Þjóðviljinn - 14.10.1967, Side 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJIlSrN — Laugardagur 14. olrtÆber 1967.
ALEXANDER WERTH:
arum
síðar
Stéttaskipting í
Sovétríkjunum
Er til fyrirbrigði sem kallai
mætti homo sovéticus? Fyrir
fáum árum, þegar Krústjof
spáði því að „börn okkar“
mundu búa í fullkomlega
kommúnísku þjóðfélagi, var
mér næst að halda að slík
manntegund væri að þróast.
En ég er ekki lengur á þeirri
skoðun. Það sem nú er að þró-
ast er töluvert annað — það
eru einstaklega þjóðræknir
fíússar, hinn siðaði maður
sjálfur, áfjáður í menningu og
menntun. Þeir eru gæddir
miklum innri ága, sem Komso-
mol (Æskulýðsfylkingin) hefur
innprentað þeim, en einnig
hafa þeir eftirtektarvert víð-
sýni á veröldina.
f efnahagsskilningi er stétta-
skipting í Sovétríkjunum, víð-
lesmlstu höfundamir sem lifa
í sumarbústÖðum sínum í Pe-
redelkine, æðstu menn í iðn-
aði helztu vísindamennirnir
eru allir bókstaflega miljóna-
mæringar, á neðri enda launa-
skalans eru ófaglærðir verka-
menn, sem vinna sér inn milli
70 og 80 rúblur á mánuði, og
eftirlaunaþegamir sem fá 30,
60 eða 100 rúblur á mánuði
(rúblan er um 50 ísl. kr.). En
yfirleitt sættir fólk sig við
þennan mun sem settur er eft-
ir „verðleikum“ og „gildi fyr-
ir ríkið“.
Menn í efstu launaflokkún-
um hafa einnig einkabíla, en
kaup á þeim eru ekki örvuð:
þó lítill sovézkur bíll sé seld-
ur fyrir 800 dollara erlendis
Kyn-
leg þögn
Ekki hefur Gylfi Þ. Gísla-
son, ráðherra mennta og við-
skipta, beinlínis legið undir
ámæli fyrir það að honum
sé óþægilega tregt að hræra
tunguna. Þvi vakti það all-
mikla athygli og furðu að
ráðherrann hafði ekkert til
málanna að leggja, þegar
Bjami Benediktsson flutti
hásætisræðu sína á þingi í
fyrradag. sHinn forðum svo
málglaði ráðherra lét sér
nægja að flytja úr ræðustóli
eina seíningu þess efnis &ð
miðstjóm Alþýðuflokksins
hefði samþykkt einróma að
halda áfram stjómarsamvinn-
unni við Sjálfstæðisflokkinn
á grundvelli stefnuyfirlýsing-
ar þeirrar sem forsætisráð-
herra hefði lesið upp. Vara-
formaður Alþýðuflokksins sá
enga ástæðu til þess að
greina frá því hvernig sá
flokkur mæti ástand og horf-
ur í landsmálum samkvæmt
stefnuskrá sinni og háleitum
hugsjónum. Hann hafði ekk-
ert um það að segja hvemig
samningar stjómarflokk-
anna hefðu gengið, hverju
Alþýðuflokkurinn hefði feng-
ið áorkað og að hvaða leyti
hann hefði orðið að sætta
sig við málamiðlanir og ó-
sigra. Ekki tíundaði ráðherr-
ann heldur hver væru hin
sérstöku afrek Alþýðuflokks-
ihs í nýja stjórnarsáttmál-
anum, og hefur sá flokkur þó
stundum áður viljað láta
sjálfan sig njóta sannmælis.
Því veit maður ekki hvort
það er tryggingaflokkurinn
mikli sem fékk því fram-
gengt að tryggingagjöld og
sjúkrasamlagsgjöld hækka
■ mjög verulega, hvort það er
sérfræðingur Alþýðuflokks-
ins í landbúnaðarmálum sem
fékk því ráðið að búvörur
hækka í verði um allt að því
109%, eða hvort kunnasti
ferðalangur Alþýðuflokksins
hefur ef til vill viljað gera
sérstakar ráðstafanir til þess
að koma í veg fyrir að hann
rekist á allt of marga sam-
landa sína meðal íramandi
þjóða.
