Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 12
Banaslys á Keflavíkur- veginum Hörmulegt slys varð á Reykjanésbrautar í Kúa- gerði í gaerkvöld er fólks- bifreið ók aftan á kyrr- stæðan vörubíl og öku- maður hennar beið þegar bana. Slysíð varð um sjöleytið í gærkvöld og hafði vöru- bíllinn sem var á leið frá Keflavík stanzað á vegin- iim og verið skilinn eftir vegna bilunar. Fólksbif- reiðin sem var af Rambl- er gerð var einnig á leið frá Keflavík og virðist ökumaður hennar ekki hafa tekið eftir vörubíln- um. Hann var einn í bíln- um. fögreglan i Hafnarfirði að ljós hefðu logað á vorwbifreiðinni þegar lösreglan kom á slysstað. Ekki er hægt að skýra trá nafni mannsins sem '*zt i slysinu að svo stöddu. Ftaimbudagur 2. nóvember 1067 — 32. árgangur — 247. tölublað. Sjónvarp til allra iiuta landsins '69 H i ! á liimiS Félagsfundur MFÍK í kvöld Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna halda félagsfund í Télagsheimili prentara við Hverfisgötu í kvöld kl. 8.30. •'UNDAREFNI: X Félagsmál. 2. Sagt flrá fyrsta fulltráaráðs- fundi MFlK sem haldinn var á sl. vori. 3. Vilborg Dagbjartsdóttir flytur erindi. Konan í breytilegum heimi. 4. Kvikmynd. 1-élagskonur eru beðnar að mæta vel og stundvíslega. • Stjórnin. Hjólaði fram af bryggjunná Það slys varð við Keflavíkur- höfn um hádegið í gær, að níu ára drengur Jijólaði fram af bryggju og lenti niðri í bátnum Glað, sem þar lá. Brákaði drengj urinn rifbein við fallið, en fékk eð fara heim til sín að læknis- aðgerð lokinni. Þannig var umhorfs í Gildaskálanum í gær, stólar og borð lágu kolsviðin á gólfinu. (Ljósm„ A.K. Eldur kom upp i hús ukynnum Cilduskáluns, Aiulstræti 9 . — miklar skemmdir urðu á húsinu í fyrrinótt □ í svari við fyrirspurn frá Ingvari Gislasyni skýrði'Gylfi 1 Þ. Gíslason menntamálaráð- herra svo frá að ætlunin væri að allar aðalendurvarpsstiiðv- ar sjócvarpsins^ á Skálafelli, á V.^ðlaheiði og á Fjarðar- heiði, yrðu konuiar upp fyrir árslok 1969. Sjálfsagt yrði þá eftir að koma upp einhverju af hinum mörgu smærri stöðvum sem ætlað er að flytja sjónvarpið til einstakra byggðarlaga, en dýrmæt reynsla um gerð og hæfni slíkra smástivðva hefði nú þegar fengizt vegna reynsl- unnar á Suður- og Suðvest- urlanðL ■ í fyrrinótt kom upp eldur í Aðalstraeti 9, tveggja hæða húsi með risi, þar sem Gildaskálinn hefur verið til húsa. Urðu gífurlegar skemmdir á húsinu og talið er að um mik- ið tjón sé að ræða. ■ Allt slökkvilið Reykjavíkur og Reykjavíkurflu'gvallar var kallað út er tilkynnt var um brunann. Voru 57 menn frá slökkviliðinu við slökkvistörfin og 10 slökkviliðsbílar, auk bíla frá Rafveitunni og Kol & Salt. ■ Ýmis fyrirtæki voru í Aðalstræti 9, en aðeins einn íbúi, fullorðin kona sem bjargaðist naumlega út. Slökkviliðinu barst ti'lkynn- ing um eldsvoðann að Aðalstræti 9 kl. 1,19 í fyrrinótt. Símaboð bárust frá fleiri aðilum og varð fljótt ljóst að þarna var um tölu- vérðan eld að ræða. Var því kallað út allt slökkvilið Reykja- víkur og Reykjavíkurflugvallar. Að slökkvistarfinu störfuðu 57 menn frá slökkviliði Reykjavík- ur og tiu bílar voru sendir á staðinn strax eftir að tilkynnt hafði verið um eldinn: 7 frá slökkviliðinu og 3 frá flugvell- inum. Þar að auki voru notað- ar 2 stórar mótordælur frá slökkviliðinu. