Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 2
2 St&A — MÓ&VT!LX!liB$ — Þriðjwdiagar 10. cfcfcóiber 1963.
Yfir 7000 félagskonur eru innan vé-
banda Bandalags kvenna í Reykjavík
Aðalíundur Bandalags kvcrma
i Reykjavik var baldinn dagana
26. og 27. september sl.
Fundinn sóttu 63 fulltrúar
frá 21 kvenfélagi f Reykjavík
með samtals yfir 7000 félags-
konum. Stjóm Bandalagsins
skipa nú: Guðrún P. Helgadótt-
ir formaður, Soffía Ingvarsd.
ritari og Guðlaug Bergsdóttir,
gjaldk. Margar ályktanir voru
gerðar á fundinum og farahér
á . eftir ályktanir fundarins
am heilbrigðismál og uppeldis-
og skólamál:
Heilbrigðismál:
Aðaiftmdur Bandalags kvenna
í Reykjavik skorar eindregið á
heillbrigðisyfirvöld landsins að
bæta hið aUra bráðasta úr
----------------------------------S>
Skattar Johnsons
eru óvinsælir
WASHINGTON 6/10 — Johnson
forseti játaði í dag að tillögur
hans um aukna skatta væru
ekki vinsælar, en að bandaríska
þjóðin y'rði að bera þessar byrð-
ar til að landið yrði áfram
„sterkt og frjálst". f þriðja sinn
á einni viku varaði forsetinn
við þeirri verðbólgu sem yfir
gæti skollið ef þingið samþykkti
ekki tillögur hans um 10%
aukaskatt. Fjárlaganefnd full-
trúadeildar þingsins hefur neit-
að að afgreiða tillögumar fyrr
en forsetinn leggur fram lista
yfir áætlaðan niðurskurð á út-
gjöldum ríkisins.
þeim stórfellda skorti, sem er
á sjúkrarými fyrir geðsjúk-
linga.
Uppeldis- og skólamál.
1. Aðalfundur Bandalags
kvenna í Reykjavík, haldinn
dagana 26. og 27. sept. 1967,
leyfir sér að ítreka, aðbarna-
verndarráð hraði samningu
reglugerðar þeirrar, sem bama-
vemdarlögin frá 1966 gera ráð
fyrir.
2. Fundurinn lýsir ánægju
sinni yfir hússtjómar-, föndur-
og fþróttanámskeiðum, sem
haldin voru undanfarið sumar
á vegum Reykjavíkurborgar, en
telur jafnframt ástæðu til þess
að vekja athygli foreldra á
námskeiðum þessum tifl efling-
ar þátttöku.
3. Fundurinn vill lýsaánægju^.
sinni yfir, að stofnsett hefur
verið Félagsmálastofnun Rvík-
urborgar og væntir mikils og
árangursrfks starfs af hennar
hálfu.
4. Fundurinn telur rétt að
beina því til fræðsluráðs borg-
arinnar að athuga hvort ekki
sé tímabært að færa skóla-
skylduna niður um eitt ár.
5. Fundurinn fagnar þeimtil-
raunum, sem gerðar hafa verið
í einstökum bamaskólum um
kennslu i erlendum tungumál-
um og vonar, að tilraunimar
megi leiða til þess, að tungu-
máíanámið geti hafizt fyrr og
álag á nemendur verði því
minna síðar meir.
6. Fundurinn beinir þeim til-
mælum til fræðslumálastjómar,
að hafizt verði handa nú þeg-
ar um undirbúning að bygg-
ingu skólahúss fyrir Húsmasðra-
kennaraskóla íslands. Það er
hvorttveggja í senn, að fyrir-
sjáanleg er mikil vöntun áhús-
mæðrakennurum, og að mötu-
neyti skóla og sjúkrahúsa víðs
vegar um land búa við mik-
inn skort á sérmenntuðu starfs-
fólki. í>að er því aðkallandi, að
stofnuð verði við Húsmæðra-
kennaraskóla íslands ráðskonu-
deild, svo sem heimild er tiil í
lögum, en það er því aðeins
unnt, að úr rætist með húsnæði
fyrir skólann.
7. Fundurinn telur nauðsyn-
legt, að bætt sé aðstaða Kvenna-
skólans í Reykjavík, og skorar
því á ríkis- og borgaryfirvöld
að stuðla að þvl, að væntan-
legum byggingarframkvæmd-
um verði hraðað sem mest.
