Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.09.1967, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. september 1967 — MÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Frá Húsavík* Björn Friðfinnssonf, bæjarstjóri á Húsavík: A thugasemd varðandi skipa smíðar innanlands og utan Herra ritstjóri. Vmsamlega ljáið eftirfarandi rúm í heiðruðu blaði yðar: í Þjóðviljanum 9. sept. sl. birtist athugasemd eftir Þor- varð Guðmundsson, Stykkis- hólmi, vegna ummæla sem eft- ir mér voru höfð í sama tlaði fyrir skömmu um skipasmíðar bér heima og erlendis. Ég skal þó strax taka fram að nefnd ummæli voru í aðalat- riðum rétt eftir mér höfð, en þó sleppti blaðamaðurinn þeim atriðum, er ég taldi mestu skipta í málinu og forðað hofðu getað misskilningi á ummælum mínum. Hér á Húsavík er orðin þörf á endumýjun lítilla þilfars- báta, sem eru einn af máttar- stólpum atvinnulifs í bænum. Hafa a.m.k. tveir aðilar, sem slíka báta gera út að undan- fömu verið að leita fyrir sér um kaup á nýjum bátum. Einn slikur bátur er nú í smíðum hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri og hafa menn haft ó- huga á kaupum á honurn, en horfið frá, þar eð verðið þykir hærra, en útgerðin geti bor- ið. Fyrirsvarsmenn Norður- borgar hf. í Húsavík gerðu at- hugun á því, hvað nýr bátur er þeim hentar mætti kosta til þess að rekstur hans gæti slað- ið undir fjárfestingarkostnaði miðað við meðalafla báts, sem þeir gera út sl. 3 ár og fisk- verð eins og það er í dag. Var niðurstaða þeirra, að báturinn maetti ekki kosta meira en um 3 miljónir króna. Forsvarsmenn Norðurborgar hf. ákváðu að reyna, hvort ein- hvers staðar væri hægt að fá bát, er þeim hentaði á þessu verði og sendu því lauslega lýsingu á bát til fjölmargra skipasmíðastöðva á Norður- löndum og spurðust fyrir um verð og afgreiðslutíma. Nokkur svör bárust og voru þar boðnir til kaups bátar með þeim eig- inleikum, sem í bréfi Norður- borgar greindi, en skv. teikn- ing\im viðkomandi stöðva. Mátti í slórum dráttum skipta tilboðunum í tvennt — dönsk tilboð annars vegar og norsk til- boð hins vegar. Reyndust þau norsku talsvert ódýrari. Að undirlagi Norðurborgar hf. og annars aðilá hér sendi ég siðan svotil samhljóða lýs- ingu og send hafði verið til útlanda til allmargra íslenzkra skipasmíðastöðva. Þurfti í lýs- ingunni ekki að geta þess, að báturinn skyldi smíðaður úr eik og ekkert var tekið íram um kojupláss, en í lýsingunni sem utan fór, var tekið fram að báturinn skyldi hafa kojur fyrir 6 fram í og 2 aftur i. Flestar skipasmíðastöðvarnar höfðu samband við mig munn- lega eða bréflega og kváðust þær ekki hafa teikningar af slíkum bát á takteinum né smiðalýsingu, en kváðust geta áætlað verðið lauslega. Að framangreindri könnun lokinni kom í Ijós, að hvergi var möguleiki að fá bát, sem getur borið sig miðað við rckst- ursgrundvöll smábátaútgerðar í dag a.m.k. hér í Húsavik nema e.t.v. í Noregi. Urðu nokkur bréfaskipti við tvær skipa- smíðastöðvar, sem lægst áttu tilboð í bátinn og gerðu eigend- ur Norðurborgar þá nánar grein fyrir kröfum sinum um útbúnað bátsins og stöðvunum voru sendar íslenzkar smíða- reglur fyrir tréskip. Sú stöð- in sem lægst tilboð átti hafði boðið skip með böndum úr samanlímdri (lamineret) og gegndreyptri furu, enda þótt í útboðinu væri tekið íram að skipið skyldi vera úr eik. Eftir að hafa ráðfært sig við Skipa- skoðun ríkisins höfnuðu for- svarsmenn Norðurborgar hf. því tilboði. Skipasmíðastöðin „Lista Treskipsbyggcri" í Bor- haug á Lista