Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — ÞriðjtidagOT 10. októlber 1063. 4- Baráttan gegn grísku herforíngjastjóminni Rastt við grískan stúdent sem stundar nám í Moskvu Moskvubréf Síðan í apríl s.1., þegar hers- höfðingj aklíka framdi valda- rán í Grikklandi, eins og mönnum er enn í fersku minni, hefur ekkert lát orðið á úti- fundum, mótmælagöngum og blaðaskrifum grískra föður- landsvina, sem dveljast á er- lendri grund. Einkum hafa stúdentar haft sig í frarhmi í þessari baráttu. Þeir krefjast lýðræðis til handa grísku þjóð- inni, deila harðlega á kóng og her og hvetja þjóðir heimsins til stuðnings við málstað sinn. Ég átti fyrir skömmu tal við Fotos Bastunopolus, ritara samtaka grískra stúdenta í Sovétrikjunum, og bað hann að skýra mér frá starfi þessara samtaka. Samtökin eru aðili að al- þjóðahreyfingu grískra stúd- enta, sem stofnuð var strax eft- ir valdaránið í París. Var þá kjörin 7 manna stjórn, sem situr í London og hefur aðal- umsjón með baráttu grískra stúdenta erlendis. Á ráðstefn- unni í París var ennfremur sáinþykkt ályktun, þar sem skýrt koma fram skoðanir grískra stúdenta á einræðis- stjórninni. Aðalatriði ályktun- arinnar eru eftirfarandi: 1) Valdaránið var framið að undirlagi bandarlskra heims- valdasinna með stuðningi kon- ungs og herstjóraklíkunnar. 2) Barátta grísku þjóðarinn- ar, baeði heima fyyir og er- lendis, er barátta gegn heims- valdastefnu, fasisma og úreltu konungsveldi. 3) Þessi barátta er og verður háð með öllum tiltaekum með- ulum, þar á meðal vopnum. f ályktuninni er mörkuð sú stefna að steypa einræðis- stjórninni af stfcli og fá völd- ín í hendur þjóðinni eftir lýð- ræðisreglum. f Sovétríkjunum eru nú um 700 grískir stúdentar við nám. Yfirgnæfandi nleirihluti þeirra eru börn útlaga, sem flúðu hingað eftir ósigurinn í borg- arastyrjöldinni 1949. Þetta fólk' hefur hvergi ríkisborgararétt, enginn úr hópnum hefur gerzt sovézkur ríkisborgari. — í hverju er barátta ykk- ar aðallega fólgin hér í Moskvu? —• Baráttan er tvennskonar í fyrsta lagi upplýsingastarf- semi og mótmælaaðgerðir, í öðru lagi fjárhagsleg aðstoð við grísku neðanjarðarhreyf- inguna. Við höíum haldið marga útifundi, farið mót- mælagöngur að gríska sendi- ráðinu; nú í september var t.d. 24 tíma mótmælastaða við sendiráðið, það var til að mót- mæla handtöku tónskáldsins Þeodorakis. Þátttaka í þessum aðgerðum okkar hefur alltaf verið mjög góð. við höfum notið samúðar og stuðnings Moskvubúa. Við gefum út upp- lýsingabækling um starf okk- ar og ástandið i Grikklandi og kemur hann út á grísku og rússnesku. Þá höfum við sent frá okkur áskoranir til fjöl- margra aðila, m.a. æskulýðs- samtaka í ýmsum iöndum, sendiráöa, alþjóðasamtaka og svo framvegis. — Hvernig er háttað stuðn- ingi ykkar við grísku neðan- jarðarhreyfinguna? — Við söfnum peningum með ýmsu móti og njótum þar góðrar aðstoðar sovézkra og, erlendra studenta. Við höfum stofnað hér alþjóðlega stúd- entanefnd, sem í eru fulltrúar allra samtaka stúdenta í Sov- étríkjunum. Þessi nefnd skipu- leggur vinnuferðir stúdenta. í sumar voru margir i bygg- inga- og landbúnaðarvinnu og lögðu kaupið sitt í sjóð nefnd- arinnar. í vetur eru líka skipu- lagðar vinnuferðir um helgar. Síðan laumum við peningun- um innfyrir grí'sku landamær- in eftir ýmsum leiðum. Okkur er mjög mikilvægt að folk öðlist skilning á gríska vandamálinu; það er ekki aðeins grískt, helöur er þetta vanda- mál allrar Evrópu og jafnvel alls heimsins. Til þess að stöðva ýfirgang amerísks fas- isma í Evrópu þarf annað og meira en orðfagrar yfirlýsing- ar. Við bendum þjóðum