Þjóðviljinn - 24.09.1967, Side 1

Þjóðviljinn - 24.09.1967, Side 1
til Noregs til breytinga Þetta er bikarinn, sem Fram og Valur keppa um í dag, og verdur hann afhentur að loknum leik, ef úrslit fást. Fyrst var keppt um þennan bikar 1962, en þá var tekinn úr umferð bikarinn sem Fram gaf 1912 og keppt var um í 50 ár. Hver hlýtur bikarinn? Úrslitaleikur milli Fram og Vals í dag Úrslitaleikur íslandsmótsins í knattspyrnu fer fram á Laugar- dalsvellinum í dag kl. 2 og keppa þar Valur og Fram um hinn eftirsóknarverða Islands- meistaratitil, en þessi félög voru jöfn að stigum í mótinu. Valur hefur 13 sinnum orðið Islandsmeistari, en • aðeins tvis- var síðan 1954, þ.e. 1956 og svo i fyrra eftir harða baráttu og aukaleik gegn Keflvíkingum. Fram hefur 14 sinnum orðið Is- landsmeistari, síðan árið 1962 en þar áður 1947. Á síðasta ári var Fram í 2. deild og er þetta í fyrsta sinn að félag sem kemur beint úr 2. deild kemst svo langt í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn. SksSræðssflóð í Texasrtki CORPUS CHRISTI Texas 23/9. Um ein miljón manna er nú ein- angruð frá umheiminum í Suð- ur-Texas fyrir sakir flóða sem fellibylurinn Baulah hefur vald- ið. Fióð þessi eru mest í Rio Cjirande dal én þar hefur úrkom-. an verið um hálfur metri síð- ustu daga. Fellibylurinn hefur valdið tjóni serri nemur miljarð dala í Texas og kostað 32 manns lífið, þar af átta í Texas. Urn 100 þús. manns hafa flúið frá heimilum sínum. Jafnteíli varð í báðum leikj- unum mUli Vals og Fram í ís- landsmótinu í sumar og leikur- inn í dag verður áreiðanlega mikill baráttuleikur. Dómari verður Magnús V. Pétursson og línuverðir Hreiðar Ársælisson og Karl Jóhannsson. festing stendur ónotuð hér og atvinnuskortur er hjá málmiðnaðarmönnum. Nýjasta dæmið af þessu tagi er að stjórnarvöldin hafa nú ákveðið að senda togarann Gylfa til Noregs, en þar á að breyta honum í síldveiðiskip. Togarinn Gylfi var á sínum tíma gerður út frá Patreksfirði, en hann hef- ur nú legið ónotaður um alllangt skeið. Fyrir nokkru festu sigl- firzkir aðilar kaup á skipinu í því skyni að nota það til síld- veiða. Til þess þarf að gera ýmsar breyting^ m.a. á skrúfu- útbúnaði, og íara yfir skipið allt, þar sem það hefur legið ónotað að undanförnu. Ákveðið hefur verið að þessi viðgeið fari fram í Noregi, hafa eig- endur fengið öll nauðsynleg leyfi til þess. þar á meðal bankaá- byrgðir fyrir noi'skum lánum. Kostnaður við breytinguna í Noregi er áætlaður 800.000 n. krónur. Skipið er liirft vegar þannig á sig komið að tryggingafé- lögin neituðu að tryggja það á leiðinni til Noregs nema gerðar væru lagfæringar á vélinni áður. Ekki varð kom- izt hjá því að gera þær lag- færingar hérlendis, og eru þær unnar hjá Birni og Hall-< dóri og Vélsmiðjunni Héðni. íslenzkum fyrirtækjum er semsé það eitt eftir skilið að vinna að því að unnt sé að senda verkefnin úr landi! Lag- færingarnar á vélinni eru hins vegar mun meiri ná- kvæmnisvinná' en það sem gera á í Noregi, og íslenzk fyrirtæki hafa alla aðstöðu og mannafla til þess að fram- kvæma lagfæringuna að fullu. í þessu dæmi er ekki aðeins um að ræða einkaaðila sem eru að notfæra sér „frelsi“ viðreisn- arinnar til þess að ráða útlend- inga til