Þjóðviljinn - 10.10.1967, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. október 1967 — ÞJÖÐVTUKNN — SÍÐA J
- Gunnar Benediktsson var
hress og léttur í spori þegar
ég hitti harm í Hveragerði fyr-
ir örfáum dögum og ekki lík-
legur til þess að vera maður
hálfáttræður. Hann sagðist vera
mjög spenntur fyrir Svetlönu
Stalínsdóttur. Ef ég væri yngri
sagði hann, þá þætti mér hún
merkiiegt verkefni og freist-
andi að reyna að skýra hegðun
hennar. Og svo er hún fjall-
myndarleg, gott ef ég er ekki
skotinn í henni.
Þegar við erum seztir blaða
ég í bók, sem geymir ritskrá
Gunnars, og legg þá til að við
notum hana sem ramma i við-
talið; gott, segir Gunnar —
minn ritferidl er eiginlega það
ein-a stabíla í mínu lífi, það
eina sem hefur aldrei elitnað.
Nú: hér stendur Sögur úr
Keldudal, 1914. Hvað er þar á
seyði?
Varð ekki Guðrún
frá Lundi
— Þetta var hluti. af sagna-
flokki sem ég var að setja
saman á Akureyri um þaðleyti
ég kom undir gagnfræðapróf.
aði hugfanginn á kennslu hans
og hún dugði mér til prófs í
hans grein án nokkurs bók-
lesturs.
En það er eiginlega ekki
fyrr en 1925 að óg kem fram
sem rithöfundur. Þá kemur
skáldsagan Niður hjamið út
og þá birtist fyrirlesturinn Ad-
am og Eva rekin úr Paradís,
sem þótti svo góður að það
var rifið út úr Skími til að
koma honum inn. Eins og ég
sagði einhverntíma við Helga
Sæmundsson þá hef ég verið
þjóðkunnuT rithöfundur siðan.
Presturinn
óguðlegi
— Á þessum árum skrifaðir
þú margt um viðureign þína
við kristin dóm, þá prestur í
Saurbæ.
— Já, um viðureign við kirkju,
kristindóm og sjálfán mig. Hin
síðari prestsskaparár min var
ég orðinn mjög viðkvæmur
fyrir ýmsu, t.a.m. ýmsum
helgiathöfnum, sem ég gatekki
sinnt þannig að hugur fylgdi
máli. Hér við bættist að ég við-
urkenndi ekki átoritet — það
bjargaði mér h'ka seinna í
hún aJltaf höfð með á fundi
þar sem ég kynni að vera við-
staddur — en þeim tókst eig-
inlega aldrei að hanka mig á
neinu i bókinni, þótt undarlegt
megi virðast.
Tímamót
Glíman við
kirkjuna, stjórnmálin og söguna
Ég hafði áformað það yrðu átta
bækur og skrifaði einar þrjár.
En síðan þegar ég var kominn
suður i menntaskóla og byrj-
aður á þeirri fjórðu, þá tókst
Magnúsi Stormi að sannfæra
mig um að þetta væri ekki
skáldskapur. Það var þá verið
að prenta eitthvaö í viðbót
fyrir norðan, átti að koma í
Nýjum Kvöldvökum, en ég
þóttist þurfa að breyta hand-
ritinu og eyðilagði það oghætti
við sjllt saman. Eiginlega gæti
ég séð eftir þessu; hver veit
nema ég hefði komið í stað
Guðrúnar frá Lundi, og orðið
vinsælasti " maður þjóðarinnar.
Heldurðu það væri ekki mun-
ur? Ég var' mú samt ekkieins
væminn og hún. Þetta Voru
hörkureyfarar og gefck mikið
á.
Eftir þetta áfafll var einsog
ég næði ekki fótfestu í rit-
mennsku um skeið. Reyndar
var ég byrjaður að skrifa miklu
fyrr. Byrjaði á'að skrifa lýs-
ingu á fermingardegi mínum
fyrir mömmu. Og eina þrettán
fyrirlestra hafði ég haldið á
ungmennafélagíjfundum áður
en ég færi að heiman.
I menntaskóla skrifaði ég
helzt nokkur ævintýri. Emil
Thöroddsen skrifaði um eitt
þeirra í ritdómi að í því væri
neisti, og meira að segja rauð-
glóandi. Ég rakst á nokkur
þeirra í stílkompu á dögun-
um — þetta eru einna helzt
dæmisögur og það er auðséð
að mórallinn hefur verið mig
lifandi að drepa. Þarna er t.a.
m’ ævintýri sem heitir Kápan
— um mann sem kæfði hamið
sitt í afar ski-autlegri ogglæsi-
legri kápu, þetta er semsé á-
deila á formdýrkun; annað er
um byltingarstarfsemi sunnan-
vindsins — svona hofur þetta
verið lengi til í manni.
