Þjóðviljinn - 14.10.1967, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.10.1967, Síða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugaráagur 14. oktober 1961. WINSTON GRAHAM: MARNIE 23 — Ætli það ,nú ekki. — Nei, ég geri það ekjd. En ef þér lofið mér því, að af- henda mig ekki lögreglunni, þá skal ég svara öllu sem þér spyrjið mig um. — Hamingjan góða. Skiljið þér þá ekki að þessa stundina er aðstaða yðar þannig, að þér getið sízt af öllu leyft vður að setja nein skilyrði. Ég gaeti ek- ið með yður beint á næstu lög- reglustöð og farið síðan mína leið og látið lögregluna um al}t hitt. Og það geri ég líka, ef þér svarið ekki spurningum mín- um. — Ég skal svara yður, Mark . . . Ég gaut til hans augunum til, að athuga áhrifin af því að ég kallaði hann skírnamafni. Hann hélt mjög fast um stýrið. — Við getum byrjað undir eins fiýtti ég mér að segja. Hvar viijið þér að ég byrji? — Hvað er yðar rétta nafn? TRÉSMIÐJA Þ. SK0LASONAR Nýbýlavegi 6 Kópavogi sími 4 01 75 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SIMI 33-966 — Margaret Elmer. — Hvaðan eruð þér? — Frá Plymouth. — Aha — þér luguð þá rétt áðan. — Ég má til að — — Já, þér virðist mega til að ljúga. — Ég átti ekki við það. — Ekki það? Haldið áfram. — Ég — ég fæddist í Devon- port, en ég hef lengstaf átt heima í sjálfri Plymouth. Þar gekk ég í skóla frá sjö ára aldri og þar til ég var um það bil fimmtán ára. Er það — viljið þér vita allt af þessu tagi? — Eiga foreldrar yðar heima í Ástralíu? — Nei. Faðir minn féll í stríð- inu. Hann var í sjóhernum, Mark. — Og móðir yðar?^ — Hún dó skömmu seinna. . . og ég ólst upp hjá vinkonu móð- ur minnar, Lucy Nye hét hún. — Og hvað svo þegar þér komuð úr skóla? — Já, þá borgaði frændi minn — hann er móðurbróðir minn og er á sjónum — hann borg- aði skólagjaldið fyrir mig í tækniskóla St. Andrews, þar sem ég lærði hraðritun og bók- fæjrslu. Ég sneri til höfðinu og leit á hann. Hann hafði dregið .'’ður í bílljósunum og Ijósið frá tíl sem kom á móti féll beint á tekið og reiðilegt andlit hans. — Er nú hægt að treysta því að þér segið satt? — Þér getið athugað það nán- -ar. — Það hef ég líka sannar- lega hugsað mér. Þér getið reitt yður á það. Ég ætlaði bara að minna yður á að láta ímynd- unaraflið ekki hlaupa með yður i gönur. Nú fokreiddist ég. — Hafið þér kannski aldrei gert neitt rangt? Hafið þér aldrei brot- ið nein lög. Nei, kannski ekki. En um yður gegnir auðvitað öðru máli, því að þér hafið ailt- af haft alla þá peninga sem þér þurftuð á að halda. — Gerið svo vel að halda áfram — með sögu yðar sjálfr- ar. Ég varð að kyngja hvað eftir annað áður. en ég íékk stjórn á sjálfri mér og rödd minni. — Þegar ég var búin í tækniskól- anum fékk ég vinnu í Hymouth. En ég var nýbyrjuð þar, þegar Lucy Nye veiktist og svo — hætti ég að vinna til að annast hana. Ég hjúkraði henni í hálft annað ár, þangað til hún dó. Þegar hún dó, kom í Ijós, að hún hafði 'arfleitt mig að hús- inu sem við áttum heima — og tvö hundruð pundum í : eiðu- fé. Ég notaði dálítið af pen- ingunum til — til að fara í taltíma — og til frekara nám§ í bókfærslu, og svo fékk ég viunu hjá fyrirtækinu Deloitte, Plendar & Griffrth í Bristol. Meðan ég var þar sá ég hesta í fyrsta sinn — það sem ég kallaði hesta, ekki gamlar grmd- horaðar bikkjur til að draga vagna — heldur létta og glæsi- lega gæðinga, hesta sem geta stokkið og — — Þakk fyrir, ég skil þetta. Þér sáuð sem sé hesta í fyrsta skipti. — Já, og ég heitlaðist ger- samlega af þeim. Ég veit ekki hvort þér getrð skilið það . Nokkru seinna seldi ég húsið í Devenport fyriar þúsand ptmd. Og þesá þúsund ptmd átö ég. Ég reiknaði út • að ég gæti ISfað á þeim í työ ár — lifað eins og hefðarkona af þeim peningum og því sem ég hafði sparað sam- an — ég gæti meira að segja keyj>t mér reiðhest. Ég keypti Forio og — — Forio? — Það er hesturinn sem ég á hjá Garrod. Og ég hætti ?