Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 1
lögreglumerm á bifreiðum, sem ekki eru merktar lög- reglunni, að öðru leyti en því, að á hliðunum eru merki, sem á stendur LÖGREGLAN. Verða þeir ökumenn,' sem sýna vítaverðan akstur við gangbrautir teknir strax til yfirheyrslu. Samhliða þessum aðgerðum lögreglunnar verð- ur reynt að auka umferðar- fræðslu, jafnt fyrir gangandi sem akandi vegfarendur, og þeirrí fræðslu einkum beint að réttri hegðun vegfarenda við merktar gangbrautir. Myndin er tekin fyrÍT nokkru er unnið var að merkingu gangbrauta. Þótt gangbraut- irnar séu mjög greinilega merktar eins og myndin ber með sér hefur það ekki nægt til að ökumenn virtu rétt gangandi fólks á þessum merktu brautum. ■ í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá lögreglustjóranum í Reykjavík og umferðamefnd Reykjavíkur þar sem segir að ákveðið hafi nú verið að herða mjög eftirlit við merktar gangbrautir í borg- inni vegna þeirra mörgu og alvarlegu slysa sem orðið hafa undanfarið af þeim sökúm að ökumenn hafa ekki virt stöðvunarskylduna við merktar gangbrautir og ek- ið á gangandi fólk á gangbrautunutn. Fréttatilkynnmgin er svo- óaðgæzlu við merktar gang- hljóðandi: brautir og jafnframt er sker- Þrátt fyrir stöðugt og vax- að á almenning að tilkynna andi eftirlit með ökumönnum -lögreglunni um skrásetning- og öðrum vegfarendum í amúmer á þeim bifreiðum, borginni, hafa mörg alvarleg sem sýna vítaverðan akstur. slys orðið í umferðinni und- Rétt er að minna gangandi anfarið. Lögreglan og um- vegfarendur á, að sýna fyllstu ferðaryfirvöld borgarinnar aðgætni, er þeir ganga yfir líta á það sérstaklega alvar- götur á merktum gangbrautum. legum augum, þegar ekið er Ákveðið hefur verið að á gangandi fólk á merktum herða mjög eftirlit við merkt- gangbrautum. Verður einskis ar gangbrautir í borginni. Um látið ófreistað til þess að ná óákveðinn tíma verða í um- til þeirra ökumanna, sem sýna ferðinni óeinkennisklæddir S igurlsjón varpsm ál in u: menntamálaráðherra „skyldi ekki leitast við að finna málinu diplómatiska lausn ásamt útvarpsráði." Segist stjóm félagsins hafa kannað málið og reynt að finna lausn og var lausnin sú, að Keflavíkursjónvarpið sendi út sem fýrr á þeim tíma sem íslCnzka sjónvarpið starfar ekki, segir í til- kynningunni. Menntamálaráðherra léði þó ekki máls á þessu og álítur því Félag sjónvarpsáhugamanna, að takmörkunin sé „aðeins gerð til að skaprauna fjölda íslendinga“ og hótar: „skapa óvild í garð stjórnvalda og spilla góðri samvinnu við NATO-vamar- stöð á Keflavíkurflugvelli." Prófessorsembætti í viðskipta- deild Háskóla íslands hefur ver- ið auglýst laust til umsóknar, og er umsóknarfrestur til 28. þ.m. Aðalkennslugrein prófessorsins verður á sviði rekstranhagfræði. □ Frá og- með deginum í dag verður dátasjón- varpið á Keflavíkurflugvelli takmarkað við her stöðina eina og næsta nágrenni hennar. Verður þá aðalsjónvarpsgeislanHm, sem náð hefur til Reykjavíkur, stefnt í aðra átt, sennilega út á haf og jafnframt dregið úr orku stöðvarinnar. Vísa málinu frá sér / Þegar Þjóðviljinn ætlaði að afla sér nánari upplýsinga um þenn- an atburð hjá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins í gær, vísaði fulltrúi hennar málinu frá sér og sagði það ekki heyra undir nefndina. Ekki fengust heldur hjá utanríkisráðuneytinu nánari upplýsingar um það en framangreindar hvenær eða hvernig tak- mÖrkunin yrði framkvæmd. Virðast þessi viðbrögð í samræmi við aðra þróun þessa máls, en íslenzkir aðilar hafa venjulega visað málinu frá sér og talið ákvörðun í því undir stjóm hernámsliðsins komna, þar til 16. ágúst sl. að utanríkisráðherra skrifaði yfirmanni bandaríska hersins og sagði að „af íslenzkri hálfu“ væri nú „ekkert því til fyrirstöðu að AFRTS geti gert þær breytingar á sjónvarpssendingum sínum sem fyrirhugaðar voru“ í bréfi aðmírálsins 6. sept. 1966. Stuttu síðar sendi hernámsstjórinn frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ákveðið væri, að „útsendingar sjónvarps Varnarliðsins verði takmarkaðar í samræmi við samkomulagið frá september 1966. Þar af leiðandi verða útsendingar sjónvarps Varnarliðsins AFRTS takmarkaðar við Keflavíkurflugvöll og næsta nágrenni frá og með 15. september 1967“, sagði í tilkynningunni. „Sjónvarpsáhugamenn" harmi slegnir Þjóðhollir íslendingar munu i dag fagna úrslitum þessa máls, sigri sem ekki hefði náðst nema fyrir þeirra baráttu. En ekki eru allir íslendingar þjóðhollir og sama lágkúran og markað hefur allar gerðir valdhafanna í þessu máli kemur fram í fréttatilkynningu Félags sjónvarpsáhugamanna, sem blaðinu barst í gær, en þar harmar félagið sárt lokastefnu sjónvarpsmálsins og stjórn félagsins harmar ennfremur, að Athugasemd frá Læknafélagi íslands: Nú er óhætt að rífa hernáms- gálgana niður. Vélskólinn settur Vélskóli fslands veður settur fcl. 2 i dag í\ hátíðasal Sjó- mannaskólans. Hefur umsjón með hjálpar- og sérkennslu Friðbjörn Benónýsson kennari hefur verið ráðinn til að hafa á hendi umsjón og eftirlit með sérkennslu og hjálparkennslu á kennsluári því sem nú er að befjast. fram, án frekari skýringa, að læknar bafi verið ófáanlegir að taka að sér starf þetta. f þessu samfoandi viH stjóm L.í. taka fram eftirfarandi: a) Með lögum nr. 13, 1967, var ríkisstjórninni gefin heimild til þess að ráða Iækni vegna síldarflotans á fjarlægum miðum. b) Starf þetta mun aldrei hafa verið auglýst. c) Okkur er ókunnugt um að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að skapa viðunandi starfsaðstöðu fyrir væntan- legan lækni. d) Ekki - er okkur kunnugt um að nokkrum lækni hafi form- lega staðið til boða að takast þetta starf á hendur og því enginn haft raunhæft tæki- færi til þess að þiggja það eða synja þvi. e) Frnmvarp að lögum þeim er áður getur (nr. 13, 1967) var aldrei borið undir Læknafé- Iag íslands, né heldur verið haft samráð við L.í. um fram- kvæmd laganna. Tími til und- irbúnings þessa Iæknisstarfs hefur verið skammur, enda mim undirbúningsskortur vera svo alger, að heilbrigðisstjórn mun eigi hafa treyst sér til þess að auglýsa starfið. Augljóst er, að þeir, sem hafa fjallað um lagasetninguna og rætt málið í blöðum og útvarpi, hafa ekki gert sér ljóst, að hér er um, þannig starf að ræða. að til þess þarf að ráða lækni með mun meiri starfsreynslu og þekkingu. einkum i skurðlækn- ingum, en hægt er að ætlast til af nýútskrifuðum læknum, hvað þá læknanemum. Starfsaðbúnaður verður að vera þannig að eigi sé teflt á óþarfa hættu þótt gera þurfi læknisaðgerðir í sambandi við slys eða bráða sjúkdóma, auk þess þarf nauðsynleg, hjúkrun og eftirmeðferð að vera tryggð. Það er því að áliti stjómar L.