starfa í stað íslendinga. Hér eiga stjórnarvöldin beinan hlut að máli. Þau hafa aðstoðað Siglfirðinga við að eignast tog- arann og þau láta í té ábyrgðir og ieyfi tii l>ess að unnt sé að senda hann úr liandi. Rusk hræddur við kynþáttafordéma / WASHINGTON 23/9. Því er haldið fram í Washington að Dean Rusk utanríkisráðlierra hafi boðizt til að segja af sér í sambandi við það að dóttir hans, Margaret Elizabeth, giftist blökkumanni á dögunum. Tals- maður Hvíta hússins hefur neit- að að segja nokkuð um þennan orðróm. Sagt er að Rusk hafi óttazt, að það kunni að valda Jóhnson for- seta óþægindum svo og stjóm- inni að dóttir hans hefur ,,rofið kynþátfcamúrinn" með þessum hætti. Norimenn viiurkenna ai Leii- ur Eiriksson var íslendingur ■ Laks hafa Norðmenn viðurkennt, að Leifur Eiríks- son, sem fann Vínland, var íslendingur en ekki Norð- maður. Afþakkaði sýslumað- ur Rogalands Leifsstyttu frá Ameríku á %þessum forsend- um. Frá því segir í nýlegu hefti af Norges Handels og Sjöfarts Tidende að próf. August Wer- ner við Washington-háskóla hafi boðið Rogalandsfylki frummynd styltunnar af Leifi Eiríkssyni í Seattle. Myndin er úr gipsi og hefði fylkið orðið að láta steypa hana í brons, en það hefði kost- að nær 50 þúsund krónur norsk- ar fyrir þriggja metra styttu, segir blaðið. Að ráði sýslumanns ákvað fylkisrað Rogalands að afþakka tilboðið á þeim forsendum að Leifur Eiríksson hafi aldrei ver- ið í Noregi, svo vitað sé, og heldur. ekki haft neitt samband við Rogalantj. né Noreg yfirleitt, fyrir utan það að faðir hans, Eiríkur rauði, bjó að Jaðri áð- ur en „hann fór með föður sín- um, Þorvaldi ÁsvaldsSyni til fs- lands vegna manndráps og kom aldrei aftur“, eins og sýslumað- urinn orðaði það. Segir að lokum í greininni að sýslumaðurinn hafi fengið * það staðfest af ambassador fslands i Noregi, að Leifur Eiríksson var íslendingur. — íslenzk fyrirtæki fá að gera við vélina svo að skipið komist utan! □ Ennþá halda stjómarvöldin áfram að senda til útlanda verkefni í jámiðnaði sem hægft væri að vinna hér heima, á sama tíma og dýrmæt f jár- Umræðufundur Alþýðu- bandalagsins / Reykjavék □ Fyrsti umræðufundur Alþýðubandalagsins verðqr hald- inn á morgun, mánudag, kl. 20,30 í Lindarbæ uppi og mun hann fjalla um „VIÐHORF SÓSÍALÍSKRA FLOKKA TIL STJQRNARSAMSTARFS MEÐ BORGARAFLOKKUNUM1 ‘. — M.a. verður komið inn á eftirtalin efnisatriði: Reynsla Nenni-sósíalista á ltalíu. Samvinna danska SF-flokksins við sósíaldemókrata og gagnrýni á hana. Reynslan af nýsköpunarstjóm og vinstristjóminni. Nýjar hugmyndir um leiðir til að breyta þjóðfé- lagsgerðinni. ’ □ Málshefjendur eru Ragnar Arnalds, Jóhann Páll Árna- son, Loftur Guttormsson og Svavar Gestsson. Umræðu- stjóri er Guðmundur Magnússon, verkfræðingur. Jóhann Páll Árnason Guðmundur Magnússon Loftur Guttormsson Ragnar Arnalds. Sunnudagur 24. september 1967 — 32. árgangur — 214. tölublað ALÞYÐUBANDALAGID I | Fjölmennið á umræðufundinn sem haldinn verður í Lindar- bæ annað kvöld kl. 8.30. ■ ■ Umræðuefni: Viðhorf sósíalískra flokka til borgara- legs samstarfs. ■ w»tiw«»n—■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Togarinn Gylfi sendur ut 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.