Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 10
Ekið á mann á merktri gangbraut ★ Alvarlegt amferðarslys varð á merktri ganprbraut yfir Hringbraut á móts við Kennaraskólann í fyrrakvöld eins og sagt var frá í Þjóðviljanum í gær. Fullorðinn maður gekk suður Hringbraut, aetlaði hann yfir götuna og var kominn út á eyj- una sem skiptir akrein- unum. Bifreið sem ók vestur stanzaði fyrir manninum og hélt hann áfram yfir götuna, á gang- brautinni. Þá kom þar að fólksbíll sem fór fram úr kyrrstæðu bifreiðinni vinstra megin og varð maðurinn fyrir henni. ★ Maðurinn, Jón Bjarnason, fyrrverandi fréttaritstjóri Þjóðviljans, slasaðist mjög mikið. Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala þar sem hann liggur enn. Hlaut hann höfuðmeiðsli, lærbrotnaði, fótbrotnaði og axlarbrotnaði, að sþgn Borgþórs Þórhallssonar lögregluþjóns. 4235 lestir síldar Allgott veður var á sildar- miðunum fyrra sólarhring og tilkynntu 21 skip afla, samtals 4.235 lestir. Raufarhöfn: Iestir: Jón Finnsson GK 265 Sóley ÍS ' 240 Bergur VE 180 Ásgeir Kristján ÍS 190 Guðbjórg GK J60 Kristján Valgeir' NS 280 Halkion VE 220 Keflvíkingur KE 220 Björg NK i80i Vörður ÞH 320 Sæhrímnir KE 190 Gruðbjörg ÍS 250 Fylkir RE 140 Sigurpáll GK 140 Björgvin EA 160 Anna ÍS 80 fsleifur IV. VE 190 Gideon VE 210 Margrét ÍS 180 Náttfari ÞH ' 220 Dalatangi: Iestir: Barði NK > 220 I gær var þessi mynd tekin í Háskólabíói er verið’var að æfa íslenzku tónlcikana undir stjóm Wod- iczkos. — Guðmundur Jónsson syngur. (Ljósm. Þjóðviljans A. K.). Á fimm tónleikum norrænna tónlistardaga 27 nýleg eSa áður óþekkt nor- ræn tónverk flutt / Reykjavík Föstudagur 15. september 1967 — 32. árgangur — 206. töluiblajð. D í næstu viku verður haldin í Reykj avík norræn tón- listarhátíð og verða á fimm tónleikum henni tengdum flntt tæp þrjátíu, öll nýleg eða áður óþekkt tónverk. Rík- isútvarpið annast framkvæmd hátíðarinnar að ósk Tón- skáldafélags Islands. Um tuttugu erlendir gestir eru vænt- anlegir í sambandi við hátíðina. Norræn tónlistarhátíð var haldin í Reykjavfk 1954, og var röðin aftur kornin að fslandi að halda slíika hátíð 1964 en ekki hefur getað orðið af henni fyrr sökum fjárskorts. Dagskrá há- tíðarinnar er ákveðin af sér- stakri dómnefnd, en orðið hefur að teHa sum verkin niður og skipta á öðrum vegna þess hve erfitt og kostnaðarsamt er talið að flytja þau. Þó er sinfóníu- hljómsveitin óvenjulega fjöl- menn um þessar mundir og fær sérstaka aðstoð erlendra gesta til flutnings á sumum verkanna. Hátíðin hefst með nokkurs- konar forleik í Þjóðfleikhúsi á sunnudag — þá er frumsýning á Galdra-Lofti með tónlist eftir Jón Leifs. ,Á mánudag eru síðan haldnir fyrstu tónleikarnir á Helgarráðstefna hankamanna befst á Akureyri á morgun TJm næstu lielgi halda íslenzk- ir bankamenn ráðstefnu í Skíða- hótelinu við Akureyri Er það fyrsta ráðstefna bankamanna Utan Reykjavíkur. Ráðstefnuna sækja fulltrúar bankanna í Reykjavík, Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis og fulltrúar úti- búa bankanna um land allt. Munu þátttakendur verða auk Akureyringanna rúmlega 30. Stjórn Sambands íslenzkra