“ og hefði Guðmundur átt að verja.
Þegar frá upphafi leiksins
höfðu gestimir forustu um allar
aðgerðir í leiknum, en mættu
þegar frá fyrstu mínútu harðri
og þéttri vörn, sem hélt út að
kalla allan leikinn. Tókst KR-
ingum að brjóta niður fjölda á-
hlaupa og alltaf við og við gerðu
þeir allsæmilegar sóknarlotur-
Það var ekki fyrr en á tíundu
mínutu að veruleg hætta skapast
við mark KR en hættunni var
bægt frá, og þessi saga endur-
tekur sig ekki fyrr en á 20. mín-
útu, er Guðmundur- hleypur út
og missir af knettinum, en vinstri
útherji Skota er aðeins of
seinn. En sókhin heldur áfram
því fjórum mínútum síðar er það
Bjarni Felixson sem bjargar á
línu.
Litlu sfðaír eiga KR-ingar veru-
lega skemmtilegt áhlpup. þar
sem knötturinn gengur mann frá
manni, og endar með hörkuskoti
frá Eyleifi en markmaður. ver.
Á 30. mínútu fá KR-ingar
gott tækifæri. Baldvin sleppir
knettinum framhjá sér sem renn-
ur til Eyleifs, sem áttar sig ekki
á þessari óvæntu sendingu og
missti af knettinum.
Á 40. mínútu munar litlu að
misskilningur í vörn Aberdeen,
verði tifl þess að Eyleifur skori;
en markmaður bjargar.
Sjómaður bjarg-
ar dreng frá
drukknun
Um hádegisbilið í gær féll 2ja
ára drengur í höfnina á Stykk-
ishólmi. Drenginn rak um 5
metra frá bryggjunni en hann
flaut á regnúlpu sem loft hafði
komizt undir.
Svend Andreasson, s.iómaður,
stakk sér í sjóinn og bjargaði'
drengnum. Mun.barnið hafa sop-
ið mikinn sjó en varð þó ekki
meint af volkinu.
Þrátt fyrir þetta er soknar-
stormurinn frá Aberdeen alltaf
nærri, þótt þeim takist ekki að
skapa hin opnu tækifæri. Þeir
skjóta mikið en skotin eru yfir-
leitt ónákvæm og auðveld fyrir
Guðmund. Á 42. mínútu skaut
Buehan föstu skoti, sem Guð-
mundur missrr frá sér, og hrekk-
ur knötturinn til Mumo sem
skorar lrO -fyrir Aberdeen- Á
síðustu mínútu leiksins sækja
Skotarnir enn og eru komnir með
knöttinn uppað endamörkum til
hliðar við márkið, en bá tekst
Buchan að skalla yfir Guðmund
og inn í homið fjær. Þarna
átti markið að vera lokað-
Eftir aðeins sjö mínútur í síð-
ari hálfleik fá Skotar dæmda
aukaspymu rétt fyrir utan víta-
teig. Veggur varnar KR-inganna
var ekki nógu béttur og fór
skotið í gegn og beint í fang
Guðmundar, en hrökk baðan í
markið: 3:0.
Fjórða mark sitt skoruðu Skot-
amir á 14. mínútu, og var bar
miðherjinn Storrie að verki bar
sem hann sneiddi mjög laglega
sendingu frá hægri, en var í-
skyggilega óvaldaður.
KR-ingar láta þetta ekkert á
sig fá og berjast, og var ekki
laust við að maður héldi að
Framhald á 3. síðu
6,5% voxtum, gegn ríkisábyrgð,
og undirritaði Eiríkur Briem,
framkvæmdastjóri, lánasamning-
inn fyrir hönd Landsvirkjunar
þann 29. fyrra mánaðar.
I ágúst sl. gerði Landsvirkjun
ennfremur samning við franska
firmað Garczynski & Traploir o-
fl. um byggingu 220 þúsund volta
háspennulínu frá Búrfelli um
Irafoss að Geithálsi og þaðan til
Straumsvíkur- Samningsupphæð-
in er 110,7 miljónir króna.
öann 12. þ.m. voru opnuð á
skrifstofu Landsvirkjunar tilboð
í aðalspennistöð við Geitháls,
stækkun spennistöðvar við Ira-
foss og ýmsan rafbúnað við Búr-
fell. Tilboð bárust frá sjö firm-
um í fjórum löndum og eru bau
nú í athugun. Tilboðsupphæð
hvers firma var þessi í milj. kr.
þegar miðað er við samanburð-
argrundvöll útboðslýsingar:
Brown Boveri, Vestur-Þýzka-
landi 82,75, Cogelex, Frakklandi
113.84, Siemens, Noregi 127,17,
Starkstromaneagen, V-Þýzka-
landi 83,99, Grasle Intemational,
Bandaríkjunum 120,81, Merlin &
Gerin, Frakklandi 73,77 og Trin-
del & Garczynski, Frakklandi
90.84.
(FVá Landsvirkjun).
BLAÐ-
DREIFING
Blaðburðariólk
vantar í eftirtalin
hverfi:
Hjarðarhagi.
Framnesvegur.
Vesturgata.
Hringbraut.
Kaplaskjólsvegur.
Tjarnargata.
Langahlíð.
Blönduhlíð.
Hvassaleiti.
, Vogar.
ÞJÓÐVILJINN
Sími 17-500.
A.
4