ð vinna og lifði á peningunum mínum. Ég lifði eins '-•g dama, en sparaði eins og ég gat. Það sem skipti mestu máli fynr mig, var að hafa allan dagirm til umráða fyrir sjálfa mig. Ég veit ekki, hvort þér skiljið frelsi af því tagi. Ég reið út á hverjum degi — en stundum vann ég stuttan tíma, til að mynda fyr- ir jól til að vinna mér dálítið inn. En megnið af tímanum lifði ég á aurunum sem ég átti. En svo kom að þvíx að pening- arnir voru búnir — það var í nóvember í fyrra . . . og svo fór ég til London að svipast eft- ir vinnu. Ég fékk starf hjá Kendall, en ég vildi gjaman fá eitthvað betra . . . — Og þá komuð þér til okk- ar? — Já . . . — Og það var svo sannarlega betra, því að þér fenguð hærri laun, og nælduð yður í dálitla aukagetu. liðlega tólf hundruð pund. Ég fór að gráta. — Mér þykir þetta svo leitt, Mark. Það var freisting sem ég gat ekki $tað- izt. Eiginlega var mér þvert um geð að gera það — en mér datt allt í einu -i hug, að fyrir þessa peninga gsati ég lifað í tvö ár á sama hátt og ég hafði gert þá, áður en ég kom til London. Ég hefði auðvitað aldrei átt að taka að mér gjaldker'a- starf. Það voru allir þessir pen- ingar sem ég hafði handa á milli sem freistuðu mín. Ó, en ég sé svo hræðilega eftir því núna . . . Tár mín voru auðvitað ekki annað en uppgerð. En ef ég hefði getað grátið eðlilega, þá hefði ég víst vel getað grátið þessa stundina — af vonbrigðum og gremju yfir því að upp um mig skyldi komast — og af ótta við það sem í vændum'var. Við vorum komin gegnum Faringdon og vorum á veginum sem liggur frá Swindon til Ox- ford. Ég þurrkaði mér um aug- un með vasaklút sem var alltof lítill. En hann bauð mér ekki sinh. Skömmu seinna sagði hann: — Og herra Taylor? Hvar kem- ur hann inn í leikinn? — Herra Taylor? — Er hann hugarfóstur yðar — eða er hann til í raun og veru? — Nei, nei, barm er efckl f#. Hún hafði aldrei — ég hef gldrei verið gift. — En þér hafið kannski ver- ið ástmær einhvers karlmarms? — Ástmær! Nei, ég held nú síður. Hvernig dettur yður það í hug? 4 — Mér dettur það ekkert í húg — ég er bara að spyrja. En af hverju kölluðuð þér yður eig- inlega frú Taylor? Ég þagði sturidarkom meðan ég snýtti mér. Já, hvers vegna í fjandanum hafði ég eiginlega kallað mig frú Taylor? Jú, sannleikurinn var sá, að ég hafði einfaldlega gert Mary Taylor að giftri konu, þegar ég fann hana upp fyrir þremur árum. — Frú Taylor var kunningja- kona föður míns. Pabbi er að vísu dáinn fyrir mörgum árum, en mér datt nafnið á frú Tayl- or allt í einu í hug. — Já, en af hverju datt yð- ur allt í einu í hug að kalla yður frú Taylor — og af hverju opnuðuð þér bankareikning und- ir því nafni fyrir þrem árum í Cardiff — af hverju? Ég hafði lengi átt von á þess- ari spurningu. — Jú, frú Nye á systurson. Hann er oftast á flandri í útlöndum og hann er ekki — sérlega viðfelldinn — og ég var hrædd um að hann kæmist áð því að Lucy Nye hefði arfleitt mig að peningum og myndi reyn'a að hafa eitt- hvað af þeim út úr mér. — Eruð þér vissar um að þið tvö vinnið ekki saman? — Ég vinn ekki með einutn eða neinum. Og auk þess er þetta ekki neitt sem hefur ver- ið undirbúið og skipulagt vik- um saman. — Eruð þér vissar um það? — Já. — Var það bara af einhverri barnalegri hugdettu, sem þér kölluðuð yður frú Taylor, þeg- ar þér komuð til London fyrir níu mánuðum. Eða hafið þér í raun og veru komið, fram sem frú Taylor undanfarin þrjú ár? — Ég tók mér annað nafn, vegna þess að mér fannst ég einhvem veginn vera að byrja upp á nýtt. Og svo langaði mig ekki til þess að frændi frú Nye leitaði mig uppi í London. — Þér ætlið þá að reyna að telja mér trú um, að það hafi verið skyndile'g hugdetta sem fékk yður til að fremja þennan þjófnað? Að það hafi verið til- viljun að þér notuðuð tækifær- ið meðan Susan Clabon var í leyfi, skrifuðuð ávísun tvö hundruð og tuttugu pundum hærri en þér þurftuð á að halda í launagreiðslumar. útveguðuð hæfilegt magn af bréfmiðum, skornum úr pappír fyrirtækis- ins og nákvæmlega jafnstórir og peningaseðlamir sem þér áttuð HELDUR HEITU OG KÖLDU ÚTI OG INNI 9 f . : ■ ' ■ é - • HARPIC er tlmandi elnl sem hretnsar salernisskálina og drepur sýkla SKOTTA © Kíng Fealures Syndícate. Ine., 1966. WorW líghts rcscrvetJ. Hvernig eru náttkjól-amir hennar eigirdega? Bílaþjónusta .Höfðatúni 8. — Sím-i l’?f84. Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. BÍLAÞJ ÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi. — Sími 40145. Lótið stil’la bílinn Önnumsf hjóla-, ljósa- og mótorstillingu. Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Órugg þjónursta. BÉLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, símd 13100. Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. NÝKOMIÐ % Peysur, úlpur og terylenebuxur. O. L. Laugavegi 71 Sími 20141. BLAÐBURÐUR Þjóðviljann vantar fólk til blaðburðar í Kópavogi. — Sími 40753. ÞJÓÐVILJINN.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.