Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. sopt^ber 1967 — ÞJÖÐVTLJINN — SÍÐA y Athugasemd um skipasmíðar Framhala al 5. síðu. um að venjast, en vinnutími er styttri en hér og margir virtust drýgja tekjumar með smábú- skap eða fiskveiðum. Ég er ekki sérfræðingur í skipasmíðum né rekstri skipa- smíðastöðva en af því ófull- komna útboði, sem að fram- an er lýst þykist ég vita, að ís- lenzkur skipasmíðaiðnaður standi nú höllum fæti í sam- keppni við erlendan a.m.k. hvað smíði lítilla tréskipa varð- ar. Orsakir þessa eru í mörg- um atriðum auðfundnar eins og Þorvarður Guðmundsson bendir á í grein sinni. Af heim- sókn minni til norsku stöðvar- innar þykist ég sjá að hún geti smíðað báta ódýrar en hér er hægt af eftirtöldum atriðum: ★ Fjárfestingarkostnaður stöðvarinnar er lítill. ★ Byggingartími hvers skips er skammur. ýr Fastur kostnaður dreifist BLflÐ- DREIFING Blaðburðarfólk van'far í eftirtalin hverfi: Iljarðarhagi. Framnesvegur. Vesturgata. Hringbraut. Kaplaskjólsvegur. Tjamargata. Langahlíð. Blönduhlíð. Hvassaleiti. Vogar. ÞJÓÐVILJINN Sími 17-500. á nokkur skip á ári hverju. ★ Lítill stjórnunarkostnað- ur. ★ Vel- þjálfað og afkastamik- ið starfslið. ★ Lægri vinnulaunakostnað- ur. Ódýrari efniviður. Vonandi finnur nefnd sú, sem Þorvarður Guðmundsson minnist á í grein sinni ein- hverja leið til að lækka bygg- ingarkostnað tréskipa hér inn- anlands. Má sjálfsagt lækka hann talsvert með hagnýtingu nýrrar tækni og efnis, stöðlun bátastærða og í því sambandi endurskoðun á ákvæðum í lögum, sem bundin eru við stærðarmörk svo sem um veiðiheimildir og skipsstjórnar- réttindi. Þá þarf vafalaust til að - koma aukin sérhæfing skipasmíðastöðva í ákveðinni gerð skipa eða skipshluta. Síð- ast en ekki sízt þarf að athuga, hvort ekki séu gerðar of kostn- aðarsamar kröfur til fiskiskipa þ.e. hvort þær réttlætist allar af aukinni afkastagetu eða ör- yggi og góðum aðbúnaði skips- hafnar. Aðalatriðið er, að útgerðin fái báta sína á því verði, að rekstur þeirra sé mögulegur í venjulegu árferði. Við seljum fiskafurðir okkar á alþjóða- markaði. og því má framleiðslu- kostnaður þeirra ekki vera hærri en annars staðar gerist. Ef Norðmenn fá fiskibáta sína ódýrari en við, þá hafa þeir um leið öðlazt stórbætta sam- keppnisaðstöðu. Ég vona að nefndin kanni rekstrarafkomu hverrar báta- stærðar um sig víðsvegar um landið og byggi tillögur sinar um um framleiðslu staðlaðra bátastærða á því að rekstrar- grtmdvöllur sé fyrir fram- leiðsluverði þeirra, hvað út- gerðina snertir. Án þess er aðkallandi endur- nýjun íslenzka smábátaflotans, sem framkvæmd verði af inn- lendum skipasmíðastöðvum, dauðadæmd, nema þá að rík- isvaldið greiði í styrk með smíði hvers báts, það sem á vantar. Húsavík, 10. september 1967. Björn Friðfinnsson. Fró Tónlisfarskóla Kópavogs Umsóknir um skólavist næs'ta vetur, þurfa að hafa borizt fyrir 25. september. Innritun fer fram í Félagsheimili Kópavogs, sími 4-10-66, milli kl. 17.00 og 19.00. Skólastjóri. