Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 3
FSstiidagur IS. september »87 — ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3 Cóðum fundi æðstu munnu Afríku lokið KINSHASA 14/9 — Á fundi æðstu imanna Afríku- ríkja sem lauk í Kinshasa í dag var ákveðið að gera sameiginlega tilraun til þess að binda endi á borgarastyrjöldina, sem geisað hefur í Nigeríu frá því í júníbyrjun. Samþykkt var að senda sex manna sendinefnd til Lagos höf- uðstaðar Nigeríu til að fá rikis- stjómina þar, ef mögulegt reynd- izt til að fallast á málamiðlun í deilunhm við Biafra ríki sem sagt hefur sig úr lögum við sam- bandsstjóm Nigeríu. Það var álit aeðstu mannanna að þessi mál beri að leysa af hófsemi og skilningi, en vald- beiting gæti ekki komið neinu góðu til leiðar. Nígeríustjórn lítur aftur á móti svo á að borgarastríðið sé innan- landsmál Nigeríu og hefur ævin- lega verið andsnúin erlendri í- hlutun eða málamiðlun. 0 Þant aðalritari Sameinuðu þjóðanna ávarpaði fundarmenn í dag. Hann skoraði á samtökin að beita myndugleik sínum til að leysa ágreiningsmál milli Afriku- rlkja. Hann sagði að samtök sem OAU ættu að geta haft meiri áhrif til að setja niður deilur rrrilli aðildarríkja, þar sem SÞ gætu oft ekki komið miklu til leiðar. 0 Þant sagði að á þeim fjór- um árum sem samtökin hefðu starfað hafi þau ekki náð þeim árangri sem vænzt hafði verið, en hann bætti því við að svæða- sambönd sem þetta hefðu mikil verkefni- Hann benti á að þau mættu ekki einangra sig. en yrðu að sjá sig í stærra alþjóðlegu sam- hengi. Jafnframt varaði hann við þröngsýnni þjóðernisstefnu. O Þant flaug aftur til New York eftir fundinn í dag. Akvörðunin um að freista þess að sætta deiluaðila í Nigeríu er eitt af mörgum mikilvægum mál- um, sem náðu fram að ganga á þessum fundi æðstu manna Af- ríkuríkja að sögn fréttamanna. I gær náðu Kenya og Sómalía samkomulagi um að finna lausn á langvarandi og biturri landa- mæráþrætu sinni og þá var sam- þykkt að styðja ríkisstjómina í Framhald á 7. síðu. Milli tveggja raða af konum og börnum sem bíða gengur barn með skál í höndunum til að taka sér stöðu síðast Myndin er tekin í hungurhéraðinu Bihar í Indlandi. Fólkið i biðröðinni fær hver svo sem einn lítinn bolla í biðröðinni. af súpu. Skorað á dönsku ríkisstjórn- ina að hraða þróunaraðstoð AAunu Danir veita eitt prósent af netto þjóðartekj- um til aðstoðar við þróunarlönd fyrr en ætlað var? KAUPMAN'NAHÖFN 13/9 — Það er ekki óhugs- andi að þegar á f járhagsárinu 1970 til 71 muni að- stoð Dana við þróunarlönd nema 1 prósenti af netto þjóðartekjum, þó fimm ára áætlunin um vaxandi aðstoð Dana geri ráð fyrir því að þessu marki verði ekki náð fyrr en 1973, sagði Hans Sölvhöj ráðherra á fundi ráðsnefndar um tækni- lega samvinnu við þróunarlönd í Kaupmannahöfn í fyrradag. Á fundinum var samþykkt á- lyktim þar sem skorað er á framkvæmdastjórn aðstoðar við þróunarlöndin og ríkisstjómina að leggja áherzlu á það að að- stoðin verði aukin hraðar en gert var ráð fyrir er lögin voru sett. Hvítur skríil gegn jafurétti blökkumanna MILWAUKEE 14/9 — Lögreglan beitti táragasi, reyksprengjum og skotfærum til að drcifa kröfu- göngu sem um 1000 hvítra manna tóku þátt í til að mótmæla því að blökkumenn fái sama rétt og hvítir menn til húsnæðis. Rúmlega 30 manns voru teknir höndum. Hvíti skríllinn grýtti lögregluna mcð flöskum og grjóti. Átökin stóðu í þrjá tíma, en eng- inn særðist alvarlcga. Óeirðirnar hófust í gærkvöld eftir að hvítir mcnn höfðu efnt til mótmælagöngu til kirkju einnar í suðurhluta borgafinnar. Þar lásu þeir bænir sínar um að blökkumcnn búi í sérstökum hverfum og báðust þess einnig að kaþólskur prestur yrði settur af, en hann hafði haft forystu í kröfugöngum blökkumanna. Hin alþjóðlega aðstoð við þró- unarlöndin stendur í heild í stað eða minnkar jafnvel aðeins með tilliti til verðlagsbreytinga, sagði Nyboe Andersen prófessor. Árið 1966 var aðstoðin nettó tæplega 11 miljarðar dollara, en þá voru afborganir þróunarland- anna af lánum sem þeim hafa verið veitt þrír miljarðar doll- ara. Skuld þróunárlandanna var i ársbyrjun 1967 um 44 miljarðar dollara og fyrirframgreiddir vext- ir eru á milli 3 og 4 miljarð- ar dollara árlega, en það er eem svarar tíunda hluta af sam- eiginlegum útflutningstekjum þróunarlandanna. ' Þar sem afborganimar munu fara vaxandi á næstu árum ætti það að vera ljóst að þetta á- etand getur ekki gengið- En framtíðarhorfur eru ugg- vænlegar og sá niðurskurður á aðstoð sem orðið hefur i flest- umhinna stærri „gjafalanda" seg- ir ekki til sín fyrr en eftir nokkur ár og verður engan veginn bætt- ur með vaxandi framlagi Norð- urlanda eða annarra minni evæða. Þeim sem segja að 11 miljarð- ir dollara til þróunarlanda séu gríðarleg fjárhæð, vil ég benda á það sagði Nyboe Andersen prófessor, að það er ekki nema sem svarar 50 kr- (300 íel. kr.) á mann í þróunarlöndunum saman- lögðum, og enn þá minna í mörg- i um hinna fátækusiu landa svo sem Indlandi, Indónesíu, Nigeríu og Tanzaníu. I öðru lagi eru peningamir engin 100 prósent gjöf, þar sem mikill hluti þeirra eru lán sem oft eru veitt með almennum vaxtakjörum. Dönsku lánin eru til 25 ára og af þeim er eftirgefið allt að 60 prósentum, en það er mun meira en alþjóðlegt meðaltal. Aðstoð Dana ber þess vitni að dyggilega er unnið á öllum svið- um. Fleiri verkefni eru nú á framkvæmdastigi en fyrr, fleiri aðstoðarmenn eru sendir utan og fleii^ námsskeið haldin en nokkru sinni fyrr. Kennarar í verkfalli víða í NEW YORK 14/9 — Skólayfirvöld í New York vinna nú að neyðarráðstöfunum til að geta haldið skójum borgarinnar opnum þrátt fyrir hið víð- tæka kennaraverkfall sem nú stendur yfir. Nærri 45 þúsund af 58 þúsund . kennurum í borginni karnu ekki til vinnu í dag, sem er fjórði dagur verkfallsins. — 60 prósent af 1.1 milj. nemenda í borginni mættu ekki heldur. Sem opinberir starfsmenn mega kennarar í New York ekki fara í verkfall en þeir hafa — í heild — sagt af sér. Verkfallsmenn krefjast launa- stiga frá 7500 dollurum til 15000 dollara en nú eru lægstu laun 5.400 dollarar og hæstu 9.900 dollarar. Auk þess krefjast kennarar þess að fá meiri íhlutunarrétt um stjórn