skaga í Suður- Noregi átti næst lægsta tilboð. Stöðin lýsti sig íúsa til að smíða bátinn eftir íslenzkum reglum og með þeim jtækjum, sem nánar haíði verið beðið um íyrir um 2,7 miljónir króna. Við þessa fjárhæð verður að bæta eftirlitskostnaði og kostn- aði við að sækja bátinn, sem ég áætlaði 200 til 300 þúsund krónur í viðtali mínu við blaðamann Þjóðviljans. Miðað við lauslegar kostn- aðaráætlanir íslenzku stöðv- anna og verð þeirra tréskipa, sem nýlega hafa verið smíðuð hér innanlands, þ.m.t. bátur, er nýlega var smíðaður í skipa- smíðastöðinni í Stykkishólrái, er verðmunurinn alveg ótrúlega mikill á hinu norska tilboði. Er mér ljóst að verðmunurinn stafar annars vegar af því að kostnaðarsamari kröfur eru gerðar til fiskibóta hér á landi og hins vegar virðist smíða- kostnaður mun minni í Nor- egi. Þar eð mér lék hugur á að kynnast þessu nónar tók ég því með þökkum, er mér gafst tækifæri á ferð til Bor- haug ásamt fulltrúa Norður- borgar hf. og fulltrúa frá Skipaskoðun ríkisins. Borhaug er smábær, sem byggir afkomu sína á fiskveið- um og skipasmíðum, en í bæn- um eru 2 skipasmíðastöðvar. Heldur þóttu okkur stöðvam- ar fornfálegar, en þær standa á gömlum merg og hafa smíð- að báta í áratugi. Mikið hefur verið smiðað þarna af eikar- bátum fyrir Dani og Svía og sáum við 2 báta í smíðum, sem báðir áttu að fara til Jótlands. Okkur var tjáð að eikarbátar væru einungis smiðaðir í Suð- ur-Noregi, þar eð nothæfir eik- arskógar fyndust ekki í Norð- ur-Noregi. Hins vegar töldu menn ekki teljandi verðmun á eikarbátum og bátum, sem smíðaðir eru úr valinni furu. Við samanburð á almennum reglum við smíði tréskipa i Noregi og á íslandi kom í ljós, að íslenzku reglumar eru í nokkrum atriðum strangari, en í höfuðatriðum eru þær sam- hljóða. Gerði yfirmaður stöðv- arinnar lítið úr þeim kostnað- arauka, sem hann hefði af því að fylgja íslenzkum regl- um við smíði bátsins. Hins veg- ar taldi hann nokkurn kostn- aðarauka af nýjum viðbótar- reglum, sem Skipaskoðun rík- isins er í þann veginn að setja; varðandi efni í tréskipum. Vegna hinna tíðu tjóna af völdum þurrafúa í tréskipum er í athugun að gera kröfu til að allur efniviður í tréskip sé þurrkaður í ákveðið rakastig og hann sé síðan meðhöndlað- ur með ákveðnum rotvarnar- efnum. Benti Norðmaðurinn á að eik tæki illa i sig rotvarn- arefni og taldi því notkun þeirra þýðingarlitla. Hins veg- ar taldi hann myndu reynast betur að hafa bátana úr furu, sem gegndreypt er undir þrýst- ingi í rotvarnarefni. Þá taldi hann kröfur Skipaskoðunarinn- ar um þurrkun vera of strang- ar. Eins og kunnugt er þá leyf- ir íslenzka skipaskoðunin ekki notkun furu sem aðalefnis nema þá í smábáta og er það vegna aðstæðna í íslenzkum höfnum. Norskur sérfræðingur í timburfræðum, sem við hitt- um að máli í Osló benti á, að beyki tæki fúavarnarefni betur í sig en eik og eftir slíka með- ferð myndi það henta íslenzk- um aðstæðum ágætlega. Hann upplýsti að innflutt beyki frá Danmörku kostaði í Noregi um það bil helming af verði inn- lendrar eikur og að hægt myndi að fá timbursölur til að þurrka það og gegndreypa í rotvamar- efni í samræmi við ströngustu kröfur. Vegna fúavarna gerir íslenzka skipaskoðunin nú kröfur til aukinnar loftræstingar við byrðing og bönd báta, en þær kröfur hafa engan kostnaðar- auka í för með sér. f Noregsförinni bar oft á góma nýjung, sem virðist vera að ryðja sér rúms í norskri skipasmíði. Er hún í því fólg- in að bönd skipa og jafnvel fleiri hlutar þeirra eru gerð úr fururenningum, sem