Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 7
I KanmtMaagur 2. nówemter 1967 — WÖÐVÍLJINN — Sl»A 7 ■■i Gjörðu svo vel, komdu inn og leggðu þig — Boðuð ný trúarbrögð — Hippíaparadís í Karíbahafi — Hamingjs eða lífsleiði — Morð í hippíalandi Skáldpresturinn Allen Gins- berg er hinn mikli gúri — lærifaðir, Skáldið Gins- berg er heimsfraegt og hann ferðast um allar þorpagrund- ir með skáldskap sinn, sitt stóra skegg og sína -djúpu rödd. Hann býr í hverfi lista- manna, bóhema og hippía, East Village í New York á- samt með fyrsta laerisveini sínum, Peter Orlovsky, sem einnig er skáld. Þeir hafa bú- ið saman í fjórtán ár og deila hvor við annan fjögurra her- bergja íbúð við Tompkins Square Park. „Pad“ er íbúð kölluð þar um slóðir. Heitið er af því komið að menn þeir sem félitlir eru öðrum frem- ur hafa aðeins eina „pad“ — dýnu í herbergi sínu. fbúð þeirra Ginsbergs og Orlovsk- ys er því fátt annað en dýn- ur, skrifborð og nokkrir stól- ar. , Þegar gesti ber að garði er sagt við þá: Gjörðu svo vel, komdu inn fyrir og leggðu þig. Og þarna liggja menn fyrir, reykja dálítið af marihúana og framfylgja boð- orðum sinum um frjálsar ást- ir og tala um ljóðlist og styrj- öldina í Víetnam. ★ Meðal hippía eru margar trúar- og heimspekidtefn- ur á kreiki og mikið ber á sterkum austurlenzkum áhrif- um. Ginsberg og Orlovsky hafa t.d. verið í Indlandi, í hinni helgu borg Benares og baðað sig í Ganges. Til að fá nokkra hugmynd um það hvers konar heimspeki eða trúarbrögð boðið er upp á, væri rétt að ræða nokkuð um eina stefnu af mörgum. Keristahreyfinguna, sem Gins- berg er lauslega tengdur. Keristahreyfingin hefur sitt eigið blað. Kerista Speeler. í leiðaragrein sem þar birt- ist á sínum tíma stendur: Kerista er framúrstefnutrúar- brögð og rætur þeirra eru jafn heimspekiiegar og vís- indalegar og þær eru dular- fullar og sprottnar af ein- staklingshygg'ju. Verzlunarmaður, John Presmont að nafni, fékk op- inberun frá Kerista árið 1956. Hann segir svo frá, að kór radda hafi skýrt honum, sem nú er spámaður orðinn, frá að Kerista ‘muni verða hin nýju trúarbrögð heimsins, og að Kerista mundi binda endi á hatur það og sundrung sem nú aðskilur mannfólkið. Ker- ista er holdtekning æðstu til- hneiginga mannanna, og skref í átt til meðvitundar á æðra þróunarstigi. Ekkert getur komið í veg íyrir áð Kerista leiddi af sér íull- komnun mannanna, héldu raddirnar áfram. Presmont fékk einnig að vita, að hann jjyrfti ekkert að gera til að hrinda þessu í framkvæmd. fullkomið frelsi til að ná ó- hindruðum þroska til að gá þroski verði að veruleika. Eitt erfiðasta vandamál samtím- ans er það, hvemig á því standi að nú, þegar menn hafa náð svo góðum tökum á náttúruöflunum, að menn geta jafnvel verið á ferli ut- an jarðar, þá hafi mönnum ekki tekizt að komast fyrir rætur sálar sinnar og að lifa í friði við granna sína. Við trúum, segir og í þessari grein, að Kerista tákni bylt- ingu í þeim fræðum sem lúta að mannshuganum, byltingu, sem við allír höfum beðið eftir. ★ Þá er sagt, að Útópía (Sáelu- ríkið) sé ekki bókmennta- Morðkjallarinn: bUVm ttg kærleikur í skugga ofbeldis. Hundruð manna sem hann hefur komizt í samband við hafa sannfærzt um eina frumstaðreynd: það er hóg að gefa hverjum og einum legt fyrirbæri í augum ker- istanna. Menn ætla að skapa heimkynni fyrir áhangendur Kerista sem verði annað og meira en loftkastali. Og það '!