— Þú hefur sagt að háskólla-
ár þin hafi verið andlausasti
tími ævinnar?
— Það hefur verið einlhver
geðvonzka í mér. Ekki mundi
ég taka undir það núna. Og
það var söguáhuginn sem
bjargaði mér þá. Þpð var líka
mjög uppörfandi að sækjatíma
hjá Haraldi Níelssyni; ég hlust-
í
RússlandsmáFIum — í þeim átti
ég mér heldur ekkert átoritet.
— Hver urðu svo viðbrögð-
in við þessum skrifum þínum
og ræðum?
— Ég man það var mikill á-
hugi, stundum komu menn til
mín eítir messu og spurðu hvar
þessi ræða »yrði flutt næst. Það
kom fyrir að menn kömu til
mín og sögðu sem svo, aðþetta
gæti ekki gengið lengur svona
(t.d. að ég neitaði að kenna
kverið). en þá ræddu menn
vandann hréinlega og skyn-
samlega. Ég á yfirhöfuð mjög
góðar endurminningar frá
prestskap, einkum um sambúð
mína við sóknarbörnin.
Það var mikill gauragangur
utan prestalcallsins. Árið 1927
var haldin prestastefna í
Reykjavík, sem ég kom reynd-
ar ekki til. En þar voru uppi
háværar raddir um að ég
skyldi settur af fyrir villukenn-
ingar. En þá sagði Jón biskup
Helgason á þá leið, að þessi
söfnuður séra Gunnars hefði
kosið sér prest að flögum, og
meðan ekki heyrðist ein óá-
nægjurödd þaðan, þá hefði
hann ekki rétt til að geraneitt.
Og við það sat.
— Og hafa prestarnir þá fyr-
irgefið þér syndir þínar?
— Prestarnir? Þeir voru eig-
inlega aldrei reiðir mér, og ég
hefi átt ágæt samskipti við þá
síðan ég hætti prestskap. Ég
man ég kom einu sinni á Akra-
nes eftir 1930 — þar var þá
prestur Þorsteinn Briem, harð-
snúinn andstæðingur minn
bæði í trúmálum og pólitík. Ég
var þá kommúnieti orðinn, í
erindrekstri fyrir minn flokk.
Ég kom við hjá Þorsteini, þótt
ég þekkti honn lítið — og
hann mátti ekki heyra annað
nefnt en að ég dveldi hjá sér
meðan ég stæði við í plássinu.
En — bætti hann við með
brosl — ég vildi aiuðvitað helzt
að þú færir sem mirmst út...
Sögupersónur
fyrir rétti
— Var ekki eitthvað sögulegt
við útgáfu skóldsögunnar „Við
þjóðveginn" árið 1926?
— Jú. Hún fjallaði um spill-
inguna í tilteknum bæ. sem var
meira að segja nefndur, þótt
það sé ekki vani í ísllenzkum
skáldsögum, það var Sigluf jörð-
ur. Og það var farið í mál við
mig. Það var að vísu ekki að-
alsökudólgurinn, sem það gerði,
heldur bæjarfógetinn — á
þeim forsendum að í sögunni
kemur fyrir heldur en ekki
vafasamur bæjarfógeti og að-
eins einn maður hafðí gegnt
því embætti til þess tíma. Böð-
var Bjarkan tók að sér vörn-
ina og kom þar margt skemmti-
legt fram. Hann talaði um eðli
skáldsögunnar og sagði að ég
hefði fullan rétt til að setja
niður bæjarfógeta í slíku vericl
þótt slíkur maður væri ekki til
í viðkomandi plássl, alveg eins
og mér væri frjálst að Qóta ís-
landsbiskup í skáldsögu sem
gerist árið 1924 gera það sem.
Jóni Helgasyni kæmi aldrei til
hugar. Ég var sýknaður.
1 annað sinn komst ég í kast
við lög vegna ritstarfa árið
1941 þegar ég var ritstjóri Nýs
dagblaðs. Ég var dæmdur í
tugthús fyrir moiðyrði — hafði
skrifað um brezkan kaupsýslu-
mann og sagt að hann hefði
framið arðrán. Og fyrir þetta
hlaut ég nokfcurn skell, enda
þótt Pétur Magnússon legðisig
í framkróka við að sýna fram
á að arðrán væri ekki skamm-
aryrði i munni kommúnista,
því að allt þjóðfélágið byggist
á arðráni að þeirra dómi.
— Sagan er skrifuð áður en
þú tumast til sósíalisma?