Evr- ópu á eina leið: fjárhagslega, stjórnmálalega og siðferðilega einangrun fasistastjórnarinnar í Grikklandi. Rekið Grikkland úr öllum alþjóðasamtökum/ hættið öllum viðskiptum við grísku einræðisstjórnina. Að- eins með því móti getið þið hjálpað grísku þjóðinni að öðl- ast frelsi. Norðurlandaþjóðirn- ar hafa sýnt góða viðleitni í lx:ssa átt, nú síðast á fundi Evrópuráðsins í Strasbourg komu Danir, Sviar og Norð- menn með tillögu um að reka Grikkland úr Evrópuráðinu. Ég sjcora á fslendinga að styðja þessa tillögu, Við skiljum mætavel, að gríska vandamálið verður ekki leyst nema í landinu sjálfu- Þjóð okkar undirbýr nú langa og stranga baráttu. En sam- hugur og stuðningur annarra þjóða er henni ekki aðeins til hjálpar, heldur leiðir hana ör- Ugglega fram til sigurs. Og sá sigur getur stöðvað í eitt skipti fyrir öll framgang fasisma í Evrópu. Moskva, 28. sept. 1967. Ingibjörg Haraldsdóttir. (APN). Unnur Eiríksdóttir: Kæru samborgarar Vinir mínir ég ráðlegg ykkur: Biðjið þess ekki að tjaldið verði dregið frá á bak við það býr sannleikurinn um samtíð okkar látið ykkur nægja að horfa á sjálft tjaldið flúrað skrautlegum myndum úr öllum áttum auglýsingum stóryrðum og skoplegum markleysum ásamt litadýrð sem gerir regnbogann að hégóma 1 Nei biðjið þess ekki að tjaldið verði dregið frá jafnvel þó ykkur langi að sjá sannleikann Nei biðjið þess ekki að sjá blóðugan veruleikann J fara eldsporum yfir leiksviðið þar sem hraði leiksins yfirgnæfir með þungum gný og válegri birtu óp hinna þrjózku sem neita að láta bugast. Vinir mínir fáið ykkur glas af öli eða kaffibollá og njótið litadýrðar tjaldsins í ró og næði Þó voga ég ekki að fullyrða að þið verðið ekki seinna kvðdd til leiksins bak við tjaldið Mótmælaaðgerðir framan við gríska sendiráðið I Moskvu. Lofsamlegir dómar Á síðastliðnu vori, nánar til- tekið fyrri hluta júnímánaðar, ferðaðist Karlakór Akureyrar um Norðurlöndin og hélt söng- skemmtanir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Að sögn kórfé- laga var ferðalag þetta í alla staði ánægjulegt og vel heppn- að og undirtektir áheyrenda þar sem kórinn kom fram, með miklum ágætuip. Aðsókn var hins vegar nokkuð misjöfn, en það mun verulega mega rekja til þess að komið var fram yf- ir þann tíma, sem venjulegt er að halda söngskemmtanir í þessum löndum, og fólk reikn- aði því síður með slíku sam- komuhaldi. Nýverið bárust úrklippur úr nokkrum norskum blöðum frá því að kórinn var á ferðalagi sínu. Er kórinn þar undantekn- ingarlítið mjög lofaður og ekki sízt einsöngvarar og söng- stjóri. Hér á eftir birtast glefsur úr nokkrum blaðadómum: Fyrst hélt kórinn til vina- bæjarins Aalesund, og þann 3. júní, var stór mynd í Sunn- möre Arbeiteravis frá komu kórsins, og í upphafi umsagn- ar stóð á þessa leið: „Á sviði söngsins standa ís- lendingar framarlega meðal Norðurlandaþjóðanna, og ein sönnun þess fékkst við að hlýða á samsöng Karlakórs Ak- ureyrar í gærkvöld. Kórlnn hefur á að skipa hressilegum og þróttmiklum röddum, bæði í tenór og bassa. Það var reglulega hressandi að heyra svo ekta hljómfall án allrar þvingunar radda eða sam- hljóma, en mestum áhrifum náðu þeir í hröðu köflunum. En hægu lögin fengu einnig eðlilegan svip“. Og Sunnmörsposten sama dag sagði m.a.: „Gestakórinn frá íslandi, Karlakór Akureyrar, hélt kon- sert í húsi verkalýðsfélaganna í gærkvöld. Margt fólk var viðstatt, en húsið hefði átt að vera troð- fullt. Kórinn er mjög fær. Það sýndi samhljómur og söng- tækni, sem ánægja var að hlýða á. Hús verkalýðsfélaganna er mjög óheppilegur staður fyrir kórsöng, en hér kom sér vel