■■■■■■■■■■■■■■■■' ■■■■■■«■■■■■1 heimkynni sem þeir láta sig dreyma um, er eyja ein íyiár - utan strönd Brezka Hondur- as. Keristar hafa á prjónun- um áform um fjöldaútfhatn- ing fólks frá Bandaríkjunum til þessarar eyjar og þar ætla þeir að koma á fót paradís fyrir „fólk af sérstakri gerð“. „Fáðu sjálfan þig til að fara“ segir í grein í Kerista Speel- er: „Getur þú séð þig sjálfan í fríi , í sönnu paradísarum- hverfi? Fyrir utan það, að þú kýst að búa nokkrar vik- ur eða mánuði í þessu sælu- ríki, þá kostar það þig að- eins nokkra skitna dollara j á dag. Þegar þú hugsar um þáð að fólk eyði tuttugu doll- urum eða meira í sumarleyf- um þá skilur þú hvað svona ferð fyrir fimm dollara á dag getur þýtt fyrir þig. Við ætlum að byggja Pólinesa- þorp og búgarða um aTIa Mið-Ameríku“. í annarri grein í Speeler segir: „Fátt er dásamlegra en að heyra einhvem segja við þig: Ég elska þig. Lang- ar gönguferðir og trúnaðar- samtöl, og að liggja í sand- inum við sjóinn með góðum vinum og félögum færir þér þá gleði að við þér er tekið og án þess finnst manneskj- unni hún vera innantóm og skorpin. Einvera er erfið. Innan Kerista munt þú reyna töfra kærleikans og í hjarta þínu munt þú finna ósk um að gefa frjálst ást þína þegar aðrir gera slíkt hið sama við þig“. ★ Keristar koma saman í City Living Centre í East Village. John Gruen, sem er þekktur listgagnrýnir í New York, hefur skrifað heila bók, leiðarvísi um East Village. Hann segir svo frá: „Það er eríitt að hugsa sér dapurlegri mánneskjur en þær sem safnast saman í City Living Centre. Ungar konur og menn liggja um allt á rykugum dívönum, sumir sofa úr sér vímuna, aðrir sofa með venjulogum hætti og enn aðrir sitja og stara út í blá- inn. Einn þeirra les ef til vill í bók, annar raular sorg- legt lag með gítarspili. Það hvílir mikið þunglyndi yfir staðnum og allir virðast full- komlega hjálparvana, gott ef ekki fullkomlega óhamingju- Og allir virðast fullkomlega hjálparvana. samir. „Draugahús" er rétta orðið yfir City Living Centre, einkum fyrir sakir þagnar- innar sem þar ríkir. Inn- hyggjarar staðarins mæla ekki orð frá vörum, hvorki við gesti né hver við annan. Og sá sem virðir þetta fólk fyrir sér íær smáar vonir um hreyfingu sem hefur það takmark að „losa lífið undan þeirri vitleysu sem þrælarn- ir, hreinlífisfólkið og hinir ofstækisfullu öfgamenn hafa fundið upp“. Keristar virðast aumkunarverðar, ráðvilltar, reikular sátir án persónulegra eða sameiginlegra markmiða — í stuttu máli sagt: flokkur dapurra manna sem hafa hafnað sjálfum sér“. ★ Síðan þetta var skrifað hafa mikil ótíðindi gerzt í heimi hippia. Fyrir nokkrum dög- um fundust lik tveggj a þeirra, pilis og stúlku, í kjallara í : East Village — stúlkunni : hafði verið nauðgað, þau bæði síðan myrt. Þetta at- ■ vik beindi athygli að ýmsum : glæpum sem hafa verið E framdir gegn hippíum — einkum nauðgunum, en hippí- ar eru friðsamlegt fólk og segja lögreglunni ekki frá neinu ótilneyddir, enda eru þeir á móti því þjóðfélagi sem hún ver. Ofbeldi virðist ; verða óhjákvæmilegur fylgi- j fiskur þeirra sæla blóma- og kærleikslífs — vegna þess að það er tengt eiturlyfjum og * það eru ókvalráðir glæpa- : menn sem selja þau. Þetta ■ morð hefur einnig orðið til þess að foreldrar hafa flykkzt ; til East Village í leit að börn- j