Sumir héldu að þagmælska
Gylfa Þ. Gíslasonar væri til
marks um það að Bjarni for-
maður hefði nú tekið upp
svo strangan aga að undir-
mönnum væri það eitt eftir
skilið að segja já og amen
þegar leiðtoginn mikli hefði
lokið lestri á spakmælum. Þó
er einnig hugsanleg önnur
skýring. Meðan gengið var
frá bjargráðunum dvaldist
Gylfi Þ. Gíslason í góðu yfir-
læti suður í Brasilíu, og á
sama tíma dvaldist formað-
ur flokksins í ágætum fagn-
aði í New York. Það má vel
vera að Gylfa Þ. Gíslasyni og
Emil Jónssyni hafi okki enn
unnizt tími til að kynna sér
bjargráð ríkisstjómarinnar og
því geti þeir ekkert um þau
sagt. En Eggert var heima.
Hvers vegna var honum þá
ekki falið að tala? —»Austri.
Heilsugæzla stendur á mjög háu stigi í Sovétríkjunum.
kostar hann fimm , sinnum
meira heima í Rússlandi.
Ég uppgötvaði - furðulegan
hlut, sem sé það, áð sumir
sovétborgara skammast sín
fyrir störfin sem þeir gegna.
Iðnaðafverkamenn í Sovétríkj-
unum eru mjög hreykið fólk og
telja sig fyrsta flokks borgara.
Fólk sem starfar í verzlun aft-
ur á móti skammast sín heldur
fyrir að gera ekkert betra, það
kennir lága stöðu sína „mennt-
unarskorti".
Mjög margir leggja sig fram
um að „hefja sig upp úr“ þess-
um starfa með því að fara á
kvöld, eða bréfaskóla. Það er
kannski ástæðan fyrir hinni
annáluðu lélegu þjónustu og
kæruleysislegu afstöðu t.d. af-
greiðslufólks, að því finnst það
vera annars flokks borgarar.
Að sjálfsögðu eru undantekn-
ingar til, en ekki margar.
Vingjarnlegur
þjónn
Fólkið sem hefur verstu
minnimáttarkenndina eru þjón-
ar, sem skammast sin sárlega
fyrir að gegna „skósveinsstörí-
um“. Þeir dagar eru liðnir að
til voru undursamlega hæfir
og kurteisir þjónar. Ég þekkti
nokkra slíka á stríðsárunum.
Þeir voru allir gamlir menn.
Suvorov gamli, sem starfaði í
Metropol^ í Moskvu, var stolt-
ur af því að hafa verið þjónn
„í stjómartíma tveggja Tsara“
og síðan í tuttugu og fimm ár
eftir byltingu — „en það er
varla hægt að telja það með“.
Hann var svo duglegur í
starfi að hann var gerður að
yfirþjóni á Teheran- og Jalta-
ráðstefnunum. Ég á jafnvel
mynd af honum, þar sem hann
er að færa Churchill geysi-
mikla skál af kavíar. En þessi
manntegund er gjörsamlega út-
dauð. Nú á tímum eru nokkr-
ar framreiðslukonur, sem vinna
fullt starf og þær sipna því
af því þær „eiga stóra fjöl-
skyldu en hafa enga menntun".
Karlmenn vinna næstum allir
aðeins hluta úr degi. Ég átti
langt samtal við einn þeirra á
Október-hótelinu í Leningrad,
— hann var ungur maður, 24
ára, kvæntur og tveggja bama
faðir. Hann var galómögulegur
þjónn, én hann var líka stolt-'
ur af því að vera ekki þjónn.
Hann var nemandi við verk-
fræðiskóla og var að bæta við
námsstyrk sinn sem nemur að-
eins 30 rúblum, 89 rúblum sem
hann fékk í kaup fyrir þjóns-
starfið. — En hann hataði það.
