Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 1
LoftleiBamáliS aftur fyrír samgöngumálaráðherrafund? Ekki rœtt á fundi forsœtisráSherranna Mótmælaspjöldin sem unga fólkið bar við athöfnina vift Leifsstyttuna settu mjög svip sinn á hana. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Ungt fólk andmœlir VietnamstriSi Bandarikjamanna Úthlutun úr Móðurmálssjóði á Skólavörðuholti fór fram stóðu 25 manns undir kröfuspjöldum. Það var heldur hráslagalegt Framhald á 9. síðu. Alþingi sett í dag • Alþingi verður sett í dag. Þetta er sem kunnugt er fyrsta þing eftir alþingiskosningar og hafa orðið allmikil mannaskipti á þingi. • Athöfnin hefst að vanda með messu í Dómkirkjunni og prédikar séra Sigúrjón Guðjóns- son. Hefst messa kl. 1.30. • Að Iokinni messu setur forseti íslands þingið. Síðastliðinn laugardag voru veitt verðlaun úr Móðurmáls- sjóði Björns Jónssonar og er það í áttunda sinn sem verðlaun eru veitt úr sjóðnum. Að þcssu sinni hlaut Magnús Kjartansson rit- stjóri Þjóðviljans verðlaunin, en þau eru samkvæmt reglum sjóðsins veitt fyrir vandað mál og góðan stil mönnum sein hafa haft blaðamcnnsku að aðalstarfi undanfarin ár. Verðlaunaveitingin fór fram að heimili Péturs Ólafssonar for- stjóra og afhenti formaðúr sjóðs- stjórnarinnar, prófessor Stein- grímur J. Þorsteinsson, Magn- úsi verðlaunin með ræðu og gerði grein fyrir veitingunni en Magnús þakkaði með nokkrum orðum. Auk próf. Steingríms eiga sæti i sjóðsstjóminni Halldór Halldórsson prófessor og eru þeir Steingrímur tilnefndir af Háskóla íslands, Pétur Ólafsson sem fulltrúi afkomenda Björns heitins Jónssonar, Tómas Guð- mundsson tiínefndur af mennta- málaráðuneytinu og Bjarni Guð- mundsson tilnefndur af Blaða- mannafélagi íslands. Þeir sem áður hafa hlctið verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar eru Karl ís- feld, Loftur Guðmundsson, Helgi Sæmundsson, Bjarni Benedikts- son, Indriði G. Þorsteinsson, Matthías Jóhannessen og Skúli Skúlason. Innbrof á Kletti Á laugardagskvöld var brotizt inn í‘ vigtarskúr og skrifstofu- hús Síldar- og fiskimjölsverk-' smiðjunnar að Kletti og hafði viðkomandi brotið rúðn á báð- um stöðum til að komast iirn. Engu var þó sjáanlega stolið, enda ekkert féraætt þama. Mótmæli við Leifsstyttu □ Hópur ungra and- stæðinga stríðsins í Vi- etnam notaði hátíðahöld Íslenzk-ameríska félags- ins í tiíefni dags Leifs heppna til að undir- strika kröfur sínar. □ Hópurinn dreifði bréfi til félagsmanna ís- lenzk-ameríska félags- ins á árshátíð félagsins á Hótel Sögu á föstu- dagskvöld, en við at- höfnina á Skólavörðu- holti var bréfinu enn dreift og Vietnam-bréfi nr. 2 að auki. Bæði bréf- in eru gefin út af Æsku- lýðsfylkingunni, sam- handi ungra sósíalista. □ Meðan dreifingin Fremur þunnskipað var kringum Leifsstyttuna, tílida rigningarveður. 1 ræðustólnum er ambassa- dor Bandaríkjanna á lslandi. — (Ljósm. Þjóðv.. A. K.). Q Loftleiðamálið var ekki rætt á sameigin- legum fxmdi forsætisráðherra Norðurlanda og for- seta Norðurlandaráðs um helgina, en nokkur at- riði þess verða væntanlega tekin til athugunar á fundi samgöngumálaráðherra Norðurlanda á næst- unm. Forsætisráðherrar Danmerkur, íslands, Noregs og Svíþjóðar ræddu málið sín á milli utan dagskrár og sagði Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra á fundi með blaðamönnum á sunnudag að forsætisráðherrar Skandinavíu- landanna hefðu gefið loforð um að ,,beina því til samgöngumála- ráðherra sinna að taka til at- hugunar á velviljaðan hátt þau þrjú atriði sem látin voru opin eftir Loftleiðafundinn í Kaup- mannahöfn.“ Við gátum ekki vænzt ákveð- innar afstöðu á þessum fundi, sagði forsætisráðherra, og bætti við, að hinir forsætisráðherrarn- ir væru algerlega óbundnir í þessu máli, en það lægi ljóstfyT- ir að þeir myndu mæla með hagstæðri lausn fyrir Loftleiðirá þeim þrem opnu atriðum sem eftir voru frá Kaupmannahafn- arfundinum. 