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk hjá Magnúsi Eggertssyni, varðstjóra, mun eld- urinn hafa komið upp í horni fyrir innan afgreiðsluborð í veitingahúsi Gildaskála. Er fyrsti bíll slökkviliðsins kom að Aðalstræti 9, sem er tveggja hæða timburhús með kjallara og risi, var húsið allt fullt af reyk og lagði mikinn reykjarmökk upp af því. Fljót- lega kvisáðist út að einhver væri inni i húsinu og reyndist það vera fullorðin kona sem bjó í risinu. Tókst slökkviliðsmönn- um að bjarga henni á náttklæð- um út um glugga og hjálpuðu henni niður á brunastiga. Kon- an . heitir Sigriður ' Guðmunds- dóttir og bjó hún ein i húsinu. Til frekara öryggis var leitað um allt húsið, en ekki voru fleiri inni. Önnur kona var ný- flutt þaðan en hafði ekki fjarlægt muni sina úr húsinu. Á meðan Sigríði var bjargað út var hafizt handa um að slökkva eldinn Mikill eldur var í Gildaskálanpm, bæði í veit- ingasal og eldhúsi. Má segja að góðar aðstæður hafi verið fyrir ^lökkviliðsmennina. Húsið er að- skilið frá öðrum húsum, þann- ig að hægt var að ráðast á eld- inn frá öllum hliðum og með nægu vatnsmagni; nóg er af brunahönum þarna í grenndinni. Fljótlega voru gerðar ráðstaf- anir til að fá bifreiðar frá Raf- veitunni, svokallaðar vinnupalla- bifreiðar sem notaðar eru m.a. þegar verið er að skipta um per- ur í Ijósastaurum og einnig bif- reiðar frá Kol og Salt. Eldurinn læsti sig upp stigaganga og upp Framhald á 3. síðu. Uppsagnir hja Flugfélaginu Tíu mönnum hefur nýlega ver- ið sagt upp störfum hjá Flug- félagi íslands, þar af sex flug- vélavirkjum. Þar sem starfsfólk Flugfélags- ins hefur nýlega sent frá sér ályktun og spáð samdrætti í rekstri félagsins ef efnahagsráð- stafanir ríkisstjómarinnar nái fram að ganga, sneri blaðið sér til Sveins Sæmundssonar blaða- fulltrúa FÍ og spurðist fyrir um uppsagnimar. Ekki vildi Sveinn staðfesta að uppsagnirnar stæðu í sam- bandi við bjargráðin, 'þótt á- stæða væri nú til að draga saman seglin og gæta sparsemi, eins og hann orðaði það. Kvað hann ástæðuna aukna hagræð- ingu vegna nýrri og batri flug- vélakosts auk þess sem alltaf væri rólegra og minna að gera á veturna en á sumrin. □ Margir þingmenn töluðu um sjónvarjjsmálin og lögðu all- ir áherzlu á að gera yrði öll- um landsjnönnum kleift að njóta sjónvarps eins fljótt og unnt væri. Tekið tilboði i byggingu fjóröa áfanga Vogaskóla FYRIR NOKKRU voru opnuð tilboð í byggingu fjórða á- fanga Vogaskóla og bárust 6 tiliboð í verkið frá eftirtöld- um aðilum. BYGGINGAVER H.F. 40,9 milj. kr., Böðvar Bjamason bygg- ingameistari 44,6 milj. kr., Sveinibjöm Sigurðsson bygg- ingameistari 46.850 milj. kr., Halldór Backmann bygginga- meistari 48,967 milj. kr., Þórð- ur Kristjánsson og Þórður Þórðarson byggingameistarar 49,773 milj. kr. og Ármanns- fell hf. 49.848 miílj. kr. \ * STJÓRN Innkaupastofnunar R- víkurborgar mælti með því við borgarráð að tekið yrði tilboði lægstbjóðanda og féilst borgarráð á það að heimila samninga við Byggingaver hf. Kostnaðaráætlun byggingar- deildar borgarinnar var kr. 44 milj. 750 þúsund. Lögfræðingafélag Islands held- ur fund í Tjamarbúð í kvöldkl. 