límdir eru saman með sérstöku lími og þrýst í þá lögun, sem bönd- in eiga að hafa. Virðast norsk skipaskoðunaryíirvöld hafa við- urkennt þetta efni a.m.k. að einhverju leyti og töldu Norð- menn mikinn sparnað af notk- un þessarar aðferðar. Ekki var þó þessi aðferð not- uð í Borhaug enda virðist húsa- kostur og vélar miðaður við að komast af með sem allra minnst. Þá var stjórnar- og skrifstofukostnaður trúlega í lágmarki, þar sem fram- kvæmdastjórinn var sjálfur yf- irsmiður og skrifstofumaður. Framkvæmdastjórinn sagði okkur stoltur, að faðir sinn og afi hefðu báðir verið skipa- smiðir. Þá var hann mjög ánægður með starfslið sitt enda komumst við brátt að því að margir þeirra, er þarna unnu voru á einhvem hátt tengdir eða skyldir fram- kvæmdastjóranum. Þá var eig- andi hinnar skipasmíðastöðvar- innar í Borhaug náfrændi framkvæmdastjórans svo og eigandi skipasmíðastöðvarinnar í næsta bæ. Farsund. Má af þessu sjá, að skipasmíði getur verið ættgeng eins og margt annað. En sú fræðsla, sem við fengum um ættfræði Lista-búa sýndi okkur vel, hversu stolt- ir menn voru af iðngrein sinni, enda virtist öll verkmenning í hávegum höfð. Fólk býr þarna við minni lífsþægindakröfur en við eig- Framhald á 7. síðu. S>- Ritgerðasamkeppni am Sovétríki 50 ára sem MÍR gengst fyrir á meðal nemanda í menntaskólum Vandamál sem Evrópu- löndin eru að glíma við f vor sendi félagið Menning- artengsl fslands og Ráðstjóm- arríkjanna frá sér tilkynningu um ritgerðasamkeppni vegna 50 ára afmælis Sovétríkjanna. Þátttaka var boðin öllum þeim sem voru við nám í mennta- skólum landsins svo og íram- haldsdeild Verzlunarskólans síðasta vetur — og skilafrestur er til 1. október. 1 þessari ritgerðasamkeppni eru veitt glæsileg verðlaun — fyrstu verðlaun eru ferð til Sovétríkjanna, önnur verðlaun eru kvikmyndatökuvél og þriðju verðlaun ljósmyndavél. Ritgerðimar skulu helzt fjalla um einhvern þátt sovézkrar nú- tímamenningar, hugvísindi, listir, þjóðfélagið, raunvísindi, tækni o.s.frv. eða þróun slíks þáttar eftir byltinguna 1917- Menn hafa því mjög frjálsar hendur um eínisval og lengd er ekki tiltekin — má því miða við venjulega heimaritgerð. Ritgerðir skal senda til skrif- stofu MÍR, Þingholtsstræti 27, Reykjavík. 1 dómnefnd eiga sæti þeir Ámi Böðvarsson, Árni Berg- mann og Sverrir Kristjánsson. Loks verður nú gerð tilraun til að koma í veg fyrir vax- andi innflutning Bandaríkj- anna á beztu sérfræðingum V- Evrópu, tilraun, til að stöðva heilaveituna svonefndu. í haust mun Efnahagsbanda- lagið efna til fundar ráðherra- nefndarinnar sem helgaður verður athugun á stöðu land- anna í vísindum, rannsóknar- og tæknimálum, m.a. með til- Diti til þess að siöðva flótta vísindamanna til Bandaríkj- anna. 1 síðustu viku ræddu prófess- orar og sérfræðingar í taskni- málum frá 20 löndum í fimm heimsálfum sama vandamál í Lausanne. Loks hefur Evrópuráðið ítil- efni fyrirspurnar hollenzka stjórnmálamannsins P. A. Oel- es um vísindamannaflóttann, staðfest að vissulega sé ástæða til að hafa alvarlegar áhyggj- ur af honum. Skýrslur ófullkomnar Tölfræðilegar skýrslur eru ó- fulllkomnar um það, hve marg- ir vísindamenn, kennarar, stjómendur o.s.frv. hafa flutzt til Bandaríkjanna. Það varð ljóst af gögnum sem lögð voru fyrir ráðstefnuna í Lausanne, að gert er ráð fyrir því að Bandaríkin hafi á árunum 1953 til 1961 flutt inn allt að 4300 vísindamenn og sérfræðinga og marga þeirra frá vanþróuðum löndum. Það kom fram að 90 prósent af námsmönnum frá Asfulönd- um, sem