Þjóðviljinn - 14.09.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1967, Blaðsíða 2
/ 2 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Fimmtudagur 14. september 1967. Styrkveiting úr Langveds- sjoði akveom Hjónin Selma, faedd Guðjohn- sen, og Kaj Langvad verkfræð- ingur í Kaupmannahöfn stofn- uðu árið 1964 sjóð við Háskóla Islands til eflingar menningar- t'engslum íslands og Danmerkur. Stjórn sjóðsins hefur nú út- hlutað úr sjóðnum í briðja sinni. Þessu sinni var úthlutað náms- styrk til íslenzks kandídats. Styrkinn, að fjárhæð 35.000,00 krónur, hlaut Sigfús Johnsen eðiisfræðingur til framhaldsnáms í eðlisfræði við Kaupmannahafn- arháskóla. (Frétt frá Háskóla ísHands). Fyrirlestur um danska utanrík- isstefnu Prófessor, dr. phil. Troels Fink, aðalræðismaður Dana í Flens- borg, flytur fyrirlestur í boði Háskóla íslands n.k. þriðjudag 19. september kl. 5.30 e.h. í I. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn, sem' fluttur er á dönsku. nefnist „Hovedlinier i dansk udenrigspolitik 1790— 1949“. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands). Sjálfs- Kirting „Ástandið í skólamálum okkar er að sumu leyti geig- vænlegt. Talið er að um 12% af hverjum árgangi íslenzks æskufólks hefji nú menntá- skólanám og að um 10% ljúki stúdentsprófi. Verulegur hluti þeirra, sem Ijúka stúdents- prófi, heíja aldrei háskóla- nám eða ljúka því ekki. Til samanburðar má geta þess, að 35% af hverjum árgangi sænsks æskufólks ljúka stúd- entsprófi og skv. áætlunum sem gerðar hafa verið mun- um við ná því marki í skóla- sókn unglinga á aldrinum 16-18 ára 1980, sem Svíar ná 1970. Þetta er stóralvarlegt mál og sýnir að hættuleg veila er í skólakerfi okkar. Á sama tíma og aðrar þjóðir leggja sig fram um að auka mennt- un æskufólks, einfaldlega vegna þess, að nútímaþjóðfé- lag byggist fyrst og fremst á menntuðu fólki, er augljóst að við íslendingar beinlíriis vinnum gegn því að íslenzkt æskufólk leggi fyrir sig lang- skólanám. Ef til vill vinnum við ekki vísvitandi gegn því, en greinilegt ér að kerfið er slíkt %ð það er hemill á skólagöngu æskufólks hér á landi ... Sá grunur læðist einnig að, að húsnæðisskort- ur menntaskóla okkar hafi ef til vill haft einhver áhrif í þá átt að þyngja landsprófið. Við verðum að gera okkur grein fyrir því nú þegar, að sú skammsýni, sem fram kem- ur í vali þess takmarkaða hóps æskufólks, sem nú á kost á langskólanámi í okkar landi á eítir að valda okkur verulegum erfiðleikum á næstu áratugum, einfaldlega vegna þess að við munum ekki eiga á að skipa nægilega velmenntuðu fólki til þess að halda uppi lífskjörum til jafns við aðrar þjóðir, sem nú leggja áherzlu á að mennta sína æsku, meðan við setjum Malhikunarframkvæmdir í Arbæ Þar sem malbikunarfram- kvæmdir standa nú yfir á Bæj- arhálsi og Höfðabakka, eru þessar götur lokaðar um óá- kveðinn tíma. Á meðan er allri umferð beint um Kofabæ. Sér- stök ástæða er til að minna ökumenn á að gæta fyllstu að- gæzlu, þegar ekið er eftir Rofabæ, þar sem mikill fjöldi gangandi vegfarenda, sérstak- Iega þó skólabarna, fer eftir götunni. Áf öryggisástæðum hcfur lögrcglustjórinn í Rvík lækkað leyfðan hámarkshraða á Rofabæ úr 45 km á klst. í 35 km. á klst, meðan malbikunar- framkvæmdir standa yfír á Höfðabakka og Bæjarhálsi. hina ótrúlegustu hemla á menntun okkar æsku. Hér verður að koma til róttæk breyting þegar í stað . . . Við teljum okkur með bezt menntuðu þjóðum í heimi. Það er hættulegur misskiln- ingur. Við erum að dragast aftur \úr. Æskufólk annarra landa er að mörgu leyti betur menntað en okkar