í. næsta gagnslítiÖ, að senda lækni til síldarflotans, nema honum sé búin viðunandi starfsaðstaða og séð fyrir nauðsynlegustu aðstoð. Reykjavík, 13. sept. 1967. Stjórn Læknafélags íslauds. f ráði Norræna hússins Þórir Kr. Þórðarson prófessor hefur verið tilnefndur fulltrúi Reykjavíkurborgar í ráði Nor- ræna hússins og Jónas B. Jóns- son fræðslustjóri til vara. □ í gær barst Þjóðviljanum eftirfarandi athugasemd frá Læknafélagi Islands vegna blaðaskrifa og umræðna sem orðið hafa um læknáþjónustu fyrir síldveiðisjómenn á fjar- lægum miðum og kemur þar fram að þrátt fyrir heimild í lögum' til þess að róða lœkni vegna síldveiðiflotans mun starf þetta aldrei hafa verið auglýst eða aðrar ráðstafanir gerðar til að ráða lækni til þessa starfa og skapa honum nauðsynlega starfsaðstöðu. Að undanförnu hafa orðið all- mikil blaðaskrif um læknisþjón- ustu' fyrir síldarsjómenn á fjar- lægum miðum, og nú fyrir skömmu var máíið rætt í rikis- útvarpinu í þættinum „Um dag- inn og veginn". í umræðum þess- um hefur komið fram, að stofn- uð hafi verið staða læknis, sem ætlað er að þjóna síldarflotan- um á fjarlægum miðiim. Gefið hefur verið í skyn, að mál þetta hafi verið undirbúið, laun á- kveðin og staðan auglýst, en enginn læknir sótt um hana. Hefur iæknastéttin, og raunar helzt yngir læknar, orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir skort á þegnskap í sambandi við þetta mál, og því hefur verið haldið Lokið er úthlutun Breiðholts- íbúðanna ★ Húsnæðismálastjórn gekk á fundi sínum í fyrradag frá úthlutun íbúða í Breiðholtshverfi, sem nú eru í byggingu. Er hér um að ræða 283 íbúðir af þeim 1250, sem samið var um af hálfu verk- lýðsfélaganna 1965. ★ Undirbúning að tillögu- gerð annaðist 3ja manna nefnd skipuð af félags- málaráðherra samkvæmt tilnefningu fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Rvik og áttu sæti í henni Sig- fús Bjarnason, Guðmund- ur J. Guðmundsson og Magnús L. Sveinsson. Til- lögur þessarar undirbún- ingsnefndar voru sam- þykktar óbreyttar af Hús- næðismálastjórn. ★ Á næstunni mega þeir húsbyggjendur, sem út- hlutun hlutu vænta til- kynningar um úthlutun- ina. Föstudagur 15. september 19>67 — 32. árgaogur — 206. tölublað. Valur leikur við Luxemburg □ O Næstkomandi sunnudag kl. 4 síðdegis fer fram á Laug- ardalsvellintun fyrri leikur Vals og La Jeunesse d’Esch frá Luxemburg í Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spymu, en Valsmenn urðu sem kunnugt er bikar- meistarar sl. sumar. Forráðamenn Vals ræddu við fréttamenn í gær í til- efni af þessari keppni og verður nánar sagt frá henni hér í blaðinu um helgina en leikurinn ætti að geta orðið spennandi og jafn og Valsmenn að hafa von um sigur hér á heimavelli. Dátasjónvarpið takmarkað við herstöðina og nágrenni í dag Ekkert var gert til þess að fá lækni fyrir síldarflotann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.