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SESSELJU JÓNSDÓTTUR, Grittisgötu 24, ffer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 16. þ.m. kl. 10.30 fyrir hádegi. — Athöfninni verður útvarpað. Ragnar Þorleifsson Guðný Finnbogadóttir Ingibjörg Þorleifsdóttir Guðjón Guðmundsson Oddgeir Þorleifsson Halldóra L. Sveinsdóttir og barnabörn. Alúðarþakkir sendum við öllum. þeim, er við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR, Þvervegi 23, Reykjavik, auðsýndu hinni látnu virðingu sína og eftirlifandi ást- vinum samúð. I Eiginmaður, börn, tengdadætur, barnabörn og systkini hinnar látnu. Málaskólinn Mímir tuttugu ára í haust Málaskólinn Mímir er tuttugu ára f haust og af því tilefni bauð skólastjórinn Einar Pálsson frétta mönnum að skoða tiltölulega ný húsakynni skólans að Brautar- holti 4, og kynnti hann starfsemi skólans við það tækifæri. Skólinn var stofnaður 1947 og var fyrsti skólastjóri Halldór P. Dungal. Framan af var skólinn, í leiguhúsnasði, fyrst í kjallara í Barmahlíð og í Rannsóknarstofu Háskólans, síðan að Túngötu 5. Árið 1956 urðu eigendaskipti að skólanum, tók Einar Pálsson þá við stjórn hans og hefur rekið hann síðan. Var húsið Hafnar- stræti 15 gert upp og efsta hæð- in notuð til kennslu og 1965 var tekið í notkun húsnæði að Braut- arholti 4 og fer nú meginhluti kennslunnar þar fram. Árið 1954 voru nemendur skól- ans 60 talsins en sl. ár voru þeir á annað þúsund og er Mim- ir því einn fjölmennasti skóli landsins. Yfirleitt hafa langflestir nem- endur verið í enskudeildunum en kennsla í þýzku og íslenzku fyrir útlendinga hefur aukizt upp á • Tíu NATO- styrkir til vísindamanna • I frétt frá menntamálaráðu- neytinu segir: Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað fé því, er kom í hlut íslendinga til ráðstöfunar til vísindastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins („NATO Sci- ence Fellowships“) árið 1967. Umsækjendur voru nítján, og hlutu tíu þeirra styrki sem hér segir: Guðjón Guðnason, yfirlæknir, 20 þús. kr., til að sækja nám- skeið í fæðingarhjálp og kven- sjúkdómafræði við Lundúna- háskóla haustið 1967. Guðni Á. Alfreðsson, BSc., 40 þús. kr., til framhaldsnáms og rannsókna á sviði gerlafræði við St. Andrews-hásikóla, Queens College í Dundee. Kjartan Pálsson, læknir, 40þús. kr., til framhaldsnáms í hjarta- sjúkdómáfræði við Yale-New Haven Medical Center, New Haven, Bandaríkjunum. Oddur Rúnar Hjartarson, hér- aðsdýralæknir, 20 þús. kr., til að kynna sér heilbrigðis- og hréinlætiseftirlit í sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum í Banda- ríkjunum. Ólafur Gunnlaugsson, læknir, 40 þús. kr„ til framhaldsnáms í lyflæknisfræði við Mayo Graduate School of Medicine, Rochester, Bandaríkjunum. Páll Gíslason, yfirlæknir, 20 þús- kr„ til að kynna sér um tveggja mánaða skeið framfar- ir á sviði æðaaðgerða í Banda- ríkjunum. SigurðuT E. Þorvaldsson, lækn- ir, 40 þús. kr., til framhalds- náms f skurðlækningum við Mayo Graduate Schoól of Med- icine, Rochester, Bandaríkjun- um. Sverrir Bjarnason, læknir, 40 þús. kr., til framhaldsnáms í geð- og taugalækningum barna við bamasjúkrahús í Arósum Danmörku. y Tómas Ámi Jónasson, læknir, 20 þús. kr„ til að kynna sér nýjungar í meltingarsjúkdóma- fræði í Bandaríkjunum haust- ið 1967. Þórarinn Stefánsson, eðlisfræð- ingur, 40 þús. kr„ til fram- haldsnáms og rannsókna á sviði plasma- og kjameðlisfræði við Tæknfháskólana í Þrándheimi og Stokkhólmi. , MenntamálaráðuneyKð 7- september. 