um sínum, sem hafa hlaupizt j að heiman af því þeim þótti ■ allt svo leiðinlegt — og grun- : ur leikur á að feli sig í ein- j hverjum aðskiljanlegra hópa : siðhærðs furðufólks. A tvimwmálin á Norðurlandi tii umræðu á 10. þingi AN Eins og getið hcfur verið i fréttum blaðsins var tíunda þing Alþýðusambands Norðnr- lands haldið á Siglufirði dag- ana 21. og 22. októbcr sl. Til þingsins voru mættir 36 fulltrúar frá 12 félögum. Þar voru m.a- samþykktar einróma' ályktanir um kjaramál og at- vinnumál. Kjaramálasamþykkt þingsins hefur Þjóðviljinn þeg- ar birt (sjá 2- síðu 25. okt.) en atvinnumálasamþykktin fer hér á eftir. Tryggvi Helgason, sem verið hefur forseti Alþýðusambands Norðurlands frá stofnun þess eða í tvo áratugi bað nú um lausn frá því starfi og voru honum færðar miklar þakkir fyrir giftudrjúg störf. Sambandsstjórn f stjórn A. N. voru kosin: Forseti Björn Jónsson ' Ak- ureyri, varaforseti Jón Helga- son Akureyri, ritari Jón Ingi- marsson Akureyri, meðstjórn- endur Tryggvi Helgason og Freyja Eiríksdóttir Akureyri. Varastjóm: Þorsteinn Jóna- tansson Akureyri, Helgi Har- aldsson Akureyri og Jón Páls- son Dalvfk. Fjórðungsstjórn: Öskar Gari- baldason Siglufirði, Guðrún Al- bertsdóttir Siglufirði, Hulda Sig- urbjörnsdóttir Sauðárkróki. Lín- ey Jónasdóttir Ölafsfirði, Guð- rún Sigfúsdóttir Húsavík, Guð- rún Jónsdóttir Akureyri, Guð- mundur Lúövíksson Raufar- höfn, Rúnar Þorleifsson Dal- vík, Björgvin Jónsson Skaga- strönd og Kári Kristinsson Ak- ureyri. Varamenn í fjórðungsstjórn: Fanney Bjömsdóttir Húsavík, Kolbeinn Friðbjamarson Siglu- firði, Jón Ásgeirsson Akureyri, Pétur Fétursson Blönduósi, Friðjón Jónsson Þórshöfn og Kristinn Jóhannsson Skaga- strönd. Endursk.: Ingólfur Ámason Akureyri og Ólafur Stefánsson Akureyri. Varaendursk.: Hjör- leifur Hafliðason Akureyri. Alyktun þingsins wn atvinnu- mál á Norðurlandi fer hér á eftir. Þegar síðasta þing AN var haldið haustið 1965. hafði sam- bandið þá um vorið gert sam- komulag við rikisstjómina um sérstakan stuðning rfkisins við atvinnulífið á Norðurlandi, sem f mörgum stöðum og starfs- greinum stóð höllum fæti. Samkomulagið fjallaði öðr- um þræði um tímabundna bráðaþirgðaaðstoð við fiskveið- ar til að örva hráeínisöflun fiskvinnslustöðvanna og einnig þð styrkja flutninga á sild frá fjarlægum veiðisvæðum til Norðurlands fyrir verkun síld- ar í salt og frystíngu. I öðru lagi skyldi hafin heild- arathugun á atvinnumálum Norðurlands og undirbúin fram- kvæmdaáætlun, er miðaði að þeirri eflingu atvinnureksturs í þessum Iandshluta, að öllu vinnufæru fólki þar yrði tryggð viðunandi atvinna. Jafnfjramt yrði kannaður gaumgæfilega hagur iðnfyrir- tækja og leitað úrræða til að tryggja framtíð þeirra iðn- greina og vöxt. Um athugun þessa og áætlunargerð yrði höfð samvinna við AN- og samtök sveitarfélaga á Norðurlandi. Seinagangnr á efndum Til að annast frámkvæmd of- angreindra bráðabirgðaaðgerða — varðandi hráefnisöflun fisk- vinnslustöðvanna og síldarflutn- inga — var skipuð 5 manna nefnd, Atvinnumálanefnd Norð- urlands, þar af tveir tilnefndir af AN. Atvinnumálanefnd hef- ur starfað síðan að þessu verk- efni. Hefur þessi stuðningur við framleiðsluna á Norðurlandi á vegum Atvinnumálanefndarinn- ar borið verulegan árangur fyr- ir atvinnulífið þetta tímabil og hamlað gegn áframhaldandi samdrætti í bátaútvegi og