Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 12
! ÉMótmælaspjöId unga fólþsins gegn Vietnamstríðinu sem borin voru við athöfnina við Leifsstyttuna. — Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason H | Mótmælabréf unga fólksinsj Eins og frá er sagt í frétt á forsíðu biaðsins í dag notaði hópur ungs fólks, sem berst gegn stríðsrekstri Bandaríkja- stjómar í Vietnam, hátíða- höld Islenzk-ameríska félags- ins. i tilefni af degi Leifs heppna, til þess að koma mót- mælum sínum gegn Viétnam- stríðinu á framfæri, og dreifði bréfi um það efni bæði á árs- hátíð íslenzk-ameríska félags- ins að Hótel Sögu sl. föstu- dagskvöld og við athöfnina við Leifsstyttu á Skólavörðuholti sl, laugardag. Fer bréfið sem dreift var við þessi tækifæri hér á eftir: SAMSKIPTI ÞJÓÐA Stairfsemi Islenzk-ameríska félagsins er vissulega allra góðra gjald verð. Við lifum á háskalegum timum, og Surtar- logi brennur vítt um heims- byggðina. AHt starf til styrkt- ar samhug og skiiningi þjóða < í milli stuðlar að frelsun milliríkjasamskipta undan stjórn ómannlegra og misk- unnarluasra þarfa og lögmála viðskiptalífsins: knýir þau til hjónustu við báleitari sam- mannleg markmið og óskir. En vinur skyldi til vamms segja. Um leið og við minn- umst dags Leifs Eiríkssonar er okkur skylt að hafa £ huga, að til eru þjóðir, sem ekki bera slíkan vinarhug til Bandaríkjanna sem Islending- ar. Suður i Vietnam er ríkis- stjórn Bandaríkjanna að reyna aö murka lífið úr fátækri bændaþjóð. Þar ber Banda- ríkjamaðurinn gasgrímu, ó- freskja í hugum manna, er boðar dauða og tortímingu. Vietnamska j þjóðin stendur á gömlum mérg eins og Is- Icndingar. Saga hennar í tvö þúsund ár er saga einarðrar sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóð- ar gegn ægivaldi erlendra stórvelda: Kína, Mongólaveld- isins, Frakklands, Japans og Bandaríkjanna. Og þjóð Viet- nama hefur unnið glæsta sigra. Atta árum eftir að Is- Iendingar stofnsettu Alþingi á Þingvöllum yfirbuguðu Viet- namar heri Kínverja við Baehdang og stofnuðu sjálf- stætt ríki. Árið 1285 hrintu þeir árás 500.000 manna hers Mongóla, og eftir að hafa gjörsigrað hersveitir þeirra tveim árum síðar, gáfust Mongólar upp við að reyna að innlima Vietnam í ríki sitt. Andstaðan gegn stríðsrekstri Bandaríkjaatjórnar í Vietnam fer stöðugt vaxandi um allan heim. Talsmenn flestra ríkis- stjóma í Evrópu hafa lýst sig andvíga stefnu Bandarikjanna í stríðinu, „villimannlegasta stríði mannkynssögunnar (U Tant)“. Landsþing Verka- mannaflokksins í Bretlandi hefur lýst yfir andstöðu sinni, en utanríkisráðherra Islands hefur valið að skipa sér á bekk með stajrfsbræðrum sínum frá fasistastjórnum Grikklands, Spánar og Portúgals í stuðn- ingi sínum við Pentagon. Almenningsálitið kann ekki alltaf að skilja á milli ríkis- stjórna og þjóða. Sú andúð og fyrirlitning, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna sætir í vaxandi mæli, beinist einnig gegn hin- um almenna Bandaríkjaþegni. Það væri verðþgt vcrkefni Islenzk-ameríska félagsins að sýna vinarhug sinn til banda- rísku ÞJÓRARINNAR í verki með því að reyna að rjúfa þá einangrun, sem stefna stjóm- arinnar er að leiða þjóðina í: með því að skora á ríkisstjórn Bandaríkjanna að Iáta af yf- irgangi sínum og mannfyrir- litningu, áður en innibyrgð sektarkennd stríðsglæpaþjóðar verður hlutskipti Bandaríkja- manna. Bandaríkin eru komin í sjálfheldu sem þau geta ekki losnað úr án hjálpar. Við ljúkum þessu bréfi til félagsmanna Islenzk-ameríska félagsins með tveimur tilvitn- Lyndon B. Johnson 