20,30. Til umræðu verða þjóð- réttarreglur um verndun fiski- miða utan iandhelgi. Dr. Gunnar G. Schram deildarstjóri í utan- ríkisráðuneytinu flytur fram- söguræðu. V \ \ \ I I i I Ber að varast of mikla ábyrgðartilfinningu? Hvert er kaup yfírmanna á íslenzkum farskipum? Gerðardómur um kaup og kjör yfirmanna á íslenzkum farskipum er fallinn. Þessum íslenzku sjómönnum er gert að vinna á svo til sama kaupi og áður. Urðu margir til þess í gærdag að spyrja sem svo í tilefni af úrskurði gerðar- dóms: Hvað hafá þessir inenn raunverulega í kaup? Er á- stæða fyrir þessa menn að æðrast borið saman við aðra launþega í landinu? Þannig er rétt að rekja nokkur hlutlæg dæmi í sam- bandi við kaup nokkurra yf- irmanna og er þar miðað við kauptaxta frá 1. marz 1966: Á Guillfossi eru byrjunar- laun 3. stýrimanns krónur 10.224,92 á mánuði, 2. stýri- manns kr. 10.982,33 og 1. stýrimanns kl. 13.065,18. Eftir fimm ár fær svo 3. stýrimað- ur kr. il.807,68 á mánuði, 2. stýrimaður kr. 12.565,10 og 1. stýrimaður kr. 14.647,94. Þetta er hið fasta mánað- arkaup stýrimanna á íslenzka verzlunarflotanum i dag. Við hverja ferð skipsims fellur til yfirvinna til handa stýrimönn- unum sem öðrum skipverjum og er það misjafnt eftir ferð- um. Ef skip siglir til Ameríku er talið að stýrimenn fái að meðaltali 20 til 30 yfirvinnu- tíma á mánuði, en það er um kr. 3.300 miðað við 30 yfir- vinnustundir eða 110 krónur fyrir hverja yfirvinnustund, er leggst þá við fasta mánað- arkaupið. Þegar siglt er til Evrópu- hafna hækkar hinsvegar með- altalið og má reikna með 40 til 50 yfirvimnustundum á mánuði, en það er um kr. 5.500,00 á mánuði. Þá fá yfirmenn á farskip- unum að kaupa 2 flöskur af áfengi og 2 karton af vindl- ingum miðað við 21 dagsferð og verzla fyrir kr. 2500 í gjaldeyri viðkomandi lands miðað við mámuð. Hver er svo hlutur vél- stjóranma á íslenzka farskipa- flotanum? Á Gullfossi eru byrjunar- laun 4. vélstjóra kr. 10.224,92 á mán., 3. vélstjóra krónur 10.982,33, 2. vélstjóra krónur 13.065,18 og yfirvélstjóra kr. 14.996,56 ásamt kr. 1187,00 sem eftirlitsþóknun. Eftir 5 ár fær 4. vélstjóri kr. 11.807,68, 3. vélstjóri kr. 12.565,10, 2. vélstjóri kr. 14.647,94 og yfir- vélstjóri kr. 18.384,79, með sömu eftirlitsþóknum. Þá fær aðstoðarvélstjóri kr. 9.656,61 fyrsta árið og kr. 10.448,00 eft- ir tveggja éra þjónustu. Þetta er hið fasta mánaðarkaup vélstjóra. Hver er svo hlutur loft- skeytamanna? Byrjunarlaun þeirra áGull- fossi eru kr. 8.140,79 á mán- uði og eftir 6 ár fá þeir kr. 14.471,93 sem fasta kaup á mánuði. Við úrskurð gerðardóms hefur verið farið út f prós- entuleikfimi við túlkium kjara- bótanna meðal amnars í frétt- um isleneka útvarpsims í gær- dag. Hér er flaggskip islenzka farskipaflotans á siglingu. Hinn beini peningalegi hagnaður mun hinsvegar nema um kr. 135,00 á mánuði hjá flestum yfirmannanna og er það sú raumabót, er rikis- valdið telur hæfilegt eftir að hafa stöðvað þriggja vikna verkfall með bráðabirgðalög- um og dregið samninga á langinn við stéttarfélögin og loks úrskurðað gerðardóm. Enginn vafi er á því, að hlutur þessara manna hefur verið borinn fyrir borð á undanförnum órum og er hvergi nærri sambærilegur við samsvarandi starfshópa i landi. Þeir, hafa goldið þess að sýna svokaílaða ábyrgðar- tilfinningu meira en aðrir starfsihópar vegna eðlis starfs síns á skipum, enda stóð ekki á atvinnurakendum að ganga á lagið eins og kaup yfir- manna sýnir. Það er léttverk og löðurmannilegt að prédika i sífellu ábyrgðartilfinninguna fyrir launþegum. Hinsvegar sýnist það vara- samt að vera ofhlaðinn þess- ari óbyrgðartilfinningu og fer uppskeran i kaupi og kjörum eftir þvi. Því meiri ábyrgðartil- finningu þess minna kaup er bein ályktun fyrir launþegann nú á tímum með slíkri end- emis ríkisstjórn að völdum eins og nú situr. Það hefur aldrei verið vafi hverra hagsmuna hún gætir í þjóðfélaginu. V 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.