Og hann var gott dæmi úm
það, hvað Rússar eru lýðræð-
issinnaðir. Það getur verið að
ekki sé nóg liberté (frelsi) í
Rússlandi, ekkert egalité,
(jafnrétti) en þar er frater-
nité (bræðralag). Hvar mundi
maður í öðru landi rekast á
þjón, sem býður hótelgesti í
mat/heim til sín? En það gerði
Albért Ivanovitsj. Kona hans
er kennari og var ákaflega
elskuleg eins og bömin þeirra
bæði og ég átti indælt kvöld
með þeim.
Öfugt við það sem gerðist á
dögum Stalíns — og jafnvel í
stjómartíð Krústjofs, þá hafa
Rússar nú engin augnaskjól.
Þeir lesa sovézku blöðin en
finnst þau yfirleitt vera leið-
inleg; til þess að auka þekk-
ingu sína á því sem er að ger-
ast í veröldinni hlusta næstum
allir Rússar (a.m.k. í borg-
unum) á BBC eða Rödd Am-
eríku (þeir meta BBC meira:
Það er „hlutlægara og' ekki
eins áleitið“). Þeir hlusta líka
á Pekingútvarpið en aðeins að
gamni sínu — til þess að heyra
hinar uppskrúfuðu skammir
sem Kínverjar ausa yfir sov-
ézka leiðtoga.
í BBC heyra þeir tíðindi,
svo sem um bréf Solzhenitsyns
III. HLUTI
til rithöfundaþingsins, frek-
ari mál í Sambandi við Sini-
avsky og Daniel og að sjálf-
sögðu um Stalínu — Allilu-
jevu.
Afstaðan til Svetlönu dóttur
Stalíns er einkamál: Hún er
bjálfi, gjörsamlega óþjóðleg,
þar sem hún er nú einu sinni
dóttir Stalíns ætti hún að hafa
dálítið meiri virðuleik, þó Stal-
ín hafi kannski ekki verið mik-
ilmenni var hann mikill karl
þrátt fýrir allt svo noblisse
oblige.
Og hún hefur Ifka rangt
fyrir sér að segja, að Stalín
hafi komizt undir áhrifavald
Bería. Allar skelfingarnar
höfðu hafizt löngu áður en
Bería komst til valda. Hvað
viðvíkur þessum miljónum
dollara sem hún hefur unnið
sér inn á þennan þokkalega
má*a, þá ætti hún a.m.k. að
gefa þá til Norður-Vietnam,
hún gæti þannig endurheimt
að einhverju leyti þá virðingu
sem hún hefur glatað í sínu
eigin landi.
Rússar eru mikil menning-
arþjóð. Ég hugsa að þeir séu
að líkindum bezt menntaða og
siðmenntaðasta fólk í heimi
nú. Og „menning“ er hræódýr.
Bækur kosta sama sem ekkert.
Aðgöngumiði að kvikmynda-
sýningu kostar sem svarar 6
kr. Hægt er að fá hinar stór-
fenglegustu plötur fyrir 70
kópeka eða 1 rúblu með hin-
um beztu listamönnum, næst-
um öllum sovézkum: Richter,
Gilels, Sofronitsky (píanó),
Oisttakh, Rostropovitsj. Sjón-
varpstæki eru á sáma verði og
hér ,(í Englandi). Og það gét-
ur líka verið ágætt að hafa
leiðinleg blöð, því Rússar eru
mestu bókalesendur í heimi.
Þeir þekkja ekki aðeins beztu
verk í sovézkum bókmenntum,
þeir þekkja einnig sígildar
bókmenntir sínar út og inn.