1967. síðkastið- Þá hefur jöfn aðsókn verið að frönsku og spönsku síð- ustu árin og ávallt eru nokkrir nemendur i dönsku og sænsku. Við Mími eru nú sextán kenn- arar. íslenzkir kennarar em þeir Einar Pálsson, Gísli Guðmunds- son, Agnar Þórðarson, Ingi Karl Jóhannesson, Guðbjartur Gunn- arsson og Sigurður Gústafsson. Enskir kennarar em Hugh Tem- pleton, Cathreen Macdonald, Cal- um Campell og Jacqueline Slaughter. Dönsku kenna Age Nielsen Edwin og Dagny Peder- sen. Frönsku og ítölsku og spönsku kennir Gerard Chinotti. Þýzku kenna Helga Brenner og Evelyn Koldmann. Sænsku kenn- ir Inga Backlund Þórarinsson. Á þessu ári verður stofnsett ný deild við Mími, er það hjálpar- deild gagnfræðaskóla og er hún ætluð unglingum sem illa era á vegi staddir í sérstökum náms- greinum og þarfnast aukahjálpar. Lokið er nú að mestu gerð byrjendabókar í íslenzku fyrir út- lendinga og fá nemendur kennslu efnið fjölritað. Jafnframt er nú unnið að gerð talæfinga í dönsku þýzku og ensku- Gat skólastjór- inn þess er rætt var um kennslu- bækur að hvað snerti orðabækur, sérstaklega enskar orðabækur, ríkti algjört neyðarástand hér á landi. FrambjóSendur Framhald af 3. síðu. átta frambjóðenda sem tóku þátt í „forsetakosningunum“ fyrr í þessum mánuði styðji Dzu, en fyrst í stað hafi þeir allir kvartað yfir kosningasvikum. Lögreglan blandaði sér einu sinni í mál á blaðamannafundi Dzns í dag. Dzu skýrði frá því að hánn ætlaði sér ekki að mæta fyrir rétti á morgun til að svara á- sökunum um fjárglæfra. Hann sagði að ákæmmar væm upplognar. Æðstu menn Framihald af 3. síðu. Kongo í baráttu gegn hvitu mála- liðunum. Æðstu menn Afríkuríkja samþ. í dag að OCAU skuli vinna með SÞ að því að fá lsrael til að láta hernumin svæði aftur af hendi og létu fundarmenn í ljós samúð sína með málstað araba án þess að nefna ísrael á nafn. 1 kvöld lauk fundinum með einnar mínútu þögn til heiðurs minningu Dags Hammarskjöld fyrrverandi aðalritara SÞ, sem lét lífið í flugslysi í Kongo fyrir sex ámm. VIÐGERÐIR á skinn- og rúskinnsfatnaði. Góð þjónusta Leðurverkstæði Úlfars Atlasonar, Bröttugötu 3 B. Sími 24-678. Síminn er 17500 ÞJÓÐVILJINN Signrjón Bjömsson sálfræðingur Viðtöl skv. umtali. Símatími virka daga kl. 9—10 f.h. Dragavegi 1 Sími 81964 Allt til RAFLAGNA ■ Rafmagnsvorur. ■ Heimilistækl. ■ Útvarps- og sjón- varpstækt Rafmagnsvöru- búðin s.f. Suðurlandsbrant 12. Simi 81670. NÆG BlLASTÆÐl. BR1DGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstri, BRl DGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðír Gúmmbarðinn b.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 INNHEtMTA LÖOFM&t&TÖHW Mávahlíð 48. Síml. 23970. Sængurfatnaður ■ Hvftur og mlslitur — ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆS ADÚNSSÆN GUR DRALONSÆNGUR SÆNGURVER LÖK KODDAVER ÞÚ LÆRIR MÁLIÐ I MÍMI Laugavegi 38.. Sími 10765. *, Enskar buxna- dragtir * Mjög vandaðar og fallegar. * Póstsendum um allt land. HÖGNI JÖNSSON Lögfræði- og fasteismastofa Bergstaðastræti 4. Simi 13036. Heima 17739. ÖKNUMST flLLfl HJOLBflRÐflÞJONUSTU, FLJÚTT UG VEL, MEU NÝTÍZKU T/EKJUM tmmNÆG BÍLASTÆÐl OPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJÚLBARÐAVtÐGERB KÓPAVOGS úðU Skólavörðustig 2L Smurt brauð Snittur — við Öðinstorg Sími 20-4-90 Kársnesbrant 1 Sími 40093 úr og skartgripir KDRNELIUS JÚNSSON shólavördustig 8 V d lR -Vöx+WiT&t oezt KMRKf /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.