Þjóðviljinn - 28.09.1967, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.09.1967, Qupperneq 7
Fimmtudagur 28. septembsr 1967 — ÞJÖÐVTLJXNN — SÍÐA J T j^íéa Glœsilegur árangur Er lends Valdimarssonar □ Erlendur Valdimarsson í ÍR vann það einstæða afrek á innanfélagsmóti á Melavell- inum í Reykjavík, að setja þrjú unglingamet sama daginn, í ólíkum greinum, og voru það þessar greinar: Kúluvarp: 15,46 m. Hann ^tti gamla metið sjálfur. Kringlukast: 49,80 m. Hann átti einnig gamla metið sjálfur, og í sleggjukasti 48,43 m en gamla metið átti Jón Ö. Þormóðsson ÍR. Q Erlendur Valdimarsson hefur sýnt mikl- ar framfarir í sumar og má reikna með að hann fari nú í haust yfir 16 metra strikið í kúluvarpi og 50 metra strikið í kringlukasti. Til vinstri: Málverk cftir Gunnlaug Blöndal sem synt er í Liibcck.. Tii haegri; málverk eftir Finn Jónsson. Verk tíu íslenzkra lista- manna á sýningu í Liibeck □ Um þessar mundir stendur yfir í Lubeck málverka- sýning sem Myndlistarfélagið efndi til í boði Hansaborg- arinnar. Þar eru sýnd um .80 málverk eftir 10 íslenzka listamenn. Meðal íslenzku listamannknna sem verk eiga á sýningunni er Jutte Devulder Guðbergsson, sem fædd er í Lúbeck og átti hún frumkvæðið að því að þessi sýn- ing var haldin. Þetta er í þriðja sinn sem íslenzk myndlistarkynning er haldin í Liibeck. Fyrri sýn- . ingamar voru 1928, fyrsta yfir- lilssýning íslenzkra málara — og 1962. Sýning Myndlistarfé- ' lagsins, sem haldin er í sýn- ingarsal safnhússins Dom-Mus- eum í Lubeck var opnuð 7. september s.l. og Dýkur henni 1. okt. næstkomandi, en síð- an verða verkin sýnd i Berlín og ef til vill vfðar. Við opnun sýningarinnar voru viðstaddir forráéaimenn borga.rinnar, auk margra ann- arra gesta. Frú Jutta Devulder Guðbergsson mætti sem full- trúi Myndlistarfélagsins. Bæð- ismaður íslands, Franz E. Si- emsen opnaði sýninguna og dró hann upp mynd af náttúru Islands og fslendingum og rakti í 'stórum dráttum sðgu hinnar ungu íslenzku málara- listar. í ávarpi sem borgarráðherr- ann Heine flutti við opnunina var komizt svo að orði að verzl- unarviðskipti milli fslands og Þýzkaílands væru mjög mikil, en samskipti á sviði menning- armála væru stundum erfið- leikum háð vegna tungunnar. Fagnaði hann því að unnthefði verið að halda þessa málverka- sýningu. Á sýningunni eru verk eftir þessa listamenn: Ásgrím Jónsson, Gurtnlaug Blöndal, Jóhannes S. Kjarval, Finn Jónsson, Helgu Weiss- happel. Jón Gunnarsson, Pétur Friðrik Sigurðsson, Sigurð K. Árnason, Svein Björnsson og Juttu Devulder Guðbergsson. ir Kvenstúdenta- félags ðslands Kvenstúdentafélag íslands hef- ur nýlega veitt 3 námsstyrki að upphæð kr. 40.000,00, sem skipt- ast þannig: Bergljót Magnadóttir, til náms í náttúrufræði á frlandi, kr. 15.000,00. Guðrún Öskarsdóttir, til náms í lyfjafræði í Danmörku, kr. 12.500,00. i Eufemia Hannah Gísladóttir, til náms í dýralæknisfræði í Danmörku, kr. 12.500.00. Sængurfatnaður - Hvítur og mislitur - ★ ÆÐARDtTNSSÆNGUB GÆSADÚNSSÆNGUB DRALONSÆN GUB SÆNGÚRVEB LÖK KOÐDAVER Skólavörðustig 21. Solzjenitsyn er ákærður fyrir andso vézkan áróður □ Fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP í Moskvu segir að sovézka rithöfundasambandið hafi formlega á- kært rithöfundinn A'lexander Solzjenitsyn fyrir að hafa framið andsovézkan áróður í bók sinni: Dagur í lífi Ivans Denisovitsj. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að rithöfundasam- bandið hafi komið saman á föstudag í fyrri viku til að ræða bréf frá Solzjenitsyn, þar sem hann ber fram mótmæli gegn ritskoðun á bók hans og fer þess á leit að bann á síð- ustu bók hans, sém gefin hef- ur verið út á ensku undir nafn- inu ,,Cancer Ward“ verði num- ið úr gildi. Bréf þetta var sent rithöf- undasambandinu í maí, en hef- ur ekki verið birt opinberlega . í Sovétríkjunum. Á fundinum á föstudag voru m.a. Konstanþ'n Fedin, og vin- ir Solzjenitsyns, Aleksander Tvardovski ritstjóri Novi Mir og Konstantín Simonov. Bókmenntafólk í Moskvu tel- ur að Solzjenitsyn muni nú birta yfiriýsingu þar semhann beri af sér ásakanir rithöfunda- sambandsins. Áætlanir um stórfelldar að- gerðir blökkumanna vestra Q Dr. Martin Luther King, seon að undan- fömu hefur staðið nokkuð í skugganum af hreyf- ingunni. fyrir „svörtu valdi“ hefur nú gert á- ætlanir um mikla borgaralega óhlýðwiherfí^'ð. Q Harry Belafonte og aðrar stjörnur munu taka þátt í skemmtanahaldi víða um Bandarík- in til að standa straum af kostnaði við aðgerð- irnar. láta mest kveða að hinni nýju herferð í Washington og verði þar famar kröfugöngur áðuren þingmenn fara í jólafrí. King hefur áður látið aðþví liggja að hægt væri að skipu- leggja það, að þúsundir ungra Dr. Martin Luther King atvinnuleysingja slægju upp tjaldbúðum í Washington og þúsundir annarra gætu jafn- framt hafið setuverkfall víða fyrir verksmiðjudyrum. En hvaða form sem verður á mótmælaaðgerðunum, segir King að þær verði svo um- fangsmiklar að hinir hvitu vaJdamcnn neyðist til að hefj- ast handa. « Að ná frumkvæðinu aftur. Dr. King viðurkennir að þegar hann hvetji nú til svo- nefndra borgaralegrar óhlýðni sé það tilraiun til að ná aftur til allra þeirra sem aðhyllzt hafa baráttuhreyfingu blökku- manna fyrir ,,svörtu valdi“. Ef hreyfing vor hefur misst áhrif er það vegna þess að hvítu valdamennimir hafa virt jað vettugi baráttu okkar án ofbeldis, segir King. Hann nefnir Milwaukee sem dæmi um þetta. Þar hefur ver- ið efnt til ýmissa mótmælaað- gerða, en enginn árangur hefitr sézt af því enn. Dr. King hefur nú i heilt ár unnið að því að endurheimta þau áhrif sem hann hafði yfír fjölmennum * blökkumannahóp- iim í Bandaríkjunum og glat- aði. Samtök hans eru veikari en áður vegna uppþota herskárra blökkumanna og hins svonefnda „White Backlash“ gagnsóknar hvítra manna. Eftir fundinn í Warrenton hef ég fengið mikilu Ijósari hug- mynd um það hvað við verð- um að gera, segir dr. Martin Lutherv King friðarverðlauna- hafi. Alexander Solzjenitsyn % viku varan Bai*nanáttföt kr. 65,00 Crepe sokkabuxur barna kr. 75,00 Drengjanáttföt — 98,00 Crepe sokkabuxur kvenna — 58,00 Herranáttföt — 198,00 Nylonsokkar kvenna frá —- 15,00 Herranærbolir — 26,00 Kvenbuxur, crepe m/skálmum — 55,00 Herranærbuxur — 26,00 Sundbolir, frá — 149,00 Herrasokkar, crepe — 29,00 Náttkjólar, kr. 195,00 til — 295,00 Herrasokkar, ull — 49,00 Undirkjólar, kr. 148,00 til — 198,00

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.