Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÆmiLJI'NN — Rjiuntadagur 2. nóvembef 1967- Handknattieikur: Danska liðið Stadion tapaði einnig fyrir FH-ingum □ Leikur danska liðsins Stadion og FH byrj- aði með léttum leik af beggja hálfu, þar sem FH fann þó betur smugumar í vöm Stadion og skor- aði meira af mörkum. □ En er á leið harðnaði leikurinn til mikilla muna, og áttu gestimir fyrst og fremst og dóm- arinn að nokkru íeyti sök á því. Urðu fangbrögð tíð, stjak og hverskyn pústrar, sem gerðu leik- inn að srumu leyti leiðinlegan, þótt alltaf væri fyrir hendi viss spenna, sem fékk áhorfandann til þess að láta kröftuglega í sér heyra. Fyrstu tuttugu mínúturnar lék FH verulega skemmtilegan handknattleik. með hraða og ■ leikni, sem Stadion réði ekkert við. Það var eins og þeir ættu ekki von á þessum „stormi“ Með því að mæta FH með sömu aðferðum, virtist sem Stadion mundi tapa með mikl- um mun, því að eftir þessar tuttugu mínútur stóðu leikar 10:3 fyrir FH. Leikur Hafnfirð- inganna vlð línuna var oft skemmtilegur og árangursríkur. Mótleikur Stadion við þessum hraða FH var svo stjakið og fangbrögðin. Þetta leiðir það af Dönsku leikmennirnir vörðust af hörku. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). þeir Láta tortíma sér? Meglntilgangur viðreisnar- innar var sem kunnugt er sá að koma á kapítalistísku hag- kerfi á íslandi án þeirra op- inberu afskipta sem Morgun- blaðið kallar höft. Kapítal- ismi er sem kunnugt er stjórn- leysi, en samkvæmt kenn- ingunni eiga hinir hæfustu að halda velli í baráttimni, þáu fyrirtæki sem bezt eru rekin eiga að ganga af öðr- um dauðum, og þannig á að lokum að tryggja hagkvæm- an rekstur. Sú hagkvæmni á hins vegar ekkert skylt við þjóðarhag; þar er einvörð- ungu um að ræða hagkvæm- an gróða, án tillits til þess hvort athafnirnar eru þjóð- inni nytsamlegar. Ríkisstjómin hugsaði sér að þessar bar- dagareglur frumskógarins kæmu til framkvæmda þegar 1960, og þær gerðu það að nokkru leyti, en þá gerðust óvæntir atburðir sem rösk-. uðu áformum stjómarinnar. Síld tók að veiðast í meira magni en nokkru sinni fyrr og* verðlag á útflutningsvör- um okkar hækkaði ár frá ári. Af þessu leiddi það að aflafengur gerðist mikill í frumskógi samkeppninnar; í stað þeirrar grisjunar sem stjómarvöldin gerðu sér von- ir um hljóp mikill vöxtur í hvers kyns kaupsýslustarf- semi, stjómleysið magnaðist í stað þess að minnka eins og valdamenn höfðu ímynd- að sér.' Nú hafa ytri aðstæður breytzt, og margt bendir til þess að ráðamenn og efna- hagssérfræðingar fagni undir niðri þeim erfiðleikum sem opinberlega eru harmaðir með innfjálgum orðum, því nú muni loksins á það reyna hvort unnt sé að koma á hag- kvæmum rekstri samkvæmt kapítalistískum forsendum. þar sem hinir stóru og vold- ugu gleypi þá sem smærri em og máttarminni. Hins vegar er ljóst að ríkisstjórnin er tekýi að efast um. lögmál stjórnleysisins; hún telur sig þurfa að hjálpa tiþ Um leið og þrengir að kaupsýslu- mönnum gerir hún ráðstaf- anir til gjaldeyrishafta sem eiga að tryggja það að þeir einir standist sem eiga yfir mestu fjármagni að ráða. Stjómarvöldin fara ekkert dult með það að þau ætla að nota erfiðleikana í sjáv- arútvegi og fiskiðnaði til þess að tryggja breytingar á þeim atvinnurekstri, láta for- réttindaaðila leggja þá smærri undir sig. Hliðstæð viðhorf gera vart við sig í íslepzkum neyzluvöruiðnaði. Ríkisstjómin hyggst ganga að þess.u verkefni af þeim mun meiri hörku sem hún telur sig hafa erlent fjármagn að bakhjarli, þar séu tiltækir aðilar sem geti sýnt --lend- ingum hvemig á að fara að því að starfrækja auðvalds- þjóðfélag. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif þessi stefna hef- ur á þá menn sem verið hafa kjarni Sjálfstæðisflokks- ins allt til þessa, hverskonar smáatvinnurekendur og smá- kaupsýslumenn sem hafa trú- að af hjartans einlægni á kenningamar um óskert framtak og óskorað frelsi ein- staklingsins. Láta þeir tor- tíma sér möglunarlaust? — Austri. Ta»«»»mirTnrriT—~—------------------- sér að athafnir FH fara meira og minna út um þúfur, og það skeður að þeir beinlínis tapa á þessum átökum gestanna, og hinn létti leikur þeirra fær ekki lengur notið sín. Þetta verður ennfremur til þess að harka færist í leikinn, því. að FH-ingar fara að svara í sömu mynt. Við þetta bætist að Hannes Þ- virðist ekki ná vemlegum tökum á leiknum, sem þó er óvenjulegt hjá Hann- esi. Það skal raunar tekið fram að það var mjög erfitt að dæma leikinn eftir að á leið og hark- an tók að verða æði ráðandi, en of mikils ósamræmis gætti hjá svo reyndum og góðum dómara. Það var greinilegt