1953: „Ég mótmæli þvi, að banda- rískir hermenn séu sendir til Indó-Kína til að skríða í for og fórna lífi sínu til að við- halda nýlendustefnunni og arðráni hvíta mannsins í As- Konrad Adenauer 1965: „Johnson hóf ekki þennan galdraseið. Hann erfði hann frá Kennedy. Johnson verður því að éta þann seið, scm Kennedy gerði. En þegar stór- þjóð mætir mciri örðugleikum en hún væntir við framkvæmd stefnu sinnar, þá er engin auðmýking að breyta um stefnu. Þið verðið að koma ykkur burt frá Vietnam, það er það eina, sem þið getið gert“. Útg. Æskulýðsfylkingin — samband ungra sósíalista. Þriðjudagur 10. október 1967 — 32. árgangur — 227. tölublað- Þriðjungi verksins er lokið: Framkvæmdum við Búrfell miðar betur □ Nú er lokið um þriðjungi framkvæmda við Búrfells- virkjun, og er verkið gitthvað á eftir áætlun. en þó tejja stjómendur þar góðar horfur á að verkinu verði lokið eins og áætlað var á miðju ári 1969. Stjóm Fosskrafts bauð blaða- mönnum austur að Búrfelli fyrir helgina til að kynnast hvernig gengur með framkvæmdir þar. Framkvæmdir hófust í fyrravor og þá um sumarið var einkum unnið að því að koma upp íbúð- arhúsum og öðrum vistarverum fyrir starfsfólkið. Sjálfar virkj- unarframkvæmdirnar hófust því ekki fyrr en síðla sumars í fyrra. ■Samningar um kaup og kjör verkafólks drógust nokkuð á langinn, og það ásamt óvenju stirðri og leiðinlegri veðráttu í vetur varð til þess að verkið var nokkuð á eftir áætlun í vor. I sumar hefur allt gengið vel og þær tafir sem urðu hafa jafn- vel nokkuð unnizt upp. Við erum því ánægðir með gang verksins núna, sagði Ámi Snævarr frkvst. Almenna Byggingafélagsins, og mun nú þriðjungi alls verksins vera lokið. Áætlað er að öllu verkinu verði lokið á miðju ári 1969 og teljum við allár líkur á að ekki skakki þar miklu- Hér eru um 550 manns og þar af 436 sem starfa útivið beinlínis að virkjunarframkvæmdum. t þessum hópi eru 126 útlending- ar og mun fólk af 12 þjóðernum vera við Búrfell. 15 fjölskyldur eru á staðnum með 14 böm á skólaskyldualdri, og em þar starfræktir tveir skólar, annar islenzkur en hinn sænskur og kostaður af sænska ríkinu. 1 vetur er ætlunin að halda vinnu áfram með sama mann- afla og í sumar en hörð sam- keppni er um vinnuaflið og sér- staklega hefur reynzt erfitt að fá trésmiði til starfa við Búrfell. Drengur fyrir bíl á Akureyri Það slys varð á Akureyri um fimmleytið á laugardaginn að tólf ára drengur varð fyrir bíl á Hafnarstræti á móts við hús nr. 47. Drengurinn var fluttur á sjúkrahúsið, skrámaður í and- liti og hafði fengið höfuðhögg, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Enn ákeyrsla á slysahorninu Rétt fyrir hádegi á sunnudag varð enn eitt slysið á mótum Hrísateigs og Sundlaugavegar, en á þessu horni hafa aftur og aftur orðið árekstrar og ákeyrsl- ur, oft með alvarlegum* afleið- ingum. Að þessu sinni varð sjö ára telpa, Sigríður Anna Guð- brandsdóttir, Hrísateig 10, fyrir bifreið á gatnamótunum, varhún flutt á Slysavarðstofuna og reyndist hafa fótbrotnað. Markabsmál abaivibfangs- efni pings Norburlandarábs □ Sameiginlegum íunai forsætisráðherra Norðurland- anna og forseta Norðurlandaráðs, sem hófst í Reykjavík á laugardag, lauk síðdegis á sunnudag. Vár meginverkefni fundarins að skipuleggja næsta þing Norðurlandaráðs og var ákveðið að markaðsmál yrðu aðal viðfangsefni þess. □ Loftleiðamálið kom ekki til umræðu á fundinum, en forsætisráðherrar SAS-landanna og fslands ræddu það sín á milli utan daeskrár. eins og sagt er frá annarsstaðar í blaðinu Forsætisráðherrar