1 fréttatilkynningu um málið segir að forsætisráðherrar Norð- urlandanna muni beina þvi til samgöngumálaráðherranna að taka til athugunar opin atriði frá Kaupmannahafnarfundinum varðandi sjómannaafslátt ogann- an afslátt og að lokum að ís- lenzki forsætisráðherrann áskilji sér rétt til að taka málið upp að nýju. Um þessi málalok sagði Sigurð- ur Magnússon fulltrúi Loftleiða við Þjóðviljann í gaer, að miðað við sjáift orðalag tilkynningar- innar virtíst þeim Loftleiðamönn- um árangurinn af fundinumekki ýkja merkilegur. Þetta gefur ekki miklar vonir, sagði hann, en hvað að baki orðunum býr, vitum við ekki nákvæmlega, bar sem stjórn Loftteiða hefur enn ékki talað við forsætisráðherra. Fosskraft harmar mis- sögn í DN Nýlega birtist í sænska blaðinu Dagcns Nyheter grein um virkjunarfram- kvæmdir við Búrfell og var farið mjög niðrandi orð- uih um starfsfólkið bar. Þjóðviljinn hefur birt mót- mæli starfsfólksins og einn- ig greinina í islenzkri býð- ingu, en hér fer á eftír yf- irlýsing sem Ámi Snævarr gaf á fundi með blaða- mönnum austur við Búrfell fyrir helgina. „Vegna blaðaummæla í Dagens Nyheter 8- sept. sl. varðandi framkvaemdir við Búrfeil harmar stjórn Fossknafts mjög þau um- mæli um íslenzkt vinnuafl. sem þar er að hennar dómi ranglega ög ómaklega að vikið. Vonast stjóm fyrirtækis- ins eftír því, að þetta hvimleiða atvik verði tícki tíl þess að varpa skugga á það góða samstarf, sem hér hefur rfkt á vinnustaðn- um.“ 46 skip fengu samtals aær 6 þás. lestir síldar um heigina ■ Frá laugardagsmorgrm til sunnudagsmorguns fengu 25 skip samtals 2639 lestir sfldar — og frá sunnudagsmorgni til mánudagsmorguns fékk 21 skip 3345 lestir samtals. Nam helgar- aflinn því alls 5984 lestum. í gærmorgun var gott veður á miðunum og var veiðisvæðið þá á 67. gr. norður br. og 8. gr. 30 mín. vestur lengdar eða 170 til 180 sjómílur frá Raufarhöfn og 165 til 170 sjómflur frá Dalatanga. — Hér á eftir fer skrá yfir þau skip er fengu veiði um helgina: Laugardagur: Guðbjartur Kristján IS 134, Náttfari ÞH 140, Snæféll EA 190, Vigri GK 70, Sólrún IS 75, Ólaf- ur Sigurðsson AK 70, Skarðs- vfflc SH 60, Reykjanes GK 50, Júlíus Geirmundsson IS 95, Faxi GK 90, Auðunn GK 105, Helgi Flóventss. ÞH 60, Bjarmi II EA 100, Akraborg EA 50, Þórður Jón- ass. EA 100. Magn. Ólafss. GK 200, Helga II RE 190, Guðrún Jónsd. 1S 100, Ásberg RE 110, Pétur Thorsteinss. BA Í20, Sæ- hrímnir KE 90, Sveinn Svein- bjömsson NK 140, Gjafar VE 120, Hugrún II VE 140, ísleifur IV. VE 40. Sunnudagur: Jón Garðar G*K 160, Guðbjörg IS 130, '■Júlíus Geirmundson Í3 110, Höfrungur HI AK 240, Slétta- nes IS 200, Albért GK 170, Héð- inn ÞH 210, Jörundur II. RE 225, Akurey RE 120, Bjartur NK 120, Gidion VE 360, HrafnSvein- bjarnascson GK 150, Höfrungur II AK 70, Þórikatla II GK 150, Ágeir RE 150, Geirfugl GK 100, Valafell II SH 80, HamravíkKE 140, Sigurpáll GK 240, Amar RE 140, Faxi GK 80. Drengir uppvísir að innbrotum í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst mörg innbrot sem framin hafa verið í haust og síð- ari hluta sumarsins. bæði íverzl- anir og báta i höfninni. Reyndist hópur drengja, um 10 ára gamlir, hafa farið um borð i bátana, en þar var aðallega stolið matvælum og þauskemmd. Innbrotin voru í Brynjólfsbúð og tvö í Friðarhafnarskýlið. Ung- lingspiltar, 13 og 14 ára hafia reynzt sekir um þessi innbrot. Deildafundir • Aðalfundir deilda verða haldnir fimmtudaginn 12. þ.m- kl. 8,30 að kvöldi. • Meðal dagskrármála verð- ur ályktun félagsfundar frá 27. september sl. um efnahags- og atvinnumál og viðbrögð Sósíalista- flokksins. SÓSf ALISTAFÉLAG REYKJAVlKUR. l v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.