— Ja, bæði hún og sú næsta,
Anna Sighvatsdóttir, eru skrif-
aðar af uppreisnarmanni. 1
seinnl sögunni er annað við-
fangsefni — eymdin sjálf. Árni
Hallgrímsson sagði á þessa Heið
um þá bók; þetta er ekki list
segja menn — og vildi hann
eikki loggja dóm á það, enhitt
vissi hann að þetta hefði orðið
sér áhrifamikil, lcsning. Mér
þótti vænt um þessi ummæli.
Hitt er svo rétt, að þegar ég
skrifaði þessar sögur hafði ég
enga hugmynd um það hvern-
ig ætti að skrifa sögu — þær
voru fyrst og fremst bein við-
brögð mín við þeim vandasem
mér þótti brýnastur.
Kappræður og
haframjöl
— Og þegar þú ert hættur
prestsskap, þá hefst mikið fyr-
iriestratímahil?
— Já ég ferðaðist mikið um
á árunum 1931—35. Flutti
gjarna erindi um hvern stað
sem ég kom á. reyndi að skil-
greina hann þjóðfélagslega eft-
ir þeim upplýsingum sem ég
gat fengið og.hressa upp áallt
saman með nokkurri gaman-
semi. Oft var auglýst bæði er-
indi og kappræða — ég kapp-
ræddi til að mynda við Har-
alld Guðmundsson, Jakob Jóns-
son, við Finn Jónsson á Isa-
firði. Þetta var áhrifamikið —
ég man að í fundarlok á Isa-
firði var borin fram vanþókn-
unartillaga á kommúnista, eins
og siður var þá, og hún var
samþykkt með 108 atkvæðum
gegn 105. Það þótti gott í því
plássi.
Það er svo önnur saga hvem-
ig ég lifði á þessum úrum og
ekki gott að gera grein fyrir
því nú. Það mundi hljóma eins
og hver önnur lýgisaga aðsegja
frá atvinnuofsóknum og því
yfirleitt hvernig menn bröltu
áfram lífsbrautina. Ég leigði
hjá Erlendi í Unuhúsi, og þar
var ekki gengið stranglega eft-
ir húsaleigu eins og menn vita.
Og nærðist gjarna á lýsi og
haframjöli hrærðu út í mjóllc.
Sumir félaga manns voru á
góðri leið með að svelta sig í
hel í þá daga. En mér fannst
ég eiginllega aldrei vannærður.
Og ég hef mikla ánægju af að
hugsa til þess hve þetta fékk
lítið á mann — að maður kom
alveg óskemmdur út úr þessu.
Ég man að ég kom á sælu-
viku á Sauðárkróki 1933 og þar
féklc kvenfélagið mig til að
halda erindi. Ekki veit ég
hvernig óg var kfeeddur, en hitt
er víst að konumar gáfu mér
föt.
Það var sa andí við fyr-
irlestra eins og fjálsgata 1 og
Kirkjustræti 16 að fyrst var
farið að tala um mig sem lista-
mann og þá fór ég að velta því
fyrir mér í hverju það væri
fólgið. Þá uppgötva ég að það
er fyrst og fremst fólgið í þvi
að ég þekfcti vel umhverfið,
fólkið sem ég ætlaði að tala
við — en hafði ekki hugmynd
um að þau stílbrögð væru til
sem ég var sagður beita.
Pólitískai:
mannlýsingar
Árin 1939 og 1940 komu út
ritgerðasöfnin ,Skilningstré góðs
og ills' og .Sóknin mikla'. Þetta
er mitt bezta ár sem höfundar.
Með Skilningstrénu sló ég í
gegn sem essejisti, og réttar-
skjöl segja frá því að Sófcnin
mikla hafi verið uppseld hjá
forlaginu hálfum mánuði eftir
útkomu. En þegar „Hinn gamli
Adam í oss“ kom út 1944 höfðu
þær breytingar gerzt að mér
fannst ég. ekki hafa hljómgrunn
lengur. I þessum bókum var
rætt um mál sem voru ofarlega
á baugi og oft þá í tengslum
við þá sterku áráttu mína ’að
reyna áð skilgreina menn póli-
tískt og sálfræðilega. komast
fyrir rætur breytni þeirra.
Þarna voru til að mynda grein-
ar um viðureign Sigurðar í
Holti við hugsjónir um við-
brögðin við Sturlu í Vogum og
siðasta greinin í „Adam“ heitir
Kristilegt siðleysi — hún er
um Sigurbjörn Einarsson og
ég held’ ég hafi verið nokkuð
sannspúr um hans feril, þótt
hann hefði ekki b'rugðizt nein-
um vonum enn í þann tíð. En
1944 skildi ég að ekki varleng-
ur jarðvegur fyrir svona essej-
ur og þá hætti ég.
