Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 4
t 4 SÍBA — ÞJÓÐVTLJINN — Fö&tiudagur 15. æptembar 1967. Otgefandi: Sameiningarllokkur alþýöu — Sósíalistaflokk - urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (ábj, Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstíóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Siguröur T. Sigurðssoii. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiösia, auglýsingar. préntsmiðja Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 Iínur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. t------------------------------------------------------------ Áfangi það var í marzmánuiði 1955, að hernum var veitt leyfi til starfrækslu sjónvarpsstöðvar á Kefla- víkurflugvélli „í bili og þar til annað verður til- kynnt“, eins og stóð í leyfisveitingunni. 1956 sótti herinn um stækkun á stöð sinni, en þeirri beiðni var synjað. Þann 17. apríl var hemum hins vegar heimiluð þessi stækkun stöðvarinnar, nýjum sendi var kamið upp 250 vatta í stað 50 vatta sendis, — styrkleiki stöðvarinnar fimmfaldaður. Við þetta jókst gífurlega sá fjöldi landsmanna sem var dag- lega mataður á því fóðri, sem hermannasjónvarp- ið rétti að skoðendum sínum. Þessi saga er öllum kunn, en nú á að takmarka sendingar sjónvarps hersins á Keflavíkurflugvelli við völlinn — „og næsta nágrenni“ — 1 dag. 'J'akmörkun hermannasjónvarpsins er árangur af baráttu, sem háð hefur verið af festu og ein- urð. Fjölmörg félagasamtök hafa lagt þar mikið að mörkum. Skulu hér nefnd satmtök hernámsand- stæðinga og samtök stúdenta. Að auki hafa fjöl- margir menntamenn lagt þessari baráttu fyrir takmörkun vallarsjónvarpsins ágætt lið. En af- staða íslenzkra ráðamanna allt frá stækkun sjón- varpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er jafn- ömurleg og reisnin var mikil yfir málflutningi þeirra sem börðust fyrir lokun sjónvarpsins. Skrið- dýrsháttur hefur oft verið nefndur í íslenzkum blöðum, en sjaldan af eins ærnu tilefni og því er rædd eru viðbrögð ráðamanna í sjónvarpsmálinu. Framkoma þeirra einkenndist af lágkúru, fölsun- um — jafnvel hreinum lygum. J^n baráttan heldur áfram. Hemámsandstæðing- ar hljóta að líta á þennan áfanga sem hvatn- ingu til ótrauðrar baráttu. Barátta þeirra mun enn sem áður miða gegn hvers konar erlendri ásælni. Herinn situr hér enn og eftir hálft annað ár verð- ur NATO-samningurinn uppsegjaiilegur. Erlend- ur auðhringur hreiðrar um sig 1 landinu með fram- leiðslu og stórfellda fjárfestingu. íslenzkir ráða- . menn renna enn hýru auga til efnahagsbandalaga. Og hemámssjónvarpið mun enn ná til íslendinga á syðstu nesjum. Keflavíkurútvarpið nær til mikils meiri hluta landsmanna. Öll þessi atriði verða nú hemámsandstæðingar að hafa í huga í bar- áttu sinni fyrir sjálfstæðu og friðlýstu íslandi. Áfanga er náð, en áfrarn skal haldið til markvissr- ar baráttu. — sv. Frjálsar ípróttir Misjafn árangur fslendinga ytra fslenzku frjálsíþróttamenn- irnir, sem fóru í keppnisferð til Norðurlanda fyrir nokkru, munu nú vera komnir heim. Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá árangri fslendinganna i keppni sem þeir tóku þátt í í Osló. Hér verður sagt frá síð- ari mótum. Frammistaðan í Osló Frá Osló hélt íslenzki hóp- urinn 2. september til Kongs- vinger, bæjar í um það bil 100 km. fjarlægð frá höfuðborginni. Þar var keppt daginn eftir í nokkrurii greinum og urðu IR- ingamir sigursælir. Veðrið var þó sérstaklega óhagstætt, aus- andi rigning og völlurinn eitt svað.. Hættu nokkrir Norðmenn við þátttöku í mótinu af þess-< um sökum. Hreiðar Júliusson felldi byrj- unarhæðina í stangarstökkinu, sem var um 4 metrar, og sömu sögu var að segja um 3 eða 4 aðra keppendur. Þetta mót var sérstaklega skemmtilegt og voru óhorfendur geysimargir, en þarna kepptu m.a. einir þrír heimsmethafar: Langstökkvarinn Ralph Boston, Randy Mattsson kúluvarpari og síðast en ekki sízt heims- methafinn í 3000 m. hindrunar- hiaupi, Belginn Roelants, en hann hljóp þessa vegalengd í fyrsta skipti í sumar og á frábærum tíma.. 8,31,0 mín- Einnig náði Svíinn Forsander frábærum árangri í 110 metra grindahlaupi, hljóp á 13,9 sek. í dálitíum mótvindi. Framangreindar upplýsingar eru frá Karli Hólm. Hafnfirðingar í keppnisferð: Haukar til PóllanJs og FH til Danmerkur Um 30 manna hópur hafn- firzkra handknattleiksmanna leggur upp í keppnisferð er- lendis í dag, föstudag. FH keppir í Danmörku og Hauk- ar í Póllandi. f hópi FH-inga eru 11 leik- menn, þeir sem kepptu og sigr- uðu á úfimótinu nú í sumar, ásamt þjálfara sínum Jóhann- esi Sæmundssyni og fararstjóra Finnboga'F. Axndal. FH leikur fjóra leiki í Danmörku, í Ár- ósum, Fredericia, Nyborg og Helsingör. Með Haukum fara 13 leik- menn og þriggja manna farar- stjóm, Helgi Jónasson. Egill Egilsson og Jón Egilsson. Hauk- ar leika þrjá til fjóra leiki í Póllandi og e.t.v. einn í Dan- mörku. Þeir Haukamenn hafa stofnað til happdrættis til ágóða fyrir þessa keppnisferð og er vinningur húsgögn frá Húsgagnaverzluninni Dúnu h/f. f Jón Þ. Ölafsson vann hástökk- ig, stökk 1,95 m. Reyndi hann að setja nýtt vallarmet, 2,02 m. en tókst ekki. Annar varð Norð- maður. Valbjöm Þorláksson sigraði f. 200 m. hlaupi á 22,5 sek. og varð annar í langstökki, stökk 6,58 metra. Undanúrslit í knattspyrnu keppni UMFÍ um helgina Erlendur Valdimarsson varð annar í kúluvarpi, varpaði 15,18 metra, en sigurvegarinn varp- aði 15,82 metra. Þórarinn Amórsson fékk in- flúensu eftir keppnina í Osló og gat ekki keppt oftar af þeim sökum. Jón M. Magnússon varð éftir í Osló þar sem hann tók þátt í æfingum með flestum beztu sleggjukösturum Norðmanna, undir leiðsögn Sverre Strandlis, en hann var eitt sinn heims- methafi f sleggjukasti. Jón keppti í Osló og varð þriðji fyrri keppnisdaginn, kast- aði um 51 metra, en daginn eftir sigraði hann með nær 53 m. kasti- Árangurinn í Gautaborg ÍR-ingamir héldu svo áfram ferðinni til Gautaborgar í Sví- þjóð aðfaranótt mánudagsins 4. sept. Komu þeir til borgarinnar kl. 6,30 um morguninn og kepptu á stórmóti um kvöldið á f- þróttavelli sem heitir Slottsskog- vallen. Vom þeir ekki ýkja bjartsýnir á góðan árangur þar, enda þreyttir eftir ferðina um nóttina og keppnina daginn áð- ur. Þáð fór líka svo, að aðeins einn Islendinganna komst á verðlaunapall. Varð , það Val- bjöm Þorláksson, sem varð þriðji í stianganstökki, stökk 4,40 m., en sigurvégari varð Svíi, stökk 4,75 metra. Jón Þ. Ólafsson .stökk 1,93 m. í hásjök-ki og varð fjórði, en fyrstur varð Svíi sem stökk 2,03 metra- Árangur keppenda í hástökkinu olli mönpum þó vonbrigðum, því að flestir beztu stökkVararnir höfðu stokkið um 2,15 m- í sumar og vann Jón einmitt nokkra sem stokkið höfðu yfir þá hæð, m.a. vestur- þýzka meistarann semhefurfar- ið yfir 2,14 m., en stökk nú 1.93 m. Erlendur Valdimarsson átti við ofurefli að etja, þvf að fjór- ir fyrstiu mennimir f kringlu- kastinu köstuðu yfir 55 metra. Hann varð sjöundi í röðinni og sigraði t.d. frægan banda- rískan