Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1967, Blaðsíða 1
i Fimmtudagur 2. nóvember 1967 — 32. árgangur — 247. tölublað. Sfldaraffínn orðmn 303.152 lestir Búið er að salta í 166.059 tn. á móti 383.617 í fyrra — ! ! fW JBBF ÆMT ÆSTÆKF ÆKF ÆBT ÆKF ÆBKF ÆKF ÆUP ÆHTÆ9TÆU ÆtUT A ! i I ViSrœSunefnd ASÍ og BSR5 lýsa yfir: Grundvallaratriði að vísitölu- greiðsla á laun haldist óskert □ Á fundi viðræðunefndar Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisstjórnarinnar er hófst kl. 10 í gærmorg- un lýsti viðræðunefndin yfir, að af hálfu laun- þegasamtakanna væri það ófrávíkianlegt grundvallaratriði, að vísitölugreiðsla á laun héldist óskert.- Þjóðviljinn sneri sér í gær til Hannibals Valdi- marssonar ' forseta Al- þýðusambands íslands og innti hann frétta af við- ræðunum. Fórust honum orð á þessa leið: „Viðræðunefnd Alþýðu- sambands íslands og Bandalags • starfsmanna ríkis og bæja átti við- ræðufund við ríkisstjórn- ina í morgun kl. 10 og gerði þar grein fyrir af- stöðu sinni til efnahags- málaaðgerða ríkisstjórnar- innar varðandi fjárhags- afkomu ríkissjóðs á næsta ári. Skiptust menn á skoð- unum um vandamálin og tel ég ekki rétt að skýra opinberlega frá þeim í einstökum atriðum. Þó tel ég sjálfsagt að skýra frá því grundvallar- atriði í afstöðu viðræðu- nefndar launþegasamtak- anna, að ófrávíkjanlegt vœri ,að vísitala á laun héldist óslitið. Ríkisstjórn- in hefur nú viðhorf okk- ar og andsvör til athug- unar“. Þjóðviljanum var ekki kunnugt um það ‘í gær- ■ kvöld að boðað hefði ver- ið til nýs viðræðufundar með viðræðunefndinni og ríkisstjóminni. I Endurskipulagning á strætísvagnakerfínu AUsherjar breyting og endur- skipulagning á strætisvagnakerf- inu um Reykjavík er nú fyrir- huguft og er þetta nauðsynlegt bæði vegna stækkunar borgar- innar og þá ekkí síður vegna breytingarinnar yfir í hægri um- ferð á næsta ári. Að því er forstjóri Strætis- vagna Reykjavíkur, Eiríkur Ás- geirsson, sagði Þjóðviljanum í gær er allt strætisvagnakerfið í eiSdurskoðun og vinnur Einar B. Pálsson ’ að endurskipulagning- unni í samr^ði við forráðamenn Strætisvagnanna- Munu leiðir vagnanna breyt- ast allmikið frá því sem nú er og einnig pr hugsanlegt að enda- r............ VzinslaHst í gær í Vesturbæ og í gamla bænum Kona í Vesturbænum hringdi á ritstjómarskrif- stofur Þjóðviljans í gær- morgun og kvartaði yfir því að enginn hiti hefði verið og ekkert vatn í hús- inu allan morguninn. Hafði hún hringt til Hitaveitunn- ar til að fá uþplýsingar en ýmist svaraði enginn eða var á tali, þrátt fyrir marg- ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi. Þótti konunni þetta að vonum heldur lé- leg þjónusta- Er blaðið ræddi við verk- fræðing Hitaveitunnar sagði hann að bilað hefði aðal- æð; gat hefði komið á rör á Egilsgötu, og hefði því verið vatnslaust í Vestur- bænum og víðs vegar í gamla bænum. En þetta komst í lag um 3-leytið eftir hádegi, sagði verk- fræðingurinn. Þegar spurt var hversvegna svo erfitt væri að koma kvörtunum til Hitaveitunnar í gegnum síma, sagði verkfræðingur- inn