æska. Hér duga engin vettlingatök. Burt með hömlurnar á menntunar- þörf íslenzku þjóðarinnar." Þessar ívitnanir eru ekki teknar úr Samvinnunni, þar sem rætt er um skólamál í nýútkomnu hefti af einurð og hispursleysi. Þær eru ekki heldur teknar úr neinni þeirra fjölmörgu greina sem mennta- menn hafa birt á undanförn- um árum til þess að gagn- rýna stöðnun og raunar hlut- fallslega afturför í skólamál- um Íslendínga. fvitnanirnar eru sóttar í Morgunblaðið i gær. Ekki er höfundurinn þó neinn nafngreindur fslending- ur sem notfærir sér hið al- kunna frjálslyndi Morgun- blaðsins 'til þess að koma á framfæri hinni hörðustu gagn- rýni á stefnu stjórnarvald- anna í skólamálum. Þessi um- mæli eru öll birt í -nafnlausri ritstjómargrein, nánar tiltek- ið í Staksteinum, þar sem stefna ríkisstjórnarinnar hef- ur jafnan verið túlkuð af stakri nákvæmni. Hér er sem- sé um að ræða sjálfshirtingu á almannafæri, óvenjulega miskunnarlausa. En þótt á- stæða sé til þess að fagna þessari afdráttarlausu játn- ingu á geigvænlegu ástandi, verður eicki hjá því komizt að benda á hitt, að aðstaod- endur Staksteina eru engir óábyrgir gagnrýnendur í þióð- félaginu. Þeir fara með völd- in; það eru þeir sem bera á- byrgð 1 á þeirri þróun sem lýst er í tilvitnuninpi hér að framan. Það er þeirra verk að framkvæma þær róttæku breytingar sem lýst er eít:r; ekk.i með orðum heldur at- ' höfnum. — Austri. Málaskéli H.Þ. hefur starfað ífimmtán ár □ Nú í haust eru 15 ár liðin síðan Málaskóli Hálldórs Þorsteinssonar tók til starfa, og hefur frá upphafi verið notuð við kennslu í skólanum sú aðferð sem kölluð er „Direct Method“ á ensbu og þykir hún að flestra dómi hafa ótvíræða kosti fram yfir eldri kennsluaðferðir. Halldór Þorsteinsson skóla- stjóri og aðálikennari skólans kynnti blaðamönnum starfsemi skólans i gær í tilefni af 15 ára afmælinu. Við skólann eru kennd eftirtalin tungumál; Enska, þýzka, franska; ítalska, spanska, danska og rússneska, en þátttaka hefur ekki verið næg til að halda uppi kennslu í síðasttalda máliriu. Nemend- ur hafa verið á aldrinum frá 12 ára til 65 ára, og er kennt í mörgum flokkum eftir kunn- áttu nemenda. Það er mesti misskilningur, sagði Halldór, að auðvelt sé og fyrirhafnarlítið að ilæra er- lend mál eftir nýrri aðferð. Þótt megináherzla sé lögð á að kenna nemendum talmál, þá er það ekki gert bókarlaust. Kennsluibækur sem notaðar eru við skólann eru eingöngu eftir viðurkennda erlenda höfunda. í ensku er t.d. kennd Progres- sive English, Altemative Course eftir Hornby, í þýzku Deutsche Sprachláre eftir Sdhulz-Griesbadh. Fámennir flokkar Málaskóli Halldórs Þorsteins- sonar hefur einlægt fyflgt þeirri stefnu að hafa fáa nemendur í hverjum flokki, enda ’gefur það auga leið. að kennsþjtil- högun þessi leyfir ekki annað. 1 10 manna flokki, svo ekki sé minnzt á 5 manna, verður sambandið á milli kennara og nemenda ekki aðeins nánara en í fjölmennari bekkjum held- ur verða kennslustundimar yf- irleitt skemmtilegri en ella. Nemendur em ekki bara þiggj- endur heldur taka þeir oft og tiðum virkan þátt í því, sem gerist í skólastofunni. Farið er í ýmsa leiki, nemendur látnir ímynda sér, að þeir séu stadd- ir á veitingahúsi eða rakara- stofu, í búð eða banka o.s.frv. Með öðrum orðum þá fara þeir með hlutverk rétt eins og þeir væru á fleiksviði. , Málaskóli Halldórs Þorsteins- sonar var stofnaður til að gefa Reykvíkingum kost á að læra talmál erlendra þjóða með nýrri kennsluaðferð, sem hefði gefið góða raun í erlendum skólum. Málakennslu í flestum framhaldsskólum hér í bæ er hagað