að þegar til átakanna kom vt>ru það Stadion-menn sem högnuðust, og þar varð FH'að láta í minni pokann. Það er líka alvarlegt . fyrir íþróttina að með því að íleika ólöglega og það að mun, getur það orðið til hagræðis fyrir lögbrjótana, og gerir þá líklegri til sigurs. Þarna er veila í reglum, eða vafalaust veila í túlkun reglna, nema hvort- tveggja sé. Með þessum harða leik sínum ógnaði Stadion FH-ingum stór- an hluta leiksins, og söxuðu Danir mjög á innistæðu FH eft- ir 20 mínútumar fýrstu. Náðu þeir oft hraða og krafti, og sýndu að þeir ráða yfir mikilli leikni, án þess að sýna skemmtilegan handknattleik. Ganguir leiksins- FH-ingar byrjuðu leikinn og léku þeir upp með nbkkrum hraða og eftir nokkrar sekúnd- ur skorar Birgir af línu, og hann bætir öðru marki við litiu síðar. Lenskiær skorar fyrsta mark Stadion, o,g O. Bay jafnav fljótlega eða á 5- mínútu. FH tekur forustu með góðu skoti frá Geir, • og Auðunn bætir við rétt á eftir með mjög glæsilegu skoti af linu. Næst er það Árni sem skorar fyrír FH af línu Nokkru síðar fær FH vítakast. en Geir skaut í stöng, en örn skorar af línu, og öm bætir við áttunda marki FH með góðu skoti innan á stöng, 8:2. Stad- ion-menn eiga erfitt með að átta sig á þessu, bæta þó við þriðja marki sínu eftir lang- sendingu fram, því að FH-ingar höfðu gleymt vöminni i augna- blik. Enn bæta Hafnfirðingar við tveim mörkum og vom þar að verki Páll, með langskoti, en Geir skaut niðri í gegn um vömina, 10.3. Hér verða svo þáttaskilin í leiknum, harkan heldur innreið sína í leikinn, og „hasarinn“ byrjar. A þessum tíu mínútum til leiksloka skora Danimir fimm mörk, en FH skoraði aðeins 3: Jón, Gestur og Páll 2- Leik- staðan f hálfleik var 13:8. Lánsmaðurinn frá H. G- Wemer Gárd skorar tvö mörk í röð, en Geir og Birgir svara með sínu markinu hvor 15:11. Óli Isaksen bætir við fyrir Dani. Litlu síðar skorar örn mjög laglega, en ver tókst tii litlu síðar er hann tók vítakast, en knötturinn fór í þverslá. Á næstu rúmlega tíu mínútum skora Danir fimm mörk en FH aðeins eitt og var það.Páll sem það skoraði, og stóðu leikar þá 17:16 fyrir FH. i Var mi'kil spenna í leiknum og meðal áhorfenda, hvort Stadion myndi takast að sigra eftir þetta’ glæsilega forskot sem FH hafði náð fyrr í leikn- um. En Geir hressir upp á sak- imar með tveim góðum skotum í gegn um vömina og niðri við gólf, 19:16. Danir eru samt ekki af baki dottnir og þeir Jörgen Frantsen og Ole Andersen svara með sínu markinu hvor 19:18, og aðeins tæpar tvær mínútur til leiksloka. FH-ingar hafa knöttinn og sækja heldur varlega, vilja Hafnfirðingarnir eru hér í sókn; Geir Hallsteinsson gefur knött- inn til samhcrja á línu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Dönsku markverðirnir sýndu báðir góðan leik, en tuttugu sinn- um urðu þeir þó að sjá á eftir knettinum í netið. greinilega ekki missa hann, að- eins nokkrar sekúndur til leiks- loka og Páll hefur knöttinn, hann er rétt við línu, og lítur svo út sem hann ætli að senda hann til samherja, og allir gera ráð fyrir þvf, en eldsnöggt hætt- ir Páll við það áform, snýr sér við og skýtur í bláhornið niður við gólf: 20:18, og þannig lauk leiknum með verðskulduðum sigri ÍH- Beztu menn FH-inga voru Geir, öm og Birgir. Auðunn átti líka ágætan leik, og eins Páll. 1 márki FH lék að þessu sinni ungur maður, Birgir Finn- bogason að nafni, og lofar hann nokkuð góðu, en Hjalti var á varamannafoekknum lengst af, og er það skynsamlegt að lofa ungum mönnum að fá sín tæki- færi í svona leikjum. Yfirleitt féll FH-liðið vel sam- an og verður að öllum líkind- um enn meðal þeirra liða sem berjast um toppinn, ef að lík- um lætur. I liði Dananna voru beztir þeir Wemer Gárd lánsmaður- inn frá H. G., Ole Bay, John Hansen og Lasse Petersen í markinu í síðari hálfleik. Islenzkur handknattleikur getur vel við unað árangurinn í þessum gestaleikjum, því að hann staðfestir það að beztu lið okkar eiga í fullu tré og vel það við topplið frá Danmörku, sem ævinlega leika góðan hand- knattleik. Það er raunar galli að svo góðir leikmenn skuli temja sér handknattleik sem. er svo gegnsýrður af reglubrotum, og það er í rauninni hart að lið okkar skuli vera þvingað til að fara sömu leið ef kunn- átta þeirra á að njóta sín, og ef við eigum að geta dansað með í hinum alþjóðlega hand- knattleik, og þó hefur foað sézt svartara en í þessum leik. Frímann. íþróttakennari i óskast til þess að veita forstöðu Sundlaug Kópavogs. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. nóv. n.k. 1. nóvember 1967. Bæjarstjórinn í Kópavogi. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.