að þar væru aðeins 5 línur, sem væri of lítið. stöðvar þeirra bréytist. Mikið verður um breytingar á ein- stefnuakstu'rsgötum í sambandi : við breytinguna yfir í hægri um- ! ferð og munu leiðir strætisvagn- ! anna einnig breytast í samræmi við það- Þá breytast allir við- komustaðir nema á þeim stöðum þar sem þeir eru hver andspæn- is öðrurri. Um kostnaðinn vegna þessara breytinga sagði Eiríkur að hún væri innifalin í kostnaðaráætlun hægri nefndar um heildarfram- kvæmdir fyrir H-daginn. Kostn- aðurinn vegna færslu viðkomu- staðanna yrði aldrei minni en 400—500 þúsund. — Það verða gagngerar breyt- ingar á leiðunum, 6agði hann og bætti við að ekki mætti minnka þjónustuna við fólkið, væri fremur ástæða til að auka hana. Eldur í Aðalstræti 9 1 fyrrinótt brann húsið að Aðalstræti 9. Ein kona var inni í húsinu er eidurinn kom upp, en hún bjargaðist á náttklæðum út um glugga. Myndina tók ljósmyndari Þjóðviljans Ari Kárason af Aðalstræti 9 í gærmorgun. Sjá nánari frásögn á baksíðu. í síðustu viku bárust á land 12.497 lestir síldar norðanlands og austan og er heildaraflinn frá 1. júní til 28. október þá orðinn 303.152 lestir en var á sama tíma í fyrra 550.356 lestir. Búið er nú að salta í 166.059 tunnur en saltaðar höfðu verið 383.617 tunnur í fyrra. 1 skýrslu Fiskifélags íslands um veiðámar segir svo: Sl. viku var veiðisvæði síldar- skipanha frá 63. gr., 40. mín. að 64. gr. 30. mín. nl.br. og milli 8. gr. og 9. gr. v.l. Veður var yfiirleitt óhagstætfc þrálát hvass- viðri og kviká. Þriðjudag og að- faranótt miðvikudags var veðr- ið samt gott, og á þeim tíma veiddust um 9.000 lestir. í vikunni bárust á land 12.497 lestir. Saltað var í 48.100 tunnur, 233 lestír frystar og 5.241 Jest- fór í bræðslu. Heildaraflinn ér því 303.152 lestir og hagnýting á þessaleið: í salt 24.245 (166.059 upp- salt. tn.) 1 frystingu 1.007. 1 bræðslu 271.260. Útflutt 6.640. Á sama tirna í fyrra. var aflinn þessi: 1 salt 5(5.008 (383.617 upps. tn.). 1 frystingu 2.815. I bræðslu 491.533. Alis: 550.356. Löndunarstaðir eru þessir: Reykjavfk 28.183, Bolungavík 1.505. Siglufjörður 58.400. Ólafs- fjörður 2.011. Dalvik 2.068. Hrís- éy 330. Krossanes 7.153. Húsavik 3.321. Raufarhöfn 45.929. Þórs- höfn 3.258. Vopnafjörður 15.678. Borgarfj. eystri 257. Seyðisfjörð- ur 67.161 (áuk þess eril. skip 60). Mjóifjörður 294. Neskaupstaður 31.162. Eskifjörður 13.929 (auk þess erl. skip 262). Reyðarfjörð- ur 4.905. Fáskrúðsfjörður 6.099. Stöðvarfjörður 2.730. Breiðdals- •vik 828. Djúpivogur 1.301. Fær- eyjar 2.675. Hjaltland 1.766. Þýzkaland 2.199. Aflinn er mældur í tonnum. Síldveiðarnar sunnan lands. Frá því 20. júní til 18; ágúst voru lagðar á land 47.062 lestir síldar og voru 255 lestir þess magns frystar, én 46.807 lestir fóru í bræðslu. Lágu veiðamar niðri til 24. þm., þegar siild fannst í Jökuldjúpi. Til vikuloka var landað 226 lestum frá 3 þátum og fór sá afli til frýstingar. Heild- araflinn er nú 47.288 lestir, en var á sama tíma í fyrra 45.150 lestrr. Aðstaða fólkáins úti á landi til að njóta lista og menningar