komu til framhalds- náms í Bandaríkjunum, sneru aldroi aftur heim. f Evrópu verður England fyrir mestum skakkaföllum vegna tungumálsins og sér- hæfðra rannsókna og Vestur- Þýzkaland missir einnig marga menn. Tölfræðilegar upplýsingar, sem Evrópuráðiö hefur birt, staðfesta þctta nokkurnveginn. Samkvæmt bandarískum og brezkum heimilldum og skýrsl- um frá OECD (Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu) hefur þaö verið leitt í ljós, að 34.572 erlendir vísindamenn og verk- fræðingar settust að í Bnnda- ríkjunum á árunum 1956 til 1963. Af þcim komu 15.248 frá Evrópu, en þar við bætist álit- legur hópur Evrópumanna sem eru „endurinnfluttir" frá Kan- ada til Bandaríkjanna. 10 til 20 prósent fara. Nýrri tölur eru ekki til. Þannig er ekki hægt að meta afleiðingar af því að Banda- rikin rýmkuðu 1965 skilyrði fyrir innflytjendur til að lokka enn fleiri erlenda vísindamenn yfir Atlanzhafið. En það er vitað að 10—20 prósent af nýútskrifuðum verk- fræðingum í EBE-löndunum fara árlega tifl Bandaríkjanna. Það er einnig vitað að þetta hefur komið svo hart niður á Bretum að heilbrigðisþjónustan verður að eiga æ meira undir erlendum læknum. Nú eru 44 prósent af yngri læknum útlendingar, aðallega frá Indilandi og Pakistan. Það eru þessar ógnvekjandi tilhneigingar, sem ráðherra- nefndin mun fjalla um, reyna að finna orsnkirnar og breyta þeim ef mögulegt er. Einn möguleikinn er sá að efla evrópska samvinnu þann- ig að hægt verði að skapa skemmtilegri og eftirsóknar- verðari störf fýrir vísindamenn. I ögleg mannrán Evrópumenn hafa stundum undrazt hvernig Bandaríkja- menn komast í samband við vísindamennina sem þeir vilja^ klófesta. Læknaritið PULS hefur ný- lega skýrt frá einni aðferðinni. Bandarísku fyrirtækin nota al- gerilega „löglega aðferð" til mannrána. Sendir eru svo- nefndir „Body-snatchers” til Vestur-Evrópu, sérstaklega Eng- lands til að klófesta vísinda- menn og tæknifræðinga. „Mannræningjarnir" hafa það verkefni — oft fyrir um hálfr- ar miljón kr. borgun fyrirhvert „fórnarlamb" — að finna t.d. leiðtogaefni. Til þess að vera færir umað vinna þetta verkefni vel hafa margir útsendaranna spjald- skrár yfir hæfileikafólk á við- komandi sviði, ásamt verðlista, þ.e.a.s. launakröfum o.s.frv. Ábyrgð útscndarans. Þegar hugsanlegt „fórnarlamb" hefur fundizt (og það get- ur tekið mánuði) hefur útsend- arinn tvð verkefni. I fyrstalagi að lokka viðkomandi úr nú- verandi stöðu. í öðru lagi að fulMvissa sig um að þetta sé raunverulega rétti maðurinn, sem hann hefur náð tangar- haldi á. Fyrirtækið sem ræður við- komandi hafði borið alla á- byrgð þar til fyrir skömmu að þvi var breytt. Nú hefur sá háttur verið tekinn upp að svari nýi maðurinn ekki til þess sem vænzt var og verði rekinn er útsendarinn skyldugur að finna annan mann í hans stað fyrir eigin reikning. Þegar „kandidat" hefur verið settur í nýju stöðuna, er hlut- verki útsendarans raunverulega lokið. En það er oft að við- komandi fyrirtæki heldur hon- um á launum sem nokkurs konar ráðgjafa til að korna í veg fyrir að hæfileikar hans verði nýttir í þágu annarra fyrirtækja. Tillaga um sðild Kína að SÞ New York 9/9 — Níu aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna hafa gert það að tillögu sinni á 22. allsherjarþingi að Kínverska al- þýðulýðveldið fái aðild að þeim. Tillagan er borin fram af fulltrú- um þessara landa: Albaníu, Alsír, Kambodsja, Kongó, Kúbu, Guin- eu, Malí, Sýrlands og Rúmeníu. I á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.