bankamanna hefur annazt undir- búning.ráðstefnunnar, en fulltrú- ar bankanna á Akureyri sjá um móttökur og undirbúning á Ak- ureyri. Ráðstefnan fer fram í Skíðahótelinu við Akureyri og þar gista aðkomumenn meðan ráðstefnan stendur 1 yfir frá föstudegi til sunnudags næst- komandi. Verkefni ráðstefnunnar verð- ur um skipulag og störf Sam- bands íslenzkra bankamanna og flytur Bjami G. Magnússon inn- gangserindi. Guðjón Hansen tryggingafræðingur flytur erindi um eftirlaunamál starfsmanna banka og sparisjóða. Þá mun Gunnar Caspersen, aðstoðarframkvæmdastj. norska bankamannasambandsins flytja erindi um skipulag og störf norska bankamannasambandsins og í því sambandi norræna sam- vinnu bankamarma. Að loknum umræðum skipt- ast fulltrúamir í þrjá umræðu- hópa og að lokum verða niður- stöður umræðuhópanna ræddar sameiginlega á lokafundi ráð- stefnunnar á sunnudaginn. Aðkomumenn koma flestir með flugvél til Akureyrar á föstu- dagskvöld og kl. 9.30 fyrir há- degi laugardaginn 16. sept. setur formaður Sambands íslenzkra bankamanna, Hannes Pálsson ráðstefnuna. vegum Musica Nova og Kamm- erkórs undir stjóm Ruth Little. Þar. verða leikin tvö íslenzk verk — Hringspii eftir Pál S. Pálsson og Kyrie fyrir blandað- an söngflokk með organforleik eftir Jón Leifs. Á þriðjudag heldur Sinfóníuhljómsveitin tón- leika í Háskólabíói — og leikur þar m.a. Hermann Koppel í Pí- anókonsert nr. 4 eftir sjálfan hann. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko. Á fimmtudagskvöld heldur Musica Nova aðra tón- leika í Háteigskirkju og verða að þessu sinni flutt sjö kamm- erverk. Síðustu tónleikamir eru svo í Háskólabíói á föstudag; Sinfóníuhljómsveitin flytur þá m.a. Sinfóníu í þrem þáttum eft- ir Leif Þórarinsson. Einsöng í öðrum verkum annast Guðrún Tómasdóttir og Ruth Little Magnússon. Á blaðamannafundi með fyrir- svarsmönnum útvarps, sinfóníu- hljómsveitarinnar og tónsikálda minnti Jón Leifs m.a. á það að árið 1954 hefði emgin íslenzk hljómlist verið flutt af Ikurteisi við skandinavísika kollega. Bn í þetta sinn verður efnt til sér- stakra sinfóníutónleika þar sem flutt verða einungis íslenzk verk og verða þeir halldnir á mið- vikudag. Á dagskrá verða Chac- onne eftir Pál Isólfsson, Adagio fyrir flautu hörpu og strengja- sveit eftir Jó<n Nordal, Forspíl og Þrír Davíðssálmar eftir Her- bert H. Ágústsscm (einöngur Guðmundur Jónsson), Þrjú söng- lög eftir Fjölni Stefánsson (einsöngur Hanna Bjamadóttir), Hlými eftir Atla Heimi Sveins- son (undir stjórn höfundar) og Þjóðvísa. eftir Jón Ásgeirsson. Auk þesa verður haldinn í borginni fundur Norræna tón- skáldaráðsins. Menntamálaráðu- neytið og borgarstjórn veita styrk til hátíðahaldsins. Evrópumeistaramótið í bridge: Íslenzkð sveitin komin í 3ja sæti □ Að loknum 16 umferðum á Evrópumeistaramótinu i þridge sem háð er í Dublin er íslenzka sveitin komin í 3. sseti. í 15. umferð spiluðu íslendingarnir við Frakka og unnu þann leik 8:0 og í 16. umferð unnu þeir Grikki einn- ig með 8:0. Sigurinn yfir Frökkum er tvímælalaust bezti árangur sveitarinnar á mótinu því franska sveitin var skipuð núverandi Evrópumeisturum og