Norðurlandanna á fundi um helgina. Frá vinstri á myndinni sjást forsætis- ráðherrar Finnlands: Rafael Paasio, DaJimerkur: Jens Otto Krag, egs: Per Borten og íslands: Bjarni Benediktsson. — Á fundi með blaðamönnum að loknum forsætisráðherrafundin- um kom fram að engin utanrík- ismál voru rædd á fundinum, önnur en markaðsmál og hugs- anleg aðild Norðurlandanna að Efnahagsbandallagi Evrópu, að því er forsætisráðherra Dan- merkur, Jens Ottó Krag, sagði. Hann sagði að Bretland, Irland, Danmörk og Noregiur hefðu nú sameiginlegá sótt um aðild að EBE, en Svfþjóð sérstaklega og kvaðst vona að viðnæður um að- ild hæfust bráðlega. ' Um hugsanlega aðild Islands að EFTA sagði Bjarni Benédikts- son, að hann hefði á fundinum undirstrikað sérstöðu Islands i þvi máli, en jafnframt, að nú væri tímabært orðið fyrir ís- lendinga að taka ákvörðun um hvort þeir sæktu um aðild að EFTA. Um það, sem fram kom um Loftleiðamá'lið vísast til fréttar á forsíðu, en í fréttatilkynningu um fund forsætisráðherranna sem afhent var eftir þlaðamarma- mannafundinn segir svo: „Meginverkefni fundarins var að skipuleggja sextánda þing Norðurlandaráðs, sem hefjast skall 17. febrúar 1968. Var það álit fundarins, að helztu mál þingsins skyldu vera: a) Markaðsmálin, þar með tal- Drengur fyrir bíl Um tvöleytið í gærdag vár ek- ið á tæplega þriggja ára dreng, Vilhjálm Wium Ólafsson frá Ól- afsvík, á Snorrabraut á móts við verzlunina Ömólf. Hann fékk höfuðhögg og var fluttur á Slysavarðstofuna. in afstaða samstarfs Norðurlanda til samvinnu Evrópuríikja; b) samvinna milli stofnana einstakra rikja um skipulagn- ingu í rannsóknamálum: r) föst samgönguleið yfir Eyr- arsund og stór flugvöllur á Salt- hólma; d) samvinna um vandamál varðandi óhreinkun vatns. Eftir rækilegar viðræður um verkefni norræns sam- starfs og skipulagningu þess var ákveðið að skipa nefnd, sem í væru tveir menn frá hverju landi, annar tilnefnd- ur af ríkisstjórn lands síns og hinn a£ forseta Nonðuriasidaiáðs. Verkefni nefndarinnar sé að at- huga þá reynslu, sem hefur feng- izt af starfi Norðurlandaráðs fram til þessa, og samstarf Norð- urlanda í annarri mynd ogleggja Seint í gærkvöld fregnaði Þjóð- viljinn að sá hörmulegi atburð- ur hefði gerzt í Langadal í gær, ai. tólf ára drengur hefði farizt þar í umferðarslysi. Slysið varð við Hólabæ í Langadsd um kaffileytið í gær- Svíþjóðar: Tage Erlander, Nor- (Ljósm. Þjóðv. A.K.). fram, ef til kemur, tillögu til breytinga á samþykktum ráðsins og starfsreglum, sem slík athug- un kann að gefa tillefni ti^ Framhald á 9. síðu. dag, en er blaðið hafði samband við lögregluna á Blönduósi í gæi1- kvöld var enn ekki vitað með hverjum hætti það hefði boríð að og var lögreglan á leið fram í Langadal til rannsóknar á málinu. Strandaði í fyrravetur - nú tekinn fyrir landhelgisbrot •k X fyrrakvöld kvað bæjarfógetinn á ísafirði upp dóm í land- helgismáJi brezka togarans Churchill frá Grimsby, sem tekinn var að ólöglegum veiðum innan landhelgismarkanna út af Dýra- flrði á laugardagskvöld. ★ Skipstjóranum var gert að greiða kr. 400.000 í sekt, afli og veiðarfæri gerð upptæk og honum ehmig gert að greíða máls- kostoað. ★ Skipstjórinn á Churohill heitir David Alfred Wenney og var reyndar skipstjóri á Boston Wellvale, sem strandaði við 'Arnarr nes síðastliðinn vetur. ★ Varðskipið Óðinn kom með Ohurchffi tdi ísafjarðar kl. 6 á sunntidagsmorgun. Rannsókn hófst þegar M. W) sama morgun, en dómur var kveðinn upp um kvöldið. Banaslys í Langadal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.