8. Fundurinn beinir eftirfar-
. andi áskorun til forráðamanna
fjölmiðlunartækja:
I. Að vanda sem bezt mál-
flutning í ræðu og riti.
II. Að nýta fjölmiðlunartæk-
in í þágu fræðslu- og uppeldis-
mála með því að fá hina fær-
ustu menn til starfa.
III. Að fækka þeim blaða-
greinum og þáttum, semhætta
er á að stuöli að afbrotum og
óknyttum.
IV. Aðalfundurinn vill beina
því til forráðamanna sjónvarps-
ins, að þeir auki fjöjbreytni
fræðsluþáttanna m.a. með því
að taka upp húsmæðrafræðslu.
9. Aðalfundurinn skorsr á
viðkomandi aðila að hraða svo
mikið sem unnt er byggingu á
dvalarheimilum vangefinna.
Rafvirkjameist-
arar á aðalfundi
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv-
arátv. ákveður rækjuverð
í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi fréttatílkynning frá
Verðlagsráði sjávarútvegsins um
verðákvörðun á rækju:
Á fundi yfirnefndar Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins sl.
laugardag var ákveðið eftirfar-
andi lágmarksverð á rækju, er
gildir frá byrjun rækjuveiði-
tímabilsins, sem hefst haustið
1967 og til loka þess vorið 1968.
Rækja, óskélflett, f vinnslu-
hæfu ástandi, og ekki smærri
en svt>, að 350 stk. fari í hvert
kg .... pr. kg kr. 7.80-
Verðákvörðun þessi var gerð
með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa kaupenda í yfimefnd-
inni gegn atkvæðum fulltrúa
seljenda.
I yfimefndinni áttu sætí:
Pétur Eiríksson, deildarstjóri í
Efnahagsstofnuninni, sem var
oddamaður, Bjami V. Magn-
ússon, framkv.stj. og Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson, framkv.stj.
tilnefndur af fulltrúum kaup-
enda í Verðlagsráði og Jón
Sigurðsson, formaður Sjómanna-
sambands íslands og Kristján
Ragnarsson, fulltrúi, tilnefndir
af fulltrúum seljenda í Verð-
lagsráði.
Aðalfundur landssambands
fslenzkra rafvirkjameistara var
haldinn í Reykjavik 29. sept.
s-1. Fundinn sóttu rafvirkja-
meistarar víðsvegar að af land-
inu.
Aðalmál fundarins voru breyt-
ing á nafni sambandsins og
framhaldsmenntun.
Samþykkt var að breyta nafni
sambandsins og heitir það nú
Landssamband íslenzkra raf-
verktaka.-
Varðandi framhaldsmenntun-
ina var samiþykkt eftirfarandi
tillaga:
„Aðalfundur Landssambands
íslenzkra rafverktaka, haldinn í
Reykjavík 29. sept. 1967, lýsir
yfir eindregnum stuðningi við
tillögur orkumálastjóra um
stofnun raftæknideildar við
Tækniskóla Islands.
Fundurinn telur að með stofn-
un slíkrar deildar verði bættur
sá missir, sem varð er raf-
virkjadeild Vélskólans íReykja-
vík var lögð niður.
Beinir fundurinn þeim til-
mælum til, hæstvirts mennta-
málaráðherra, að hann sam-
þykki framangreindar tillögur
og feli skólastjóra Tækniskól-
ans að kwna þeim f fram-
kvæmd svo fljótt sem verða
má-
Á það skaá bent, að h-Iið-
stæð menntun er veitt í tækni-
skólum hinna Norðurlandanna“.
Stjómina skipa nú: Gunnar
Guðmundsson, formaður; Að-
alsteinn Gíslason, varaformað-
ur; Hannes Sigurðsson, ritari;
Gissur Pálsson, gjaldkeri; Sig-
urjón Guðmundsson, meðstjóm-
andi.
Málaliðarnir
fara frá Kongó
GENF 6/10. — Evrópskir mála-
liðar sem nú eru í Austur-Kongó
munu að líkindum fara úr landi
í þessum mánuði undir vemd
Rauða krossins — að því er
upplýst var í höfuðstöðvúm
Rauða krossins í Genf 1 dag.
Munu þá um 130 málaliðar
verða fluttir flugleiðis til Möltu,
sem hefur samþykkt að taka við
þeim.