hin sérstaka uppstilling kórs- ins. En þrátt fyrir ryk á tepp- um og þröngt svið, sem veldur söngmönnum aukaerfiði, ríkti hrein sönggleði allan tímann. Stjðmandinn, Guðmundur Jó- hannsson, hafði mjög gott vald á kór sínum, stjórnaði örugg- lega og þægilega. Einsöngvar- arnir. Eiríkur Stefánsson og Hreiðar Pálmason, urðu að endurtaka öll sín lög. Hlý og viðfeldin rödd Stefánssonar mun seint gleymast þeim, er viðstaddir voru. Undirleikar- inn, Kristinn Gestsson, var ör- uggur og mjög fær tónlistar- maður... Nær einvörðungu islenzkir söngvar voru á söngskránni. það væri of langt að telja upp einstök atriði. Aðeins verður það að segjast, að sjaldan hafa ein og hálf klukkustund liðið' svo fljótt á konsert, og það var- greinilegt, að samkomu- gestir fylgdust mjög vel með og af mikilli hrifningu. Kórinn, sem móttökur ann- aðist, Aalesund Mandssangfor- ening, heilsaði með íslenzka þjóðsöngnum, sungnum á is- lenzku, og formaðurinn, Kar- sten P. Grytten, bauð fslend- ingana velkomna og færði þeim hamingjuóskir ásamt blóm- vendi. Olav Kvig yngri þakkaði fyrir heimsóknina og konsert- inn og óskaði kórnum góðrar ferðar og hinn ungi einsöngv- ari, Hreiðar Pálmason, söng „Norge, mitt Norge“ af til- finningu. Karlakór Akureyrar söng að iokum „Ja, vi elsker dette landet“. Johan Remme". Blaðið Gudbrandsdölen segir 5. júnf undir fyrirsögninni: Finn kórsöngur í Maihaugen: „Sá ágæti íslenzki karlakór „Akureiar“ heimsótti Lille- hammer í gær. Söngferðalag stendur yfir um öll Skandinav- ísku löndin, og músikalskt er kórinn sambærilegur við það bezta, sem völ er á, á þessu sviði .... Prógrammið var vel valið og líktist hlýrri kveðju til íslenzka ættlandsins í austri (Noregs), einkum þegar „Nor- ge, mitt Norge“ \ar sungið. Einsöngvararnir, Eiríkur Stef- ánsson og HreiAar Pálmason, sýndu, að þeir skipa háan sess sem listamenn, og stjórnand- inn, Guðmundur Jóhannsson, stý»ði kómum öruggum hönd- um. — M. M. L.“ Þá er komið til Oslo, og 8. júní er þessi smágrein í Aften- postcn; „Velsyngjandi íslendingar. íslenzki 4i manns kórinn, Karlakór Akureyrar, hefði verðskuldað meiri aðsókn að samsöngnum í Aulaen í gær, — ekki sízt hefðu okkar eigin karlakórsöngvarar getað orðið fyrir gagnlegum áhrifum af að hlusta á þessa óvenju velsyngj- andi íslendinga. Kórinn á fagr- ar og samæfðar raddir í vel- skipulögðum einingum, og söng undir stjóm Guðmundar Jó- hannssonar með karlmannleg- um samhljóm og góðum radd- skiptlngum, sem að auki var blásið nýju lífi í með hressi- legum og hrífandi tilbrigðum, sem sjaldgæf eru hjá karlakór- um. Söngskráin, að mestu leyti þjóðleg, rómantísk lög, var túlkuð á þann veg, að hreif húga manns, og endurtekin lög og aukalög urðu mörg. Dag Winding Sörensen'4. Sama dag skrifar Reimar Riefling í-Verdens Gang: „f þriðja skipti á fáeinum vikum hefur Aulaen fengið heimsókn erlendra kóra, í gær kom ísl. karlakórinn „Karla- kór Akureyrar“ þar á sviðið, 40 félagar undir stjóm hins æfða og færa Guðmundar Jó- hannssonar. Kórinn er dugleg- ur, hann hefur lært verkin samvizkusamlega og er upp- spretta hressandi og óspilltrar sönggleði. Kórinn var stofnað- ur fyrir nærri 40 árum síðan, og það er sannarlega vel af sér vikið hjá hinum 10 þúsund ibúum norður-íslenzka baejar- ins Akureyri að geta komið fram með svo faeran kór“. Og enn sama dag skrifar Klaus Egge í Arbeiderbladet meðal annars: ...Kórinn hafði ekki tekið márga tóna áður en heyrðist, að tenórarnir höfðu fínan, bjartan hljóm, sem svaraði á- gætlega hinum í dimmu, hljóm- miklu bassaröddum, Það var Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.