þátttakendum í síðasta heimsmeistaramóti í bridge. Eftir 16 umferðir var staða 10 efstu iþjóðanna þessi en alls taka 20 lönd þátt í keppninni: 1. ítail- ía 100 stig, 2. Frakkland 87, 3. ísland 85, 4. Noregur 84, 5. Bret- land 82, 6. Sviss 79, 7. Holland 76, 8. Svíþjóð 74, 9. Israel 66 og 10. Belgía 64. Aðeins 3 _ umferðir eru nú eft- ir og eiga íslendingarnir eftir að spila við Norðmenn, Belga og Pólverja. Italir eru búnir að ná góðu forskoti og hafa þar með vafalaust tryggt sér sigurinn í 7. sinn eftir styrjöldina. Baráttan um 2. sgetið er mjög hörð og jöfn milli Frakka, íslendinga, Norðmanna og Breta og ræðst vart fyrr en í síðustu umferð hver það hreppir. En sigri Italir öðlazt sú þjóð sem nær öðru sæti rétt til þátttöku í næsta heimsmeistaramóti í bridge, þar sem ítalir eru núverandi heims- meistarar. I kvennaflokknum eru Italir einnig efstir með 67 stig, Svíar hafa 64 stig, Frakkar 60, Bretar 58, Pólverjar 55 og Norðmenn 53. Ráðnir yfiiTíeiinarar Steinar Þorfinnsson kennari hefur verið ráðinn yfirkennari við Melakóla frá 1. þ.m. og Sverrir Kolbeinsson yfirkennari við Álftamýrarskóla frá sama tíma. Út er komið þriðja bindi af Minningarbók Menningar- og minningarsjóðs kvenna Fyrir nokkru kom út þriðja bindi af Æviminningabók kvenna en það er Mcnningar- og minn- ingarsjóður kvenna sem stendur að útgáfu bókarinnar og er rit- stjóri hennar Svava Þorleifs- dóttir. í bókunum þremur eru æviágríp um 200 kvenna. Laufey Valdimarsdóttir samdi á sínum tíma við Ágúst Sigurmundsson, myndskera um að skera út spjöld og kjöl á minningarbók- ina, en Leifur Kaldal bjó til silfurspennur. Er þetta eintak bókarinnar geymt í Landsbóka- safninu en önnur fást kcypt á skrifstofu sjóðsins. Fréttamönnum var í gær boð- ið að skoða minningarbókina pg Tillitsleysi og ókurteisi oftast orsökin að hinum tíðu slysum á gangbrautum \ Iskyggilega mörg slys hafa orðið á þann hátt undanfar- ið að bifreið stanzar við merkta gangbraut til þess að hleypa fótgangandi fólki yfir götuna og annar bíll fer fram úr kyrrstæðu bifreið- inni og ekur á þann sem er að fara yfir. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Herði Valdimarssyni í um- ferðardeild lögreglunnar og sagði hann að slys af þessu tagi fari mjög í vöxt og virt- ist sér það furðulegt þar sem mikið hefðÞverið gert af þvi upp á síðkastið að merkja gangbrautir. Að vísu bæri þeim sem væri að ganga yfir götuna á gangbraut að sýna fyllstu varkárni enða þótt ein bif- reið stanzaði til að hleypa honum yfir, en oftast væri þetta mest að kenna tillits- leysi og ókurteisi bifreiðar- stjóranna. Væri brýn ástæða til að hvetja fólk, bæði fótgangandi og akandi, til að sýna fyllstu aðgæzlu við gangbrautirnar ekki síður en annarsstaðar. Aðspurður sagðist Hörður ekki hafa tölur yfir þá sem ekið hefur verið á á gang- brautum, en umferðarslys í Reykjavík á þessu ári væru færri en í fyrra, en í sept- ember hefðu orðið mörg um- ferðarslys, sérstaklega á gangbrautum. Það sem af er september hafa 3 börn orðið fyrir bif- reiðum í Reykjavik og 6 karl- menn. Á bifhjólum hafa 4 slasast og auk þess 2 bíl- stjórar og 1 farþegi. — Af