kastara, Ed Burke. Sig- urvegarinn í kringlukastinu varð heimsmethafinn í kúlu- varpi. Randy Mattsson, en hann sigfaði einnig í kúlunni með um 19,50 m. Undankeþpni í knattspyrnu fyrir landsmót Ungmennasam- bands íslands er nú lokið, en hún hefnr staðið frá 1. júní til 7. september s.l. Keppninni er þannig háttað að keppt er í þrem riðlum og eru 4 héraðssambönd í hverj- um riðli eða 12 héraðssambönd, sem þátt tóku í undankeppn- inni. Úrslit í riðlakeppninni urðu að í 1. riðli sigraði Ungmenna- samband Skagafjarðar, hlaut 5 stig, nr. 2, varð Héraðssam- band Þingeyinga, hlaut 3 stig, nr. 3 Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands, hlaut 2 stig, og nr. 4 Ungmennasam- band Eyjafjarðar, hlaut 1 stig. Úrslit í 2. riðli urðu þau að nr. 1 varð Héraðssamband Snæ- fells- og Hnappadalssýslu, hlaut 5 stig, nr. 2 Ungmennasam- band A.-Húnvetninga, hlaut 5 stig, nr. 3 Héraðssamband Strandamanna, hlaut 2 stig og nr. 4 Ungmennasamband Vest- ur-Húnvetninga, er hlaut ekk- ert stig. Úrslit í 3. riðli urðu þau að nr. 1 varð Ungmennasamband Kjalamesþings, hlaut 3 stig, nr. 2 Úngmennasamband Borg- arfjarðar, hlaut 2 stig og nr. 3 Héraðssambandið Skarphéðinn, er hlaut 1 stig. Velheppnað jozzkvöld Á jazzkvöldi sem haldið var í /Tjamarbúð á þriðjudagskvöld á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur kom fram flautulcikarinn Yusif Lateef. Uék hann - við mikla hrifningu fyrir fullu húsi. Með Lateef léku Þórarinn Ól- afsson á píanó, Pétur Östlund á trommur og Jón Sigurðsson á bassa, allt velþekktir jazzistar og komust enda vel frá sínu og áttu ríkan þátt í hve kvöldið tókst vel. Mesta athygli vakti verk Lateefs „Number 7“, sem hann kvaðst hafa samið í anda Stockhausens en hann var mikill aðdáandi hans. Milli þess sem Lateef lék list- ir sínar skemmtu Kristján Magn- ússon og félagar. Næsta jazzkvöld Jazzklúbbs Reykjavíkur verður 25. septemb- er í Tjarnarbúð og skemmtir þá Jimmy Heath tenórsaxófónleik- ari, sem lengi hefur spilað með hljómsveit Art Farmer. í 3ja riðli átti Ungmenna- félag Keflavíkur að vera þátt- takandi, en 7. sept. þegar loka- frestur til að hafa lokið undan- keppninni var útrunnin, hafði það ekki leikið neinn leik, svo það var þar með úr keppninni. í úrslit komust tvö efstu lið í.. hverjum riðli, og hefur verið dregið um hvaða lið leika eiga saman. En því er þannig háttað að þau lið, sem sigra í undan- úrslitum, leika síðan til úrslita á Landsmóti ungmennafélag- anna, 'sem fer fram að Eiðúm á næsta sumri. Þeir sem leika saman í und- anúrslitum eru þessir: 1. leik U.M.S.B. : U.E.A.H. Z. leik H.S.H. : U.M.S.S. 3. leik U.M.S.K. : H.S.Þ. v Leikimir munu að öllum lík- indum fara fram að Reykjá* skóla í Hrútafirði laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. septem- ber n.k. BIKARKEPPNIN AKRANESyÖLLUR Á morgjun, laugardaginn 16. september kl. 4, leika á Akranesi ÍA(b) - TÝR í sambandi við leikinn fer Akraborg til Akraness kl. 1.30 og til baka að leik lokn- um. — Tekst GuIIaldarliðinu enn að sigra? MÓTANEFND. Nýir tímar — ný kennslutækni ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, ÍTALSKA. SPÁNSKA RÚSSNESKA, SÆNSKA, FRANSKA. ÍSLENZKA FYRIR Ú,TLENDINGA. Enska og danska fyrir börn og ungliriga. Hjálpardeildir gagnfræðaskóla Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Síðdegistímar fyrir húsmæður. Málaskólinn MÍMIR Hafmrstræti 15 og Brautarholt 4. Sími 2 16 55 og 1 000 4 (kl. 1—7) 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.