— Og skrifar „Bóndann í
Kreml“ ári síðar?
— Ég iæt þá skoðun í ijósi í
formála þar, sem ég held að
sé rétt að til séu þeir frægðar-
menn útlendir sem íslending-
um sé bezt að skrifa um sjálf-
ir en ekki þýða erlendar ævi-
sögur þeirra. Mér finnst nú
ekki mikið til þeirra bókar
koma — en hitt er víst að eft-
ir að Stalxn var afhjúpaður var
— Síðan snýrðu þér að sam-
tímasögu.
— Jú, núkoma tímamiót. Égá
hérna uppkast að bókarforxnála
frá því í apríl 1949. Ég tel mig
þar ekki hafa hörku til að ganga
í skrokk á andstæðingum ogtil
að vekja þann hluta alþýðu
sem stunginn hafi verið svefn-
þorni, og segist ætla að verja
leifum starfskrafta i að skrifa
endlirminningar. - Samt læt ég
í ijós von um að kannski finni
ég einhver verkefni önnur —
og svo reyndist vera: ég sneri
mér að sögu, nútímasögu, skrif-
aði ,,Saga þín er saga vor“ —
sem fjallar einmitt um mestu
deilumál áratugsins, hemáms-
máiin. Hún er um tímabilið
1939—49. Ég ætlaði svo að halda
áfram og næsta bók átti að
heita „Sómi þinn, vor æra“, en
var að bíða eftir dramatískum
púnkti, hliðstæðum1 inngöng-
unni I Atlanzíhafsbandalagið,
til að mynda bncrttför hersins —
en það hefur enn ekki gerzt.
Að lesa milli lína
Upp frá þessu fór ég að bera
ofckar tíma saman við Sturl-
ungaöld. Mig langaði til að
gexia það upp, hver hefði verið
ábyrgð hvers áhrifamanns á
Sturlungaöld og þannig verður
bókin „ísland hefur jarl“ til.
Þar með var ég kominn í nám-
una og. þar hef ég staðið . í
mokstri síðan. Ég tel mig
komast að þvi, að Snorri
Sturluson hefur verið hafður
fyrir rangri sök — þá kemur
bókin ,,Snorri skáld í Reyk-
holti“, þá einibeiti ég mér að
þessari persónu og sýni hvem-
ig fræðirnenn em ósamþykkir
í dómum sínum um hana án
þess að rekast nokkumtíma á
— át þar hver úr sínum poka,
eins og þar stendur.
En við að kynna mér Snorra
skáld þá rekst ég á Sturlu Þórð-
arson, sem skrifað hafðd allac
heimildir um Snorra — ég
þurfti að „sjá í gegnum“ hann,
skýra hvers vegna það stang-
ast á sem hann segir á hverj-
um tíma; þá skrifa ég bókina
„Sagnameistarinn Sturla“.
Bók mín um Snorra var
fremur neikvæð, meira skrifað
um það að dómar um hann
fengju ekki staðizt en reynt að
smíða júkvæða heilsteypta lýs-
ingu á þvf hvemig hann var.
I fyrra skrifáði ég samt bók
sem kemur út í haust og heit-
ir ,,Skyggnzt umhverfis Snorra“.
Það eru þættir um einstök at-
riði í sögunum þar sem Snorri
er sjaldnast í sjálfu sviðsljós-
inu heldur til hliðar og gíittir
aðeins í hann. Við það fiimast
mér koma fram ýmsir drættir
sem áður hafa farið fraínhjá
mönnum.
Mér finnst þeir sem hafaxim
Stuiilungu fjallað hafa vanrækt
gagnrýni á sjálfan sagnritar-
ann, á afstöðu hans á hverjum
tíma — hverju hann hefur á-
huga á að segja frá og um
hvað hann þegir, þegar sjáan-
legt er að stórtíðindi hafa gerzt.
Tveir leikxnenn voru ein-
hverju. sinni að tala um þetta
við mig. Armar sagði: Mikið
hefurðu lesið Sturlungu vel.
Hinn bætti við: Já, en mér
finnst meira gaman að því sem
þú heftw lesið á milli línaana.
Þetta finnst mér gott kompli-
' ment — það er ekiki hægt að
hafa Sfcurlungu sem helmíldai>
rit án þess að lesa á irrilM- Ki>-
anna.
Rússar í Iðnó
En það er ein bók sem þú
hefur ekki spurt- um.
— Hver er sú?
— „Að elska og lifa“.
Framhald á 9 síðu.
ViSfal v7ð Gunnar Benedikfsson sjöfiu og fimm ára
i
i