Málaliðamir hafa verið í
Bukavuhéraði síðan í júlí er
þeir stóðu fyrir uppreisn gegn
stjórn Mobutus forseta. Þeir
kröfðust þess að Mobutu tæki
Tsombe, fyrrum fbrsætisráð-
herra í stjóm sína, en hann hef-
ur verið sekur fundinn um land-
ráð.
Að
ala upp
í Reykjavíkurbréfl sínu í
fyrradag kemst Bjami Bene-
diktsson forsætisráðherra evo
að orði: „Þó að stjómarand-
stæðingum hafi orðið minna
ágengt í valdabaráttimni en
þeir vonuðu, þá hefur við-
leitni þeima að sjáifsögðu
ekki arðið með öHu áhrifa-
latis. Stöðugur áróður á sinn
þátt í því, að of margir ætla,
að sér tjái að varpa áhyggj-
um af lausn vandamálanna
yfir á aðra. Alþjóð kannast
t.d. við þá, sem áöra manna
ósínkastir eru á að hvetja til
kauphækkana og svokallaðra
kjarabóta, en vilja alls ekki
bera ábyrgð á afleiðingunum
sem koma fram í hækkuðu
verðlagi irman lands“. Bjarni
Benediktsson segir að með
þessu háttemi séu stjómar-
andstæðingar „að ala npp
ábyrgðarieysi".
Krafan um kaupbækfcarnir
án verðhækkaoa er engin
uppfinning stjómarandstöð-
unnar hddur eitt af ein-
dregnustu fyrirheitum ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar. í bók-
inni „Viðreisn“ sem út kom
1960 á kostnað almennings
segir ríkisstjómin svo > um
það ástand sem hún vilji
breyta: „Útflytjendur hafa
um margra ára skeið talið
öruggt, að þeir gætu fengið
sérhverja launahækkun, er
þeir veittu starfsmönnum
sínum, jafnaða með hækkun
útflutningsbóta. Á sama hátt
hafa aðrir atvinnurekendur
miðað við það, að þeir gætu
fengið 6Órhverja launahækk-
un endurgreidda í hækkuðu
verði á vörum sínum og þjón-
ustu“._ Og svo koraa loforð-
in: „Útflytjendur verða fram-
vegis að sæta ríkjandi gengi
og geta ekki fengið aukinn
launakostnað endurgreiddan í
hækkuðum útflutningsbótum.
Þá er það einnig ætlun rík-
isstjómarinnar að leyfa eng-
ar vcrðhækkanir á innlendum
vörum og þjónustu vegna
launahækkana. Með þessu
móti getur því aðeins skap-
azt grundvöllur fyrir launa-
hækkunum, að um sé að ræða
aukningu fraœleiðslutekna,
sem launþeginn njóti góðs af
fyrir sitt leyti í hækkuðu
kaupi“.
Þær forsendur fyrir kaup-
hækkunum serft þarna er tal-
að um hafa sannarlega ver-
ið tiltækar á undanfömum
árum. Samt hefur kaupmátt-
ur dagvinnutekna ekki hækk-
að hætishót á þessu tímabili,
vegna þess að ríkisstjórnin
sveik öll fyrirheit sín og
heimilaði atvinnurekendum
að velta öllum umsömdum
kauphækkunum jafnharðan
út í verðlagið. Af þessum á-
stæðum hefur verðlag tvö-
faldazt að meðaltali á aðeins
sex árum.
Stjómarandstæðingar hafa
ekki verið að „ala upp á-
byrgðarleysi" með kröfum
sínum um stöðugt verðlag;
þeir hafa aðeins reynt að
innræta ríkisstjórninni þær
uppeldisreglur að hún verði -
að bera ábyrgð á orðum sín-
um og athöfnum. En hér hef-
ur það sannazt eins og oft
endranær að uppeldisáhrif
koma fyrir lítið gagnvart illu
innræti. — Austri.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í skurðgröft o. fl. fyrir jarðstrengi
vegna Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 1000
króna skilatryggingu.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800
Bólstruð hásgögn
SEL Á VERKSTÆÐISVERÐI: Sófasett, Svefn-
bekki. — Tek klæöningar.
Bólstrunin,
D
Baldursgötu 8.
@ntineníal
Úfvegum eftir beiðni
flestar staerðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmívlnnustofan h.f.
Skipholti 35 — Sími 30688
og 31055
HELDUR
HEITU
OG
KÖLDU
ÚTI
OG
INNI
DLW
PARKET
PLASTTNO KORK.
Litavér sf.
%
Grensásvegi 22-24 - Símar 30280 og 32262.
J
*
L
1