— Pushkin, Gogol, Tolstoy,
Turgenev, Dostoévsky, Tsjekov
og alla hina. Á skipinu Est-
onia, sem ég ferðaðist á frá
Leningrad til Le Havre (ind-
ælisferð sem ég mæli eindreg-
ið með fyrir ferðamenn), talaði
við ungan sjómann, 18 eða 19
ára gamlan. Hann sagði:
Geturðu skýrt það fyrir
mér? Það er furðulegt. Ég
og við allir þekkjum ekki
aðeins sígilda höfunda okk-
ar — Gogol, Tolstoy, Push-
kin og alla hina — við
þekkjum líka nokkra af hin-
um beztu höfundum frá
Vesturlöndum — Shakespea-
re, Balzac, Dickeijs, Sten-
dhal, Scott. Á vesturlöndum
virðast menn ekki vita
nokkurn skapaðan hlut. Ég
spurði nokkra hafnarverka-
menn í Tilbury hvaða
Shakespeare-leikrit þeim
fyndust bezt. „Shakespeare,
— gæinn sem skrifaði leik-
rit? Ég hef aldrei lesið neitt
af þeim.“ Og þá salgði ég:
Ett Byron — finnst þér hann
góður? „Byron — hver er
það?“ Og einu bækúrnar
sem hann hafði lesið voru
eftir einhvern James Bond.
Aðdáunarverða
»
Leningrad
Síðasta mánuði mínum i
Rússlandi eyddi ég í minni að-
dáanlegu fæðingarborg, Len-
ingrad. Að nokkru leyti er
það átakanlegt. — Hún er orð-
in útkjálkaborg, þar sem að-
eins kemur út lítið borgar-
blað eitthvað svipað og maður
gæti búizt við í Northampton
eða Dundee. Og harmleikur
umsátursins bar sem miljón
manns féllu úr hungri er ekki
gleymdur. Ég heimsótti frænku
mína Olgu, sem er raunveru-
leg hetja frá umsáturstímun-
um, þar sem hún var læknir
og fór með sjúkravarðliðum til
að tína saman fólk (þ. á. m.
mörg börn) sem létu lífið eða
særzt í sprengjuárásunum á
borgina, og leitaði í húsum í
tilraun til að bjarga bömum
sem voru að dauða komin af
kulda og hungri.. Hún hafði
bjargað tugum.
Ég hafði fyrst sett mig í
samband við hana árið 1964.
Hún var þá komin á eftirlaun
með 60 rúblur á mánuði en
var mjög athafnasöm ennþá,
og leit eftir vandræðabörnum.
Hún var full af einlægri fyr-
irlitningu á fjölskyldu sinni,
vel efnum búinni millistéttar-
fjölskyldu, sem hafði farið
landflótta eftir byltinguna.
„Árið 1918 vár ég í læknis-
fræði, og ég sagði við móður
mína, þetta er mitt land og
hér ætla ég að vera og þið
getið farið til andskotans".
Það var fullt af ferðamönn-
um í Leningrad. Henni var
sama um Breta eða Banda-
ríkjamenn, og féll heldur vel
við Frakka (því við berum öll
mikla virðingu fyrir de Gaulíe)
en henni fannst ósæmilegt af
Þjóðverjum að koma sem
ferðamenn til Leningrad, „eft-
ir allt sem þeir hafa gert okk-
ur.“
Ég átti aðra nokkuð mikil-
væga reynslu i Leningrad. Ég
skrifaði grein fyrir Leningrad-
skaja Pravda og viðbrögðin
voru skjót. — Bekkjarbróðir
minn, sem nú var orðinn virðu-
legur prófessor í ensku og ég
hafði ekki séð í fimmtíu ár,
kom í heimsókn á hótelið til
mín eftir að hann hafði spurzt
fyrir um það á blaðinu, hvar
hann gæti haft upp á mér. Við
töluðum lengi saman. Hann
hafði lifað þessi 50 ár undir
sovétstjórn án nokkurra vand-.
kvæða, en hann sagði mér sitt
af hverju um bekkjarbræður
okkar og kennara okkar í sogu
sem hafði látizt í umsátrinu.
Og þá sagði ég: „Þú vissir að
ég var i Moskvu á stríðsárun-
um og sérstaklega eftir hið
fræga viðtal mitt við Stalín
árið 1946. Hvers vegna skrif-
aðir þú mér ekki?“
„Blessaður vertu ekki með
neinn barnaskap", sagði hann.
„Líf manns var ekki þess vir-ði
að skrifa til útlendinga á
valdatíma Stalíns".
„En nú?“
Framhald á síðu 7.
t
i