síld- arsöltun á Norðurlandi. Síðari hluti samkomulagsins hefur enn ekki komið til fram- kvæmda í þeim mæli að við- hlítandi sé sem efndir á sam- komulaginu. Norðurlandsáætl- unin er enn talin vera í smíð- um. Þessi seinagangur á efndum stjómarvaldanna varðandi þenn- an mikilvæga þátt samkomu- lagsins getur þó ekki orsakazt af því, að brugðið hafi til hins betra um atvinnulífið á Norð- urlandi á þessu tímaþili, held- ur hefur stöðugt hallað til hins verra í þessu efni á mörgum stööum. Á sl. vetri var alvar- legt atvinnuleysi um lengri eða skemmri tíma í öllum bæjum ogsjávarþorpum á Norðurlandi og á s.l- sumri var einnig veru- legt atvinnuleysi á nokkrum þessara staða. Verður þvi ekki hjá. því kom- izt að herða baráttuna fyrir því, að atvinnuuppbygging á Norðurlarj^i verði tekin föstum tökum og framkvæmdum hrundið áfram með nauðsyn- legum stuðningi ríkisins og stofnana þess. Um miðjan s.l. vetur sendi AN greinargerð um atvinnumál Norðurlands og sundurliðaðar tillögur til Efnahagsstofnunar íslands, sem vinnur að gerð Norðuriandsáæöunar. — Þingið samþykkti þessar tíllögur og ber þær nú íram að nýju og leggur jafnframt áherzlu á, að þær verði teknar efnislega upp í framkvæmdaáætlunina og hrundið í framkvæmd á allra næstu árum. Tillögumar eru eftirfarandi: Síldarvinnslan 1. Unnið verði að því með forgöngu ríkisstjórnarinnar, að síldarvinnsla og síldarverkun verði stóraukin á Norðurlandi með því að flytja meira af síld en verið hefur með sérstökum flutningaskipum frá veiðisvæð- unum til Norðurlands, og komið verði betra skipulagi á flutn- ingana. Til að framkvæma þetta á sem hagkvæmastan hátt verði leitazt við að setja á stofn fé- lag með miliilli þátttöku rík- isins, ásamt ' hlutdeild bæjar- og sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, sem mikilla hags- muna eiga að gæta við þessar framkvæmdir- Til flutninganna verði keypt ekki færri en 3 flutningaskip til viðbótar því sem þegar hef- ur verð keypt- Þess verði vand- lega gætt, að skipin henti vel til síldarflutninga á hafnir slíd- arplássanna og að hægt verði að flytja hluta af síldarförm- unum kælda, vegna söltunar og frystrngar þegar góð síld fæst tíl þeirrar venkunar. Jafn- framt verði þess gætt, að skip- in geti hentað vel tíl vöruflutn- inga að og frá landinu, svo að þau þurtí ekki að liggja ónotuð þá tíma sem ekki era næg verkefni vid síldarflutninga. Nýsmíði fiskibáta 2. Ráðstafánir verði gerðar til að nýbygging hentugra fiski- báta til þorskveiða hefjist að nýju. Verði það undirbúið með því að afla upplýsinga m.a. er- lendis, urri nýjungar í gerð báta, búnaði þeirra og veiði- tækjum. Verði þær upplýsing- ar hagnýttar að svo miklu leyti sem þær samrýmast hérlendum aðstæðum. Lán til nýrra fiskibáta verði veitt, auk Fiskveiðisjóðslánia, vaxtalaus eða vaxtalág tíl langs tíma úr Atvinnujöfnunarsjóði, svo há, að samanlögð lánsorpp- hæð nemi ekki minna en 90% af kostnaðarverði bátanna full- búinna- Tekið verði til vandlegrar at- hugunar, að greiddur verði styrkur til nýbyggingar fiski- báta, til þeirra, sem þá um leið leggja upp gömlum, ótraustum og illa rekstrarhæfum bátum, og með því mótí flýtt fyrir eðlilegri þróun í bátaútvegin- um. Endumýjun togaraflotans 3. Gerðar verði ráðstafanir til að hafin verði endumýjun tog- Framhald á 9. síðu. i i. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.