á þann veg, að nemend- Framhald á 3. síðu. Dani sýnir í Ásmundarsal • Ungur Danl, Jþrgen Buch, kynntist við nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn, íslenzkum listamönnum og fékk áhuga á ís- landi. Hann ferðaðist um Island 1965 og “66, og er nú kominn þriðja sinn til að halda málverkasýningu. — Áður en Jprgen kom tll lslands málaði hann fyrst og fremst andlitsmyndir, en hér hreifst hann svo af Iandslaginu að síðan hefur hann nær ein- göngu málað landslagsmyndir. Hann sýnir í Ásmundarsal 15 mál- verk og 7 teikningar, allt myndir frá lslandi, mest frá Eyjum. Verður sýningin opnuð í kvöld klukkan 20.30 og síðan opin dag- Iega til 25- september klukkan 2—10. — Myndina hér að cfan tók ljósmyndarl Þjóðviljans A. K. af Jþrgen í Asmundarsal I gær. Frá Gagnfræðaskólum Reykjavíkur Hin árlega haustskráning némenda fer fram í skél- unum föstudaginn 15. þ.m., kl. 3—6 síðdegis. Skal þá gera grein fyrir öllum némendum 1.. 2., 3. og 4. bekkjar. Nemendur þurfa þó ekki nauðsynlega að koma sjálfir í skólana til staðfestingar um- sóknum sínum. heldur nægir, að aðrir mæti fyrir þeirra hönd. 1. og 2. BEKKUR: Skólahverfin óbreiytt. Némendur úr 1. bekk Álfta- mýrarskóla flytjast í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. 3. BEKKUR: Umsækjendum hefur verið skipað í skóla sem hér segir: LANDSPRÓFSDEILDIR: Þeir, sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Hagaskóla, Vogaskóla og Réttarholts- skóla, verða hver í sínum skóla. — Nemendur frá Langholtsskóla verða í Vogaskóla og nemendur frá Hlíðaskóla verða í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar. Aðrir, er sótt hafa um landsprófsdeild, sækja Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Vonar- stræti. ALMENNAR DEILDIR og VERZLUNAR- DEILDIR: Nemendur verða hver í sínum skóla, með þessum undantekningum: — Nemendur frá Hlíðaskóla verða í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. nemendur frá Langholtsskóla í Vogaskóla, nemendur frá Mið- bæjarskóla og Álftamýrarskóla verða í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar við Vonarstræti og nem- endur frá Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla verða í Lindargötuskóla. FRAMHALDSDEILDIR: Framhaldsdeildir munu væntanlega starfa við Lindargötuskóla og Réttarholtsskóla. YERKNÁMSDEILDIR: HÚSSTJÓRNARDEILD starfar í Lindargötuskóla. SAUMA- qg VEFNAÐARDEILD: f Lindargötu- skóla verða nemendur úr framhaldsdeild þess skóla. Einnig nemendur, er luku unglingaprófi frá Haga- skóla og Miðbæjarskóla. Aðrir umsækjendur um sauma- og vefnaðardeild sækja Gagnfræðáskóla verknáms, Brautarholti 13. TRÉSMÍÐADEILD og JÁRNSMÍÐA- og VÉL- VIRKJADEILD starfa í Gagnfræðaskóla verknáms. SJÓVINNUDEILD starfar í Lindargötuskóla. 4. BEKKUR: Nemendur staðfesti umsóknir þar, sem þeir hafa fengið skólavist. Umsóknir um 3. og 4. bekk, sem ekki verða staðfestar á ofangreindum tíma, falla úr gildi. — Umsækjendur hafi með sér próf- skírteini. FRÆÐSLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. TILKYNNING Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því að samkvæmt auglýsingu viðskipta- ráðuneytisins dags. 11. janúar 1967, sem birtist í 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967, fer þriðja úthlutun gjaldeyris- og/ eða innflutningsleyfa árið 1967 fyrir þeim innflutningskvótum sem taldir eru í aug- lýsingunni, fram í október 1967. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa bor- izt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 10. október næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.