þessum 16 slysum var eitt dauðaslys. Ekki Iiggja fyrir til sam- anburðar tölur yfir slasaða í umferðinni fyrri hluta sept- ember í fyrra en í þeim mánuði urðu 5 börn fyrir bil, 3 konur, 2 karlmenn, 6 slösuðust á reiðhjólum og bif- hjólum og 7 bílstjórar og 10 farþegar. Tala slasaðra í um- ferðinni í öllum september- mánuði í fyrra er þvi 34 og lézt em konan af slysförun- um. sagði varaformaður sjóðsins, Auður Auðuns, frá sjóðnum og tilgangi hans við það tækifæri. Menningar- og minningarsjóð- ur kvenna var stofnaður 27. september, á 85 ára afmaúisdegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, en þann dag afhentu börn hennar Kvennréttindafélagi Islands 2000 kr., er var dánargjöf hennar, og skyldi vera stofnfé að sjóði til styrktar íslenzkum námsstúlkum. Sjóðurinn hefur annars vegar fengið fé með minningargjöfum um látna ættingja, en þó eink- um um látnar konur, og skal skrá stutt æviágrip þeirra og geyma með mynd í áðumefndri minningarbók. Þá hefur sjóður- inn fengið útgáfurétt á ritverk- um kvenna t.d. gaf hann út „Or Möðum Laufeyjar Valdimars- dóttur“ og er sú bók nú upp- seld. Hinsvegar eru árlega seld merki og er ágóðanum af sölu þeirra varið til námsstyrkja, á- samt ágöða af minningarspjöld- um. Er rétt að geta þess að hinn árlegi menkjasöludagur sjóðsins er núna á laugardaginn. 1 upplhafi voru rúmar 26 þús- und krónur í sjóðnum en um síðustu áramót voru tæp 764 þúsund krónur í sjóðnum. Árið 1946 voru fyrst veittir styrkir úr sjóðnum, voru samtals veittir styrkir að upphæð kr. 8 þúsund það ár, en 1966 voru veittir styrkir fyrir um 80 þúsund kr. Þær konur sem hljóta styrki úr sjóðnum stunda flestar háskóla- nám og allmargar hafa verið styrktar til listnáms. Undanfar- ið hafa 20-30 konur fengið styrki úr sjóðnum árlega, en ekki hefur verið unnt að veita hverri konu hærri stynk en 5 iþúsund og margar fá lægri stynki, en þær sem stunda langt háskólanám fá gjaman styrk ár eftir ár. Stjóm sjóðsins skipa þessar konur, formaður Katrín Thor- oddsen, varaformaður Aúður Auðuns, Svava Þorleifsdóttir gjalldkeri, Ragnhildur Möller, ritari og Lára Sigurbjömsdóttir, meðstjórnandi. 25. sambandsþing UMFÍ um 25. sambandsþing Ungmenna> félags íslands, og þar sem jafn- framt verður minnzt 60 ára af- mælis samtakanna, verður hald- ið f Valhöll á Þingvöllum n.k. laugardag og sunnudag. Hefst þingið kl. 2 e.h. laugardaginn 16. september. Aðalmál þingsins verða þessi: Skýrsla stjórnar, landgræðsla og gróðurvern^, íþróttastarfsemi ungmennafélaganna, landsmótið að Eiðum 1968, bætt starfsað- staða ungmennafélaganna og miðsíöð UMFÍ í Þrastarskógi. Ýmsum gestum hefur verið boðið m.a. þeim ráðherrum sem fara með mál er einkum snerta félagsskapinn. Þá mun forseti íslands heiðra samtökin á 60 ára afmælisþingi þeirra, með heim- sókn sinni. ' Áfök milli Ind- lands og Kína NÝJU DELHI 14/9 — Indverskir og kínverskir hermenú skutuzt á fjórða daginn í röð á landa- mærum Sikkim og Tíbet í dag. Kínverjar hótuðu því að gjör- eyða indversku herdeildinni ef índverj ar hættu ekki skothríð- inni í kvöld. ' *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.