rædd á alþingi Stórátaks er þörf í félags- og menningar- málum landsbyggðarinnar íslenzk alþýðumenning er þrúguð af ranglát- um þjóðfélag^háttum og hún rís ekki í fulla hæð á ný fyrr en þjóðfélagsháttunum verður breytt og réttlætið sigrar, sagði Jónas Árnason á Alþingi í gær. Hann hélt því fram að gera þyrfti stórátak í félags- og menningarmálum landsbyggðarinnar til að jafna það misrétti í menningarmálum sem fólk víðast hvar utan Reykjavíkur byggi nú við. Allmiklar umræður urðu á fundi sameinaðs^ þings í gær um þetta atriði, jafnrét.ti fólksins ut- an Reykjavíkur vi 1 höfuðborg- arbúa í menningarmálum og hóf- ust þær með því að á dagskrá kom þingsályktu narfi 'llega Ing- vars Gíslasonar um listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur. Bæði Ingvar og Gylfi Þ, Gísla- son lögðu áherzlu á nauðsynþnss að fólk utan Reykjavíkur ætti kost á listsýningum, en Gylfi fcaldd að frumtovæðið epttí. að vera hjá heimamönnum, sveita- stjórnum og bæjarstjórnum, og myndi þá mermtam,álaráðuneyt- ið og Listasafn ríkisins fús til samstarfs. Rómaði Gylfi leiklist- ar- og tónlistaráhuga fólks útí á landsbyggðinni. □ Misrétti í mcnningarmálum. Jónas Árnason tók eindregið undir aðvörunarorð flutnings- manna tillögunnar um hættuna af menningarlegum ójöfnuði rnilli stétta og landshluta og fannst þeir varla vena nógu kröfuharðir í þessum efnumfyrir landsbyggðdna. í því efni þyrfti að huga að þvi að fólkið útí á landi nyti hins bezta sem völ væri á af leikilist, danslist og tónlist. Leik- hstin hefði nokkra sérstöðu, en það væri þó einungis að sumar- lagi að leikflokkar úr Reykjavík ferðuðust um landsbyggðina, en slíks væri jafnvel enn meiri þörf að vetrarlagi. Minnti Jón á grein eftir Magnús Kjartansson sem birzt hefði í Þjóðviljanum í fyrravet- ur, en þar væri reifuð hugmynd um stofnun, sem hefði yfirum- sjón með framkvæmd menning- arsamskipti við landsbyggðina. Stofnun þessi ætti að skipúleggja feröir listamanna um landið, jafnt einstaklinga og heilla flokka, söncvara og annarra tón- ilistarmanna, leikara, dansara og myndlistarmanna. Og ekki ein- ungis íslenzkra listamanna, held- ur ætti stofnunin einnig að leit- ast við að veita landstoyggðinni sem mesta hlutdeild í þeim ijien'ningarverðmætum sem er- lendir listamenn sem hingað koma hefðu að bjóða. □ Félagsheimili í eyði. Jónas ræddi þar næst ýtarlega um félagsheimilin, sem ætlað hefði verið að yrðu menningar- miðstöðvar úti um landið. Því miður hefðu enn ekki orðið þau not að félagsheimiilunum yfirleitt,. heldur hefðu þau mörg það verk- efni helzt að gefa fólki kost á balli' á laugardögum. Forvígis- menn félagsheimilanna hefðu átt í miklu baslí með fjárhag þeirra og vonir brugðizt um myndar- leg framlög ríkisins úr félags- heimilasjóði, og hefðu því orðið að fara út í að reyna að hafa fljóttekinn gróða af dansleikjum til að standa undir skuödum. Þetta ástand mætti ekki við- gangast lengur, að því er tek- ur til menningarinnar mætti segja að þnátt fyrir allan glæsi- Framhald á 3. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.