skólanna og rekstur og sérstakt vald til að meðhöndla vandræðabörn í bekkjum sínum. Um sama leyti og kennarar í New York gengu £ lið með 25.000 kennurum sem eru í verk- falli á ýmsum stöðum um Banda- ríkin lýsti New York Times því yfir, að fræðslumál gætu orðið Fylking til varnar lýðræði stofnuð í S-Vietnam: Frambjó&endur mynda sam- tök gegn kosningasvikum SAIGON 14/9 — Nokkrir frambjóðenda í „forseta- kosningunum“ í S-Vietnam á dögunum skýrðu frá því í dag, að þeir hefðu stofnað félagsskap sem þeir kalla Fylkingu til vamar lýðræði til að geta haldið áfram baráttu sinni gegn kosningasvindl- inu. Foringi þeirra er hinn umdeildi búddamunk- ur Truong Dinh Dzu, sem er lögfræðingur. Hann segir að 25 frambjóð- endur til þingsins, sem ekki náðu „kosningu" styðji þessa nýju hreyfingu. Á blaðamannafundi í dag sagði Dzu, sem er fimmtugur að aldri, að Fylkingin til varnar lýðræði muni halda áfram þar- áttu gegn. kosningasvikunum á löglegan hátt og innan ramma stjórnaxskrár Suður-Vietnam. Dzu sagði að kosningarnar hefðu verið hreint svindl. Hann skýrði og frá því að Fylkingin til vamar lýðræði muni stofna sitt eigið þing. Hann hélt því fram að tveir þriðju hlutar íbúa S-Vietnam væru óánægðir með hernaðar- stjórn Thieus herforingja og „Fylkingin" túlkaði þessa óán- aegju Fréttamenn í Saigon benda á það að aðeins helmingur þeirra Framhald á 7. síðu. mestu deilumál í Bandaríkjunum á eftir stríðinu í Vietnam og kynþáttaóeirðunum. Blaðið hefur það eftir frétta- riturum sínum viða um Banda- ríkin að það sé greinilega sam- band milli hinnar ákveðnu af- stöðu kennaranna og síöflugri mótmælaaðgerða gegn striðinu í Vietnam og kynþáttamismunun- Formaður kennarasamtakanna i New York, Albert Shanker er ákveðinn talsmaður hinna nýju og herskáu baráttuaðferða. „Við erum komnir yfir hinar óhlutdrægu lexíur í hugsjóna- stefnu. Það var kannski leiðin- legt að læra þær, en borgaryfir- völd hafa sannfært okkur um það, að við getum fengið kröf- um okkar fullnægt með þvi að fara i verkfall, en ekki á neinn annan hátt“. segir Shanker. Ein helzta krafa kennaranna, að fá að fjarlægja vandræða- börn úr bekkjum sínum án sér- staks leyfis, hefur valdið ólgu meðal þeldökkra manna. Fulltrúar blökkumanna og Puerto Ricomanna í New York hafa lýst því yfir að þessari kröfu sé fyrst og fremst beint gegn þeldökkum börnum. Her- skáir blökkumannaleiðtogar hafa beinlínis ásakað kennarasamtök- in fyrir kynþáttastefnu, sem kennarar hafa harðlega neitað. John Lindsay borgarstjóri i New York sagði i dag að ástand- ið virtist mjög slæmt og engin lausn fyrirsjáanleg. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tdllstjórans í Reykjavík o.fl., fer fram nauðungaruppboð • að Síðumúla 20, hér í borg, (Vöku h.f.) mánudaginn 25. september 1967, kl. IV2 síðdegis. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar o.fl.: R-4162, R-4441, R-4722, R-4726, R-7620, R-9519, R-9536, R-11059, R-13319, R-13360, R-13468, R-14388, R-15254, R-15324, R-16750, R-19016. R-19151 R-20546, R-22029 og Rd-167. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.